Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÖFUÐSTÓLL lána í erlendri
mynt, sem nokkuð er um að fólk hafi
tekið til að fjármagna fasteignakaup,
hefur hækkað undanfarið vegna
veikingar íslensku krónunnar en hún
hefur veikst um 9% síðastliðinn mán-
uð. Hjá þeim, sem taka lán í erlendri
mynt, hafa japanskt jen og sviss-
neskur franki verið vinsælustu
gjaldmiðlarnir, en töluverðar sveifl-
ur hafa verið á gengi jensins und-
anfarið vegna styrkingar dollara.
„Við höfum almennt sagt fólki að
forðast gengistryggð lán í bili. Þegar
krónan er svona sterk, ráðum við
frekar fólki að doka við,“ segir Frið-
rik Halldórsson, framkvæmdastjóri
viðskiptabankasviðs hjá Kaupþingi.
10% taka lán til fasteigna-
kaupa í erlendri mynt
„Okkar ráðlegging síðasta hálfa
árið hefur verið að taka ekki
gjaldeyrislán vegna sterkrar stöðu
krónunnar og hættu á, að hún veikist
innan tíðar.“ Friðrik segir að undir
10% þeirra sem undanfarið hafi tekið
lán hjá bankanum til fasteignakaupa
hafi tekið þau í erlendri mynt. Þessi
lán séu ekki ný af nálinni en bankinn
hafi kosið að auglýsa þau ekki eða
hvetja fólk til þess að taka þau „því
við höfum talið að það sé betra að
vera í verðtryggingaráhættu en í
gengisáhættu fyrir fólk sem fær
launin sín greidd út í íslenskum
krónum. Það er áhættuminna að
taka innlend lán en erlend“. Friðrik
segir Kaupþing ekki hafa fundið fyr-
ir því síðustu daga og vikur að fólk
vilji greiða upp lán sem það hefur
tekið í erlendri mynt.
Erlend lán „flökta“ alltaf
Í sama streng tekur Hans Hjart-
arson, ráðgjafi hjá Frjálsa fjárfest-
ingarbankanum, en hann segir ekki
mikið um að fólk hafi reynt að losa
sig við lánin undanfarið vegna óhag-
stæðra gengisbreytinga. „Við erum í
húsnæðislánum og þau eru yfirleitt
tekin til 25-40 ára. Svona mun alltaf
gerast þegar fólk er með erlent lán,
það mun alltaf flökta,“ segir hann.
Hann segir að um 70-80% útlána
bankans séu myntkörfulán en flestir
þeirra, sem taka lán í erlendri mynt,
velji að taka ekki allt lánið í sömu
myntinni.
Vinsælast sé að taka lán sem er
70% í svissneskum frönkum og 30% í
japönsku jeni. Hans segir að undan-
farið, er krónan var sem sterkust,
hafi ekki verið mikið um lántökur í
erlendri mynt. „Þá heldur fólk frek-
ar að sér höndum,“ segir Hans.
Hans segir bankann hafa ráðlagt
fólki að taka lán í erlendri mynt, sé
lánið tekið til langs tíma.
„Við ráðleggjum fólki að skoða
málið vel og leggjum fyrir það gögn.
Ef þetta er skoðað frá ýmsum for-
sendum virðist það alltaf vera hag-
kvæmara,“ segir Hans. Fólk sem
hyggist taka erlend lán sé upplýst
um það að sveiflur muni verða á
greiðslubyrði.
Höfuðstóll lána í erlendri
mynt hefur hækkað snarpt
Hafa ráðlagt fólki að taka ekki gjaldeyrislán vegna hættu á að krónan veiktist
! "
# !$ %# & '
()* +,-
./0 +,-
1# &
23!##
#
455
5
4
5
5
6 #
,
4
5,
7!!"8
&# ## 9 #
:# '9% #3 "'3 ' '
%#
'$3
&$;3
<
#<
/
= 23! #
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÞAÐ sem af er þessu ári hafa þrír
einstaklingar greinst með berkla á
Íslandi. Í tveimur tilvikum þótti
ástæða til að gangast fyrir allum-
fangsmikilli rannsókn til að rekja
hugsanlegt smit. Þetta kemur fram í
Farsóttafréttum. Í maí greindust
smitandi berklar hjá 84 ára gömlum
vistmanni á elliheimili norður í landi.
Í kjölfarið voru 157 manns, sem
höfðu haft samskipti við sjúklinginn,
rannsakaðir með tilliti til smits. Nið-
urstöður benda til að enginn þeirra
hafi smitast af berklum.
Hitt atvikið snerti erlendan starfs-
mann við Kárahnjúkavirkjun.
Í kjölfarið hófst rannsókn á 159
starfsmönnum á svæðinu sem höfðu
haft samskipti við sjúklinginn. Rann-
sóknin stendur enn yfir og er lokið
rannsókn á 68 starfsmönnum, en
enginn þeirra er talinn hafa smitast.
Þó reyndust fimm þeirra með já-
kvætt berklapróf en voru ekki með
lungnaberkla.
Starfsmaðurinn sem greindist
með berkla kemur frá EES-ríki og
þurfti því ekki að leggja fram heil-
brigðisvottorð vegna tímabundins
dvalar- og atvinnuleyfis við komu
sína hingað til lands.
