Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 36

Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 36
Það er frábært að vita til þess að hár mitt komi að góðum notum… 38 » reykjavíkreykjavík buxur, setti upp svörtu „intelligensíu“- gleraugun og vippaði sér inn í reyktjaldið fyrir utan staðinn. Eitt skelfilegt augnablik fannst henni sem hún væri stödd í indíána-„svetti“ en þegar mesti reykurinn leið út um tjaldopið kom í ljós að um tjúttlegustu togarastemningu var að ræða. Bara ekta íslenskur sviti. Og þar sem flugan býr í hafnarborg og kallar ekki allt ömmu sína settist hún á meðal hinna reyndari og kneyfaði úr krús. Kollegarnir Magnús „mandólín“ Einarsson og Lísa Pálsdóttir úr útvarpi allra landsmanna heilsuðu hress upp á tjaldbúa. Enda ku Grand Rokk vera helgistað- ur peða jafnt sem stórmenna sem blóta reglu- lega leiklistar- og skákgyðjuna. … Alþingismaður í aldingarði … Sýningin Miðbaugur og Kringla: Leisure, Administration and Control var opnuð með stæl í Kringlunni á laugardaginn þegar ellefu ungir norrænir myndlistarmenn leiddu saman fáka sína. Fluga mætti á seinni opnunina sem haldin var í Ráðhúsinu síðar sama dag en týnd- ist í fjölbreyttri flóru ferðamanna og sá mest lítið. Alvöruherramenn eins og John Benedikz læknir sprönguðu um í Pósthússtræti þegar nýgift hjón streymdu unnvörpum út úr Dóm- kirkjunni. En laglegir læknar leynast víðar en í miðbænum; fyrrverandi landlæknir, Ólafur Ólafsson, fyrirmyndar- og eldriborgari, gæddi sér á blómkálssúpu í kaffistofu Domus Medica rétt fyrir helgi og gantaðist við afgreiðsludöm- urnar. Fluguskvísa skellti sér út á land þegar sólin hvarf og áði í Eden í Hveragerði og var svo ljónheppin að hitta Pétur Blöndal alþing- ismann í aldingarðinum. Segi nú bara: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Kolfinna Baldvinsdóttir og Bryndís Schram.Þórólfur Árnason og Margrét Baldursdóttir.Herdís Þorvaldsdóttir og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Svanhildur Björnsdóttir, Kristján Davíðsson og Valgerður Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Ómar Niels P. Sigurðsson og Sigurður A.Magnússon. Morgunblaðið/Eggert Sigríður Arngrímsdóttir, Díana Rafnsdóttir og Hjörtur Matthías Skúlason. Gunnar Helgi Guðjónsson og Eyþór Árnason. Berglind Jóna Hlynsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir. Guðmundur Steinn Gunnarsson og Jóna Hjaltadóttir. Jóna Lilja Guðjónsdóttir og Arna Ósk Óskarsdóttir. Sóley Kristjánsdóttir, Svana Sveinsdóttir og Margrét Ómarsdóttir. … Miðaldra miðbæjar- rottur í massavís … ...mættu á magnaða menningarviðburði... » SýninginÓ-náttúra var opnuð í Listasafni Íslands. » Sýningin Miðbaugur og Kringla: Leisure, administration and control var opnuð í Kringlunni. » Carnival var haldið á Café Oliver alla helgina. Morgunblaðið/Eggert Hekla Flókadóttir og Rína Alma Zogaj. Guðbjörg Árnadóttir og Gyða Rán Árnadóttir. Flugan Bjarki Bragason og Birgitta Jónsdóttir. Villtir Vesturbæingar og miðaldra mið-bæjarrottur mættu í massavís á opnunkínverska staðarins Great Wall (Kína- múrsins) á Vesturgötu á fimmtudagskvöldið en þeir hafa einmitt beðið uppvægir eftir að upplifa framandi fæði í gamla Naustinu. Hjón- in Jón Baldvin Hannibalsson stjórnmálaspe- kúlant og Bryndís Schram umhverfissinni og Karl Steingrímsson í Pelsinum gæddu sér á „spæsí“ og spennandi veitingum af hlaðborð- inu. Framkvæmdastjórinn, hann Tan M.C. Alaam, sem hefur rekið slíka staði víða um Evrópu, og hefur sést á miklum hlaupum und- anfarið í miðbænum, tók á móti gestum af alúð og höfðingsskap. Þegar skorað var á flugu að mæta á alvörudrykkju-gáfumannabúlluna Grand Rokk um kvöldmatarleytið á föstudag- inn herti okkar kona upp hugann, fór í galla-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.