Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VEGAGERÐIN auglýsti fyrir
nokkru eftir þátttakendum í forvali
vegna jarðganga milli Bolung-
arvíkur og Hnífsdals ásamt bygg-
ingu tilheyrandi forskála og vega.
Tilboð verða væntanlega opnuð eft-
ir áramót, að því er fram kemur á
vef Vegagerðarinnar, og fram-
kvæmdir hefjast næsta vor. Göngin
í gegnum Óshlíð verða opnuð fyrir
umferð á árinu 2010.
Eftirtaldir fimm aðilar óskuðu
eftir því að taka þátt í forvalinu:
Íslenskir aðalverktakar hf. og
Marti Contractors Ltd. í Swiss, Met-
rostav a.s. í Tékklandi og Háfell
ehf., Ístak hf., Leonhard Nilsen &
Sönner a.s. í Noregi og Héraðsverk
ehf. og Klæðning ehf. Verkið felst í
byggingu 5,1 km langra og 8,7
metra breiðra jarðganga ásamt 310
metra löngum steinsteyptum veg-
skálum, þriggja kílómetra vegi og
byggingu tveggja 15 metra langra
steinsteyptra brúa.
Göngin leysa af hólmi erfiðan
veg um Óshlíð, milli Bolungarvíkur
og Ísafjarðar. Göngin koma út hjá
Skarfaskeri í Hnífsdal. Áætlað hef-
ur verið að heildarkostnaður við
göngin geti orðið liðlega 4 millj-
arðar kr.
Vegagerðin kannaði þrjá aðra
kosti við undirbúning þessarar
ákvörðunar en Skarfaskersleiðin
varð fyrir valinu.
Greið leið Nýju göngin bæta samgöngur við Bolungarvík stórlega.
Vilja vera með í forvali
Í KVÖLD, þriðjudagskvöldið 14.
ágúst, verður hin árlega kúm-
enganga í Viðey, sem margir hafa
sótt á undanförnum árum.
Upp úr miðri átjándu öld gerði
Skúli Magnússon landfógeti ýmsar
ræktunartilraunir í Viðey sem
gengu misvel en sú sem best
heppnaðist var kúmenrækt og í
dag er mikið kúmen í Viðey sem
dreifir sér vítt og breitt um eyj-
una.
Farið verður lauslega yfir með-
ferð kúmens og hvar það sé helst
að finna í eyjunni. Gestir eru ein-
dregið hvattir til að taka með sér
skæri og poka til kúmentínslu.
Eftir göngu verður gestum boðið
að bragða kúmenkaffi að hætti
Viðeyinga.
Gangan tekur um tvær klukku-
stundir og hefst með siglingu úr
Sundahöfn kl. 19.15 og er leið-
sögnin ókeypis utan ferjutolls sem
er 800 kr. fyrir fullorðna en 400
kr. fyrir börn.
Allir þátttakendur fá Egils
Kristal í boði Ölgerðarinnar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í Viðey Boðið verður upp á kúm-
engöngu í eyjunni í kvöld.
Kúmenganga
í Viðey í kvöld
DAGANA 15.-18. ágúst verður haldin ráðstefna í Há-
skóla Ísland sem ber yfirskriftina International Confe-
rence on Integral Geometry Harmonic Analysis and
Representation Theory. Hún er haldin til heiðurs Sig-
urði Helgasyni stærðfræðingi og prófessor við
Massachusetts Institute of Technology (MIT) í tilefni af
áttræðisafmæli hans í september. Viðfangsefni ráðstefn-
unnar eru þau rannsóknasvið sem Sigurður hefur stund-
að og hann er þekktur fyrir um víða veröld. Heimasíða
ráðstefnunnar er http://www.raunvis.hi.is/Helgason/
Ráðstefnan verður haldin í sal N132 í Öskju, nátt-
úrufræðahúsi HÍ, og hefst hún kl. 8.45 miðvikudaginn 15. ágúst með ávarpi
Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands. Að því loknu heldur Sig-
urður fyrsta fyrirlesturinn.
