Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 36
… Hættu að ota þessu
framan í mig meðan
ég reyni að keyra – þetta er
hættulegt! …43
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
ALEX James, bassaleikari bresku hljómsveit-
arinnar Blur, sendi nýverið frá sér sjálfsævisögu
sem nefnist A Bit Of A Blur, sem á íslensku gæti
útlagst Svolítið óskýrt. Ísland kemur töluvert við
sögu í bókinni enda féll James fyrir landi og þjóð á
sínum tíma, líkt og Damon Albarn, söngvari Blur
gerði einnig.
Í bókinni er kafli sem heitir einfaldlega Iceland
og segir hann frá dvöl þeirra á árunum 1995 til
1997. Í kaflanum segir meðal annars:
„Ísland er ólíkt öllu öðru. Landið virðist ekki
vera stórt á landakorti en þegar ég kom þangað
kom í ljós að það er risastórt.“
Um höfuðborgina segir James:
„Reykjavík er á stærð við Bournemouth. Hún
er mjög notaleg og hreinleg. Vatnið í ánni sem
rennur í gegnum miðborgina er alveg tært og
bragðast mjög vel. Það eru sjómenn við höfnina
og það eru engir rónar í lystigörðum. Það er ekki
hægt að vera heimilislaus svona norðarlega.“
Vinsælir hjá stúlkunum
Fimmta breiðskífa Blur, samnefnd sveitinni,
var tekin upp hér á landi, en hún kom út í febrúar
árið 1997. James segir meðal annars frá því að á
meðan á upptökum stóð hafi þeir notið mikillar
kvenhylli. „Það var alltaf töluverður fjöldi stúlkna
fyrir utan hljóðverið, og þær fylgdu okkur hvert
sem við fórum. Það þykir ekki til fyrirmyndar að
sofa hjá stúlkum sem bíða eftir manni fyrir utan.
Ég prófaði það samt í Barcelona og það var frá-
bært. Ég svaf hins vegar ekki hjá öllum stúlkum
sem ég kynntist, það var ekki það eina sem ég
vildi gera, en stundum var það það eina sem þær
vildu gera,“ segir James.
Eins og frægt er orðið vörðu meðlimir Blur
talsverðum tíma á Kaffibarnum á meðan á dvöl
þeirra hér á landi stóð. James lýsir kynni sínum af
staðnum svo: „Ég fór með Damon á lítinn bar rétt
við aðalgötuna. Hann hét Kaffibarinn. Eigandinn,
sem hét Ingvar, bauð Damon strax hlut í staðnum
ef hann lofaði að drekka þar á meðan við værum í
bænum. Drykkirnir yrðu sem sagt ókeypis. Þetta
virtist fullkomið. Okkur vantaði líka höfuðstöðvar.
Við vorum kynntir fyrir öllum mikilvægustu
drykkjumönnunum um leið og þeir komu á stað-
inn. Við kynntumst skáldi, ráðherra einhvers
ráðuneytis og söngvaranum í Funkstrasse sem
var heitasta nýja sveitin í Reykjavík. Svo kom
Einar úr Sykurmolunum. Ég hafði verið að velta
því fyrir mér hvenær ég myndi sjá hann aftur. Ég
heilsaði honum eins og hann væri bróðir minn sem
ég hefði ekki séð lengi. Ingvar sagði öllum að Da-
mon ætti Kaffibarinn. Ég veit hins vegar ekki
hvort Damon hefur fengið einhverja peninga út úr
þessu, en við höfðum allavega stað til að fara á.“
Ástfanginn af íslenskri stúlku
Eitt kvöldið kynntist James íslenskri stúlku
fyrir utan Kaffibarinn.
„Staðurinn var ennþá troðinn þegar sólin kom
upp og ég skjögraði út til að kasta upp. Það virtist
vera viðtekin venja, eins og að ropa í Japan; fullt
af fólki gerði þetta. Þetta var alveg klikkað. En
það var gott að komast út og þar var álfastúlka
með fallega húð og langa leggi sem flissaði þegar
hún sá mig. „Ég er að fara heim, viltu koma með?“
spurði ég. „Já, já,“ svaraði hún.“
James fer fögrum orðum um hina íslensku
stúlku sem hann átti í sambandi við um nokkurt
skeið. „Hún bjó fyrir ofan gæludýrabúð við aðal-
götuna, hafði próf í heimspeki frá París og mjög
langa leggi. Hún er eina stúlkan sem ég hef
kynnst sem getur drukkið meira en ég,“ segir
James sem af lýsingunum að dæma var mjög hrif-
inn af stúlkunni.
