Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 23
nýtur Verkamannaflokkurinn
stuðnings meirihluta almennings en
í efnahags- og öryggismálum nýtur
samsteypustjórnin meira trausts
enn sem komið er. Þá hrósar alrík-
isstjórnin sér af aðeins rúmlega 4%
atvinnuleysi.
Að þreyja þorrann og góuna
Peter Costello fjármálaráðherra
er aðaltromp stjórnarinnar enda
virðast peningarnir í kistu fjár-
málaráðherra flæða út um allt og
sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Sér hvergi í botn kistunnar þrátt
fyrir gífurleg útgjöld til varnarmála
og vopna.
Costello segir Verkamannaflokk-
inn ekkert kunna að fara með pen-
inga og Kevin Rudd muni fara sér
og þjóðinni allri að voða við stjórn
þeirra mála, ástandið sé viðkvæmt
og ekki megi mikið út af bera til að
allt fari fjandans til. En er stjórn
Peters Costellos á fjármálunum þá,
eftir því að dæma, svo ábyrgðarfull
og örugg þegar allt kemur til alls?
Costello hefur beðið lengi eftir að
fá að taka við sem forsætisráð-
herra, ekki ósvipað og Gordon
Brown í Bretlandi, en Howard vill
ólmur freista gæfunnar eina ferðina
enn og getur Costello ekkert gert
nema þreyð þorrann og góuna því
hann skortir jafnt fylgi almennings
sem flokksfélaga.
Forsætisráðherra er enn ungur
og sprækur, hleypur á hverjum
morgni og nýtur þess að vera í svið-
ljósi hins vestræna heims enda
verður hann ekki nema 68 ára gam-
all í þessum mánuði.
Kjötbaka auðmýkingarinnar
Nú ber svo við í fyrsta sinni síðan
innrásin í Írak var framin að John
Howard er kominn í vörn í Íraks-
málinu. Hingað til hefur fólk tekið
rök hans góð og gild um að dvölin
þar sé nauðsynleg til verndar lýð-
ræði og frelsi. Aðeins 550 ástralskir
hermenn eru í Írak, hafa þeir ekki
tekið þátt í bardögum heldur haldið
sig í suðurhluta landsins og hefur
ekki orðið mannfall í liði þeirra.
Hins vegar hafa sex Ástralar sem
störfuðu við öryggisgæslu fallið í
valinn. Nú sjá hins vegar allir þeir,
sem vilja sjá og skilja, að hernám
Íraks hefur vakið öflugt starf al-
Qaeda í landinu en engir slíkir
hryðjuverkamenn voru þar fyrir, og
hefur þetta aukið hættu á hermd-
arverkastarfsemi hér heima fyrir.
Varnarmálaráðherra Ástralíu,
Brendan Nelson, varð það á að
segja í viðtali alveg nýlega að olían í
Írak væri ástæða þess að Ástralar
gætu ekki horfið þaðan, þeir þyrftu
að tryggja hinum vestræna heimi
olíu. Náðu ummæli þessi til heim-
pressunnar og ruku forsætis- og ut-
anríkisráðherra strax upp til handa
og fóta. Varð Brendan Nelson að
kyngja þessum ummælum sínum
strax daginn eftir frammi fyrir al-
þjóð („a humble pie“ eins og sagt er
á enskri tungu).
Annars er Brendan Nelson fræg-
ur fyrir að hafa hlotið ókeypis
menntun eins og aðrir háskólanem-
ar á sínum tíma en meðan hann hef-
ur setið í alríkisstjórninni í hinum
ýmsu embættum hefur hann séð
svo til að þeir sem vilja læra í há-
skólum landsins þurfa að borga
himinhá gjöld.
Svo mikill skortur er nú orðinn á
verk- og tæknifræðingum, læknum
og hjúkrunarfræðingum, að ekki sé
minnst á tannlækna, að öll spjót eru
úti til þess að fá fólk með þessa
menntun inn í landið erlendis frá.
Verkamannaflokkurinn vill fá
áströlsku hermenninga heim frá
Írak og einbeita sér að þeim verk-
efnum sem eru ærin hér í næsta ná-
grenni Ástralíu eins og t.d. á Aust-
ur-Tímor og Salómonseyjum.
Síðasta skoðanakönnun sýndi líka
að 62% almennings styðja það að
kveðja hermennina heim. Hins veg-
ar á John Howard erfitt með að
framkvæma þennan vilja þjóð-
arinnar þegar kosningar eru á
næsta leiti og sýna þannig að
Verkamannaflokkurinn hafi rétt
fyrir sér. Hann gæti þó átt það til
að spinna nýja vef um málið.