Þrír menn
greinst
með berkla
AUKNING hefur orðið á raftækja-
viðgerðum eftir rafmagnsleysið sem
varð víða um land 7. ágúst síðastlið-
inn, þegar skammhlaup varð í
spennistöð Landsnets í Hvalfirði og
rafmagn fór af víðast hvar á landinu.
Að sögn Gunnars Andréssonar hjá
Hljómsýn á Akranesi hafa margir
verið að skipta um spennubreyta
fyrir sjónvörp og loftnet frá því fyrir
helgi. Þar að auki hafa jafnmargir
Akurnesingar komið með sjónvörp
sín til viðgerðar hjá fyrirtækinu og
síðustu tvo mánuði þar á undan, en
raftæki geta farið illa þegar þau eru í
sambandi á sama tíma og bilanir sem
þessi verða. Bilanir á Landsnetinu
geta valdið spennusveiflum inni á
heimilum, en þær geta verið venju-
legum raftækjum ofviða.
Orkuveitu Reykjavíkur hefur ver-
ið tilkynnt um sjö tilvik þar sem tjón
varð vegna bilunarinnar, þar af sex á
Akranesi. Að sögn Eiríks Hjálmars-
sonar, upplýsingafulltrúa Orkuveit-
unnar, hefur verið staðfest að
spennusveiflur í afhendingu raf-
magns frá Landsneti fóru út fyrir
mörk staðla. Orkuveitan mun fara
yfir það með fulltrúum Landsnets
hver beri á endanum bótaábyrgð
vegna þessa.
Bilanir á
raftækjum
♦♦♦
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ORLOFSFERÐIR á skemmti-
ferðaskipum hafa löngum verið
tengdar við eldri borgara og efn-
að fólk á eftirlaunum sem vill
njóta langra frídaga á siglingu
um heimsins höf.
Það þótti því nokkuð óvenju-
legt þegar skrautlega málað skip
lagðist að bakka í Sundahöfn í
Reykjavík í gær með um 200
börn innanborðs.
30% farþeganna
koma frá Þýskalandi
Að sögn Ágústs Ágústssonar
framkvæmdastjóra Faxaflóahafna
eru rúm 30% þeirra 56 þúsund
farþega sem hingað koma með
skipum frá Þýskalandi þar sem
fjölskyldusiglingar hafa verið að
sækja í sig veðrið.
Meðalaldur farþega sé nú kom-
inn niður fyrir 50 ár og skemmti-
dagskrá skipanna breyst í sam-
ræmi við það. „Það eru fimm
stúlkur um borð sem sinna börn-
unum, sem eru alveg frá eins árs
og upp í 14 ára,“ segir Ágúst.
„Síðasta kvöldið fá börnin svo
leikhúsið í skipinu fyrir eigin
skemmtun sem þau hafa æft og
koma þar sjálf fram.“
Fjölskylduvænni ferðir
Það er breytt fyrirkomulag
ferðanna sem gerir þær fjöl-
skylduvænni því þær eru nú
styttri en áður, til dæmis er ekki
farið norðar en til Akureyrar
lengur í stað þess að sigla áfram
til Svalbarða, og að sama skapi
ódýrari.
Ætla má að hegðunarmunstur
farþeganna í landi breytist nokk-
uð með lægri meðalaldri og fjöl-
skylduskipin því varla jafn feitur
biti fyrir íslenska verslunarmenn
eins og svo gjarnan hefur verið.
Á hinn bóginn segir Ágúst mikla
aðsókn í skoðunarferðirnar með-
al bæði barna og fullorðinna,
ekki síst í Bláa lónið sívinsæla
sem sé mjög fjölskylduvænt þó
það höfði vitanlega til allra ald-
urshópa.
Hann segir meðal annars vin-
sælt meðal þessara ferðalanga að
geta ráðið ferðum sínum sjálfir,
enda höfðu farþegum í gær verið
útvegaðir tugir reiðhjóla til að
fara með börnin í hjólatúr um
Reykjavík.
Fjölskylduvænar siglingar
laða barnafólk til landsins
Ævintýri Heilu fjölskyldurnar nýta sumarfríið með siglingu frá meginland-
inu og norður á bóginn með barnvæna skemmtiferðaskipinu Aida.
Stóru skemmtiferðaskipin eru ekki bara fyrir eldri borgara
Morgunblaðið/Frikki
Skemmtun Börn þurfa aðra afþreyingu en eldri borgarar og fengu þau reiðhjól til að skoða sig um í Reykjavík. TVEIR bílar lentu saman á Reykja-
nesbraut rétt fyrir klukkan sjö í
gærkvöld. Ökumaður annars bílsins
var fluttur á sjúkrahús en fékk að
fara heim að lokinni skoðun. Að sögn
lögreglunnar í Keflavík er talið að
annar ökumaðurinn hafi sofnað und-
ir stýri og bíll hans farið yfir á öfug-
an vegarhelming í veg fyrir hinn bíl-
inn.
Þá var lögregla höfuðborgarsvæð-
isins kölluð út um kl. 15 í gær þar
sem ökumaður bifhjóls féll af hjóli
sínu á Reykjanesbraut, við Vífils-
staðaafleggjarann. Maðurinn liggur
á gjörgæsludeild LSH þar sem hann
gekkst undir aðgerð en hann hlaut
innvortis meiðsl. Maðurinn er með
meðvitund og líðan eftir atvikum.
Sofnaði
undir stýri
♦♦♦