Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 37
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is
Miðapantanir í síma: 437-1600
B
reski gítarleikarinn
Ken Hensley er eins
og skógarbjörn. Hann
leggst af og til í dvala
en rís svo alltaf upp
aftur þegar honum finnst hann
hafa eitthvað að færa þyrstum
rokkunnendum. Hensley hóf feril
sinn sem soul-gítarleikari en árið
1965 fékk hann leiða á þeirri tón-
list. Það sama ár stofnaði hann
hljómsveitina The Gods með Mick
Taylor, fyrrum gítarleikara Roll-
ing Stones og bassaleikaranum
Greg Lake en þremur árum síðar
dró hann Uriah Heep upp úr hatti
sínum og starfrækti hana allt til
ársins 1980. Með Uriah Heep
samdi hann flest af sínum þekkt-
ustu lögum, svo sem „Gypsy“,
„July Morning“, „Lady In Black“
og „Wizard“ svo nokkur séu nefnd.
Nú hefur þú sett saman hljóm-
sveit sem skipuð er þremur norsk-
um ísbjörnum og íslenskum rost-
ungi. Hvers vegna?
„Vegna þess að þeir voru þeir
ódýrustu á markaðnum,“ svarar
Hensley um hæl og glottir. „Ég
hef starfað með mörgum
tónlistarmönnum, enskum,
spænskum og amerískum. En þeg-
ar ég hitti þessa stráka tók ég eft-
ir því að þeir voru öðruvísi. Í
fyrsta lagi eru 50% af rokki og róli
sviðsframkoma og þessir drengir
vita hvernig á að rokka. Það finnst
mér mjög mikilvægt. Þeir eru ein-
faldlega í mestri nálægð við mig
og mína tónlist frá því á sjöunda
áratugnum.“
Ég las umsögn um tónleika ykk-
ar þar sem sagt var að þetta væri
ein besta hljómsveit sem þú hefðir
verið með. Hvað finnst þér sjálf-
um?
„Mér finnst það. Allavega held
ég að hún eigi eftir að verða það
þegar við höfum slípað okkur
meira saman.“
Góðir tónlistarmenn
Þú hefur unnið með fjöldanum
öllum af frábærum tónlistar-
mönnum. Mig langar til að spyrja
lítillega út í tvo þeirra og það ligg-
ur beint við að byrja á fyrsta
söngvara Uriah Heep, David
Byron.
„David var mjög góður og
sérstakur söngvari. Hann passaði
mjög vel fyrir þá tónlist sem ég
samdi á þeim tíma sem við unnum
saman.
Voruð þið David góðir vinir?
„Nei. Alls ekki. Ég átti engan
góðan vin í Uriah Heep. Það var
örugglega vegna þess að þegar við
vorum ekki að spila þá var ég að
keyra kappakstursbíl eða eitthvað
ámóta heimskulegt. Við áttum ná-
kvæmlega engin sameiginleg
áhugamál fyrir utan hljómsveitina.
En David var einstakur söngvari.
Það sem mér fannst mikilvægast
við söng hans var hvernig hann
túlkaði textana. Það skipti miklu
máli fyrir mig þar sem ég samdi
flest lögin fyrir hljómsveitina.“
Var hann kannski hinn full-
komni rokksöngvari?
„Nei, það var hann ekki. En
hann hentaði fullkomlega fyrir lög-
in mín.“
John Wetton er annar afar sér-
stakur tónlistarmaður sem var í
hljómsveitinni á árunum 1975-
1976. Hvernig fannst þér að vinna
með honum?
„Það var mér mikil reynsla að
vinna með honum en það var líka
svolítið undarlegt því á sama tíma
var hann að vinna með Brian
Ferry. Hann einbeitti sér því aldr-
ei algerlega að því sem við vorum
að gera. Það var því erfitt að ná
athygli hans. En þegar það tókst
fannst mér hann vera frábær
bassaleikari. Hann var líka virki-
lega fær útsetjari. Það kemur líka
berlega í ljós í starfi hans með
hljómsveitinni Asíu hvers hann er
megnugur sem útsetjari. Það er
því synd að hann hefur aldrei orð-
ið neitt sérlega þekktur fyrir þau
störf sín.“
„Við John erum ennþá góðir vin-
ir. Hann hefur gengið í gegnum
mikla erfiðleika á undanförnum
árum en er nú allur að koma til á
ný. Ég spilaði fyrir stuttu með
Asíu í Rússlandi og mér þótti vænt
um að sjá að John Wetton er að ná
sér eftir erfiða reynslu sína. Hann
var frábær þar eins alltaf þegar
heilsan er góð.“
Come Away Melinda
Snúum okkur að fyrstu Uriah
Heep plötunni, Very ‘Eavy Very
‘Umble. Þetta er hörku þunga-
rokksplata með þungum og takt-
föstum lögum nema einu. „Come
Away Melinda“. Hvernig rataði
þetta ljúfa lag inn á plötuna?
