Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 27

Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 27 flugum loks í þyrlu hans í veg fyrir járnbrautarlest til Stokkhólms. Síð- ar spurði bandarískur prófessor sem starfaði nokkuð í Svíþjóð mig hvort það væri satt að við hefðum tveir með aðstoð eins heimamanns mælt alla þrjá jöklana. Í Bandaríkjunum dytti engum í hug að slíkt yrði gert án fjöl- menns leiðangurs sem kostaði offjár. Hann féllst loks á að trúa þessu en skildi það ekki, enda hitti hann aldrei Jón. Á Grænlandjökul fórum við Jón og fundum á 90 m dýpi átta herflugvélar sem nauðlentu þar 1942. Menn vissu óljóst hvar þær væru en með skipu- legri hernaðaráætlun fundust þær allar. Án Jóns hefði þessi íslenska út- rás ekki tekist. Ein vélin var síðan grafin upp og flýgur nú um loftin blá og nefnist „Glacier girl“. Jón kom upp hitaveitu í skálum Jöklarann- sóknafélags Íslands á Grímsfjalli, setti saman rafstöð sem knúin er af jarðhitanum svo að skrá megi jarð- skjálfta og veður og senda gögn til byggða. Það er mikið lán að hafa átt eins ósérhlífinn samstarfsmann og traustan félaga sem Jón Sveinsson. Frá unglingsárum barðist hann gegn sykursýki af slíku æðruleysi að hann varð fyrirmynd annarra sem lifa með þann óvægna sjúkdóm. Við getum hins vegar öll lært af honum þegar hallaði á hann í glímunni við ellina og heilsuleysi. Jón var einstakur gæfu- maður í einkalífi og jafnræði með honum og Helgu konu hans. Hjá henni og afkomendum þeirra er sam- úð okkar. Blessuð sé minning Jóns Sveinssonar. Helgi Björnsson. Fráfall vinar míns og samstarfs- manns, Jóns Sveinssonar, hefði ekki átt að koma mér á óvart þar sem ég hafði fylgst með langvinnum veikind- um hans. Engu að síður var mér mjög brugðið þegar ég heyrði frétt- ina, og ég hygg að svo hafi verið um alla sem þekktu Jón. Hann var ein- stakur maður, gæddur óvenjulegum mannkostum. Kynni okkar Jóns hófust árið 1973, skömmu eftir að hann hóf störf við Raunvísindastofnun Háskólans sem rafmagnstæknifræðingur. Jón var afar fjölhæfur og einstaklega laginn við að leysa vanda þeirra mörgu sem til hans leituðu. Með árunum þurfti ég sífellt oftar á aðstoð hans að halda, og loks fór svo að hann varð formlega starfsmaður þeirrar deild- ar sem ég veitti forstöðu. Jón gegndi lykilhlutverki við að koma á staf- rænni skráningu gagna í segulmæl- ingastöð stofnunarinnar og fann bráðsnjalla leið til að endurbæta ómissandi mælitæki sem margir höfðu glímt við án árangurs. Úr- lausnarefnin voru margvísleg og alls ekki bundin við sérgrein Jóns. Hann var sannkallaður þúsundþjalasmið- ur. Alltaf var hann léttur í lund og uppörvandi í öllu samstarfi. Jón átti langtímum við heilsuleysi að stríða. Upphafið mátti rekja til sykursýki sem hrjáði hann frá unga aldri. Oftar en einu sinni bjargaðist Jón úr dauðans greipum. Lífgjöfina mátti hann þakka góðum læknum, en ekki síður þrotlausri árvekni og umönnun konu sinnar, Helgu Har- aldsdóttur. Sjúkrasaga Jóns væri efni í langa ritgerð og verður ekki rakin hér. Henni þyrfti þó að gera skil á öðrum vettvangi, því að hún er dæmi um það hvernig bjartsýnis- maður getur með dugnaði og þraut- seigju sigrast á hinum þyngstu þrautum. Það var með ólíkindum að Jón skyldi stunda vinnu sína síðustu árin, jafnþjakaður og hann var. Um leið og ég kveð Jón og minnist hans með þakklæti votta ég og fjöl- skylda mín aðstandendum hans inni- lega samúð. Þorsteinn Sæmundsson. Í