Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ RagnhildurJónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 18.
febrúar 1926. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Landakoti 31. júlí
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Stefaníu Vilborgar
Grímsdóttur hús-
móður, f. á Nykhóli í
Mýrdal 20. ágúst
1889, d. 16. febrúar
1942 og Jóns
Högnasonar skip-
stjóra, f. á Eystri-Sólheimum í
Mýrdal 13. febrúar 1891, d. 1. maí
1989. Systkini Ragnhildar eru:
Högni skipstjóri, f. 2. júlí 1921, d.
31. janúar 2007, kvæntur Árnýju
Guðmundsdóttur, f. 31. desember
1924, d. 11. desember 2006, Vil-
borg röntgentæknir, f. 29. mars
1923, d. 24. september 1994, gift
Sigurði Sigurjónssyni sjómanni, f.
5. ágúst 1921, d. 9. mars 1992 og
Grímur stýrimaður, f. 27. júní
1927, d. 29. mars 1998.
Ragnhildur giftist 16. júlí 1949
rafvirki, f. 30. nóvember 1979,
sambýliskona Eva Diðriksdóttir
nemi, f. 12. ágúst 1985 og Pétur
nemi, f. 7. júní 1987. 3) Sigrún
matreiðslumaður, f. 12. febrúar
1955, gift Robert Albert Spanó
vaktformanni, f. 16. apríl 1940.
Dóttir hennar er Ragnhildur nemi,
f. 27. nóvember 1991. 4) Stefán
framkvæmdastjóri, f. 12. apríl
1959, sambýliskona Guðrún Dröfn
Marinósdóttir leikskólakennari, f.
18. febrúar 1957, börn þeirra eru
Davíð nemi, f. 24. apríl 1991 og
Sólrún nemi, f. 14. maí 1994.
Ragnhildur ólst upp í Vestur-
bænum í Reykjavík. Hún gekk í
Landakotsskóla og Miðbæjar-
skóla. Þegar móðir Ragnhildar
veiktist var henni, 13 ára gamalli,
falið að annast heimili foreldra
sinna, sem hún gerði af trú-
mennsku allt þar til hún stofnaði
heimili með eiginmanni sínum,
Sigurjóni. Hún starfaði í Tjarnar-
bíói og síðar í Úra- og skartgripa-
verslun Guðmundar Þorsteins-
sonar ehf. við Bankastræti í
Reykjavík. Hún var í kvenfélaginu
Öldunni og sat þar í stjórn, sem
ritari, um árabil.
Útför Ragnhildar verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Sigurjóni Stefáns-
syni skipstjóra, f. á
Hólum í Dýrafirði 15.
ágúst 1920, d. 17.
nóvember 2005. For-
eldrar hans voru Sig-
rún Árnadóttir hús-
móðir, f. á Hörgshóli
í Vestur-Hópi 25. júlí
1884, d. 15. febrúar
1926 og Stefán Guð-
mundsson, skipstjóri
og útvegsbóndi á
Hólum í Dýrafirði, f.
á Kirkjubóli í Dýra-
firði 14. maí 1881, d.
18. september 1970. Börn þeirra
eru: 1) Stefanía Vilborg hjúkr-
unarfræðingur, f. 20. júní 1947,
gift Axel Eiríkssyni úrsmíðameist-
ara, f. 21. september 1948, synir
þeirra eru Sigurjón, f. 12. febrúar
1973, d. 13. maí 1991, Grímur
nemi, f. 13. maí 1976 og Hjalti
nemi, f. 29. júlí 1981. 2) Jón við-
skiptafræðingur, f. 20. janúar
1951, kvæntur Ingu Sólnes fram-
kvæmdastjóra, f. 11. apríl 1951.
Synir þeirra eru Karl viðskipta-
fræðingur, f. 28. júlí 1978, Friðrik
Erfiðum tíma er lokið, ég stend á
tímamótum með stóran grátkökk í
hálsinum, yfirþyrmandi tómarúm
og þögn ríkir, ásamt nístandi sakn-
aðartilfinningu.
Elsku mamma mín er dáin. Að
kveðja mömmu mína, minn allra
besta vin, er sú stund, sem ég hef
kviðið hvað mest fyrir af öllu.
Mamma var með afbrigðum
skemmtileg og kraftmikil persóna,
hafði góða nærveru, gott skopskyn,
meðfædda leikarahæfileika, hún
mamma mín hefði svo sannarlega
notið sín á fjölum leikhúsanna eða
syngjandi í óperum, því ekki skorti
hana góða söngrödd, hún hafði allt
til að bera. Mamma söng í barna-
kórum, síðar í Dómkórnum, einnig
var mamma í raddþjálfun hjá Sig-
urveigu Hjaltested. Mamma var oft
með óvæntar uppákomur, jafnvel
þegar síst skyldi, á þann máta, að
hún fékk fólk til að kútveltast af
hlátri. Þá sagði pabbi jafnvel, með
sinni áherslu, „þetta eru nú meiru
fíflalætin í henni mömmu þinni, Sig-
rún.“ Já, það munaði um minna en
hana mömmu mína.
