Morgunblaðið - 08.08.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.08.2007, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GÆÐI, GÆÐI, GÆÐI, GÆÐI... GÆÐI, GÆÐI, GÆÐI, RUSL, GÆÐI BÍDDU NÚ VIÐ... ÉG FÓR OF LANGT ÞÚ GETUR EKKI FALIÐ SMÁKÖKUHLJÓÐ MEÐ ÍSKRINU Í VAGNINUM ÞÍNUM! ÞAÐ ER EITTHVAÐ SVO FULLKOMIÐ VIÐ ARINELD BRESTIRNIR, FLÖKTANDI LJÓSIÐ... ALLT ER SVO ÖRUGGT OG ÞÆGILEGT ÞEGAR MAÐUR SITUR FYRIR FRAMAN ARINELD SÉRSTAKLEGA EF MAÐUR Á MJÚKT TÍGRISDÝR HRÓLFUR ER VONLAUS! NÚ ? ÉG SAGÐI HONUM AÐ HANN ÆTTI EKKI AÐ NOTA HENDURNAR Á SÉR TIL AÐ BORÐA OG HANN SAGÐI: „HVAÐA HENDUR Á ÉG ÞÁ AÐ NOTA?“ GRÍMUR, ÞÚ ERT AÐ VERÐA OF SEINN Í HLÝÐNISSKÓLANN NÚ NÆRÐ ALDREI AÐ TEMJA MIG! ÉG ÆTLA AÐ VERÐA VILLIDÝR! ÉG ÆTLA AÐ BÚA Í SKÓGINUM, HLAUPA UM SLÉTTURNAR OG SOFA UNDIR SJÖRNUNUM UM LEIÐ OG ÉG ER BÚINN AÐ ATHUGA HVERNIG VEÐRIÐ VERÐUR... ÉG SÉ 150.000 KRÓNURNAR HANS OG HÆKKA UM 300.000! ÞÚ GETUR EKKI PLATAÐ MIG, FÉLAGI! ÉG ER MEÐ FULLT HÚS! HAFÐU ÞETTA AUMINGINN ÞINN! HANN ER MEÐ FERNU! BAAHH! ELSKAN, ER ALLT Í LAGI? ÉG VERÐ AÐ FINNA M.J. MÉR ER SAMA ÞÓTT FÓLK ÁTTI SIG Á ÞVÍ HVER ÉG ER... SVO LENGI SEM M.J. ER ÓHULT Á SAMA TÍMA... ELDUR! dagbók|velvakandi Tölvur og sjónvarp Í HRAÐVAXANDI samfélögum, þar sem alltaf er lögð áhersla á tækni og framfarir, fer óneitanlega um mann hrollur þegar maður hugs- ar um hvað slíkir hlutir geta verið hættulegir. Börn niður í neðstu stig skólaaldurs eru komin með tölvur og sum hver hreinlega einangra sig og eiga takmarkað samneyti við for- eldra og jafnaldra vegna þessa ósóma. Þetta hentar sumum full- orðnum ákaflega vel því þeir eru svo gagnteknir af því að vinna og þurfa með einhverjum hætti að vita til þess að þeir geti haft ofan af fyrir börnum sínum. Þeim eru skaffaðir tölvuleikir og sjónvarp til að sinna þeim á víxl. Ég mótmæli þessu og óska eftir að fullorðið fólk dragi úr neysluþörf sinni og snúi sér að börnunum sínum á jákvæðan og heilbrigðan hátt eins og mamma mín gerði í gamla daga og allt fólkið í kringum hana. Það valdi frekar fátækt, án sjónvarps og tölva, og fór þess í stað í risagöngu- túra með börnin, mögulega í bíó, las fyrir börnin, fór með þau á bóka- safnið eða önnur söfn og naut þess að vera samvistum við börnin sín sem eru svo fljót að vaxa og þroskast ef við beinum ekki athyglinni að því. Barnamessur, skátastarf og íþróttir voru allsráðandi. Auðvitað er ég ekki að segja að þetta sé ekki við lýði í dag en samt er allt of stór hópur lít- illa kríla sem fer úr dagvistun og skóla inn í heim sem er óeðlilegur, fráhrindandi og býður ekki upp á annað en vandamál síðar á ævinni. Jóna Rúna Kvaran. Vitni á svörtum jeppa gefi sig fram FÖSTUDAGINN 13. júlí sl. átti sér stað umferðaróhapp rétt fyrir utan Blönduós. Ég mætti stórum bíl og fékk spýtu, sem stóð út af stóra bíln- um, í hliðina hjá mér með þeim af- leiðingum að hálf hlið af bílnum mín- um fór af. Vitni á svörtum jeppa náðu að stoppa manninn á stóra bíln- um en hann neitar nú sök. Nú lýsi ég eftir þessum vitnum á svarta jeppanum en mér láðist að skrifa niður bílnúmer hjá þeim. Vin- samlegast hafið samband í síma 567 7056 eða 895 0212. Þórhallur Bjarnhéðinsson. Til kattaeigenda á Álftanesi ÞESSI steingráa kisa hefur verið á flakki síðustu daga í og við Há- tún á Álftanesi. Kisan ber þess merki að hafa verið með þrönga hálsól sem hefur sært hana á háls- inum. Hún er frekar lítil og kannski ekki fullvaxin, en er mjög mannelsk og hengir sig á þá sem gefa sig að henni. Hún græt- ur hástöfum úti á næturnar og vill komast heim til sín. Þeir sem kann- ast við þennan kött geta haft sam- band í síma 669 1323. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SIGMAR Þór Sveinbjörnsson hefur þessa skemmtilegu mynd af bíl fyrir utan hús BSR í fórum sínum. Hann biður um upplýsingar um bílinn í gegn- um tölvupóst nafar@simnet.is. Kannast einhver við bílinn? FRÉTTIR Árnes | Félagar í félagi harmon- ikkuunnenda í Reykjavík héldu veg- lega 30 ára afmælishátíð í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi nú um verslunarmannahelgina. Talið er að um 500 manns hafi verið á staðnum en hátíðin fór vel fram að sögn Frið- jóns Hallgrímssonar, formanns fé- lagsins. Meðal dagskráratriða var leikur hins kunna sænska harmon- ikkuleikara Lars Ek en með honum léku Gunnar Pálsson á bassa og Þor- steinn Þorsteinsson á gítar. Hús- fyllir var á tónleikunum hjá þessum frábæra harmonikkuleikara. Lars kom fyrst hingað til Íslands 1985 og á hann marga vini hér á Íslandi. Hann hefur komið alls sex sinnum til landsins og glatt marga með snilli sinni. Nikkan þanin í Árnesi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Tónlist Lars Ek heillaði áheyrendur með snilldarlegum harmonikkutónum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.