dag kveð ég góðan dreng og fé- laga til margra ára, Jón Sveinsson. Kynni okkar Jóns hófust haustið 1971 þegar Jón var ráðinn sem tæknifræðingur við Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Jón tók þá við verkefni sem ég hafði með höndum og tengdist flugsegul- mælingum prófessors Þorbjörns Sigurgeirssonar. Síðan var Jón mikið með Þorbirni við flugsegulmælingarnar og fóru þeir víða um landið. Síðar þegar ég kom heim frá námi og hóf aftur störf á Raunvísinda- stofnun þá deildum við Jón vinnuað- stöðu og síðar skrifstofu til margra ára og vorum alla tíð nánir sam- starfsmenn. Alltaf var gott að leita ráða hjá Jóni. Jón var hugmyndaríkur og drif- andi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og kenndi þar margra grasa. Við áttum einnig margar góðar stundir saman á ferðalögum sem tengdust starfinu, ókum m.a. um landið þvert og endilangt, vorum á jöklum landsins við jöklamælingar, sem stóðu stundum allt upp í 6 vikur. Jón var og virkur í starfsmanna- félagi stofnunarinnar. Hann var um tíma fulltrúi starfsmanna í stjórn stofnunarinnar og samhliða því for- maður starfsmannafélagsins. Alltaf sami krafturinn. Ég sendi Helgu og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns. Marteinn Sverrisson. Það eru búin að vera mörg góð ár sem við Jón höfum verið vinnufélag- ar, nú síðustu árin í Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans. Andrúmsloftið á vinnustað er eitt af því mikilvægasta í lífi hins vinnandi manns. Jón var þannig maður að öll- um leið vel í nærveru hans, og hann féll vel inn í vinnuhópinn í deildinni, þar sem allir voru eins og bestu vinir. Það var sama hvaða verki Jón kom að, oftast fann hann bestu lausnina. Að leiðarlokum er ég þakklátur fyrir að hafa átt Jón sem vinnufélaga og vin. Ég votta eftirlifandi ættingj- um dýpstu samúð. Pálmi Ingólfsson. Það var mikið happ fyrir Raunvís- indastofnun að Jón Sveinsson skyldi ráðast þar til starfa árið 1971. Hann hafði öðlast mikla reynslu og færni á sjöunda áratugnum í tækniþjónustu við síldveiðiflotann fyrir Austurlandi, oft við erfiðar aðstæður, vökur og ill veður. Vegna sykursýki vildi hann nú fara í léttara starf með reglu á vinnu- tíma. Þetta gekk eftir í fyrstu en brátt sótti vinnan á Raunvísinda- stofnun þó í sama farið, langar flug- ferðir til segulmælinga, uppsetningu og viðhald skjálftamæla um allar sveitir og á hálendinu, og rannsókn- arleiðangra á jöklum í rysjóttu veðri. Á þessum árum voru margir ungir rannsakendur að hasla sér völl við Raunvísindastofnun undir hand- leiðslu Þorbjarnar Sigurgeirssonar. Þar sem efni voru lítil þurfti að smíða rannsóknartækin og þar reyndi á færa tæknimenn, svo sem Jón, Mar- tein Sverrisson, Ævar Jóhannesson og Karl Benjamínsson. Menn réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur voru nýttar nýjustu uppgötvanir í eðlisfræði og tækni. Þar má nefna segulómun, Möss- bauerhrif við rannsókn á bergsýnum, staðsetningu með lóran og gervi- tunglum fyrir flugsegulmælingar og íssjármælingar á jöklum, gagna- sendingar með örbylgjum frá mæli- tækjum í óbyggðum og örtölvutækni við skráningu og meðhöndlun gagna, sem átti eftir að bylta vinnslu í fisk- iðnaði. Eggert V. Briem studdi flest þessi verkefni með rausnarlegum gjöfum og naut þess að sjá styrki sína ryðja nýjar brautir, enda hug- vitsmaður sjálfur. Strax á fyrsta starfsári fékk Jón það hlutverk að koma upp neti skjálftamæla á Reykjanesskaga