Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MENNTUN EINHVERFRA
Stöðugt greinast fleiri börn meðeinhverfu á einhverju stigi. ÍMorgunblaðinu á sunnudag var
greint frá heimsókn Brendu J. Ter-
zich, sálfræðings og frumkvöðuls,
hingað til lands. Terzich stofnaði
ABC-skólann í Sacramento, sem er
sérskóli fyrir einhverf börn, og rekur
nú tvo slíka skóla í Kaliforníu fyrir
börn á aldrinum tveggja til 15 ára. Í
umfjöllun Ingu Rúnar Sigurðardóttur
og Arnþórs Helgasonar kemur fram
að mikill árangur hefur náðst í skól-
anum. Terzich segir að árangur í með-
ferð tveggja til fjögurra ára barna sé
bestur og nái ríflega 40% þeirra að
fara inn í almenna skólakerfið. Ef
gripið sé inn í eftir þann aldur nái því
hins vegar ekkert barn þótt þeim fari
mjög fram.
Terzich segist skilja að foreldrar
einhverfra barna vilji senda börnin sín
í hverfisskólann, en bætir við: „Það
sem foreldrarnir eru auðvitað að
sækjast eftir er að börnin falli í hópinn
og verði ekki útilokuð. Það er auðvitað
gott og vel nema hvað barnið á ekki
eftir að læra neitt. Það þarf að grípa
inn í áður en þetta er mögulegt. Ís-
lendingar ættu að fjárfesta í skóla þar
sem mögulegt er að hafa sérhæfða at-
ferlisþjálfun sem byggist á vísinda-
lega viðurkenndum aðferðum, sem
vitað er að hafa hjálpað einhverjum
börnum. Víða eru til sérstakir skólar
fyrir hæfileikarík börn og að sama
skapi þurfum við að hafa sérstaka
skóla fyrir börn sem geta ekki lært á
hefðbundinn hátt.“
Þegar fram koma upplýsingar um
aðferðir, sem gefast vel á sviði á borð
við kennslu einhverfra, er rétt að
staldra við. Í greininni segir að rann-
sóknir sýni að allt að helmingur ein-
hverfra barna geti lifað nær eðlilegu
lífi án mikillar aðstoðar fái þau þjón-
ustu strax á tveggja til fjögurra ára
aldri. Það hlýtur að vera markmið ís-
lenskra stjórnvalda að búa einhverf-
um börnum skilyrði til að ná sem
mestum framförum og öðlast eins
mikið sjálfstæði í lífinu og unnt er.
Oft verða einstaklingar til þess að
opna augun fyrir nýjungum. Leit
þeirra að lausnum á vandamálum get-
ur orðið öllu samfélaginu til góðs.
Heiðurinn af heimsókn Terzich á Mar-
grét Dagmar Ericsdóttir rekstrarhag-
fræðingur, sem á einhverfan son, Þor-
kel Skúla Þorsteinsson.
Íslensk menntastefna er grundvöll-
uð á orðunum einn skóli fyrir alla. Því
vaknar spurningin hvort slíkur sér-
skóli myndi stangast á við þá stefnu,
sem er við lýði á Íslandi. Í greininni í
Morgunblaðinu á sunnudag er hins
vegar bent á að hlutverk ABC-skól-
anna sé að hjálpa börnunum að kom-
ast í almenna skóla og undirbúa þau
undir almennar aðstæður. Að því leyti
gæti sú leið, sem farin hefur verið í
þessum skólum, verið í samræmi við
íslenska menntastefnu. Einnig blasir
við að markmiðið hlýtur að vera að
fara þá leið, sem barninu er fyrir
bestu og skapar því mesta möguleika.
Hér er kominn möguleiki, sem kallar á
rækilega skoðun.
LEYFI TIL AÐ DREPA
Hikið ekki við að beita skotvopninu,ekki einu sinni þegar brotist er í
gegnum landamærin með konum og
börnum, sem svikararnir hafa oft fært
sér í nyt.“ Þessi orð koma fyrir í sjö
blaðsíðna starfslýsingu, sem var gefin
út 1. október 1973 og átti við um sér-
sveit Stasi, austur-þýsku öryggislög-
reglunnar. Félagar í sveitinni voru
dulbúnir sem venjulegir landamæra-
verðir. Um helgina birtist skjalið í
blaðinu Magdeburger Volksstimme
þar sem kemur fram að á vegum Stasi
hafi verið þjálfaðir upljóstrarar, sem
áttu að koma í veg fyrir að hermenn
flýðu undan merkjum.
Nú er deilt um það í Þýskalandi
hvaða ályktun eigi að draga af þessum
gögnum. Sumir eru þeirrar hyggju að
hefja eigi opinbera rannsókn með það
fyrir augum að kanna hvort draga beri
fyrir dóm þá, sem ábyrgð báru innan
Stasi og hingað til hafa komist hjá
refsingu. Talsmaður þýsku stjórnar-
innar í mannréttindamálum, Günter
Nooke, sagði skjalið bera því vitni að
legið hefði fyrir allsherjarskipun um
að skjóta við austur-þýsku landamær-
in. Þar hefðu stjórnað menn, sem
hefðu fyrirskipað að skotið yrði á kon-
ur og börn. „Í dag teldust þetta glæpir
gegn mannkyni, sem ættu heima í
Haag fyrir alþjóðaglæpadómstóln-
um.“
Aðrir benda á að skjalið eigi við um
þessa tilteknu sveit, sem hafi átt að
beita öllum ráðum til að stöðva lið-
hlaupa, ekki almenna borgara.
