Morgunblaðið - 08.08.2007, Page 13

Morgunblaðið - 08.08.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF hækkuðu lítillega í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úr- valsvísitalan hækkaði um 0,09% og var 8409 stig við lokun markaða. Bréf Teymis hækkuðu um 1,6%, bréf Landsbankans um 1,26% og Trygg- ingamiðstöðvarinnar um 1,01%. Bréf Century Aluminum lækkuðu um ein 5,32% og Bréf Føroya Banka um 3,86%. Krónan lækkaði um 0,17% í gær, en velta á millibankamarkaði var 31,7 milljarðar króna. Gengi Banda- ríkjadals er nú 64,10 kr. og gengi evrunnar er 88,13 kr. Hækkun í kauphöll ● ALMENNT hækkuðu hluta- bréf í kaup- höllum heimsins í gær og í sum- um tilfellum var um verulegar hækkanir að ræða. Þannig hækkaði breska FTSE-vísitalan um 1,93% og franska CAC-vísitalan um 1,58%. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 0,04% og í Bandaríkjunum hækkaði Dow Jones um 0,26% og Nasdaq-vísitalan um 0,56%. Norrænar vísitölur hækkuðu all- ar, sú sænska um 1,06%, sú danska um 0,69% og sú norska um 1,4%. Almennar hækkanir í erlendum kauphöllum ● GREININGARDEILD Landsbank- ans mælir með því við fjárfesta að þeir minnki hlut sinn í fjárfesting- arfélaginu FL Group og undirvogi fé- lagið í eignasafni sínu. Þetta kemur fram í nýju verðmati á félaginu sem birt var í gær. Samkvæmt matinu er tólf mánaða verðmatsgengi FL Group 27,7 krónur á hlut en hinn 1. ágúst sl. var gengi FL Group í kauphöll OMX á Íslandi 27,85 og miðast ráðgjöfin við það. Við lokun markaðar í gær var gengi FL Group 27,0. Mælt með sölu á hlutabréfum FL Group GREININGARDEILD bandaríska fjárfestingarbankans Citigroup mælir ekki lengur með því að fjár- festar kaupi hlutabréf Kaupþings en mælir með því að þeir haldi í þau bréf sem þeir eiga fyrir. Hefur Citigroup með öðrum orðum hætt að mæla með yfirvogun á bréfunum og mælir nú með markaðsvogun. Telur greiningardeildin að áhætta tengd bréfunum hafi aukist og nefnir þeirri skoðun til stuðnings óstöðug- leika krónunnar og sveiflur á ís- lenskum hlutabréfamarkaði undan- farin misseri. Þá geti titringur undanfarinna daga á alþjóðlegum lánamarkaði haft óæskileg áhrif á viðskiptamódel bankans. Segir í greiningunni að í náinni framtíð geti Kaupþing aukið veru- lega hagnað sinn en áhættan í rekstrinum hafi aukist og erfiðara sé að sjá hana fyrir. Citigroup lækkaði einnig viðmið- unarverð á hlutabréfum Kaupþings úr 1.500 krónum í 1.250. Gengi bréfa Kaupþings við lok viðskipta í gær var 1.183 krónur. Aukin áhætta tengd Kaupþingi Citigroup lækkar viðmiðunarverð kjör fáist fyrir ábatasöm og vænleg verkefni. Þá muni vega þyngst gæði undirliggjandi eignar, styrkur og orðspor kaupenda. Útrás íslensku fyrirtækjanna hafi í flestum tilfell- um gengið vel og það ætti að hjálpa þeim í áframhaldandi fjárfestingum. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir að aðalat- riðið í þessari stöðu sé að fjármagn verði dýrara. Hins vegar sé enn gott aðgengi að lánsfé á lánamörkuðum. „Það leiðir af sér að skuldsettar yf- irtökur verða óhagstæðari, en hvort þetta mun koma í veg fyrir eða tefja skuldsettar yfirtökur er hins vegar erfitt að segja.“ Yfirtökur Íslendinga finna fyrir óróanum Greiningardeildir telja áhrifin gilda um öll fyrirtæki í útrás Morgunblaðið/Golli Yfirtökur Íslenskir fjárfestar hafa verið á flugi erlendis, líkt og Ofur- mennið á efstu hæð leikfangaverslunar Hamley’s við Oxford-stræti. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FORSTÖÐUMENN greiningar- deilda bankanna, sem rætt var við í gær, voru sammála um að óróinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síð- ustu vikur og mánuði myndi hafa áhrif á skuldsettar yfirtökur ís- lenskra fyrirtækja. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að umhverfið almennt fyrir skuld- settar yfirtökur hafi versnað. Hins vegar sé ekki endilega víst að um- hverfið sé miklu verra fyrir íslensk fyrirtæki en önnur. Það hafi í öllu falli ekki gerst á einni nóttu. „Fyrir ári síðan lentu eingöngu ís- lensku bankarnir í því að skulda- álagið á þá hækkaði. Núna hefur þetta bitnað meira á erlendum bönk- um en hinum íslensku, þannig að að því leyti til hefur samkeppnisstaða íslenskra banka ekki versnað varð- andi fjármögnun á yfirtökum,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að skulda- álagið hafi verið í sögulegu lágmarki að undanförnu og fáir reiknað með að það myndi haldast þannig lengi. Ýkt áhrif til skamms tíma Katrín Friðriksdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, segir að óróinn að undan- förnu geti haft áhrif á skuldsettar yfirtökur íslenskra fyrirtækja líkt og annarra sem starfa á alþjóða- markaði. Hún segir áhrifin til skamms tíma oft geta verið ýkt, þegar markaðirnir verða fyrir ófyr- irsjáanlegu áfalli. Núna séu dæmi þess að illa gangi hjá bönkum að selja frá sér lán í tengslum við skuldsettar yfirtökur, nema með miklum afföllum. „Þetta veldur því að aðrir halda að sér höndum í einhvern tíma en síðan jafnar þetta sig út. Lánakjör hækka og skuldsetningarhlutföllin geta breyst,“ segir Katrín. Hún bendir á síðustu misseri hafi verið um kjöraðstæður að ræða og því ekki óeðlilegt að slíkt gerist. Annars muni það gilda áfram að góð EIVIND Reiten, forstjóri Norsk Hydro, hefur afsalað sér 8 af 28 milljónum norskra króna (um 90 af 300 milljónum íslenskra króna), sem stjórn félagsins ákvað að greiða hon- um í bætur fyrir að kaupréttarsamn- ingnum, sem hann hafði gert, verður rift. Stjórnarformaður Hydro sagði af sér á sunnudag vegna málsins en eftirlitsstjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir trausti á stjórninni. Vill vinnufrið í fyrirtækinu Í viðtali við Finansavisen neitar Reiten því að hann hafi nokkuð haft með gerð kaupréttarsamningsins að gera. Hann segist einbeita sér nú að því að skapa vinnufrið í fyrirtækinu og afsali sér hluta uppbótarinnar í því skyni, en ekki vegna þess að hann hafi ekki rétt á fénu. Stjórn Hydro hefur viðurkennt að það væri gagnrýnivert að áætlun um að greiða 35 æðstu stjórnendum Hydro uppbót vegna kaupréttar- samninga, sem verður rift, var ekki kynnt á hluthafafundi félagsins. Norska ríkið á 44% hlut í Norsk Hydro, en fyrirtækið hefur í langan tíma sýnt stóriðjuframkvæmdum á Íslandi áhuga. Norska ríkisstjórnin hafði ákveðið að afnema kaupréttar- samninga stjórnarmanna ríkisfyrir- tækja og í Noregi er deilt um hvort ákvörðun stjórnar Hydro hafi verið í samræmi við lög. Deilur vegna kaupréttar Forstjóri Hydro afsalar sér 8 milljónum norskra króna Morgunblaðið/RAX Hydro Eivind Reiten ásamt sam- starfsmönnum við Stjórnarráðið. ÓRÓLEIKI á fjármálamörk- uðum heimsins undanfarnar vik- ur og hremm- ingar þær sem fjárfesting- arbankinn Bear Stearns hefur lent í í kjölfarið, hafa neytt for- stjóra bankans til þess að hringja persónulega í stjórnendur nokkurra helstu fjár- málafyrirtækjanna á Wall Street til þess að fullvissa þá um að bankinn sé í stakk búinn til þess að takast á við erfiðleikanna. Financial Times greinir frá því að James Cayne, forstjóri Bear Stearns, hafi þegar hringt í Stan O’Neal, forstjóra Merrill Lynch, og pantað fund með Chuck Prince, for- stjóra