sem sendu gögnin með fjarskiptatækjum í hús Raunvísindastofnunar við Dun- haga. Tímamerki voru numin frá er- lendum útvarpsklukkum og öll gögn- in skráð á segulbönd. Þetta verkefni leysti Jón með prýði og það ruddi brautina fyrir þá tækni skjálftamæl- inga sem síðar hefur verið beitt við vöktun eldfjalla og skjálftasvæða. Sumarið 1972 þróuðust hugmynd- ir um landsnet skjálftamæla sem þeir Jón, Marteinn og Karl hönnuðu og smíðuðu. Það kom mest í hlut Jóns að koma þessum stöðvum upp og semja um gæslu þeirra við bænd- ur. Einn leiðangur til Austfjarða gaf okkur tilefni til að kynnast æsku- heimili Jóns á Stöðvarfirði og föður hans Sveini. Hann var allt í senn, smíðaði eldhúsinnréttingar, af- greiddi bensín staðarins, reri til fiskjar fyrir gesti og klippti nágrann- ana, þegar þeir litu inn. Jón átti greinilega ekki langt að sækja atorku og fjölhæfni. Jón átti drjúgan hlut í íssjármæl- ingum á jöklum og þau hjónin, Helga og Jón, urðu meðal virkustu félaga í Jöklarannsóknafélaginu um hríð. Meðal nýstárlegra verkefna sem Jón átti stóran hlut í var rannsóknastöð á Grímsfjalli, knúin með varmarafstöð. Loftblönduð jarðgufa var einnig leidd í varmaskipta til að hita skála félagsins. Allt verklag Jóns bar vitni um sér- staka hugulsemi og þrautseigju, hug- kvæmni og færni sem fáir geta til jafnað. Hans verður lengi minnst á Raunvísindastofnun. Við Guðlaug vottum Helgu og fjöl- skyldu allri innilega samúð. Sveinbjörn Björnsson. Tilraunavísindi eru teymisvinna tæknimanna og verkfræðinga sem sjá um hönnun, rekstur og viðhald rannsóknatækja og sérfræðinga sem túlka niðurstöður mælinga og koma þeim á framfæri á viðkomandi fræða- sviði. Framfarir á sviði tilraunavís- inda við Raunvísindastofnun Háskól- ans hafa frá upphafi byggst á færni og þekkingu útsjónarsamra tækni- manna og verkfræðinga sem tileink- að hafa sér nýjustu tækni og nýtt hana jafnóðum til hönnunar mæli- tækja sem henta við íslenskar að- stæður. Jón Sveinsson, rafmagnstækni- fræðingur, leiddi mörg verkefni á sviði tækjaþróunar á farsælum starfsferli við Raunvísindastofnun Háskólans. Hann var lykilmaður í hönnun og smíði Landsnets jarð- skjálftamæla og íssjár til mælinga á þykkt íslenskra jökla. Hann sá um uppsetningu fyrstu varmarafstöðv- arinnar hérlendis, sem reist var á jarðhitaborholu á Grímsfjalli vorið 1982 og enn sér rannsóknastöðinni þar fyrir orku. Þá hannaði hann bún- að til stafrænna mælinga jarðsegul- sviðsins. Hin síðari ár hafði hann um- sjón með endurnýjun og viðhaldi tækjabúnaðar Háloftadeildar til seg- ulsviðsmælinga og sá auk þess um úrvinnslu mælinganna. Jón var mjög útsjónarsamur og fljótur að átta sig ef eitthvað fór úrskeiðis og því voru bilanir sjaldan langvinnar. Jón var traustur og skemmtilegur vinnufélagi og vinur sem ekki lét al- varlega sykursýki aftra sér frá erf- iðum rannsóknaleiðöngrum og við- gerðarferðum um landið. Hann sá m.a. um viðgerðir á Landsneti jarð- skjálftamæla. Jón var aufúsugestur á bæjum þar sem hann gerði ekki bara við bilaða jarðskjálftamæla heldur einnig heimilistæki umsjón- armanna. Jarðskjálftamælarnir urðu að vísu að nauðsynlegum heimilis- tækjum enda skrá þeir ekki bara hreyfingar jarðarinnar, heldur nema þeir umferð og vindstyrk sem skjálftabændur gátu nýtt sér á ýms- an hátt. Jóni var ennfremur umhug- að um að bæta útvarpsskilyrði á af- skekktum bæjum með uppsetningu sérhannaðra útvarpsloftneta. Margir fengu þá loksins