Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 29
maður. Við sóttum guðsþjónustu í gömlu Þingvallakirkjunni, sem rúm- ar fáa í sæti. Í fáum guðshúsum hef ég fundið fyrir jafn mikilli helgi og þar. Foreldrar Gunnars voru Svan- hildur Guðmundsdóttir, frá Litlu Sandvík, d. 1995, og Sæmundur Sím- onarson frá Selfossi d. 1980, símrit- ari, og formaður Sambands ís- lenskra símamanna um skeið. Bræður tveir lifa Gunnar, þeir Guð- mundur, tryggingamaður, og Þor- varður, héraðsdómslögmaður. Gunnar kvæntist ekki, en dóttir lifir hann, Helga að nafni, fædd 1. júlí 1975. Er hún dýralæknir á Akureyri. Barnsmóðir: Dóra Halldórsdóttir. Gunnar fylgdist með ferli dóttur sinnar og einkaerfingja. Barst hún iðulega í tal, er við hittumst. Þótt Gunnar næði ekki hærri aldri en raun varð á, skilaði hann góðu ævistarfi: Það er göfugt að liðsinna þeim, sem fallið hafa fyrir áfengi og vímuefnum og leiða þá á rétta braut. Mér fannst Gunnar vera á réttri hillu, er ég ræddi við hann um starf- ið, sem hann gegndi lengi á Vogi og um skeið á Staðarfelli, þar sem framhaldsmeðferð fer fram. Þegar Gunnar varð stúdent, sótti ég veislu á heimili hans, í tilefni merks áfanga á lærdómsbrautinni. Og lítið erindi lét ég fylgja sem heillaósk: Að ég sýni einhvern lit, – óskir geri kunnar: Saman fléttist sókn og vit, Sæmundsniðji, Gunnar. Nú bið ég vini mínum blessunar á leiðum eilífðarinnar. Honum þakka ég allt gott á liðnum árum. Fari hann í friði, friður guðs hann blessi. Auðunn Bragi Sveinsson. Kveðja frá SÁÁ Með láti Gunnars Sæmundssonar er fallinn frá einn af virtustu áfeng- is- og vímuefnaráðgjöfum SÁÁ. Starf ráðgjafans er hryggjarstykkið í allri meðferðinni og á honum brenna samskipti við sjúklingana. Bestu ráðgjafarnir vinna störf sín hljóðir, fara sér að engu óðslega og eru öllum mönnum góðir. Slíkur maður var Gunnar Sæmundsson. Hans minnast bæði sjúklingar og samstarfsmenn fyrir nærgætnina í öllum samskiptum og hversu mikla alúð og umhyggju hann lagði í starf sitt sem var honum sannarlega hjartans mál. Þannig flutti hann fyr- irlestra og tók ráðgjafaviðtöl fram á síðasta dag og þreytti ráðgjafapróf, sem hann stóðst með sóma, til lög- gildingar í vor þótt hann væri hel- sjúkur. Okkur er ljúft að votta Gunnari virðingu og færa honum þakkir fyrir meðferðarstörf sín hjá SÁÁ. Fyrir framgöngu og störf manna á borð við hann njóta SÁÁ virðingar og óskorðaðs trausts þeirra sem veikjast af sjúkdómi áfengis- og vímuefnafíknar og að- standenda þeirra. Þau störf hafa bætt líf fjölda Íslendinga sem nú búa við aukin lífsgæði og hamingju. Þó að leiðin virðist vönd vertu þá aldrei hryggur. Það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. (Jón Sigfússon Bergmann) Helgu Gunnarsdóttur og ástvin- um öllum færum við innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd SÁÁ, Þórarinn Tyrfingsson. Hvað á ég að segja í svona stuttri kveðju? Kannski bara það litla sem ég kynntist þér þegar þú varst ráð- gjafi minn í Krísuvík. Hversu heilluð ég var af hátterni þínu, svo fagur jafnt að utan sem innan, með svo einstakri ró og yfirvegun, fágaður í framkomu, fullur af sönnum kær- leika að lengi mætti leita að annarri eins manneskju. Ég viðurkenni hversu mjög ég heillaðist af þér og dáðist, og fann oft hversu mikið mig langaði til að kynnast þér nánar, en það átti aldrei við. Lífið er einkenni- legt, Gunnar. Vegirnir liggja í allar áttir og nú ert þú farinn þessa leið. Ég elskaði þig í litla hjartanu mínu en enginn hefur vitað til þess og eins og Baha’U’llah segir varðandi ást og kærleika manna á milli hittast þeir og verða samferða í öllum veröldum Guðs. Ég trúi því að við hittumst og kynnumst betur og í lokin á tilskrift þessari að finna eitt orð sem hæfir þér best, það er að þú varst og verð- ur ávallt perla. Með þakklátri kveðju, Bylgja. Gunnar Sæmundsson var vinur minn og nágranni. Ég man fyrst eft- ir honum í MR en þar var hann tveimur árum á undan mér og við þekktumst lítillega. Þegar ég fluttist á Dunhaga 11 fyrir rúmum fjórum árum tók hann innilega á móti mér og bauð mig velkomna í húsið. Gunnar var góður nágranni; hann hafði þægilega nærveru og við spjölluðum oft saman ef við hittumst í stigaganginum eða fyrir utan blokkina. Eftir að hann veiktist höfðum við meiri samskipti. Ég hafði orð á því við hann að hann væri orð- inn of magur og hvort ég ætti ekki að bjóða honum í mat. Hann þáði það með þökkum og við borðuðum nokkrum sinnum saman en allt of sjaldan. Og þá kynntist ég honum svolítið betur. Við rifjuðum upp minningar frá MR og slúðruðum svolítið um gamla skólafélaga. Og sama hvað ég reyndi, hann fékkst ekki til að tala illa um neinn. En við minntum