En menn spyrja einnig hvers vegna
þetta skjal valdi slíku uppnámi. Fyrir
tíu árum hafi verið birt skjal með nán-
ast samhljóða texta. Því er hins vegar
ekki að neita að í skjölunum eru gefn-
ar fyrirskipanir, sem stangast þvert á
við austur-þýsk lög frá 1982 þar sem
segir að bíða eigi í lengstu lög með að
beita skotvopnum. Þá hafi Erich Hon-
ecker, fyrrverandi leiðtogi Austur-
Þýskalands, lýst yfir þegar hann fór
fyrir svokölluðu þjóðvarnarráði: „Eft-
ir sem áður verður að beita skotvopn-
inu án umhugsunar og það á að lofa þá
félaga, sem beita skotvopninu með ár-
angri.“
Þeir, sem báru hina pólitísku
ábyrgð í Austur-Þýskalandi, hafa hins
vegar ávallt borið því við að skipanir
um að drepa eða skjóta hafi ekki verið
gefnar og ítrekar Egon Krenz, fyrr-
verandi leiðtogi Austur-Þýskalands,
það í viðtali við Bild um helgina. Krenz
var á sínum tíma dæmdur í sex og
hálfs árs fangelsi fyrir aðild að morð-
um á flóttamönnum við Berlínarmúr-
inn og sat í fjögur ár. Staðreyndirnar
tala sínu máli. Talið er að landamæra-
verðir hafi myrt á milli 270 og 280
manns, sem reyndu að flýja Austur-
Þýskaland.
Í gær voru 46 ár liðin frá því að haf-
ist var handa við að reisa Berlínar-
múrinn og loka landamærum Austur-
og Vestur-Þýskalands. Múrinn bar
pólitísku gjaldþroti austur-þýskra
valdhafa vitni og ofbeldið á hendur
þeim, sem reyndu að flýja, siðferðis-
legu gjaldþroti. Þýska þjóðin hefur
enn ekki gert upp fortíð sína.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Fjölþjóðlega heræfingin Norðurvíkingur2007 fer fram hér á landi og í íslenskrilofthelgi í dag og á morgun og er súfyrsta sem grundvallast á varn-
arsamkomulagi íslenskra og bandarískra yf-
irvalda frá því í október á síðasta ári. Fram til
þessa hefur æfing með sama nafni farið fram
annað hvert ár, en héðan í frá er ætlunin að
halda hana á hverju ári með aðkomu herafla frá
fleiri ríkjum.
Tvískipt æfing
Norðurvíkingurinn er tvískiptur að þessu
sinni, annars vegar loftvarnahluti sem lýtur að
viðbrögðum við ólöglegri flugumferð og hins
vegar æfing gegn hermdar- og hryðjuverkum.
Um 300 manns, 13 flugvélar og þyrlur og eitt
varðskip taka þátt.
Sett verður á svið atburðarás þar sem norsk
flugvél fer inn fyrir íslenskt varnarsvæði og
s
v
e
i
h
þ
á
B
s
u
s
v
æ
a
n
l
h
B
1
l
h
i
s
æ
l
R
m
g
E
m
l
h
a
s
g
svarar ekki kallmerkjum eins og á að gera. Hlut-
verk bandarískra orrustuflugvéla verður þá að
komast í veg fyrir hana með aðstoð ratsjáreft-
irlits í landi og bera kennsl á hana, en íslensk
stjórnvöld munu taka við rekstri Ratsjárstofn-
unar á morgun. Einnig munu þotuflugmenn æfa
bardagalistir í háloftunum suðvestur af Reykja-
nesi, en engum skotum verður hleypt af þó æf-
ingarnar gangi út á að komast í heppilega stöðu
til slíks.
Þá tekur á sjöunda tug sérsveitarmanna frá
Danmörku, Íslandi, Lettlandi og Noregi þátt í
því sem snýr að hryðjuverkavörnum og verða
þeir á æfingum á eða við Hvalfjörð í dag og á
morgun. Þar af verða 15 menn úr sérsveit rík-
islögreglustjóra. Danska varðskiptið Trítón og
tvær þyrlur landhelgisgæslunnar standa einnig
leitar- og björgunarvakt.
Ísland tekur þátt í kostnaði
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ís-
lenska ríkið standa undir kostnaði vegna þeirra
skyldna sem Ísland gegnir sem svokallað gisti-
ríki og greiði fyrir undirbúning æfingarinnar,
húsnæði og uppihald herliðsins og fleira slíkt.
Skipulag hafi tekið stuttan tíma en allt sé til
reiðu. Aðspurður um gagnrýni á þátttöku ís-
lenska ríkisins í kostnaði við heræfingu sem
þessa og fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir friðar-
sinna segir forsætisráðherra rétt fólks til þess að
hafa andstæðar skoðanir og tjá þær óskoraðan.
Ríkisstjórnin líti svo á að æfing sem þessi sé afar
mikilvæg fyrir öryggi landsins og því sé það
stefnan að veita nauðsynlegan stuðning svo hún
geti farið fram.
Að sögn Thomas Hall, aðstoðarvarnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, var það sameiginlegt
álit samninganefnda Íslands og Bandaríkjanna á
síðasta ári að hið sögulega samband landanna
Heræfingin Norðurvíkingur 2007 fer fram í dag og á m
Mikilvæg æfing
fyrir öryggi la
Standa vörð Áhöfn og viðhaldsteymi bandarískrar F1-15 þotu stendur vaktina á meðan Hobbins kynn
Landvarnir Íslands eru sjaldan
sýnilegri en einmitt í dag og á
morgun. Önundur Páll Ragn-
arsson og Þorvaldur Örn
Kristmundsson kynntu sér
Norðurvíkinginn 2007, her-
æfingu sem byggist á varn-
arsamkomulagi Bandaríkjanna
og Íslands frá síðasta ári.