Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 43

Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 43 Eftir Gunnar Gunnarsson zunderman@manutd.is Listahátíð ungs fólks áAusturlandi, LungA,lauk um helgina. Hátíðinvar haldin í áttunda sinn, en hún hefur verið haldin á hverju ári frá árinu 2000. Í ár tóku 130 þátttakendur þátt í listasmiðjunum, sem voru sjö, þar af var um helm- ingurinn erlendur. Smiðjurnar voru í tónlist, leik- og sirkuslist, danslist, fatahönnun, hreyfimynda- gerð, stompi og myndlist. Frítt var fyrir alla þátttakendur í smiðj- urnar. Ýmsir viðburðir voru opnir almenningi í vikunni, hægt var að fylgjast með listasmiðjunum, boðið var upp á fyrirlestra, „opið svið“, bíósýningar og fleira. Hátíðinni lauk á laugardag með uppskeruhá- tíð, þar sem smiðjurnar sýndu af- rakstur vinnunnar. Þema þeirra var barátta góðs og ills og byggð- ust sögurnar sem sagðar voru á ævintýrum frá heimalöndum þátt- takenda, sem voru meðal annars frá Eistlandi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Um kvöldið voru tón- leikar þar sem fram komu hljóm- sveitirnar Bloodgroup, Skátar, Jeff Who?, Mínus og Trabant. Allt í öllu og ekkert í engu Þátttakendur á hátíðinni í fyrra voru um eitt hundrað og á fyrstu hátíðinni um fimmtíu, mest Seyð- firðingar. Sigríður Eir Zophonías- ardóttir var í hópi fárra aðkomu- manna á fyrstu hátíðinni. „Hún hefur vaxið gríðarlega. Hátíðin var frekar lítil í fyrstu en seinustu tvö ár höfum við verið með ungmenna- skiptiverkefni í gangi og þá hefur hún hreinlega sprengt allt utan af sér.“ Sigríður Eir var þátttakandi fyrstu fjögur árin á LungA en í dag er hún í framkvæmdanefnd hátíð- arinnar. „Ég get því miður ekki tekið þátt í námskeiðunum því það eru ýmsir hnappar sem þarf að hneppa. Mitt hlutverk er að sjá til þess að allir séu kátir. Ég er allt í öllu og ekkert í engu en fæ að kíkja á námskeiðin og smakka smá á öllu. Mér fannst hátíðin í ár ganga ótrúlega vel og ég tók sérstaklega eftir hvað allt var afslappað. Það var ekkert stress í gangi og á tíma- bili var ég orðin stressuð yfir hvað það var lítið stress.“ Langar ekki aftur heim Sigríður Eir hefur nýlokið fyrsta ári sínu í Commedia-trúðaskól- anum í Danmörku. Tólf nemendur úr skólanum hennar tóku þátt í LungA. Þeirra á meðal var Linda Nygaard, sem var þátttakandi í sirkus- og leiklistarsmiðju. „Þetta er búið að vera skemmtilegt en erf- itt. Við æfðum í fimm tíma á dag sem tók mjög á okkur líkamlega og ég var aum. Ég hef verið í leikhúsi frá því ég var barn og er nýút- skrifuð úr leiklistarskóla. Mér finnst frábært að koma til Íslands, mér finnst náttúran yf- irþyrmandi í hvert skipti sem ég fer út úr húsi. Ég hlakka ekki til að fara aftur heim til leiðindalandsins þar sem engin fjöll eru. Ég held líka að ég gæti aldrei fundið fyrir stressi hér. Það er stóísk ró yfir öllu.“ Í sömu smiðju var Þórhallur Jó- hannsson en hann hafði ekki áður tekið þátt í LungA. „Það er alveg pottþétt að ég kem aftur á næsta ári. Vikan er búin að vera mjög skemmtileg. Það eru allir rosalega hressir, kátir og opnir. Það er hægt að labba upp að hverjum sem er og spjalla við hann.“ Eitt sinn skáti... Hlómsveitin Skátar var á meðal þeirra sveita sem komu fram. Aðalmaðurinn Braulio frá Portúgal var meðal tólf nemenda Commedia-skólans á LungA. Fallið á kné Þeir Bjarni Lárus Hall og Elís Pétursson úr hljómsveitinni Jeff Who? fóru á kostum. Fjandinn laus Púkar tóku á móti gestum uppskeruhátíðarinnar en þemað var barátta góðs og ills í ævintýraheimum. Flottur Ragnar Kjartansson og félagar í hljómsveitinni Trabant voru seinasta hljómsveitin á tónleikunum. Stress yfir stressleysi Nóg var um að vera á Listahátíð ungs fólks á Aust- urlandi um helgina Leikið á bílhurð Stomphópurinn fór á ruslahaugana og fann sér eitthvað sem nýtilegt væri til ásláttar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.