Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI BYGGING nýs húsnæðis við Barna- og unglingageðdeild (BUGL) við Dalbraut, gengur vel, að sögn Þrá- ins Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Um er að ræða fyrsta áfanga af fjórum í viðbyggingu við deildina, en fyrsta skóflustungan að fram- kvæmdunum var tekin í febrúar á þessu ári og hafa þær staðið frá þeim tíma. Þráinn segir að uppsteypu húss- ins sé lokið að mestu, aðeins eigi eftir að steypa portveggi á þaki hússins. „Þetta er á áætlun og ef eitthvað er þá er þetta aðeins á undan áætlun,“ segir Þráinn. Það er Framkvæmd ehf. sem annast verkið og Þráinn segir að gert sé ráð fyrir að því ljúki í júní á næsta ári. „Verktakinn á að skila fullbúnu húsi á þeim tíma og síðan tekur ein- hvern tíma að flytja í það,“ segir Þráinn. Húsið sem verið er að reisa er á tveimur hæðum. Drög að stækkun 1998 Fyrst var byrjað að leggja drög að stækkun á húsnæði BUGL árið 1998. Þegar framkvæmdir við fyrsta áfangann hófust á þessu ári var búið að fjármagna hann að fullu en þá átti enn eftir að fjármagna viðbyggingaráfanga númer tvö til fjögur. Morgunblaðið/Sverrir Vel gengur að byggja við BUGL Mosfellsbær | Ragnheiður Rík- harðsdóttir, bæjarstjóri Mosfells- bæjar, lætur af störfum 1. septem- ber næstkomandi, og tekur Haraldur Sverrisson þá við stöðu bæjarstjóra. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Ragnheiður var kjörin á þing í al- þingiskosningunum í vor og sagði að kosningunum loknum að hún hygðist hætta sem bæjarstjóri áður en þing tæki til starfa í haust. Hún tók við embætti bæjarstjóra í Mosfellsbæ að loknum bæjarstjórnarkosningunum árið 2002. Ragnheiður mun sitja áfram sem bæjarfulltrúi í Mos- fellsbæ, samhliða þingstörfum. „Þetta leggst mjög vel í mig, þetta er spennandi, gefandi og ábyrgðar- mikið starf,“ segir Haraldur Sverr- isson, sem tekur við starfi bæjar- stjóra í september. Haraldur er fæddur árið 1961 og hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra rekstrar- og upplýsingaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins, en lætur af þeim störfum þegar hann tekur við starfi bæjar- stjóra. Haraldur var annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar sem fram fóru í fyrra. Hann hefur verið formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar og skipu- lags- og bygginganefndar frá því 2002, en kjörtímabilið 1998-2002 var hann varabæjarfulltrúi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og sat í skipulags- og bygginganefnd. Haraldur tekur við 1. september Haraldur Sverrisson Ragnheiður Ríkharðsdóttir Á SÍÐASTA fundi borgarráðs var lagt fram bréf skrifstofustjóra fram- kvæmdasviðs, þar sem lagt var til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti á lóðum við Lamb- hagaveg í Úlfarsárdal fyrir starf- semi sína. Fyrirtækin eru: Lóð nr. 1: Johan Rönning hf. Lóð nr. 3: Vídd ehf. Lóð nr. 5: Þ. Þorgrímsson & co ehf. Lóð nr. 6: Leiguhús ehf. Lóð nr. 7: A. Wendel ehf. Lóð nr. 8: Ofnasmiðjan hf. Lóð nr. 9: Eirvík – heimilistæki ehf. Lóð nr. 10: Þ.G. Verktakar ehf. Lóð nr. 11: Fálkinn hf. Lóð nr. 13: Rafkaup hf. Lóð nr. 15: Búgarður ehf. Lóð nr. 33: Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. Tillagan var samþykkt, enda verði tekið fram í skilmálum að ef sam- þykktir verði stærri byggingarreitir á lóðunum síðar, greiði bygging- arrétthafar, auk viðbótargatnagerð- argjalds, uppreiknað kaupverð byggingarréttar. Atvinnulóðum úthlutað HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Í KVÖLD verður boðið til sögusiglingar með Húna II. Farið verður frá Torfu- nefsbryggju við Kaupvangsgilið kl. 19.30. Allir eru velkomnir. Hanna Rósa Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Minjasafninu á Akureyri, mun sjá um leiðsögnina, en siglingin er í boði Akureyr- arstofu, Minjasafnsins á Akureyri og Holl- vina Húna II. Á meðal þeirra spurninga