Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 23
anstendur af Ratsjárstofnun, íslenskum liðsauka
eins og lögreglu og Landhelgisgæslu og aðstoð
herafla annarra NATO-ríkja. Ég er ánægður
með þetta tækifæri til þess að sýna að okkar fólk
getur unnið saman sem víxlháður liðsafli.“
Stefnt að óaðfinnanlegri afhendingu á
verkefnum stofnunarinnar
Aðspurður um hvort ekki sé óheppilegt að
málefni Ratsjárstofnunar séu ekki að fullu frá-
gengin segir Hobbins að verið sé að afhenda Ís-
lendingum rekstur radarstöðvanna og unnið sé
náið að því með íslenskum stjórnvöldum að um-
skiptin verði óaðfinnanleg. Ákveðin atriði séu
ekki komin á hreint en þau muni leysast. Rík-
isstjórn Íslands þurfi einfaldlega að gera upp við
sig hvort hún vill nota þetta ratsjárkerfi. „Ég get
bara verið til umsagnar um það en þeir ákvarða
það. Þetta er kjörið tækifæri til þess að yfirfara
kerfið og íhuga möguleikana. Búnaðurinn var af-
ar fullkominn árið 1990 og ég tel hann einnig
mjög fullkominn í dag,“ segir Hobbins.
Ekki sammála Birni að öllu leyti
Um þetta segir Geir að starfsemi ratsjárstofn-
unar muni halda áfram með sama hætti og hún
hefur verið þar til að ákvörðun um annað hefur
verið tekin. „Gallalaus umskipti eru það sem við
vonumst eftir og ég tel að þau takist. Eina breyt-
ingin á þessum tímapunkti verður á kostnaðar-
hliðinni, við tökum að okkur fjárhagslegu
ábyrgðina en svo er eftir að ganga frá ákveðnum
tæknilegum atriðum,“ segir hann og bætir því
við að hin óleystu mál séu tæknilegs eðlis og snú-
ist ekki um hver eigi að bera straum af rekstr-
arkostnaði.
Starfsemi stofnunarinnar segir hann mögu-
lega geta átt heima undir Flugstoðum eða vakt-
stöðinni í Skógarhlíð að einhverju leyti, eins og
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur sagt
heppilegra. Sjálfsagt sé að fara yfir það hvort
hægt sé að koma hluta rekstrarins í hendur
borgaralegra aðila. Hann tekur þó skýrt fram að
ekki sé heppilegt að sá hluti sem snúi að land-
vörnum og samstarfi við Atlantshafsbandalagið
heyri undir þær stofnanir.
skyldi halda áfram innan NATO. Sýn þeirra hafi
verið æfingar, svipaðar þeirri sem nú er haldin,
en von hans sé sú að þær verði árlegar í framtíð-
inni. Þegar hafa viðræður átt sér stað um það
hvenær næsta æfing fer fram, en líklega verður
það í júní á næsta ári en gæti dregist fram í
ágúst.
Bandaríkjamenn rækja enn skyldur
sínar samkvæmt varnarsamningnum
William T. Hobbins, hershöfðingi og yfirmað-
ur flughers Bandaríkjanna í Evrópu, sem gegndi
stöðu yfirmanns flughersins á Keflavíkurflug-
velli frá 1988 til 1990, segir grundvöllinn fyrir
æfingum sem þessari ekki hafa breyst. Eðli ógn-
arinnar hafi færst frá þessum heimshluta svo
nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að færa
liðsafla sinn til annarra svæða, en æfinguna segir
hann til merkis um áframhaldandi hollustu
Bandaríkjamanna við varnarsamninginn frá
1951 og sýna að hér séu raunverulegar og virkar
loftvarnir. Stærðargráðu æfingarinnar segir
hann hæfilega en þegar fram í sæki geti eðli æf-
ingarinnar hins vegar breyst, ýmsir möguleikar
séu í þeirri stöðu. Sérstakar leitar- og björgunar-
æfingar, sjóheræfingar og stærri eða breyttar
loftvarnaræfingar séu allar inni í myndinni.
Ratsjáreftirlit Íslendinga er
mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið
Stóran hluta kostnaðarins segir Hobbins
greiddan úr sjóðum herafla Bandaríkjanna í
Evrópu, sem vilji leggja í kostnað til að þjálfa
mannafla sinn við íslenskar aðstæður með Ís-
lendingum. Hið íslenska ratsjáreftirlit segir
hann leika mjög mikilvægt hlutverk fyrir Atl-
antshafsbandalagið. „Þegar ég var hér við
stjórnvölinn skipti það máli fyrir fjölmargar að-
gerðir. Æfingin snýst um liðsheild, sem sam-
morgun, á og við Ísland Herlið frá Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi, Lettlandi og NATO tekur þátt
g
andsins
Morgunblaðið/ÞÖK
Samvinna Fulltrúi bandaríska hersins sér um samræmingu loftvarna en fulltrúi ríkislögreglustjóra um samræmingu æfingar gegn hryðjuverkum.
ir æfinguna ásamt forsætisráðherra.
Gjöf Geir H. Haarde færir hershöfðingjanum William T. Hobbins forláta klukku við tilefnið í gær.
Í HNOTSKURN
»Æfingin skiptist í tvo hluta: Annartekur til loftvarna fyrir Ísland, við-
bragða við ólöglegri eða óþekktri flug-
umferð og æfingu loftbardaga.
»Hinn hlutinn snýst um varnir gegnhermdar- og hryðjuverkum. 65 sér-
sveitarmenn taka þátt í þeim hluta.
»Æfingar af þessu tagi hafa hingað tilverið haldnar annað hvert ár en stefnt
er að því að þær verði árlegar héðan í frá.
»Yfirmaður flughers Bandaríkjanna íEvrópu segir þetta sýna og viðhalda
raunverulegum landvörnum á Íslandi.