Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 25 í boði er á sviði kennslugagna fyrir leikskóla og yngsta stig grunn- skóla með áherslu á sérkennslu og tækni. Það er ljóst að sífellt fleiri börn þurfa að nota tölvur og tækni sér til stuðnings við nám og því var leitað til Hartmanns Kr. Guð- mundssonar hjá Örtækni, Rann- veigar Traustadóttur hjá Sjónstöð Íslands, Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Tölvumiðstöð fatlaðra og Hrannar Birgisdóttur hjá Grein- ingar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Þau munu sjá um vinnustofu og bjóða þátttakendum námstefn- unnar að prófa bæði forrit, tæki og tól sem henta til kennslu nemenda með sérþarfir. Einnig munu nokk- ur fyrirtæki kynna fjölbreytt námsgögn á sérstökum sýning- arbásum. Það er von mín að námstefna sem þessi veiti kennurum og öðru fagfólki sem starfar innan leik- og grunnskólans tækifæri til að kynna sér fjölbreyttar leiðir í kennslu með getubreiðan barnahóp og efli um leið samvinnu milli fagstétta og samfellu náms milli skólastiga. Faghópur leikskólasérkennara í samvinnu við Félag leikskólakenn- ara, Kennaraháskóla Íslands, Fé- lag íslenskra sérkennara, Háskól- ann á Akureyri og Tölvumiðstöð fatlaðra mun halda námstefnuna Leiðir til árangurs sem haldin verður í húsi Kennaraháskóla Ís- lands föstudaginn 17. ágúst kl. 8:30. Höfundur er sérkennslustjóri í Garðabæ og formaður undirbúnings- nefndar námstefnunnar. ÞAÐ líður vart sú vika að ekki megi lesa í einhverju blaði lofsöng um „ósnortna“ eða „óspillta“ nátt- úru Íslands. Og nú er það Vigdís Ágústsdóttir sem ríður á vaðið og skrifar hugleiðingu í blaðið þann 1.8. um náttúruvernd. Hún minnir á að einn dýrasti auður Íslendinga sé „ósnortið“ land. Því miður erum við fyrir löngu búin að spilla landinu svo kröftuglega að okkur hefur tek- ist að breyta því í stærstu mann- gerðu eyðimörk í Evrópu. „Land- breyting“ hefur átt sér stað og því ekki til neitt sem heitið getur „ósnortið“. Hún mælir og með því að við tök- um ekki fram fyrir hendur skap- arans með gróðursetningu erlendra tegunda og stuðlum þannig að „landbreytingu“, en gleymir því að við erum nú þegar búin að grípa fram fyrir hendur hans með því að eyða megninu af upprunalegum gróðri landsins og tapa síðan jarð- vegi í kjölfarið. „Landbreyting“ kallast það. Hún gleymir því líka að margar þessar erlendu gróðurteg- undir hafa lifað lengur í landinu en flestir núlifandi Íslendingar. Ef „landbreyting“ er til góðs (t.d. skógrækt) finnst mér hún í lagi en ef hún felst í því að eyða gróðri og jarðvegi er hún ekki líðandi. Þann 3.8. fylgir, í kjölfar Vigdís- ar, Auður Haraldsdóttir með hug- leiðingar um olíuhreinsistöð. Þar segir hún m. a. „ósnortna“ náttúru sjaldgæfa víða um heim. Satt segir hún og eitt er víst að ekki er hana að finna hér í eyðimörkinni Íslandi. Við þurfum að fara lengra út í heim til að finna slík fyrirbæri og nefni ég hér aðeins Tíbet, þó ekki á slóð- um fjallaklifrara. Hún heldur því líka fram að íslenska þjóðin vilji halda náttúrunni hér „ómengaðri“ og „ósnortinni“ í sínu „upp- runalega“ formi. Ég spyr: gerir AH sér ekki grein fyrir landsins upp- runalegu mynd? Gerir hún sér ekki grein fyrir því að hér þakti gróður landið við landnám, allt að 75% af yfirborði þess, en nú aðeins um 25%? Og aftur hnýt ég um þetta orð, „ósnortin“. Ég endurtek að hér á landi er stærsta manngerða eyði- mörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Ekkert er ósnortið. Og talandi um „ómengaða“ náttúru minni ég á að hér á landi hefur viðgengist hin mesta mengun sem hugsast getur, bæði