sem leitast verður við að svara eru: Hvar standa Gránufélagshúsin og hvað fór fram þar? Hvenær er fyrstu mannaferða getið á Oddeyrinni? Hvernig lítur Akureyri út frá sjó? Hvar er elsta hús Akureyrar? Húni II var smíðaður á Akureyri árið 1963 og er 130 tonna eikarbátur. Alls voru smíðaðir meira en 100 slíkir eikarbátar á árunum 1940 til 1970 en Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Ís- landi. Hann var gerður út til fiskveiða í 30 ár en er nú notaður til sjóstangveiðiferða, kvöldsiglinga og hvalaskoðunarferða. Kvöldsigling Í kvöld verður boðið til sigl- ingar með leiðsögn um borð í Húna II. Sögusigling með Húna II Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is FISKIDAGURINN mikli er hand- an við hornið og Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit einnig. Báðar þessar hátíðir verða haldnar um næstkomandi helgi. Búist er við tugum þúsunda gesta á Eyjafjarðarsvæðið vegna þessa, og því hafa forsvarsmenn hátíðanna tekið höndum saman við marga að- ila á svæðinu og skipulagt mikla dagskrá viðburða. Markmiðið er að kynna á skipulegan hátt framboð á ýmiss konar afþreyingu og skemmt- un á svæðinu. Viðburðir í öllum Eyjafirði Dagskráin ber heitið „Húllumhæ – viðburðavika í Eyjafirði.“ Húll- umhævikan stendur yfir frá 8.-15. ágúst og hefst því í dag, annars veg- ar með uppsetningu sérstakrar þrautabrautar fyrir börn í Dýra- garðinum Krossum á Árskógs- strönd, og hins vegar sögusiglingu á eikarbátnum Húna II. Margt verð- ur á boðstólum að sögn Dórótheu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Uppskeru og handverks 2007: „Óhætt er að segja að mikið verði um að vera á svæðinu þessa daga. Auk hátíðanna á Dalvík og í Eyja- fjarðarsveit verða golfmót á nokkr- um völlum á Eyjafjarðarsvæðinu, tveir húsdýragarðar opnir, knatt- spyrnumót stúlkna á Siglufirði, handverkshús opið í Eyjafjarð- arsveit, jólaís kynntur í Eyjafjarð- arsveit, söfn opin og þannig mætti áfram telja.“ Gestir safna stimplum og taka þátt í léttum leik Allt í allt eru rösklega 20 við- burðir hluti af viðburðavikunni og því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess sem minnst er á hér að framan mun Rúnar Júlíusson taka slagara á Hótel Sóley á Dalvík, Loðinlumpa hennar Grýlu verður afhjúpuð og Dimmuborgajólasvein- arnir koma við í Jólagarðinum. Í Ís- landsbænum við Hrafnagil verður kjötsúpugerð kynnt og módelflug- koma á Melgerðismelum frá kl. 13- 17. Að auki geta heppnir gestir unnið glaðninga. „Á 9 af þeim stöðum sem bjóða upp á viðburði geta gestir fengið stimpil sem kvittun fyrir að þeir hafi komið,“ segir Dóróthea. „Með því að safna fimm stimplum geta gestir svo tekið þátt í léttum leik þar sem góðir vinningar verða í boði.“ Á meðal þeirra vinninga sem í boðir eru, eru leikhúsmiðar hjá Leikfélagi Akureyrar og áskrift- arkort í leikhúsið. Einnig verða flugmódel og sérstakir gripir frá Gamla í Laufási í boði, auk að- göngumiða á eyfirsku söfnin og í ey- firsku dýragarðana. Húllumhævika fer í hönd Meira en tuttugu viðburðir á dagskrá á Eyjafjarðarsvæðinu næstu daga Morgunblaðið/Margrét Þóra Húllumhæ! Margt verður á boðstólum á Eyjafjarðarsvæðinu, t.a.m. fiskidagurinn mikli og fiskisúpukvöld á Dalvík, pæjumót á Siglufirði, fjórar opnanir í Safnasafninu og Uppskera og handverk við Hrafnagil. Í HNOTSKURN »Húllumhævikan er sam-starfsverkefni ferðaþjón- ustuaðila á Eyjafjarðarsvæð- inu. Verkefnið naut styrks frá Vaxtarsamningi Eyja- fjarðarsvæðisins. » Í vikunni er boðið upp áýmsa viðburði á Eyja- fjarðarsvæðinu og þeir kynntir sérstaklega fyrir gestum. AF 155 tekjuhæstu íbúum Akureyr- arbæjar eru einungis 6 konur. Þetta kem- ur fram á vef Vikudags, www.vikudag- ur.is. Andres E. Andrésdóttir læknir kemst hæst á listanum, í 27. sæti. Sjómenn og læknar eru algengastir meðal þeirra tekjuhæstu. Örfáar konur meðal tekjuhæstu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.