Citigroup. Auk þess mun hann hafa þurft að róa ýmsa aðra forstjóra sem áhyggjufullir hringdu að fyrra bragði. Þeir sem til þekkja segja fjár- hagsstöðu Bear Stearns sterka og helsta vandamálið sé því trúverð- ugleikavandi sá sem bankinn þarf nú að berjast við. Gengi Bear Stearns fór mikla rússíbanareið á mánudag eftir að fréttir bárust af uppsögn Warrens Spector, framkvæmdastjóra verð- bréfasviðs fyrirtækisins. Í upphafi viðskipta lækkuðu þau verulega en þegar leið á daginn tóku þau að hækka verulega og við lokun höfðu þau hækkað um 5% frá því fyrir helgi. Hringir út til að róa menn niður James Cayne stýrir Bear Stearns. *  + & %" , ) %"-  +(-./-0% 1 2#-% 45 6 1 7, ,1!6 (& 8 & 92# A-/ 8 & 92# BC(2# +8 & 92# 8(  7 2# 4#B9#3!  DE  8 & 92# " 90 !7 2# + 7  2# *&E 2& 2# (   <A  . . #72# :62# F 2# 8""  &5 / 9. !  2# E(-8 & 92# #E2# ( (EG( & G BA  !8 & 92# H &6A  DE E8 & 92# * 2# IJ2 2# : 6!! ! (/  2# K  (/  2# 4! :!+ / ; "# L ( 6   L& 4A8  2# 49  2# <. =!> , .  $ $   $  $  $  $ $ $ $    $  $ $ $ $  $  $  $ $                                            K 9( !  :7& ,&!5 " 9                      <          <       <        <   <   < <                                                                 / - 9(     <  <   <   <  <  < < M!(  ! - -                                                              N*O? N*O@    % $ % $ ? ? N*O- AAO   % $ % $ ? ? M&PQ&  IR    % $ % $ ? ? :B MO      % $ % $ ? ? N*OB  N*O:    % $ % $ ? ? ● HOLLENSKI bankinn Rabobank gaf í gær út jöklabréf fyrir 25 millj- arða króna og er það næststærsta útgáfa jöklabréfa frá upphafi. Sú stærsta, sem var upp á 40 milljarða, var einnig á vegum Rabobank. Í Vegvísi greiningardeildar Lands- bankans segir að heildarupphæð úti- standandi jöklabréfa sé nú um 400 milljarðar króna. Greiningardeild tel- ur miklar líkur á að stærstur hluti þeirra jöklabréfa sem falla á gjald- daga í september verði framlengdur. Veiking krónunnar að undanförnu auki aðeins líkur á að svo verði. Jöklabréf upp á 25 milljarða króna GISTINÆTUR á hótelum hér á landi í júní sl. voru nærri 154 þúsund, samanborið við tæplega 133 þúsund í sama mánuði 2006. Er þetta fjölgun um 16% milli ára, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Aukning varð bæði á gistingu erlendra og inn- lendra ferðamanna. Fjölgaði gisti- nóttum í öllum landshlutum nema á Austurlandi, þar sem þeim fækkaði um 8% milli ára. Mesta aukningin var á höfuðborgarsvæðinu, eða 22%. Á Norðurlandi nam aukningin tæp- um 17%. Þá jókst gistirými hótela í júnímánuði, miðað við sama tíma í fyrra, eða um 10%. Gistinætur á hót- elum fyrstu sex mánuði ársins voru 564 þúsund, borið saman við 484 þús- und eftir sama tímabil á síðasta ári. Fjölgun gistinátta SEÐLABANKI Bandaríkjanna ákvað í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum, eða 5,25%, þrátt fyrir samdrátt á lánamörkuðum og erfiðleika á húsnæðismarkaði þar í landi. Sagði í yfirlýsingu banka- stjórnarinnar að þrátt fyrir ofan- greinda þætti væri allt útlit fyrir að hagkerfi Bandaríkjanna héldi áfram að vaxa næstu misseri. Seðlabankinn telur enn sem fyrr að mesta hættan sem að hagkerfinu steðji sé verð- bólga og því hafi hann ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Greinendur búast flestir við því að stýrivextir muni haldast óbreyttir næstu mánuði og nefnir Wall Street Journal það sem dæmi að markaðir ganga út frá því nú að aðeins séu um 5% líkur á því að vextir verði lækk- aðir um 0,25 prósentustig í septem- ber. Óbreyttir stýrivextir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.