Sigurðar Helgason hefur hlotið margar merkar viðurkenningar fyrir
rannsóknir sínar og er heiðursdoktor við marga háskóla.
Ráðstefna til heiðurs Sigurði
Sigurður Helgason
HÓLSFJALLAVEGUR, vegur núm-
er 864, sem liggur meðfram Jök-
ulsá á Fjöllum og hjá Dettifossi að
austanverðu, er mjög grófur og erf-
iður yfirferðar, samkvæmt tilkynn-
ingu frá Vegagerðinni. Eru öku-
menn, sem eiga leið um þennan
veg, hvattir til að sýna sérstaka að-
gæslu við aksturinn.
Sýnið aðgæslu
ÁRLEG minningarathöfn vegna
fósturláta verður haldin í Bænhúsi
við Fossvogskirkju miðvikudaginn
15. ágúst kl. 16:00. Þessi minning-
arathöfn var fyrst haldin 1995.
Sjúkrahúsprestar og djákni Land-
spítala-háskólasjúkrahúss sjá um
framkvæmd athafnarinnar í sam-
vinnu við starfsfólk Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma. Athöfn-
in er öllum opin. Eftir athöfnina í
Bænhúsi verður gengið að Minn-
isvarða um líf og að fósturreit í
Fossvogskirkjugarði.
Minningarathöfn
SAMTÖK hernaðarandstæðinga
boða til mótmæla í dag, þriðjudag,
gegn yfirstandandi heræfingum.
Safnast verður saman við norska
sendiráðið við Fjólugötu kl. 17 og
þaðan gengið að sendiráðum
Bandaríkjanna og Danmerkur auk
stjórnarráðsins.
Mótmæli í dag
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
VERSLUNARMIÐSTÖÐIN
Kringlan á um þessar mundir tví-
tugsafmæli. Bygging hennar sætti
miklum tíðindum á sínum tíma, svo
miklum að ekki var til orð í málinu
fyrir þessa nýju tegund húss. Í um-
sókn um lóðina var þess getið að
menn hygðust reisa þar kaupvang,
en vissara þótti að láta enska heitið
„shopping mall“ fylgja.
Nú heyrist nafn Kringlunnar oft
notað yfir verslunarmiðstöðvar al-
mennt og segist fólk þannig hafa
keypt eitt og annað í einhverri
kringlu á ferðalagi erlendis.
Svava Johansen er ein þeirra sem
opnuðu verslun í Kringlunni fyrir
tuttugu árum og hefur rekið tísku-
verslanir þar allar götur síðan. Hún
vill ekki gera mikið úr því að fyrstu
verslunareigendurnir hafi tekið
áhættu með því að veðja á þetta nýja
fyrirbæri í verslun á Íslandi. „Auð-
vitað er allt áhætta sem maður veit
ekki hvað kemur til með að verða, en
þegar maður horfir til baka þá gerir
maður sér grein fyrir því að það er
engin áhætta að vera í yfirbyggðu
verslunarhúsi á Íslandi,“ segir
Svava.
Fleira breyst en tískan
Rekstur hennar hefur verið far-
sæll í Kringlunni enda rekur fyrir-
tæki hennar NTC nú tíu verslanir
þar. Á þeim tíma sem liðinn er frá
opnun Kringlunnar hefur fleira en
tískan tekið miklum breytingum.
„Búðirnar hafa breyst að stærð,
sumar hafa sameinast, aðrar hafa
minnkað. En samsetning verslana
hefur verið að þróast og hefur síðast-
liðin ár verið mjög góð. Þegar svona
hús er opnað, þá opna þeir verslanir
sem hafa trú á svona húsi, en síðan
hefur verið unnið að því að samsetn-
ing verslana sé sem réttust fyrir hús-
ið til þess að það hafi mikið aðdrátt-
arafl.“ Svava segir að rétt
samsetning felist í því að í húsinu sé
eitthvað af öllu, það er að verslanirn-
ar séu margvíslegar. Hún nefnir
einnig að mikilvægt sé að fá þekktar
verslunarkeðjur sem njóta vinsælda
erlendis í Kringluna.