Reyktu gras í Kjósinni
Þá lýsir James kynnum sínum af Bubba Mort-
hens sem hann hreifst mjög af.
„Hann bjó í kofa við vatn í botni dals. Hann var
eins og álfur með brjálað augnaráð, sköllóttur
sem barn og fullur af lífsorku. Hann var skemmti-
legur náungi og ég heillaðist af viðhorfum hans,
sem voru nokkuð margslungin,“ segir James með-
al annars um Bubba.
Aðspurður segist Bubbi muna vel eftir James
enda hafi þeim verið vel til vina. „Við vorum að
reykja gras saman og ég fór með hann í Kjósina
og við fórum í fjallgöngur,“ segir Bubbi. „Við vor-
um ágætir vinir um tíma, þótt það hafi ekki farið
mjög hátt. Við eyddum svolitlum tíma saman og
ég man sérstaklega eftir því þegar ég var að
draga hann út úr Reykjavík og sýna honum nátt-
úruna og allt það. Við áttum frábæra tíma saman,
þetta er eitthvað með bassaleikara sem verða oft
mjög góðir vinir mínir. En hann var skarpur þessi
strákur, hann var reyndar svolítið upptekinn af
því að vera poppstjarna og var því dálítið ráð-
villtur,“ segir Bubbi og bætir því við að hann fái
árlegar kveðjur frá James enn þann dag í dag.
Bubbi, Blur og barinn
Íslenskt Bæði Kaffibarinn og Bubbi Morthens koma fyrir í bókinni. Blur frá vinstri: Graham Coxon, Dave Rowntree, Alex James og Damon Albarn.
Vinsæl Bit Of A Blur hefur selst mjög vel í Bret-
landi og er áberandi í bókabúðum þar í landi.
Ísland kemur töluvert fyrir í nýrri sjálfsævisögu Alex James, bassaleikara Blur
Samkvæmt upplýsingum frá Máli og menningu
og Eymundsson er A Bit Of Blur ekki fáanleg eins
og er, en hún verður það þó á næstu dögum.
Samkvæmt
áreiðanlegum
heimildum
Morgunblaðs-
ins mun leik-
arinn Paul
Dano fylla
skarð Ryans
Gosling í
næstu mynd Dags Kára The Good
Heart. Ryan Gosling og Tom Waits
höfðu áður samþykkt að leika í
kvikmyndinni en ekki náðust samn-
ingar um tímasetningar á tökum á
myndinni. Paul Dano er upprenn-
andi stjarna í Hollywood en hans er
helst minnst fyrir leik sinn í kvik-
myndinni Little Miss Sunshine þar
sem hann fer á kostum í hlutverki
þunglynda bróðurins sem hefur
svarið þagnareið. Ekki er enn ljóst
hvenær tökur á myndinni hefjast en
reikna má með að ráðning Dano
flýti þeim ákvörðunum töluvert.
Paul Dano í stað Gosl-
ing í The Good Heart
Einkar áhugavert viðtal við
drengina í Jakobínurínu má finna í
nýjasta tölublaði Reykjavík Grape-
vine. Stutt mun vera í fyrstu plötu
sveitarinnar sem hefur víst verið í
framleiðslu frá því þeir luku sam-
ræmdu prófunum og er það meðal
annars tilefni viðtalsins sem er
skrifað af Valgerði Þóroddsdóttur.
Valgerður spyr þá félaga meðal
annars hvort þeir haldi upp á ein-
hverja íslenska hljómsveit en þeir
svara því til að engin íslensk hljóm-
sveit hreyfi við þeim nema þá ef til
vill Singapore Sling. Þá halda þeir
áfram og benda á að í raun sé lítið
sem ekkert að gerast í íslenskri
rokktónlist og það sjáist best á Inni-
púkanum sem fram fór á dögunum
– allar sveitirnar þar hafi verið
meira eða minna „drasl“!
Spurning um að bjóða þeim á
Innipúkann að ári?
Jakobínarína sendir
kollegum sínum tóninn
Kerrang!-
kvöld Iceland
Airwaves hef-
ur ávallt verið
mjög vinsælt
og öruggt má
telja að engin
breyting verði
þar á nú í ár.
Auk íslenskra
rokksveita á borð við Gavin Port-
land, Changer, Momentum og Bra-
in Police munu rokk-hetjurnar The
Bronx frá New York troða upp á
kvöldinu og sýna Íslendingum af
hverju þeir eru jafnan taldir í hópi
mest spennandi rokksveita þessa
áratugar.
The Bronx á Kerrang!-
kvöldinu í ár