að njóta sinfónískra tilbrigða án suðs og skruðninga á öldum ljósvakans. Á jöklum var Jón þó mest í essinu sínu. Vorleiðangrar Jöklarannsókna- félagsins á Vatnajökul eru vinnu- og skemmtiferðir þar sem lítill þver- skurður þjóðfélagsins vinnur sam- hliða að margvíslegum rannsóknar- verkefnum. Hver þátttakandi leggur sitt af mörkum, hvort sem þar er sér- þekking á jöklum, jarðskjálftum, varmarafveitum, bifreiðavirkjun, trésmíðum eða heimilishaldi við frumstæðar aðstæður. Jón og Helga, eiginkona hans, tóku virkan þátt í starfsemi Jöklarannsóknafélags Ís- lands um áratuga skeið. Í Grímsvatnaskála með þeim var ávallt glatt á hjalla, tekið lýsi, sagðar sögur og mikið sungið. Síðustu árin hafði heilsu Jóns hrakað nokkuð, en það hélt honum ekki frá vinnu og fátt vissi hann skemmtilegra en að koma í segul- mælingastöðina í Leirvogi. Þar hafði hann lagt metnað sinn í að gera allt sem best úr garði og munum við búa að því um langt skeið. Að leiðarlokum minnumst við ár- angursríks og ánægjulegs samstarfs og vottum aðstandendum Jóns hlut- tekningu. Bryndís Brandsdóttir, Gunnlaugur Björnsson. Jón Sveinsson er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Samt er það svo, að hann lifði lengri, gæfuríkari og frjó- samari ævi en nokkur sem til þekkti hafði þorað að vona. Líf hans frá því um tvítugt, er hann greindist með ill- vígan, ólæknandi sjúkdóm, var ein samfelld hetjusaga. Saga ljúfmennis, sem af áræði, léttri lund, þolinmæði og fádæma dugnaði skóp sér það hamingjulíf, sem hann lifði til hinstu stundar. Hann eignaðist fjölskyldu, sem stóð með honum eins og klettar í baráttu hans og hann var henni aldr- ei byrði, heldur hamingjuuppspretta. Jón var félagslyndur og vinmargur, hrókur alls fagnaðar í vinahópi, enda fróður, góður sagnamaður og skemmtilegur. Þess vegna var það mikið áfall fyrir hann, að eftir eitt áfallið, hjartastopp, missti hann stóra kafla af minningum. En Jón gafst ekki upp frekar en endranær. Af takmarkalausri elju rifjaði hann smátt og smátt upp minningarnar og raðaði þeim saman. Þekkti hann ekki einhvern, sem hann hafði þekkt áður, hætti hann ekki fyrr en hann mundi eftir viðkomandi. Á tuttugu ára stúdentsafmæli hans hitti ég hann, hafði þá ekki séð hann í nokkur ár, og spurði um heils- una. Það lýsir honum vel, að efst í huganum var þakklæti fyrir að hafa ekki glatað sjón. Á fjörutíu ára stúdentsafmæli sínu árið 2006 fór hann á sólbjörtum sum- ardegi út í Hrísey, Gekk þar lungann úr deginum við staf, á fótum sem hann fann ekki fyrir lengur. Hann skemmti sér konunglega í þessari ferð, sem sennilega hefur verið hans hinsta gönguferð í guðsgrænni nátt- úrunni. Ég hef heyrt, að fólk, sem þjáist af sama sjúkdómi og hann, líti til hans sem skínandi fordæmis í baráttu sinni. Æðruleysi hans, glaðværð og þrek á erfiðum stundum veitir því von og þrek til þess að standa af sér áföllin. Að loknu námi starfaði Jón sem rafeindavirki á heimaslóðum sínum á Austfjörðum. Að loknum síldarárun- um fyrir austan hóf hann störf hjá Raunvísindadeild Háskóla Íslands og starfaði þar unz starfsþrek hans þraut. Þar átti hann glæstan starfs- feril við rannsóknir og vísindastörf, sem nýtast munu til almennings- heilla um ókomin ár. Jóns Sveinssonar mun verða sárt saknað af þeim, sem þekktu hann og áttu hann að vini en eftir sitja fagrar minningar um góðan dreng. Helgu, eftirlifandi eiginkonu hans, Sveini, Haraldi og fjölskyldum þeirra færi