Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 27
hafir séð um þinn skerf uppeldisins með sóma. Það er stórfurðulegt, að á svona stuttum tíma, aðeins um 5 ár, geti myndast svo sterkt sam- band milli fólks, ég af erlendu bergi en þú meitluð í alíslenskt stuðla- berg. Sterk, föst fyrir og falleg. Mig langar til þess, að þakka þér fyrir mildina og nærgætnina sem þú sýndir mér frá fyrstu kynnum, það er svo mikilvægt fyrir alla og þá sérstaklega Ítala sem er að kynnast nýjum tengdaforeldrum. Þú lést mér ætíð líða eins og ég hafi verið einn af ykkur svo langt sem menn myndu, sagðist ætíð vilja fá ,,ítalsk- an koss“ í kveðjuskyni, bæði þegar við hittumst og þegar við kvödd- umst. Núna þegar þú ferð í þessa lang- ferð, vil ég gera eins og svo oft, senda þér einn tilfinningaþrunginn ,,ítalskan koss“ út í tómið, svona skal ég ætíð gera, þegar ég minnist þín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn tengdasonur Robert A. Spanó. Elsku amma mín, ég get ekki lýst því táraflóði sem hefur streymt nið- ur kinnar mér síðan við sátum öll hjá þér kvöldið sem þú fórst upp til himna. Og guð má vita hvað ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síðustu mínúturnar þínar hjá okkur. Þú varst ekkert venjuleg kona í mínum augum, þú varst hreinlega hetja, allavega hetj- an mín. Ég held ég hafi aldrei kynnst jafn sterkri manneskju og þér. Þú stóðst alltaf eins og klettur við bakið á mér, sama hvað á gekk, alltaf gat ég leitað til þín ef eitthvað bjátaði á, þú varst ljósið mitt, mín stoð og stytta. Ekki má gleyma þeim óteljandi góðu stundum sem við áttum saman, það var alltaf hægt að hafa gaman með þér og eiga góða stund, og þessar minn- ingar er eitthvað sem ég mun geyma vel í hjarta mér. En það sem við nöfnurnar gátum stundum þráttað, um allt og ekkert tímunum saman og gert alla gráhærða sem voru í kringum okkur. Það, að hafa nú misst þig og afa, er erfitt. Ég var alltaf svo stolt að eiga þig sem ömmu. Þú varst alltaf svo glæsileg og vel til höfð, hárið alveg „tipp topp“ og fórst ekki út fyrr en þú varst komin í réttu skóna og káp- una. Allavega átti ég ófáar stundir með afa inni eldhúsi að bíða eftir að „lúkkið“ væri fullkomið. Ég á eftir að sakna þín óendan- lega mikið og alltaf meira og meira með tímanum, það vantar mikið í til- veruna núna þegar þú ert farin, lífið verður aldrei samt aftur! Ég vil að þú vitir, hvað mér þótti vænt um þig. Það var hægt að hlæja enda- laust með þér og af því sem þú sagð- ir. En ég veit og trúi því að ég hitti þig aftur, þegar ég fer sjálf til himna! Plássið þitt í hjarta mínu verður alltaf þitt! Þegar ég missti þig hinn 31. júlí 2007 kl. 11.44, þá missti ég ekki bara ömmu mína frá mér, heldur einnig aðra móður mína, guðmóður og nöfnu. Guð gefi að þú sofir rótt, elsku amma mín, þín Ragnhildur. Við bræðurnir minnumst Öddu ömmu okkar sem var okkur svo kær. Mikið óskaplega söknum við hennar. Hún var svo mjúk og ljúf amma sem gott var að leita til, sér- lega glaðlynd og mikill húmoristi. Við bárum ómælda virðingu fyrir henni og skoðunum hennar. Hún var eiginkona skipstjóra og hélt rausnarlegt heimili sem var miðja stórfjölskyldunnar. Þangað komu allir sem leið áttu um eða menn gerðu sér sérstaka ferð. Gest- irnir skipuðu heiðurssess, hvort heldur sem það voru gamlir áhafn- armeðlimir af togurum Sigurjóns afa, ættingjar eða við bræðurnir. Við vorum orkumiklir og krefjandi strákar sem gerðum okkur líka ferð upp á Austurbrún sársvangir eftir langan og ævintýraríkan dag í Laugardalnum til að fá eitthvað gott að