hvort annað á margt fyndið frá mennta- skólaárunum og hlógum eins og þeir unglingar sem við vorum þá. Hann sagði mér frá starfi sínu sem ráðgjafi á Vogi og víðar. Ég spurði eins og fávís kona um ástæð- ur þess að fólk yrði háð áfengi, hvort viðkvæmt fólk yrði frekar háð áfengi eða hvort fólk yrði viðkvæmt af því að drekka of mikið og svo framvegis. Hann var fljótur að svara því til að hann væri ekkert að eyða tíma í að spá í orsakir drykkjunnar; aðalmálið væri að styðja fólk til að vera edrú. Það væri ekkert flóknara en það. Og það var hans starf sem gaf honum mikla lífsfyllingu. Hann sagði mér frá dóttur sinni sem hann var svo stoltur af. Þegar hann sýndi mér mynd af henni ljóm- aði hann allur. Og hann gladdist þegar henni fæddist sonur sem hann hefði svo gjarnan viljað fylgjast lengur með. Gunnar var æðrulaus í veikindum sínum. Við töluðum aldrei um dauð- ann, bara um lífið. Og hann talaði um hvað hann ætlaði að gera ef hann næði bata. Gunnar kom til mín í síð- asta sinn tveimur vikum áður en hann dó. Þá var hann orðinn mjög veikburða og augnaráðið var fjar- rænt, eins og hann væri farinn að hugsa til heimferðar. En röddin var enn sterk og hressileg og hún hljóm- ar enn í eyrum mínum. Ég mun sakna góðs nágranna og vinar. Guð blessi minningu Gunnars Sæmunds- sonar. Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir. Við Gunnar fórum flest sumur í ferðalög um landið. Fyrsta ferðin var hið alræmda rigninga- og kul- dasumar 1983. En eftir það vorum við dæmalaust heppnir með veður. Við fórum um allt land, hverja sveit, hvern fjörð og hvern dal. Oft fengum við besta veður ársins í viðkomandi héraði. Ég held að máttarvöldin hafi verið að sýna velþóknun sína á okk- ur og landinu okkar. Síðustu ferðina fórum við í fyrra að Þórisvatni. Þá var Gunnar orðinn veikur af krabba- meini. Lengsta, besta og viðburðaríkasta ferðin með Gunnari var þó sú að verða honum samferða sem nánasta vini mínum í aldarfjórðung. Ég hef aldrei farið aðra eins ferð með nokkrum manni í lífinu. Og býst ekki við því að fara aðra slíka. Þegar við stóðum á grýttum mel við Þórisvatn og horfðum yfir vatnið og til Kerlingarfjalla blakti ekki hár á höfði í bókstaflegri merkingu. Fjöllin spegluðust í vatninu og það var blámi, kyrrð og heiðríkja hvert sem litið var. Ég trúi því að máttarvöldin hafi verið að sýna velþóknun sína á okk- ur og landinu okkar. Minningin um Gunnar verður í huga mér ætíð sveipuð þeirri birtu og heiðríkju sem umlukti okkur þennan fagra sumardag. Sigurður Þór Guðjónsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 29                          REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR héraðsdómslögmaður, Fjölnisvegi 16, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans, fimmtu- daginn 2. ágúst, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Ásgeir Hannes Eiríksson, Valgerður Hjartardóttir, Baldvin Hafsteinsson, Björg Viggósdóttir, Elín J. G. Hafsteinsdóttir, Haukur G. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG SVEINSDÓTTIR, áður til heimilis í Gullsmára 9, Kópavogi, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, miðviku- daginn 15. ágúst kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarkort Blindrafélagsins. Sveinn K. Baldursson, Auður Vésteinsdóttir, Rannveig K. Baldursdóttir, Baldur Georg Baldursson, Khwanchira Khotsakha barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, INGA S. JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Miklubraut 84, sem lést miðvikudaginn 8. ágúst á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sjöfn Jóhannesdóttir, Inga og Íris Reynisdætur, Jóhannes Reynisson Maryna Lytvyn, Malena og Elísa Þórisdætur. ✝ Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÚN INGA SIGURGEIRSDÓTTIR, Grænumörk 3, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að morgni sunnudagsins 12. ágúst. Útförin fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 18. ágúst kl. 10:30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurgeir Ingvarsson, Sigurgeir Reynisson, Sigrún Magnúsdóttir, Gunnar Valgeir Reynisson, Kristina Tyscenko, Pétur Kúld, Margrét Auður Óskarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GRÓA HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR fyrrverandi bóndi Hólmi, Austur-Landeyjum, er lést þriðjudaginn 7. ágúst, verður jarðsungin frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Eygló Þóra Guðmundsdóttir, Guðmann Ingjaldsson, Erla Ragnhildur Guðmundsdóttir, Jóna Krístín Guðmundsdóttir, Eggert Pálsson, Garðar Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Erlendur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.