Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 9 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Nýjar vörur - Mikið úrval Póstsendum Allar gerðir Stórar stærðir Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Verðhrun Allar útsöluvörur á 50-90% afslætti Tilboðsslárnar: 500 – 1.000 – 1.500 Nýjar vörur frá og   25-50% afsláttur 7 Gallabuxur - Þrjár síddir Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. opið í Bæjarlind kl. 10-15 en lokað í Eddufelli. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FORSETI Íslands veitti í gær And- ers Grubb riddarakross Hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir meira en tveggja áratuga starf að rannsóknum á arfgengri heilablæðingu. Sjúkdóm- urinn liggur í þrettán íslenskum ætt- um, en er óþekktur utan landstein- anna. Fólk sem erfir genin sem valda sjúkdómnum, deyr af hans völdum í nánast öllum tilvikum og yfirleitt í kringum þrítugt. Anders Grubb er prófessor í mein- efnafræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann hefur unnið að rann- sóknum á arfgengri heilablæðingu síðan snemma á níunda áratugnum. Hann segir þennan virðingarvott mjög óvæntan. „Ég fékk upphring- ingu þar sem ég var spurður hvort ég vildi orðu. Ég hélt að þetta væri eitt- hvert grín og sagði bara já takk, að ég vildi það endilega. Maðurinn kynnti sig síðan sem starfsmann for- seta Íslands og ég trúði honum á end- anum.“ Engin einkenni fram að fyrstu heilablæðingunni Arfgeng heilablæðing er venjulega einkennalaus þar til fyrsta blæðingin verður. Sumir lifa hana af en hljóta heilskaða. Heilablæðingarnar endur- taka sig síðan þar til að sjúklingurinn deyr. Hann segir að þegar sjúkdóm- urinn uppgötvaðist hafi tvö markmið verið sett, annarsvegar að finna leið til þess að greina hann í lifandi fólki og hinsvegar að lækna hann. Fyrra markmiðinu hefur verið náð. „Einstaklingar úr þessum fjöl- skyldum vilja margir vita hvort þeir beri genið til þess að geta hagað lífi sínu til samræmis við þá vitneskju. Aðrir vilja alls ekki vita það. Ég hitti fólk á ráðstefnunni sem hefur misst ættingja úr arfgengri heilablæðingu og er skiljanlega hrætt. Erfðalíkurn- ar eru um 50 prósent, svo helmingur þessa fólks lifir í ástæðulausum ótta. Það er því mikilvægt að þau sem vilja geti fengið að vita hvort þau beri gen- ið,“ sagði Grubb. Prótínuppsöfnun orsökin Orsök sjúkdómsins er genagalli sem veldur uppsöfnun prótíns í smáum slagæðum heilans sem aftur leiðir til æðarofs og endurtekinna heilablæðinga. Rannsóknir Grubb hafa beinst að því að finna leið til þess að koma í veg fyrir að prótínið bindist saman og hafa þegar skilað árangri á tilraunastofu. Næsta skref er að nýta þann árangur til góðs fyrir arfbera sjúkdómsins. Grubb segir að það geti verið erfitt að fá fjármagn í rannsóknir á sjúk- dómum sem leggjast á mjög lítinn hóp fólks. „Lyfjafyrirtækin vilja helst styrkja rannsóknir á sjúkdóm- um sem þarfnast ævilangrar með- ferðar eins og til dæmis hárri blóð- fitu.“ Minni áhugi er á því að þróa lyf sem sjúklingar þurfa bara að kaupa einu sinni. Hann segir að rannsóknir hans gætu þó hugsanlega nýst í þró- un á lækningu við Alzheimer og vegna þessara tengsla hafi honum reynst auðveldara en ella að fjár- magna rannsóknina. Hann segir að lífshættir fólks hafi líklega áhrif á framgang arfgengrar heilablæðingar. „Rannsóknir hafa sýnt að á nítjándu öld lifði fólk með sjúkdóminn að jafnaði til sextugs. Nú, hundrað árum síðar, deyja flestir um þrítugt. Genagallinn sjálfur hefur ekki breyst, svo sennilega hafa þætt- ir á borð við breytt mataræði áhrif. Nú borða menn mun meira af kol- vetnum og minna af til dæmis fiski en þeir gerðu áður. Það gæti haft sitt að segja.“ Morgunblaðið/Eggert Heiðraður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Anders Grubb riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu. Fálkaorða fyrir rannsóknir á arfgengri heilablæðingu ELDUR kom upp í bílskúr við fast- eignasöluna Bakka við Sigtún á Sel- fossi um tvöleytið í fyrrinótt. Bíl- skúrinn er nýbyggður og ekki full- kláraður. Grunur er um íkveikju af mannavöldum að sögn lögreglu. Eldsupptökin voru við vesturgafl bílskúrsins og hafði eldurinn teygt sig í þaksperrur þar sem þær stóðu út fyrir vegg. Tveir bílar og bifhjól voru í skúrnum og tókst að ná ökutækj- unum út áður en slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn náði ekki inn í skúrinn. Málið er í rannsókn og biður lög- regla alla þá sem veitt geta upplýs- ingar um mannaferðir í og við Sig- tún á sunnudagskvöldið að láta vita. Sími lögreglu er 480 1010. Þá var tilkynnt um reyk, sem legði upp frá sumarbústaðabyggð í Klausturhólum í Grímsnesi um klukkan 11 í fyrradag. Slökkvi-, sjúkra- og lögreglulið fór á vettvang þar sem búist var við að eldur væri laus í sumarbústað. Í ljós kom að verið var að brenna rusli. Samkvæmt reglugerð um sinu- brennur og meðferð elds á víða- vangi segir að óheimilt sé að kveikja eld á víðavangi þar sem almanna- hætta getur stafað af eða hætt er gróðri, dýralífi eða mannvirkjum. Grunur um íkveikju EINS og Morgunblaðið greindi frá á laugardaginn hefur byggingarfélagið Eykt falast eftir 50 hektara landi við Miðvog, skammt frá Akranesi, undir nýbyggingar. Liggur landið sunnan og austan við Miðvog. Hugmyndir fyrirtækisins eru að kaupa landið af Akraneskaupstað og byggja við bæinn á næstu 10-12 árum í samráði við bæjaryfirvöld. Myndi þar rísa íbúðabyggð, verslun og þjón- usta en Eykt myndi jafnframt annast gatnagerð og mögulega koma að rekstri og byggingu skóla og leik- skóla í samræmi við forsögn bæjaryf- irvalda. Gísli S. Einarsson, bæjar- stjóri Akraneskaupstaðar, hefur sagt að hugmyndir fyrirtækisins verði skoðaðar vandlega, enda sé bygging- arland í nágrenni bæjarins af skorn- um skammti en vöxtur hans sé mikill. Fjölgun íbúa um 50% gæti rúmast á svæðinu yrðu hugmyndir fyrirtækis- ins að veruleika. Munu forsvarsmenn Eyktar kynna hugmyndirnar fyrir bæjarstjórn og skipulags- og bygg- ingarnefnd á næstunni. Eykt vill byggja á Akranesi         >     :  &   #  Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.