borða eða til að vera í hlýjum faðminum hennar. Við munum eftir henni Öddu ömmu syngjandi glaðri eða að radda undir með lögunum sem bárust úr útvarpinu. Hún var söngunnandi mikill alla tíð og hafði sungið á árum áður m.a. með Dómkirkjukórnum. Minningin okkar frá jólaboðum fjöl- skyldunnar á Austurbrún er ynd- isleg. Maturinn svo góður og við biðum ávallt með eftirvæntingu eft- ir að gjafirnar yrðu opnaðar. En eft- irvænting ömmu fólst í því þegar fjölskyldan tók öll undir í hátíðleg- um söng á undan. Amma naut stundarinnar einstaklega vel og náði ávallt fram nokkrum aukalög- um sem að sama skapi gat reynt verulega á þolinmæði lítilla gutta og reyndar stórra líka. Hún elsku Adda amma var mikill grínari og sá spaugilegu hliðina á öllum mögulegum hlutum, mönnum og dýrum ef því var að skipta. Átti hún sjaldan erfitt með að koma okk- ur í leikandi léttan gír. Okkur þótti það ávallt einstaklega merkilegt þegar hún veifaði mótorhjólaprófinu sínu fyrir okkur þegar við bræður vorum guttar. Á efri árum hennar ákváðum við að prófa grínskilning hennar og skella fram vel súrum menntaskólahúmor. Við biðum spenntir eftir því hvort hún væri með á nótunum. Grínið greip hún glóðvolgt á lofti og bætti bara í. Við vorum dolfallnir, Adda amma var nýmóðins! Það sem okkur bræðurna hefur snert hvað mest er hjónaband Öddu ömmu og Sigurjóns heitins afa og hversu ung þeirra ást var. Síklípandi, leikandi og knúsandi hvort annað. Fátt höfum við séð fal- legra. Við huggum okkur við að hugsa til þess að nú hefur hún elsku amma skilið veikindi sín eftir og er komin í faðm síns heittelskaða á himnum til Guðs sem hún ræktaði ávallt sam- band sitt við. Langar okkur að enda þessi fá- tæklegu minningarorð á fallegri bæn sem hún kenndi okkur ungum: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þínir Grímur og Hjalti Axelssynir. Innst í hjarta augað bjarta og orðið góða hann geymir sem skart uns grafarhúm svart mun gestum bjóða. Mitt er þitt og hjá mér áttu heima, Víst skaltu öllum veraldarsorgum gleyma. (Halldór Laxness, Heimsljós) Að Öddu ömmu okkar látinni langaði okkur bræðurna að setja niðurnokkur orð um þessa konu sem var okkur svo dýrmæt. Það sem okkur kemur fyrst í hug er hve hlýleg hún var og félagslynd. Hún naut þess að hafa hjá sér gesti og vera innan um fólk. Hún var al- þýðuhetja af gamla skólanum sem bar heilt heimili á herðum sér á meðan afi okkar var til sjós mestan hluta árs. Hún skipti um rafmagns- klær, gerði við heimilistæki og sinnti flestu því sem annars hefði talist karlmannsverk á árum áður, auk þess að gera nýta þjóðfélags- þegna úr fjórum erfiðum börnum. Hjá henni lærði svo einn okkar bræðra að binda bindishnút og allir munum við eftir að hafa horft á hand- eða fótbolta með henni inní í stofu, smakkað með henni eðalviskí eða einfaldlega rætt við hana málin. Það sem eftir situr er sú ofboðs- lega virðing sem við bræður berum fyrir henni ömmu okkar sem lifði langa ævi með reisn og barðist við erfiðan sjúkdóm af hörku. Okkur bræðrum er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu og hennar ein- stöku kostum. Karl, Friðrik og Pétur. Elsku amma, mér finnst ekki eins og þú sért farin frá okkur. Mér finnst bara eins og þú hafir farið til Kanarí með afa og komir aftur eftir tvær vikur. En samt er söknuðurinn svo mikill því ég veit að þú kemur ekki aftur. Ég á góðar minningar um þig, t.d þegar þú, afi og ég vorum að keyra niður Laugaveginn og þú vildir fara í verslun, sem var þar. Afa og mér fannst þú vera svo rosalega lengi en samt varstu bara 10 