Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 43
Fjölbrautaskólinn
í Breiðholti
Kvöldskóli FB
Bóknám - Verknám
130 áfangar í boði; dæmi:
Stafræn myndvinnsla - Stafræn myndvinnsla fyrir byrjendur og lengra komna
Raungreinar - Náttúrufræði, efnafræði, eðlisfræði, landfræði og stærðfræði
Fjölmiðlafræði - Greinaskrif, myndvinnsla, ljósmyndun o.fl.
Rafmagnsfræði - Heiti og hugtök, útreikningar og raflagnir
Hjúkrun - Almenn aðhlynning, skyndihjálp og næringarfræði
Viðskiptagreinar - Bókfærsla, lögfræði og markaðsfræði
Myndlist - Teikning, skúlptúr og menningarsaga
Tungumál - Danska, enska, spænska og þýska
Tölvugreinar - Upplýsingatækni og ritvinnsla
Húsasmíði - Uppbygging, smíði og burðarvirki
Lögfræði - Réttarfar, viðskiptalögfræði
Íþrótt ir - Fjallganga
Innritun í FB
Miðvikudagur 15. ágúst frá kl. 17:00 til 19:00
Fimmtudagur 16. ágúst frá kl. 17:00 til 19:00
Netinnritun á www.fb.is (kvöldskóli)
TVÆR áhugaverðar hljómplötur koma út um þessar
mundir. Annars vegar hljómplata Eivarar Pálsdóttur,
Human Child, hins vegar skífa VilHelms eða Villa nagl-
bíts, The Midnight Circus.
Plata söngkonunnar ætti einmitt að berast í búðir í dag.
Lögin voru tekin upp á Írlandi, og kemur platan út í
tveimur útgáfum; önnur útgáfa er einungis sungin á
ensku, hin er tvöföld, sungin á ensku og færeysku og gefin
út í takmörkuðu upplagi.
Þess má geta að Eivör kemur fram á tónleikum á Klam-
bratúni næsta laugardag, hinn 18. ágúst, og er aldrei að
vita nema söngkonan flytji þar efni af hinu nýja verki.
Frumraun VilHelms í einyrkjabransanum kallast svo
sem fyrr segir The Midnight Circus, og er dimm og róm-
antísk þjóðlagaplata. Lögin voru samin og hljóðrituð í
svefnherbergjum og baðherbergjum ýmissa íbúða í Lund-
únum, en þar hefur drengur búið að undanförnu. Að sögn
er platan öll hin heimilislegasta; oft má heyra borgarhljóð
eða brölt í íbúðinni í lögunum.
VilHelm hefur helgað sig umræddri sólóskífu sinni síð-
astliðin tvö ár, og verður fróðlegt að sjá hvernig afrakstr-
inum verður tekið.
Eivör og VilHelm
gefa út plötur
Morgunblaðið/Eggert
Eivör Gefur út plötuna Human Child.
Morgunblaðið/Eggert
Miðnætursirkús VilHelm gerist einyrki.
SALA á afsláttarpössum á Bíódaga
Græna ljóssins hefst í dag klukkan
17, á miði.is og í Regnboganum. Á
sama tíma og á sömu stöðum hefst
miðasala á allar sýningar Bíódaga.
Mastercard-korthafar hafa þó
ákveðið forskot, því frá og með
klukkan 10 geta þeir fjárfest í af-
sláttarpössum á miði.is. Athuga
skal að um takmarkað miðamagn
er að ræða, en afhending afslátt-
arpassa fer fram í Regnboganum.
Á morgun, miðvikudag, er svo
opnunardagur Bíódaga Græna
ljóssins, svokallaður „sýn-
ishornadagur“. Sýnd verða valin
brot úr þeim 18 myndum sem sýnd-
ar verða á hátíðinni næstu tvær vik-
ur.
Víkurfréttir/Atli Már Gylfason
Jamie Bell Leikur í myndinna Hal-
lam Foe sem sýnd er á Bíódögum.
Bíódagar
Græna
ljóssins að
hefjast
LEIKARINN David Arquette
yggldi sig framan í papparazzi-
ljósmyndara nú á dögunum og hrein
í kjölfarið illilega. Æpti hann ýmis
ókvæðisorð þegar hann hugðist aka
bifreið sinni brott frá veitingahúsi
nokkru.
„Félagi, ég er að reyna að aka,
fjandakornið! Veistu hversu erfitt
það er þegar þú beinir að mér þessu
ljósi?“ orgaði kappinn.
„Hættu að ota þessu framan í mig
meðan ég reyni að keyra – þetta er
hættulegt!“
Davíð stökk loks út úr bifreið
sinni, horfðist í augu við njósnarann
og ýtti burt myndavélinni. Annar
ljósmyndari reyndi á meðan að
skakka leikinn.
Þegar Davíð loks yfirgaf svæðið,
hrópaði hann: „Færðu mér stund
milli stríða, lagsmaður!“
Courteney Cox, eiginkona Davíðs,
huldi andlit sitt meðan þau óku í
burtu. Ekki tekið út með sældinni að
vera stjarna …
Pirraður Leikarinn er þreyttur á
ágangi blaðasnápa.
David Ar-
quette veitt-
ist að ljós-
myndara