Hennar lífsstarf var að vera móð-
ir barnanna sinna fjögurra og eig-
inkona pabba míns heitins, því starfi
sinnti hún vel. Mamma var stolt
kona, stjórnsöm, fylgin sér og bjart-
sýn, hún hafði næmt auga fyrir fín-
leika, hafði gaman af að vera huggu-
leg, alltaf flottust, Mamma var bara
alltaf mesta skvísan.
Elsku mamma mín, hvernig verð-
ur tilveran eiginlega án þín, þú, sem
hélst öllu og öllum saman, varst allt-
af mesti „sprelligosinn“, mesta fjör-
ið var alltaf í kringum þig. Það er
ónotaleg tilhugsun að eiga ekki eftir
að hafa þig í nálægð hér á Aust-
urbrúninni, þú uppi og ég niðri, sím-
töl okkar mæðgna kl. 10.30 á
morgnana verða ekki fleiri.
Síðustu misseri og mánuðir
reyndust elsku mömmu þungbærir,
hún missti stóru ástina sína, hann
pabba minn, eftir erfið veikindi,
greindist fljótlega eftir lát hans með
krabbamein í eitlum, þeim sjúkdómi
fylgdu mjög krefjandi lyfjameðferð-
ir og í janúar á þessu ári missti hún
bróður sinn, Högna, það áfall reyndi
mjög á hana. Stundum er eins og
engin takmörk séu fyrir, hvað al-
mættið leggur á fólk.
Guð einn veit hvað ég sakna þín
mikið, hjartað mitt, en, það er hugg-
un harmi gegn, að þú skulir nú vera
laus við hryllingssjúkdóm og best af
öllu, að vita þig nú í faðmi pabba,
sem elskaði þig og dáði, meira en
orð fá lýst. Minningarnar um þig og
pabba eru margar, þær mun ég
geyma og ylja mér á, um ókomna
framtíð.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Guð geymi þig alltaf ástin mín.
Þín
Sigrún.
Á kveðjustund sem þessari, svo
endanleg svo óumflýjanleg, er
margt sem fer í gegnum hugann.
En eitt stendur samt upp úr, það er
þakklæti, þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, mín kæra
tengdamóðir, svo ljúf, svo fáguð og
svo glöð.
Það var fyrst um 1970 að ég taldi
mig eiga brýnt erindi á heimili þitt
að hitta heimasætuna Stefaníu. Þú
tókst mér ljúfmannlega og jók það
strax lítillega sjálfsöryggi mitt í
mínu erfiða hlutverki vonbiðilsins.
Ferðum mínum fjölgaði stöðugt og
alltaf tókstu mér fagnandi.Ég naut
þess að dveljast í glaðværðinni og
njóta gestrisninnar sem einkenndi
allt heimilislífið. Það sem ég dáðist
mikið að í huganum var hvað þín
glaðværa nærvera smitaði allt heim-
ilislífið og hvað stutt var í glens hjá
ykkur öllum. Ég búinn að sýna listir
mínar nógu lengi í grænu hosunum
til að mega draga hring á fingur
heimasætunnar og í fyllingu tímans
fæddist okkur sonur sem átti alltaf
öruggt athvarf hjá Öddu ömmu,
sem oft passaði hann um lengri eða
skemmri tíma. Eftir því sem
drengjunum okkar fjölgaði stækk-
aði faðmur þinn.
Stundum er við Stefanía sátum og
spjölluðum við þig sveigðum við um-
ræðuna að þínum æsku- og ung-
dómsárum en þá kom í ljós hvað líf
þitt var búið að vera margbreyti-
legt. Fyrst áhyggjulaus æskuárin í
Vesturbænum í nálægð við frændur
og frænkur. Skólavistin í Landa-
kotsskóla þar sem var jafnvel kennt
að hluta til á dönsku og strangur
agi, sem lítið snerti þig, svo prúð og
róleg. Þá var sagt frá sumarferðum
með mömmu og systkinunum til Ak-
ureyrar til að fylgja pabba þínum á
síldveiðar þar sem þið dvöldust
sumarlangt. Eins var sagt frá lang-
vinnum veikindum mömmu þinnar
og sálarangistinni sem þú upplifðir
er hún lést. Árin sem á eftir fóru
þjöppuðu ykkur systkinunum sam-
an og voru þau mjög samrýnd alla
tíð. En það kom í þinn hlut að taka
við heimilinu, þá aðeins um ferming-
araldur og æðrulaus sagðirðu að þar
með hefði skólagöngunni lokið. Svo
sagðir þú okkur frá starfinu sem þú
hrepptir sem var óskastarf hverrar
Reykjavíkursnótar en það var að
vinna í kvikmyndahúsi og þú starf-
aðir í Tjarnarbíói. Þar hittirðu ung-
an Vestfirðing, Sigurjón, sem bað
þig að taka frá miða og eftir það
mætti hann reglulega í bíóið. Eitt
leiddi af öðru og þið urðu kærustu-
par og síðan hjón. En það er af Sig-
urjóni að segja að kvikmyndahúsá-
hugi hans slokknaði nær alveg eftir
að hann krækti í þennan væna feng.