mínútur og komst svo brosandi út með bikini fyrir Kanarí. Alltaf þegar við komum til þín varstu með eitthvað gott á boðstól- um. Eplakakan og te-lengjan þín var sú besta í heimi og svo fékk maður alltaf ískalda mjólk með. Eftir að þú veiktist kom ég til þín stundum með rúnstykki og vínar- brauð og við spiluðum ólsen-ólsen. Mér finnst gott til þess að vita að þú ert komin til afa, Högna, Lillu og Gríms. Megi guð geyma þig, elsku amma. Þín Sólrún. Okkur systkinin langar að minn- ast okkar kæru frænku, Ragnhildar Jónsdóttur, sem við áttum mikil og góð samskipti við alla tíð. Adda eins hún var alltaf kölluð er síðust úr fjögurra systkina hópi sem kveður þennan heim. Við kynntumst Öddu snemma og það kom til vegna ein- staks sambands Öddu við mömmu okkar, Vilborgu, en samband þeirra systra var einlægt og hjartfólgið svo eftir var tekið. Við vorum ekki há í loftinu þegar við tókum eftir þessu einstaka sambandi. Þær töluðu saman oft á dag í síma og ófáar voru heimsóknir þeirra í milli enda ekki nema tvær húsalengdir á milli þeirra í Austurbrúninni. Þetta gerði að verkum að samband fjölskyldn- anna var alla tíð mikið og náið. Þegar við lítum til baka koma ótal minningar upp í hugann í samskipt- um okkar við Öddu, Sigurjón eig- inmann hennar, sem kvaddi þennan heim fyrir tæplega tveimur árum, og börn þeirra hjóna. Þessar minn- ingar eru svo góðar og hlýjar að við munum aldrei gleyma þeim meðan við lifum. Samband systranna var svo djúpt að það hefur teygt anga sína til systkinabarnanna. Þegar við kveðjum Öddu í dag munum við systkinabörnin rækta frændgarðinn sem aldrei fyrr. Við skulum halda heiðri systkinanna á lofti, sem öll eru fallin frá, og þakka fyrir þá guðsgjöf að hafa fengið langan og þroskandi tíma með þeim. Þetta er tími sem við gleymum aldrei og mun vísa okkur veginn sem við eigum ófarinn. Adda var búin að sjá á eftir öllum systkinum sínum og eiginmanni sem reyndi mikið á hana. Börnin hennar þjöppuðu sér að henni og veittu henni mikinn styrk. Fyrir rösklega ári veiktist Adda af erf- iðum sjúkdómi sem smám saman ágerðist og að lokum varð hún að láta í minni pokann. Hún sýndi mik- ið æðruleysi á þessum tíma og þá kom best í ljós hversu sterk hún var. Lífslöngunin var slík að hún þráði ekkert heitara en að fá að vera lengur í faðmi barnanna sinna. Eftir stendur að börnin geta yljað sér við góða minningu um móður sína. Við getum sagt það sama. Síðasta skarðið er höggvið í þennan systk- inahóp sem sleit barnsskónum á Ránargötunni. Það fengum við oft að heyra og þeim frásögnum gleym- um við aldrei. Elsku Adda. Við þökkum þér fyrir allt gamalt og gott. Við erum viss um að vel verður tekið á móti þér. Megi góður Guð umvefja þig og vernda. Við sendum hugheilar samúðarkveðjur til Stebbu, Nonna, Sigrúnar, Stebba og fjölskyldna þeirra. Við stöndum með ykkur á þessum erfiðum tím- um. Kristján, Sigurjón og Þóra. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 27 kvað fyrir okkur er okkur föst í minni: Ástin gerir engum mein, ástin er til bóta, ástin byrjar ofan til og endar á milli fóta. Maður var alltaf velkominn enda dyrnar aldrei læstar eða lykill undir mottunni og það var alltaf hlustað með mikilli athygli á það sem við vorum að segja. Og það var sama hvað við systkinin tókum okkur fyrir hendur þú varst alltaf jafn stoltur og ánægður með okkur. Eins og þegar Anna Sigga var alveg nýbyrjuð að læra að klippa, klippti hún þig heima í Hæðargarði og þú varst svo ánægð- ur með þetta og vildir meina að þetta væri besta klipping sem þú hefðir nokkurn tíma fengið þó svo að það væri alveg öfugt. Þannig varstu allt- af svo ánægður með okkur og stolt- ur. Þrátt fyrir að vera margfalt lífs- reyndari hlustaðirðu alltaf á það nýj- asta hjá okkur og hvað væri að ger- ast nýtt í samfélaginu. Setjast yfir bjór og ræða saman um daginn og veginn og allt milli himins og jarðar. Og sérstaklega fannst okkur gaman þegar við vorum orðin eldri – þá sagðirðu okkur sögur frá því að þú varst ungur og voru sumar sögurnar svæsnari en af okkur unga fólkinu í dag. Þannig var afi. