Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þú þarft ekki að vera hissa á því að það séu fleiri en sægreifarnir sem styðja kvótakerfið, Geir minn, þú gleymir öllum erfingjunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-ríkisráðherra hélt fast við það í Hólaræðu sinni í fyrradag að Ís- land hefði einhverju hlutverki að gegna í Miðausturlöndum. Hún sagði m.a.:     Við Íslendingareigum að leggja metnað okkar í að láta mál alþjóða- samfélagsins til okkar taka, hvort sem er fyrir botni Miðjarðarhafs, í Afríku eða Evr- ópu og við eigum að bjóða fram krafta okkar í stofnunum eins og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.“     Að láta sér til hugar koma, að Ís-lendingar hafi einhverju raun- verulegu hlutverki að gegna í að leysa deilurnar í Miðausturlöndum er í bezta falli barnaskapur og í versta falli sýndarmennska en ein- göngu til heimabrúks því að sú sýndarmennska dugar okkur skammt í öðrum löndum.     Hið sama á við um viðleitni okkartil þess að komast í öryggis- ráðið og borga fyrir það 600-1.000 milljónir. Hver ætli hafi látið sér detta þessi vitleysa í hug? Ef svo ólíklega vildi til að við næðum kosningu í öryggisráðið mundum við fyrst finna fyrir því.     Hið eina, sem hægt er að takaundir í þessum kafla Hólaræðu utanríkisráðherra er, að við getum haft hlutverki að gegna í Afríku ef við kunnum að velja okkur verk- efni við hæfi, sem skilað geta raun- verulegum árangri fyrir fátækt fólk í Afríku.     Er einhver von til þess að hægtverði að koma utanríkisráð- herra og utanríkisráðuneytinu í jarðsamband? Hvar eru nú hinar hagsýnu húsmæður? STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Um hlutverk Íslands VEÐUR SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -               12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                      :  *$;<                   !"       #   $  %  %       &'  *! $$ ; *!   !  ! "  #! $# =2 =! =2 =! =2 "! %& ' % ()*&#%+  >; ?         /    , &%* & + -  & *&   #! %./"   %* # # *%%#0,    &0 =    87  1* & .2!( 03     $ #!%* %4*& # %4 % . %%   +   # !  $# #!0, + -     0   1* & . 2!( . % 2  # # $%% 0   &%%&%* # %4*& # % % . %%    0,     &. %   & - 0 5-&& #66  %&#!7 # *#' % 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C . . . 80 0   80 0    0  08  0 . . . . . . . . . . . .            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björn Bjarnason | 13. ágúst 2007 Skýrt umboð Ég er þeirrar skoð- unar, að alltof margir komi að málefnum mið- borgarinnar fyrir hönd borgaryfirvalda. Í raun sé erfitt að henda reiður á því, hver sé hinn rétti viðmælandi, vilji menn stuðla að umbótum í miðborginni. Miðað við hina pólitísku samstöðu, sem birtist í Kastljósinu, er þess að vænta, að fulltrúi borgarstjórnar í viðræðum við lögreglustjóra hafi skýrt og ótvírætt umboð. Meira: bjorn.blog.is Sóley Tómasdóttir | 13. ágúst 2007 Varnir gegn ofbeldi Hvernig væri að þessi blessaða ríkisstjórn liti sér nær og verði svo sem eins og 45 millj- ónum í varnir gegn kynbundnu ofbeldi. Að heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk lögreglu og dómskerfis fengi þjálfun í hvernig taka beri á málunum. Á Íslandi má gera ráð fyr- ir að ein af hverjum fjórum konum verði fyrir kynbundnu ofbeldi ein- hvern tímann á lífsleiðinni. Hverjar eru líkurnar á hryðjuverkaárás? Meira: soley.blog.is Bjarni Harðarson | 13. ágúst 2007 Af betlurum í Líma Þrátt fyrir að maður sjái fátækt hér í Líma eins og hjá þessum sem betlaði með ung- um systkinum sínum virðast flestir næsta sjálfbjarga og hafa það sæmilegt. Hér er indíánasvipur á flestum og algengt að hitta fyrir tveggja álna fólk sem rétt nær manni undir holhönd og er þó full- vaxið. Bílar eru hér flestir leigubílar og ekki beint lúxusdrossíur en duga til. Meira: bjarnihardar.blog.is Sigríður Laufey | 13. ágúst 2007 Ábyrgð foreldra mikil Hæst ber í morgun- fréttum ofneysla áfengis/ómenning í Reykjavík og fram- haldsskólum. Lög- reglustjórinn í Reykja- vík hefur vakið athygli á ásýnd og ástandi gesta í borginni um helgar. Frá er greint í fréttinni að ástandið sé „vægast sagt ömur- legt“. Við bætist önnur frétt af svip- uðum toga, að 47% framhaldskóla- nemenda séu í talsverðri ofneyslu áfengis og 7% í mjög alvarlegri neyslu. Ekki ofmælt að vandi áfengis- neyslu er viðvarandi víða í samfélag- inu. Ekkert er sterkara til úrbóta en ef almenningur er vel meðvitaður um vandann og tekur afstöðu gegn óheftri áfengisneyslu. Framtak lögreglustjóra um áfengisvandann í miðborg Reykja- víkur mun án efa vekja eftirtekt og umhugsun. Vonandi að almenning- ur, allir þeir sem koma að uppeldis- málum og þeir sem reka skemmti- staði/vínveitingu í Reykjavík geri sér ljósa grein fyrir ábyrgð sinni á vandanum. Ekki mun vandinn verða leystur eða lagast við áfengislækkun eða lækkun áfengisaldurs. Uppeldi skiptir miklu máli og því er ábyrgð foreldra og skóla afar mikilvæg. Börn sem fá sterka sjálfs- mynd í uppeldi og eru frædd um vandamálin með persónulegum sam- ræðum munu verða betur meðvituð um hættu vímuefna. Fyrirmynd for- eldra er ef til vill mikilvægasti þátt- ur forvarna fyrir börn og unglinga. Meira: logos.blog.is BLOG.IS Kristján Pétursson | 13. ágúst 2007 Klúbbana á Granda Það verða að vera a.m.k. tvö meginsvæði með breytilegum lok- unartíma. Þegar skemmtistöðum mið- borgarinnar er lokað t.d. kl. þrjú þá getur fólk fengið sér góðan göngutúr út á Granda eða farið þangað með skipu- lögðum ferðum strætisvagna og miðborgin tæmist. Þarna fær fólk ágætis valkosti að fara heim úr mið- borginni eða halda áfram svallinu á næturklúbbum Granda. Meira: kiddip.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.