lyktar- og sjónmengun. Tek ég sem dæmi þessa makalausu lykt- armengun (fýlu, ódaun) sem allir íbúar í sjáv- arbyggðum landsins hafa þurft að þola frá því að fyrsta fiskimjöls- verksmiðjan var tekin í gagnið, til dagsins í dag. Þessi mengun gegnsýrir allt lífið á þess- um stöðum. Hús, innbú og föt eru gegnsósa og margir fá höfðuverk, ógleði og uppköst af þessum fnyk. Og þrátt fyrir kröftug mótmæli íbú- anna eru svörin alltaf þau að (lykt- ar-)mengunin sé innan „leyfilegra marka“! Hver er mælikvarðinn? Ekki megum við svo gleyma mestu sjónmengun allra tíma, plasthaug- unum um land allt. Þar fá bændur að byggja úr plasti án umhverf- ismats og leyfis. Er hægt að kalla svona land ómengað? Og enn heldur lofsöngurinn áfram og nú er það „óspillt“ land. Þann 4.8. skrifar Snorri Sig- urjónsson í blaðið og segir í hug- leiðingum sínum að óspillt náttúra Íslands sé vanmetin auðlind! Bíðum nú við, hvaða óspillta náttúra? Ég veit ekki betur en að hér sé allt yfirborð landsins gjörspillt. Þessi 25% sem eftir eru af gróðurþekjunni eru, meira að segja, meira og minna rifin og götótt. Aðeins um 4% teljast heil gróð- urþekja. Mér finnst að fólk ætti nú að fara að koma sér niður á jörðina og horfa í kringum sig. Alls staðar er gjörspillt náttúra. Og það sem við þurfum að gera, og það í hvelli, er að friða afrétti, brattar hlíðar og allt kjarr og reyna að endurheimta einhvern gróður og jarðveg og það með öllum tiltækum ráðum. Það getur vel verið að útlend- ingar séu hrifnir af að koma hingað í víðernin og gróðurleysið. Hvíld frá þeirra gróðurríku löndum. En þeir eru ekki að dást að „óspilltri“ og „ósnortinni“ náttúru. Nei, nei, þeir eru að dást að eyðimörk, auðninni í víðáttunni og óbyggðum landsins. Og það er allt annar handleggur. Hvorki „ósnortin“ né „óspillt“ náttúra er til hér á landi. Öll nátt- úran er „snert“ (nema kannski fá- einir fossar) og mismunandi mikið „spillt“ og hellingur hreinlega horf- inn. En auðnirnar í hinni miklu víð- áttu á hálendinu eru óbyggð- ar … en gjörspilltar. Hvað er ósnert, óspillt og ómengað? Margrét Jónsdóttir skrifar um náttúruvernd og orðanotkun þar um Margrét Jónsdóttir » Athugasemdir við rangri notkun orðanna „ósnert, óspillt og ómenguð íslensk náttúra“. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara.                            Fréttir á SMS FASTEIGN OG REKSTUR. Hótelið er um 650 fm að stærð og steypt á 3 hæðum og þar eru átta herbergi. Einnig er stór matsalur sem nýtist undir skemmtanir, tveir barir, heit- ur pottur og margt fleira. Fallegt útsýni, góð staðsetning, ástand eignar gott og óend- anlegir möguleikar. Hentar sérlega vel fyrir menntaðan matreiðslumann eða vinnusama fjölskyldu. Verð 65,0 millj. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Hótel Bjarg - Fáskrúðsfirði Kvöldskóli Iðnskólans í Reykjavík Innritun í kvöldskóla Iðnskólans í Reykjavík stendur yfir á netinu, www.ir.is/kvoldnam Aðstoð við innritun verður í matsal skólans, miðvikudaginn 15. og fimmtudaginn 16. ágúst frá kl. 17:00–18:30. Allar nánari upplýsingar á www.ir.is Kennsla hefst miðvikudaginn 22. ágúst. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Glæsilegt, nýtt steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr, alls 248 fm. Húsið er frábærlega vel staðsett í lokaðri götu með fall- egu útsýni. Húsið er fullfrágengið og til afhendingar strax. Sjón er sögu ríkari. Verð 87,0 millj. Dan V.S. Wiium verður á staðnum frá kl. 17-18:30 í dag. jöreign ehf OPIÐ HÚS Í DAG, ÞRIÐJUDAG, KL. 17-18:30 DESJAKÓR 8 - KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.