Morgunblaðið - 30.07.2007, Page 17

Morgunblaðið - 30.07.2007, Page 17
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Mér finnst sá staður bestur semég er staddur á hverju sinni.Núna finnst mér best að búa áDjúpavogi en mér fannst líka best að búa í Kína þegar ég var þar og mér fannst best að búa í fámenninu í Flóanum þegar ég bjó þar. Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera lengur í Kína, en það er líka gott að vera kominn heim,“ segir hinn bráðum sextán ára Grettir Gautason sem nýlega flutti heim á Djúpavog eftir að hafa búið í eitt ár, eða nákvæmlega 370 daga, í Kína með fjölskyldu sinni. Grettir segist fyrst hafa fengið svolítið sjokk þegar fjölskyldan tilkynnti að til stæði að flytja til borgarinnar Dalian í Kína, vegna starfs Gauta föður hans en hann vinn- ur við að kaupa og selja fisk um allan heim. Í borginni Dalian búa tæpar sex milljónir manna. „Ég vissi ekkert við hverju ég ætti að bú- ast í Kína og fannst það svolítið ógnvænlegt en það var líka spennandi að fara út í óviss- una. Og það var alls ekki eins svakalegt og ég hélt að búa í svona mikilli stórborg. Það sem var kannski skrýtnast var að þurfa að venjast því að Kínverjar eru mjög ófeimnir við að stara á útlendinga, sérstaklega þá sem eru ljósir á hörund og ólíkir þeim í út- liti. Og þeir líta ekkert undan þó að maður horfi á móti þegar þeir eru að skoða mann eins og eitthvert fyrirbæri. Þeir tóku oft af okkur myndir og bentu börnunum sínum á okkur. Þegar þeir sáu að við vorum með blá augu þá skoðuðu þeir okkur mjög gaumgæfi- lega.“ Í herbergi með sjö Kínverjum Grettir þurfti að fara í alþjóðlegan heima- vistarskóla í Kína þar sem voru 2.400 nem- endur. „Um 2.000 nemendanna voru Kínverjar, hinir voru flestir Kóreumenn og svo eitthvað af öðrum útlendingum eins og mér. Regl- urnar voru nokkuð strangar á heimavistinni og okkur strákunum var til dæmis stranglega bannað að fara inn á kvennavistina og öfugt, það var brottrekstrarsök. En kynin voru saman í kennslustundum, matartímum og frí- tíma að hluta.“ Nemendur skólans voru á aldrinum 15-20 ára og Grettir var yngstur í sínum bekk. „Ég þurfti að deila herbergi með sjö Kínverjum. Eftir kynni mín af kínverskum krökkum á mínum aldri finnst mér þeir vera bældari en ég hélt og það er í þeim einhver ótti. Þetta á sérstaklega við um stelpurnar. Kínverskir krakkar eru líka mjög uppteknir af því að standa sig vel í skólanum til að halda í heiðri orðspor fjölskyldu sinnar. Allt sem þau gera snýst mikið um það hvað fjölskyldan þeirra vill að þau geri.“ Grettir segir að krakkarnir í Kína tali líka um annað sín á milli, heldur en vestrænir krakkar. „Spjallið hjá þeim snýst ekki um slúður eins og hér heima, heldur meira um mat og allt mögulegt sem íslenskir unglingar eru kannski ekkert að tala um. Ég fann fyrir þessum menningarlega mun og þau velta fyr- ir sér allt öðru en ég átti að venjast, en þau eru ekkert verri fyrir það. Ég kunni ágæt- lega við Kínverja.“ Kínverskar stelpur öðruvísi en þær íslensku Nemendurnir í þessum alþjóðlega skóla voru meðal annars komnir þangað til að læra ensku en Grettir segir að Kínverjar tali upp til hópa litla ensku. „Þessir krakkar sem ég var með töluðu ekki mikla ensku, en þau gátu skrifað hana mjög vel. Annars töluðu kínversku krakk- arnir mikið saman á kínversku og fyrst fannst mér það svolítið skrýtið að skilja ekki hvað þau voru að segja og ég vissi ekki hvort þau voru að tala um mig eða ekki. En svo vandist þetta og ég hætti að pæla í því.“ Grettir segist hafa fengið fína athygli út á það að vera „öðruvísi“ og þá sérstaklega hjá stelpunum í upphafi skólaársins. „Kínverskar stelpur eru ágætar en þær eru öðruvísi en þær íslensku, þær eru til dæmis ekkert að raka af sér líkamshárin og eru mjög loðnar undir höndunum.“ Grettir heldur góðu sambandi við vini sem hann eignaðist í heimavistarskólanum í Kína en enginn þeirra er þó kínverskur. „Þau sem ég held sambandi við eru strákar frá Mong- ólíu og Kanada og svo ein stelpa frá Ísrael.“ Risastór kakkalakki á öxlinni Grettir ætlar í Menntaskólann á Akureyri í haust og þá flytur hann á heimavistina þar sem hann verður með einum strák í herbergi en ekki sjö. „Þetta verður því skemmtilega ólíkt því sem ég kynntist í Kína. Á Akureyri verður líka væntanlega öðruvísi matur á borðum í mötuneytinu en kínverski maturinn sem boð- ið var upp á í heimavistarskólanum þar. Allt kjötmeti var djúpsteikt og grænmetið var alltaf steikt og allt löðrandi í olíu, mér fannst það ekkert voðalega girnilegt. Það verður líka ágætt að vera laus við fjöl- breyttu skordýrin sem sum voru ansi stór í skólanum í Kína. Eitt sinn sat ég inni á vist og allt í einu kom eins og bank á öxlina á mér og þá hafði tíu sentimetra langur kakka- lakki dottið á mig og hann hljóp niður hand- legginn á mér og lét sig hverfa. Mér brá rosalega við þennan hlunk og til að byrja með var ég alveg með kúkinn í buxunum yfir öllum þessum pöddum sem voru þarna. Einn morguninn þegar ég vaknaði var til dæmis stór grasormur að skríða meðfram rúminu mínu. En þetta vandist á endanum. Strák- arnir kunnu líka ýmis ráð, þeir kveiktu til dæmis á sérstökum kertum til að fæla burt moskítóflugur.“ Bein í baki Systkinin Grettir og Auður umvafin rauðu við hlið Maós. Agi Beinar raðir sem þessar sjást víst sjaldan á Íslandi. Sprell Grettir bregður á leik ásamt samnemendum sínum í al- þjóðlega heimavistarskólanum í Kína. Fljótur að venjast pöddunum Spjallið hjá þeim snýst ekki um slúður eins og hér heima, heldur meira um mat og allt mögulegt sem íslenskir unglingar eru kannski ekkert að tala um. Ég fann fyrir þessum menningarlega mun og þau velta fyrir sér allt öðru en ég átti að venjast. |mánudagur|30. 7. 2007| mbl.is daglegtlíf Kötturinn Moli er stundum kallaður Kolamoli og stundum Sykurmoli, en þó oftast bara Moli, enda sérviturt pardus- dýr fætt í ljónsmerkinu. » 19 gæludýr Mörgum þætti hreint glapræði að tryggja ekki heimilið sitt fyrir tjóni. Hið sama ætti að sjálfsögðu að eiga við um heimili á hjólum. » 18 fjármál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.