„Eins og þú segir var þetta
fyrsta platan okkar. Við vorum
einfaldlega ekki búnir að finna þá
tónlistarlínu sem við vildum fylgja.
Ég held að við höfum ekki fundið
okkur fyrr en á þriðju plötunni,
Look At Yourself. En á þessum
tíma gat maður sett saman svona
plötur þar sem eitt lagið var þungt
rokk og það næsta undurfalleg
ballaða eins og „Come Away Mel-
inda“ sem mér finnst eitt af fal-
legri lögum sem samin hafa verið.
Er Look At Yourself þín eftir-
lætisplata frá Heep-tímanum?
„Nei. Þótt ótrúlegt sé er það
platan High And Mighty, þar sem
John Wetton var með, sem mér
líkar best. Það seldist raunar eng-
in af plötunum okkar eins lítið og
hún. Framkvæmdastjórinn okkar
hataði þessa plötu af einhverjum
ástæðum og gróf hana þess vegna
í fæðingu. En á þessari plötu er að
finna einhver bestu lög sem ég hef
samið. Demons And Wizards er sú
plata sem seldist mest af plötum
Uriah Heep. Mér finnst hún alltaf
mjög góð líka.“
Baráttutexti
Eftir því sem ég kemst næst
hafa plötur þínar selst í fimmtíu
milljónum eintaka og hvar sem þú
kemur og heldur tónleika kunna
flestir lögin þín og textana utan
að. Hvernig tilfinning er það að
standa á sviði fyrir framan þetta
fólk og færa því tónlistina í eigin
persónu?
„Já. Þú segir það. Síðast þegar
ég vissi var salan einhvers staðar
á milli 40 og 50 milljónir. Það er
erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem
þú spyrð um. Ætli ég komist ekki
næst því með að segja frá hvernig
það er þegar við flytjum „July
Morning“ þar sem við Eiríkur
syngjum saman. Um leið og Eirík-
ur bendir til fólksins byrjar það að
syngja. Því líkar lagið og nýtur
þess að syngja það með okkur.
Það er bara einstök tilfinning sem
fylgir því og henni get ég ekki
lýst. En það skiptir mig mestu og
mér finnst vænt um er þegar ég
finn að þetta er fólkinu mikils
virði. Ég skil ekki alltaf sam-
bandið á milli manneskjunnar og
lagana. Allir hafa sínar sérstöku
tilfinningar og meðtaka lögin sam-
kvæmt þeirri tilfinningu. Ég skal
nefna tvö dæmi. Þegar fólk skrifar
mér og segist hafa notað „July
Morning“ þegar það gifti sig. Þá
hugsa ég með mér að það sé bara
fínt. Svo er það saga af amerískum
strák, fíkli og dópsala sem var tek-
inn og dæmdur í tveggja ára fang-
elsi. Eftirlætis plata hans var „De-
mons And Wizards“ og hana hafði
hann með sér í fangelsið. Hann
tók síðan lagið „Paradise“ og sneri
textanum upp í baráttutexta sem
gerði honum auðveldara að berjast
gegn fíkninni. Þetta tókst það vel
að nú hafa þúsundir Ameríkana
ættleitt hugmyndina og nota lagið
sem sitt mikilvægasta hjálpartæki
í baráttunni við eiturlyfin.“
Ég get bætt einni sögu í safnið
þitt. Ég spilaði „July Morning“
fyrir bekkinn minn fyrir tveimur
árum. Nemendurnir voru 12 ára
krakkar alls staðar að úr heim-
inum. Ein stelpan, frá Pakistan,
byrjaði að gráta þegar hún heyrði
lagið og ég talaði um það sem
dæmi um þá tónlist sem ég hlust-
aði á. Hún hreifst algerlega af
þessu lagi.