Kosningakanína
Alþýða manna hefur beðið
spennt eftir því hvað John Howard
tæki til bragðs til þess að vinna
þessar kosningar. Oft hefur verið
talað um að engu sé líkara en hann
dragi sérstaka kosningakanínu upp
úr hatti sínum líkt og töframaður
(The Vizard of Oz!) nokkrum vikum
fyrir kosningar, kanínu eða réttara
sagt málefni sem fær fólk til að
kjósa hann. Þetta hefur honum tek-
ist hingað til enda stjórn hans setið
að völdum í 11 ár.
Nú bregður hins vegar svo við að
áróður þess eðlis að John Howard
sé orðinn „maður gærdagsins“ og
skorti nýjar og ferskar hugmyndir
sé að bera árangur. Hins vegar má
einnig segja að fólk sé farið að sjá í
gegnum lygavefina eftir ellefu ár.
Fólk er ekki búið að gleyma norska
skipinu Tampa, lyginni um að
flóttamenn hafi hent börnum sínum
fyrir borð, blindri fylgispekt við for-
seta Bandaríkjanna, GST-
söluskattinum sem John Howard
lofaði forðum að aldrei („never
ever“) yrði settur á í Ástralíu, og í
tíð núverandi alríkisstjórnar hafa
vextir á húsnæðislánum hækkað
átta sinnum og kemur það illa við
fjölskyldufólk sem hefur tekið há
lán sem auðfengin eru úr bönkum á
þessum síðustu og bestu tímum.
„Lítil börn eru heilög“
Nýleg skýrsla sem kölluð var Lít-
il börn eru heilög leiddi í ljós hin
gífurlegu vandamál sem trufla allt
eðlilegt líf í byggðum frumbyggja í
Northern Territory (nyrst í Ástr-
alíu) og miklu víðar. Nú er þetta
ekki nýtt fréttaefni, skýrslur um
skelfilegt heilsufar, ofnotkun áfeng-
is, ofbeldi og kynferðislega mis-
notkun á börnum allt niður í þriggja
ára aldur hafa borist stjórnvöldum
um langan aldur, ein 30 ár. Í ellefu
ár hefur alríkisstjórnin sinnt þeim
með hangandi hendi eða látið þau
sigla sinn sjó að mestu. Nú bregst
John Howard og stjórn hans hins
vegar harkalega við og með fyrr-
verandi hermann, en núverandi
ráðherra málefna frumbyggja, Mal
Brough, sér við hlið, tekur alrík-
isstjórnin yfirstjórn um 70 byggða
frumbyggja í NT í sínar hendur
með því að senda fjölda hermanna
og lögreglu á vettvang. Með því
ennfremur að takmarka sölu áfeng-
is, fyrirskipa læknisskoðun á börn-
um, endurskipuleggja atvinnuleys-
is- og aðrar tryggingarbætur með
tilliti til þess hvort foreldrar sendi
börn sín í skóla eða sé peningunum
eytt í vín eða spilakassa en ekki í
mat handa börnum þá …
Frumkvæði Johns Howards er
gott að mörgu leyti og sýnir visst
pólitískt hugrekki. Styður Kevin
Rudd og flokkur hans þessa fram-
kvæmd. Þeir vilja hins vegar lang-
tímalausn og samráð við frum-
byggjana en ekki eingöngu
yfirgang og fyrirskipanir að ofan.
Margar frumbyggjakonur flúðu
til fjalla með börn sín er þær
heyrðu fyrst um aðgerðirnar. Slíkt
er sambandsleysið milli fólksins og
skrifstofubákns alríkisstjórn-
arinnar.
Skýrslan um litlu börnin bætir í
sjálfu sér ekki miklu við það sem
vitað var fyrir en titillinn er góður
og krafan í skýrslunni um að eitt-
hvað sé gert nú þegar datt beint í
hendur forsætisráðherra. Kannski
verður þetta málefni að kosn-
ingakanínu „töframannsins“? Það á
eftir að koma í ljós.
Atvinna og
sómasamlegt húsnæði
Margir eru þó uggandi um þann
pólitíska vilja sem að baki býr. Ef
John Howard er að nota skýrsluna
sem átyllu til þess að seilast eftir
landi frumbyggjanna annars vegar
og hins vegar eftir atkvæðum hinna
hvítu sem vissulega styðja valdbeit-
inguna þá sýnir Galaxy Poll að 58%
kjósenda álíta hann einvörðungi
bregðast við í þessu máli vegna
komandi kosninga.
Fyrir þá sem ekki vita betur þá
eru í NT ómæld auðæfi í iðrum
jarðar, t.d. gas og úraníum. Kemur
sér þá illa ef ólæsir frumbyggjar
segjast eiga landið.
