Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 18
|þriðjudagur|14. 8. 2007| mbl.is daglegtlíf Þegar hausta tekur skiptir gróðurinn um lit og lífleg sum- arblóm fölna. Það má þó lengja sumarið með gerviblómum. »21 daglegt Lacrosse-íþróttin hefur sótt verulega í sig veðrið að und- anförnu í Evrópu – og Ísland er næst á dagskrá. »20 tómstundir Þ að ríkir eftirvænting á fjölmörgum heimilum í Árbænum í dag. Fríð- ur flokkur ungra garðyrkju- manna ætlar nefnilega að taka sér skóflur, rekur og gaffla í hönd og taka upp afrakstur sumarsins í skólagörðunum sem staðsettir eru skammt frá Árbæjarsafni. Meðal þeirra 60 krakka sem hafa ræktað garðinn sinn í ár er Katrín Garðarsdóttir, 11 ára nemandi í Árbæjarskóla. Í allt sumar hefur hún heimsótt reitinn sinn og hlúð að væntanlegri uppskeru. „Mér finnst allt gam- an,“ segir hún með áherslu, „hvort sem það er að setja niður, vökva eða reyta. En upp- skeran er samt skemmtilegust.“ Hlé vegna fótbolta Uppskera Katrínar er enda með besta móti í ár. „Ég setti niður rauðrófur og venju- legar rófur og rauðkál og brokkólí og blóm- kál og hnúðkál og kartöflur. Svo setti ég nið- ur næpur og radísur og eins eitthvert krydd,“ segir hin unga garðyrkjukona sem hefur verið einstaklega iðin við umönnun plantnanna sinna. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa því garðurinn hennar var valinn sá glæsilegasti í Árbænum á dög- unum. Slíkt kemur þó ekki af sjálfu sér. „Fyrst kom ég mjög oft eða á hverjum degi með vinkonum mínum. Svo fór ég í sum- arhúsið okkar á Eyrarbakka og lét grænmet- ið bara vaxa á meðan en þegar ég kom aftur þurfti ég að reyta arfann sem var þá kom- inn.“ Hún viðurkennir að það hafi verið ansi mikið átak því illgresið kunni vel að meta blíðuna sem ríkt hefur í borginni í sumar og spratt því sem aldrei fyrr. „Svo kom ég aftur núna um helgina að reyta og taka upp því ég var ekkert búin að koma í dálítinn tíma. Ég var nefnilega að keppa í fótbolta á Pæju- mótinu á Siglufirði,“ útskýrir Katrín sem auðvitað æfir með hverfisliðinu Fylki. Þar fyrir utan stundar hún ballett á veturna svo það er nóg að gera hjá henni allan ársins hring. Salat og grænmetissúpa Grænu fingurnir virðast vera í ættinni því mamma Katrínar kom í sömu skólagarða þegar hún var krakki. Hún hefur líka verið viljug að fara með dóttur sinni í garðana á sumrin. „Sérstaklega þegar ég var aðeins minni. Núna fer ég mest sjálf, oftast á hjól- inu.“ Mamma hennar á heldur ekki í vand- ræðum með að finna uppskeru dóttur sinnar farveg. „Hún býr til salat og grænmetissúpu og fleira úr þessu og svo gef ég ömmu líka svolítið,“ útskýrir Katrín. En getur hún hugsað sér að verða garð- yrkjukona þegar hún verður stór? „Æi, ég veit það ekki,“ svarar hún svolítið efins á svip. „En ég ætla ábyggilega að fara næsta sumar aftur í skólagarðana,“ flýtir hún sér að bæta við og játar að nýfengin viðurkenning garðsins hennar hafi þar sennilega áhrif á. ben@mbl.is Blómleg Hnúðkálið og rauðkálið hennar Katrínar á eflaust eftir að bráðna í munnum fjölskyldu hennar. Glænýjar Það verður ekki fúlsað við kartöflunum úr Árbænum. Uppskeru fagnað í Árbænum Arfinn hefur ekki fengið nein grið hjá Katrínu Garðarsdóttur í sumar. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir sá fagmannleg handtökin þegar hún tók upp kartöflur, hnúðkál og rauðkál í skólagörðunum í Árbænum í gær. Morgunblaðið/Júlíus MIKIÐ HEFUR verið talað um launamismun kynjanna en sam- kvæmt nýrri bandarískri könnun sem fjallað er um á vefmiðli danska dagblaðsins Jyllandsposten kemur fram að einnig sé munur á milli kynjanna, sér í lagi í launum, þegar kemur að því hve ágengir ein- staklingar eru. Í könnuninni kemur fram að ágengni geti virkað vel fyrir starfs- framann og þar með launin, en þó að- eins fyrir karla þar sem konur sem eru ágengar eru hinsvegar álitnar vanhæfar. Það er Victoria Brescoll hjá Yale- háskólanum bandaríska sem hefur komist að þessu með því að rannsaka þau viðbrögð sem ágengir karlar fá annarsvegar og ágengar konur hins- vegar. Virðing borin fyrir körlum Könnunin var þannig að þátttak- endum voru sýnd myndskeið þar sem fólk í atvinnuviðtölum sýndi ágenga hegðun. Eftir að hafa skoðaðþau áttu þátttakendur að meta frammistöðu hvers og eins og ákvarða sanngjörn laun þeim til handa. Niðurstaðan kom svo sannarlega á óvart, því ágengir karlar hlutu al- mennt meiri aðdáun, virðingu og síð- ast en ekki síst hærri laun. Konur sem sýndu sömu hegðun fengu hins- vegar að launum það viðhorf að þær væru óhæfar til starfans og stjórn- lausar, nokkuð sem ekki þótti væn- legt til að skila hærri launum. Eins kemur fram á vef Jótlands- póstsins að í atvinnulífinu endur- speglist þessi viðhorf í því að konur megi aldrei sýna ágenga hegðun því slíkt sé til þess fallið að rýra trúverð- ugleika en hinsvegar sé sama hegðun samþykkt þegar karlar eiga í hlut, því þá sé verið að sýna styrk. Ágengir karlmenn fá hærri laun Hæfari? Ágengir karlmenn njóta meiri virðingar í starfi en ágengar konur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.