Svava nefnir staðsetningu sem
einn helsta styrk Kringlunnar, en
líka gott aðgengi og notalegt and-
rúmsloft. „Mér finnst Kringlan hafa
blómstrað, hún hefur vaxið mjög
mikið. Fyrir sjö árum tengdust stóra
húsið og Borgarkringlan og það tel
ég hafa verið stærsta gæfusporið í
sögu Kringlunnar. Það var ástæðan
fyrir því að Kringlan var áfram núm-
er eitt þó að önnur stór verslunar-
miðstöð væri opnuð.“
Morgunblaðið/Sverrir
Afmæli Svava Johansen kaupmaður, Örn Kjartansson, formaður stjórnar Kringlunnar, og Sigurjón Örn Þórsson
framkvæmdastjóri fögnuðu afmæli Kringlunnar í gær. Afmælisveislan stóð til kl. 20 í gærkvöldi.
Tuttugu ár liðin frá
opnun Kringlunnar
Í HNOTSKURN
»Frá því að Kringlan varopnuð fyrir tuttugu árum
hefur hún verið heimsótt 98
milljón sinnum. Það sam-
svarar því að hver einasti nú-
lifandi Íslendingur hafi gert
sér ferð þangað 327 sinnum
síðan árið 1987.
»Heimsókn í Kringluna var-ir að meðaltali í 53 mín-
útur. Viðskiptavinir eyða að
meðaltali 7.500 krónum í
hvert skipti sem þeir stíga fæti
þar inn.
Í byggingu Segja má að nýr miðbær hafi orðið til þegar Kringlan var
byggð í Kringlumýri í Austurbæ Reykjavíkur árið 1987.
SAMRUNI Sparisjóðs Skagafjarð-
ar (SPSK) inn í Sparisjóð Siglu-
fjarðar var samþykktur á aðafundi
SPSK í gær. Meirihluti stofnfjár-
hafa greiddi atkvæði gegn samrun-
anum en handhafar stórs meirihluta
stofnfjár voru honum fylgjandi.
Handhafar 78% stofnfjár sam-
þykktu samrunann og nægði það til
að tillaga um hann næði fram að
ganga. 60 stofnfjárhafar, af þeim 96
sem greiddu atkvæði, greiddu hins
vegar atkvæði á móti.
Gísli Árnason, einn stofnfjárhafa,
lagði fram bókun á fundinum þar
sem hann áskildi sér rétt til að bera
samrunann undir dómstóla. Gagn-
rýndi hann að upplýsingagjöf hefði
verið áfátt og efaðist um atkvæð-
isrétt ýmissa stofnfjárhafa. Í sam-
tali við Morgunblaðið sagði hann
dapurlegt að félag í héraðslegri
eigu færi út úr héraðinu og að
Kaupfélag Skagfirðinga aðstoðaði
Sparisjóð Mýrasýslu við þann
gjörning.
Á fundinum kom fram að eigin-
fjárstaða SPSK var komin niður
fyrir það sem lög um fjármálastofn-
anir gera ráð fyrir og segir Gísli að
því hefði mátt afstýra hefði stofnfé
sjóðsins verið aukið. Ólafur Jóns-
son, stjórnarformaður SPSK, segir
ljóst að nauðsynlegt hafi verið fyrir
sjóðinn að fá traustan bakhjarl og
að hann sé ánægður með niðurstöð-
una. Tvísýnt hefði verið um úrslitin
og stuðningur við samrunann hefði
verið meiri en hann átti von á. Fjár-
málaeftirlitið mun nú skoða málið
en staðfestingu þess þarf svo sam-
runinn gangi eftir.
Samruni sparisjóða
samþykktur á aðalfundi
Minnihluti stofnfjárhafa réð yfir meirihluta stofnfjár