Lögfræðingurinn Rex Wilde, QC,
einn þeirra sem sömdu skýrsluna
taldi þurfa sex milljarða dala árlega
til að mæta þörfum frumbyggjanna
en forsætisráðherra hefur hingað
til talað um kostnað upp á nokkrar
milljónir dala.
Áður fyrr voru börn frumbyggj-
anna tekin af þeim með valdi og tal-
að er um kynslóð stolnu barnanna.
Á nú að stela réttindum frumbyggj-
anna til lands þeirra? Þannig spyrja
margir.
Það sem vantar í frumbyggja-
byggðunum er fyrst og fremst at-
vinna. Hvers vegna fara í skóla ef
engin atvinna bíður þín? Það vantar
sárlega húsnæði, barnaheimili,
heilsugæslustöðvar, lækna, lög-
reglu – alla þá þjónustu sem við
tökum sem gefna.
Án atvinnumöguleika, skóla-
göngu og eðlilegs fjölskyldulífs er
engin von fyrir frumbyggja þess-
arar álfu. Að þeir lifi 17 árum skem-
ur en hinir hvítu íbúar álfunnar,
hrynji niður úr sykursýki og hjarta-
sjúkdómum, er skelfileg skömm
fyrir eitt ríkasta land heimsins.
Nú birtast myndir af John How-
ard og Mal Brough með fallegum
frumbyggjabörnum í blöðum og
sjónvarpi, hins vegar sjáum við
aldrei stjórnmálamann halda á
særðu eða látnu barni í Írak.
Framhaldssagan.
Besti vinur Osama?
Hinn ástralski fangi Bandaríkja-
stjórnar, David Hicks, er nú loks
kominn heim frá Quantanamo-flóa
það er að segja hann afplánar nú
nokkurra mánaða fangelsisdóm í
Adelaide í S-Ástralíu en verður lát-
inn laus um áramótin. Mikill þrýst-
ingur almennings olli því að mál
hans var loks tekið fyrir herdómstól
þar sem hann játaði á sig að hafa
tekið þátt í æfingum með her-
sveitum talibana. David sá fram á
áralanga bið í kóngulóarvefjum
lagakrókanna að öðrum kosti svo lái
honum hver sem vill. Rúmlega
fimm ár í Quantanamo og maður
játar á sig hvað sem er til að losna,
jafnvel eitthvað álíka og að vera
besti vinur Osama Bin Ladens.
„Þeir þurfa aðeins að segja við munum
vernda ykkur og valdið er þeirra“
Einhvern veginn þannig hljóðar
ljóð Nóbelsverðlaunahafans Harold
Pinters; Lýðræði. Það er aðeins
fjórar línur og hann orti það þegar
hann frétti af innrásinni í Írak.
Fáir efast um að John Howard og
alríkisstjórn hans muni nota ótta al-
mennings við hryðjuverkamenn til
þess að kjósa stjórnina. Ástæðu ótt-
ans þarf ekki að skilgreina svo
gjörla.
Enginn efast um kænsku þessa
gamalreynda stjórnmálarefs, síst af
öllum Kevin Rudd og forysta
Verkamannaflokksins. Verður nú
hart látið mæta hörðu á næstu mán-
uðum – ekki síst í ljósi úrslita skoð-
anakannananna.
Ef til vill er fólk ekki alveg eins
auðtrúa lengur og John Howard
forsætisráðherra hefur drjúgan
farangur eftir ellefu ár á stjórn-
arstóli, of margar lygar og hálf-
sannleik í farteskinu. Því verður
spennandi og fróðlegt að sjá vilja
alþýðu manna koma í ljós á kjör-
dag.
solveig.einarsdottir@gmail.com
Reuters
vatnsskortur Þurrkarnir komu illa við nautgripabændur eins og marga aðra, en eftir að John Howard forsætisráðherra bað
biðja drottin allsherjar um regn fór sums staðar að rigna.
oks hefur alríkisstjórnin brugðist við skelfilegu
gis, ofbeldi og kynferðislegri misnotkun á börn-
a, aðallega nyrst í áflunni.
egn, hveitibrauðsdagar
ur forsætisráðherra
-
að-
Klúður Ummæli Brendans Nelsons
varnarmálaráðherra þóttu óheppi-
leg.
þykir
manna-
Þaulsetinn John Howard hefur
setið manna lengst í stóli forsætis-
ráðherra.
» Að þeir [frumbyggj-
arnir] lifi 17 árum
skemur en hinir hvítu
íbúar álfunnar, hrynji
niður úr sykursýki og
hjartasjúkdómum, er
skelfileg skömm fyrir
eitt ríkasta land heims-
ins.