Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 19
úr byggðarlaginu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 19 Útlit er fyrir að þetta ár verði met- ár er varðar komu ferðamanna og höfum við uppsveitafólk hér í Ár- nessýslu ekki farið varhluta af því. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem teknir hafa verið tali og reka gistiheimili, golfvelli, hestaleigur og sundlaugar eru sammála um þetta. Veðráttan hefur enda verið einstök og lofthiti mikill, var iðulega yfir 20 gráður á daginn og komst hæst í 28 gráður á opinberan mæli. Öllum á að vera ljóst að ferðaþjónustan er alvöru atvinnugrein sem vonandi eflist enn og blómgast á komandi árum.    Skrifari heyrði ferðamálafulltrúa segja í ávarpi að hingað í uppsveit- irnar kæmu um 500 þúsund ferða- menn á þessu ári. Vitaskuld eru það perlurnar Gullfoss og Geysir sem draga hvað mest. Það gefur augaleið að til að mæta því þarf m.a. öflugt vegakerfi. Því miður vantar mikið á að vegir séu við- unandi hér í uppsveitum sýslunnar. Enn eru hér fjölfarnir vegir í bágu ástandi og beinlínis varasamir, m.a. um 5 km kafli í efsta hluta Hruna- mannahrepps sem vonandi verður byggður upp á næstunni. All- nokkrar einbreiðar brýr eru og slysagildrur. Það hefur lengi verið draumur fólks í okkar byggðarlagi að brú verði byggð yfir Hvítá hjá Bræðratungu, hún er mikilvægt mannvirki, nú verða ráðamenn vegamála í landinu að standa við þessa ákvörðun.    Greiðar samgöngur eru lykill að bættri velmegun og blómlegra sam- félagi, vegirnir eru lífæðar byggð- anna. Það er fagnaðarefni ef stjórn- völd ætla nú að stíga rækilega í ístaðið í þessum efnum. Margir hér í okkar byggðum eru afar hlynntir því að gerður verði fullkominn heilsársvegur yfir Kjöl sem tengi saman Norður- og Suðurland. Slík- ur vegur myndi skipta okkur upp- sveitafólk mjög miklu máli. Eftir þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram myndi vegalengd frá efstu bæjum til Akureyrar styttast um hátt á þriðja hundruð kíló- metra. Slíkur vegur yrði afar mik- ilvægur fyrir ferðaþjónustuna í landinu sem og aðra landsmenn. Aðgangur að náttúruperlum svo sem Kerlingarfjöllum og Hveravöll- um sem og tign og fegurð hálend- isins yrði öllum auðveldari. Hálend- ið þarf alltaf að ganga um með virðingu og varúð. Varanlegur heilsársvegur myndi bæta um- gengni um hálendið og draga úr utanvegarakstri eða hann jafnvel leggjast af líkt og gerðist með veg- inum um Vatnsfell. Í þeirri umræðu mætti spyrja hve margir kæmu á Þingvelli ef enginn væri vegurinn, þótt óneitanlega væri þar fegurra án nokkurra mannvirkja.    Senn fer litadýrð haustsins að fær- ast yfir okkar fagra land eftir gott og gjöfult sumar. Akrar bændanna bylgjast bleikir í blænum, uppskera á öllum jarðargróða lítur úr fyrir að verða góð. Það kemur sér vel fyrir bændurna sem eiga svo mikið undir sól og regni. Þótt margir hafi notið sumarsins vel er sjálfsagt að njóta síðsumars- ins og haustsins með allri sinni feg- urð. Hér í uppsveitum Árnesþings er margt á að líta og veitinga- og gististaðir eru margir sem taka vel á móti fólki sem hingað kemur er haustlitirnir skarta sínu fegursta. ÁRNESSÝSLA Sigurður Sigmundsson fréttaritari Morgunblaðið/Sigurður Sigmundson Blómlegt ferðamannasumar Margir hafa sótt heim uppsveitir Árnessýslu í sumar. Myndin er frá tjaldstæðinu á Flúðum. Í Fréttabréfi Iðunnar er vísa semSigurður Sigurðarson orti á Láganúpi við Kollsvík: Héðan sóttu úr sjávardjúpi sjómenn hraustir föng ósmá. Enn er líf á Láganúpi og lífsgleðin er rík sem þá. Landsmót hagyrðinga verður haldið á Blönduósi laugardaginn 1. september. Kvæðamannafélagið Iðunn verður með rútuferð frá Reykjavík og getur fólk bókað sig hjá Pétri Eggerz á netfanginu: eggerz@simnet.is. Ólafur Runólfs- son hugsar norður yfir heiðar: Norður heiðar nú er greiður vegur. Vagninn skeiða víst þar má veröld breiða til að sjá. Sumarveður víst nú gleður andann. Væna kveða vísu þarf, sem verður með, – í þjóðar arf. Eins og fluga, ef ei bugast minni. um það hugur enn þá snýst, áfram duga skal ég víst. Þó að gráni þá mun skána síðar. Allt ég fránum augum lít, aftur hlánar fönnin hvít. Helgi Zimsen orti afhendingu á göngu niður að Grunnuvötnum í Heiðmörk á sumarfundi Iðunnar en þar var ekki dropa að sjá frekar en endranær á sumrin: Grunnuvötnin grynnri naumast geta orðið, undir moldu yfirborðið. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Líður að landsmóti AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is GJAFABRÉF Njótið þess að fá rjúkandi kaffi, cappuccino eða caffe latte á innan við mínútu heima í eldhúsi. Verð frá kr.: 23.500 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 -www.eirvik.is Aðrir söluaðilar: Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi Villeroy & Boch, Kringlunni, Líf og list, Smáralind Njótið lífsins Kaffivél Ferðaskrifstofa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.