„Það er nú þannig að tónlist get-
ur verið mjög tilfinningarík. Ég
hlusta ekki mikið sjálfur á mína
eigin tónlist. En það kemur fyrir
að mér vöknar um augun þegar ég
heyri fallega tónlist. Mér finnst
þessi saga þín merkileg fyrir það
að þú ert að segja frá pakistanskri
stelpu með allt annan menningar-
grunn. Þetta er ný reynsla fyrir
mig og mér finnst hún góð.“
Hver er munurinn á því að vera
í hljómsveit eða að vera sólóisti
eins og þú ert í dag?
„Ég er ekki sóló í dag. Ég er í
hljómsveit og það er það sem mér
líkar best. Ég hef verið einn á ferð
og fengið með mér tónlistarmenn
sem hafa lært lögin mín og verið
eins kona undirleikarar hjá mér.
En mér líkar alltaf best að vera í
hljómsveit. Live Fire eru ekki
neinir undirleikarar. Þeir eru
hljómsveitin mín. Ef ég væri ekki
að spila með þessari hljómsveit í
dag væri ég að öllum líkindum að
vinna á búgarðinum mínum eða að
bíða eftir því að konan mín færi út
í bæ að kaupa handa mér nýjan
traktor.“
Samkeppnin er hjá
útgefendunum
Ken Hensley býr nú í Alicante á
Spáni. Af hverju valdi hann Spán
sem sitt heimaland?
„Ég bjó í Bandaríkjunum í 19
ár. Mig langaði til að komast nær
fjölskyldunni svo ég og Monica,
konan mín, fluttum til Englands.
Þar kom bara í ljós að það var
hundleiðinlegt að búa þar. Veðrið
var ömurlegt og allt var svo dýrt
að okkur fannst ekki búandi á
fósturjörðinni. Og þar sem Monica
er spænsk lá það beint við að við
settumst að í nágrenni fjölskyldu
hennar. Við völdum okkur stað
fjarri öllum skarkala og njótum nú
kyrrðarinnar og náttúrunnar sem
aldrei fyrr. Það eina sem ég heyri
þar er fuglasöngur og það er ekk-
ert að því.
Það er ekki hægt að skilja við
rokkgoðið Ken Henlsey án þess að
spyrja hann úti í samkeppnina við
Deep Purple og Led Zeppelin.
„Ég leit aldrei svo á að við vær-
um í samkeppni. Það var áhuga-
vert að fylgjast með þróun ann-
arra hljómsveita og velgengni
þeirra. Það voru hljómsveitir sem
höfðu meiri velgengni að fagna í
hljómplötu- og miðasölu á tónleika
en við. En það var samt aldrei
nein samkeppni. Þvert á móti. Á
þessum tíma voru það kannski
hundrað hljómsveitir sem fóru í
tónleikaferðir um veröldina. Nú
eru það tugir þúsunda hljómsveita
sem standa í sömu sporum og við
gerðum þá. Allar eru þær að berj-
ast um sama dollarann. Sam-
keppnin verður til hjá hljómplötu-
útgefendunum en ekki tónlistar-
mönnunum.“
Ken Hensley gengur úr híðinu
Breski gítarleikarinn Ken Hensley er líklega þekktastur fyrir að hafa verið aðalsprauta hljómsveitarinnar Uriah Heep.
Hensley er nú staddur á Evrópu-tónleikaferðalagi þar sem enginn annar en Eiríkur Hauksson er með í för. Guðni Ölversson
hitti Hensley í Frederiksstad í Noregi á dögunum þar sem rokkarinn fór yfir ferilinn og sveitina sem hann starfar með nú.
Ljósmynd/Guðni Ölversson
Ánægður með lífið Ken Hensley segist þessa dagana vera með eina bestu hljómsveit ferils síns og svo kann að
fara að sveitin leiki hér á landi. Hér sést í góðri hljómborðssveiflu í Frederiksstad í Noregi
imemine18@hotmail.com
Rokk og ról Eiríkur Hauksson í ótrúlegri rokk-múnderingu ásamt ónefnd-
um norskum bassaleikara og Ken Hensley í Frederiksstad.