ég, eiginkona mín, Bjarn- veig og dóttir okkar, Fríða, sem var verðandi tengdadóttir Jóns og Helgu í átta ár, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Ólafur Þórðarson. Jón Sveinsson er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Samt er það svo, að hann lifði lengri, gæfuríkari og frjó- samari ævi en nokkur sem til þekkti hafði þorað að vona. Líf hans frá við um tvítugt, er hann greindist með ill- vígan, ólæknandi sjúkdóm, var ein samfelld hetjusaga. Saga ljúfmennis, sem af áræði, léttri lund, þolinmæði og fádæma dugnaði skóp sér það hamingjulíf, sem hann lifði til hinstu stundar. Hann eignaðist fjölskyldu, sem stóð með honum eins og klettar í baráttu hans og hann var henni aldr- ei byrði, heldur hamingjuuppspretta. Jón var félagslyndur og vinmargur, hrókur alls fagnaðar í vinahópi, enda fróður, góður sagnamaður og skemmtilegur. Þess vegna var það mikið áfall fyrir hann, að eftir eitt áfallið, hjartastopp, missti hann stóra kafla af minningum. En Jón gafst ekki upp frekar en endranær. Af takmarkalausri elju rifjaði hann smátt og smátt upp minningarnar og raðaði þeim saman. Þekkti hann ekki einhvern, sem hann hafði þekkt áður, hætti hann ekki fyrr en hann mundi eftir viðkomandi. Á tuttugu ára stúdentsafmæli hans hitti ég hann, hafði þá ekki séð hann í nokkur ár, og spurði um heils- una. Það lýsir honum vel, að efst í huganum var þakklæti fyrir að hafa ekki glatað sjón. Á fjörutíu ára stúdentsafmæli sínu árið 2006 fór hann á sólbjörtum sum- ardegi út í Hrísey, Gekk þar lungann úr deginum við staf á fótum, sem hann fann ekki fyrir lengur. Hann skemmti sér konunglega í þessari ferð, sem sennilega hefur verið hans hinsta gönguferð í guðsgrænni nátt- úrunni. Ég hef heyrt, að fólk, sem þjáist af sama sjúkdómi og hann, líti til hans sem skínandi fordæmis í baráttu sinni. Æðruleysi hans glaðværð og þrek á erfiðum stundum veitir því von og þrek til þess að standa af sér áföllin. Að loknu námi starfað Jón sem rafeindavirki á heimaslóðum sínum á Austfjörðum. Að loknum síldarárun- um fyrir austan hóf hann störf hjá Raunvísindadeild Háskóla Íslands og starfaði þar unz starfsþrek hans þraut. Þar átti hann glæstan starfs- feril við rannsóknir og vísindastörf, sem nýtast munu til almennings- heilla um ókomin ár. Jóns Sveinssonar mun verða sárt saknað af þeim, sem þekktu hann og áttu hann að vini en eftir sitja fagrar minningar um góðan dreng. Helgu, eftirlifandi eiginkonu hans, Sveini, Haraldi og fjölskyldum þeirra færi ég, eiginkona mín Bjarn- veig og dóttir okkar, Fríða, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Ólafur Þórðarson. Elsku Jón minn. Þakka þér fyrir allan þinn stuðning og hjálp í gegnum árin. Guð geymi þig. Hittumst heil. Þín frænka, Antonía. HINSTA KVEÐJA ✝ Okkar ástkæra dóttir, móðir, tengdamóðir, sambýliskona, systir og amma, AGNES M. JÓNSDÓTTIR, Fífuhvammi 5, Kópavogi, lést á heimili sínu, miðvikudaginn 11. júlí. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju, þriðju- daginn 24. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Margrét A. Kristinsdóttir, Bergþór Bergþórsson, Ágústa Óskarsdóttir, Jón Ólafur Bergþórsson, Guðný Laxdal Helgadóttir, Örnólfur Kristinn Bergþórsson, Kristín Birna Sævarsdóttir, Agnes Björg Bergþórsdóttir, Sveinjón Jóhannesson, Gróa Björg Jónsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Nikulás Kristinn Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.