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum ár- in. Megir þú hvíla í friði. Kristín Guðrún, Anna Sigga og Þorsteinn. Föstudagskvöldið fyrir verslunar- mannahelgi lést afi okkar Þorsteinn Ketilsson. Þótt andlát hans hafi ekki komið okkur að óvörum þá er aldrei hægt að vera undirbúin undir fregn- ir sem þessar. Afi Steini var sterkbyggður mað- ur, rólegur og vildi ekki láta fara mikið fyrir sér. Þó við þekktum hann aldrei sem ungan mann þá bar hann þess merki að hafa verið duglegur og lifað lífi sem við, vernduðu afabörn hans úr Garðabænum, munum aldrei kynnast. Afi var ekki fyrir það að blaðra út í loftið og þegar hann sagði eitthvað var eins og hann hefði haft allan tím- ann í heiminum til að hugsa um það. Þannig gat afi oft verið drepfyndinn. ,,Þeir höfðu ekki kallinn strax“ er setning sem er mér elstum af okkur systkinunum ógleymanleg þegar afi lýsti einhvertímann fyrir mér ævin- týri hans á einhverju gistiheimilinu. Ég man líka þegar ég var einn vet- urinn alltaf sóttur af honum á leik- skólann og hann smúlaði mig í bak- garðinum á Sogaveginum þegar pollagallinn var ekki húsum hæfur. Seinna þegar við systkinin komum í heimsóknir til hans og ömmu í Hæðargarðinn var okkur ósjaldan boðið upp á White spritt. En það var það sem hann kallaði gosdrykkinn Sprite. Ekki gátum við séð það að afi kviði fyrir því að deyja. Í eitt skiptið þegar afi sá í blaðinu að maður á miðjum aldri sem hann kannaðist við var lát- inn sagði hann það ótækt að kallar eins og hann þyrftu að húka eins og húsgagn á elliheimili en ungir menn væru teknir í blóma lífsins. Fyrir ungt fólk eins og okkur virkar það skrýtið að einhver geti grínast svona með dauðann. En eftir á að hyggja þá vonar maður að þegar tími manns sjálfs kemur, geti maður farið eins og hann. Gantast bara og lagst óhræddur til hvíldar Við kveðjum nú elsku afa okkar Þorstein Ketilsson vitandi að honum líður vel. Vonandi afi, gerum við þig stoltan þaðan sem þú fylgist með. Þangað til næst, Andri Þór, Guðrún Arna og Baldvin. Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, GUÐMUNDA S. HALLDÓRSDÓTTIR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést að morgni laugardagsins 11. ágúst á Landa- kotsspítala. Sverrir Kolbeinsson, Sævar Björn Kolbeinsson, Ævar Halldór Kolbeinsson, Guðjón Steinar Sverrisson, Patricia Velasco Sverrisson, Kristín Ósk Guðjónsdóttir, Adda Björg Guðjónsdóttir, Viktor Ingi Guðjónsson, Magnús Bjarni Guðjónsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, sambýliskona, amma og langamma, HANSÍNA EINARSDÓTTIR, Ísafirði, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, laugardaginn 11. ágúst. Jarðarförin fer fram í Ísafjarðarkirkju, laugardaginn 18. ágúst kl. 13:00. Einar Valur Kristjánsson, Guðrún Aspelund, Kristinn Þ. Kristjánsson, Berglind Óladóttir, Steinar Örn Kristjánsson, María Valsdóttir, Ólöf Jóna Kristjánsdóttir, Björgvin Hjörvarsson, Guðmundur A. Kristjánsson, Svanhildur Ósk Garðarsdóttir Birgir Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.