Þá tóku við ár hreiðurgerðar,
barnastúss og uppeldis en þér tókst
vel að rækta með ungunum þínum
samheldni og systkinaþel.. Þetta
voru viðburðaríkir og góðir tímar.
Nú erum við búin að vera samferða í
hartnær 40 ár, mín kæra tengda-
mamma, mörg ár en samt ótrúlega
stuttur tími.
Eftir að Sigurjón tengdapabbi
hætti skipstjórn og kom í land tóku
við ár síðtilhugalífs og nýrra kynna
ykkar í millum og var fróðlegt að sjá
hvað ykkur fórust þessi nýju hlut-
verk vel úr hendi, þar sem þið bæði
sáuð um heimilið og sinntuð fjöl-
skyldunni af miklum áhuga og
rausnarskap. Ég er svo heppinn að
eiga við svona dapurleg tímamót
gleðilegar minningar um þig og Sig-
urjón. Minningar um ferðirnar sem
við fórum saman bæði til útlanda og
vítt og breitt um landið. Þá var
sungið hlegið og gantast og alltaf í
græskulausri gleði yfir þeirri ham-
ingju að mega vera saman. En allt
er breytingum háð og nú er því mið-
ur komið að kveðjustundinni og bið
ég góðan Guð að vernda þig.
Blessuð sé minning þín.
Þinn tengdasonur
Axel Eiríksson.
Nú haustar senn og litir náttúr-
unnar breytast. Eins er með ævi-
skeið okkar, þar taka tónanir breyt-
ingum og að lokum fölnar lífsblómið
og leggur af blöðin sín, líkt og segir
í sálminum fallega sem hér á landi
er sunginn yfir þeim látnu.
Við kynntumst fyrir ekki svo
löngu þegar ég kom inn í fjölskyldu
þína vegna sambands við dóttur
þína. Þið hjónin tókuð mér vel en
eins og svo oft er, var á því blæ-
brigðamunur. Sigurjón tók mér af
reisn og rímaði það við eðlisfar
hans, enda skipstjóri og hertur í
átökum við Ægi. Þú varst aftur mild
og blíð, eins og gestrisnum hús-
mæðrum er eiginlegt. Það var þér
þungt og tók mjög á þig, þegar hann
Sigurjón þinn lést en eins og við var
að búast, reyndist þú þínu fólki
frekar huggari en sá sem huggun
þurfti. Það er ekki svo langt síðan
og nú hafið þið hist aftur og eruð nú
laus við sjúkdóma og annað jarð-
neskt basl.
Það var reisn og þokki yfir þér og
fólkið þitt ber það með sér, að þú
Ragnhildur Jónsdóttir
✝ Þorsteinn Ket-ilsson fæddist á
Fossi í Hruna-
mannahreppi 3. jan-
úar 1914. Hann lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 3. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Margrét Þorsteins-
dóttir, f. 30. mars
1884, d. 17. maí
1967 og Ketill Guð-
laugsson, f. 8. nóv-
ember 1865, d. 29.
desember 1921.
Þorsteinn átti einn albróður, Guð-
laug, ekkja hans er Jóhanna Sig-
ríður Hinriksdóttir, f. 1918, þau
voru barnlaus. Árið 1922 giftist
Margrét móðir Þorsteins öðru
fjöllum, f. 1912. Börn þeirra eru:
1) Leifur, f. 1949, maki Sigríður S.
Friðgeirsdóttir, f. 1952, börn
þeirra eru Steinunn, f. 1979, sam-
býlismaður Hjörtur Torfi Hall-
dórsson, f. 1985 og Eymundur, f.
1985. 2) Sturla, f. 1951, maki Ingi-
björg Haraldsdóttir, f. 1953, börn
þeirra eru, Andri Þór, f. 1984,
Guðrún Arna, f. 1987 og Baldvin,
f. 1989. 3) Áshildur, f. 1952, maki
Lúðvík Friðriksson, f. 1952, börn
þeirra eru Guðrún Kristín, f. 1980,
Anna Sigga, f. 1983 og Þorsteinn
Lúðvík, f. 1987.
Fyrstu ár starfsævi sinnar
stundaði Þorsteinn ýmis störf
bæði til sjós og lands. En um mitt
ár 1940 hóf hann störf hjá Blikk-
smiðjunni Gretti þar sem hann
starfaði óslitið þar til kom að
starfslokum 1985.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
sinni, Ingimar Jón-
assyni, f. 1893, d.
1984. Hálfsystkini
Þorsteins eru: 1) Ket-
ill, f. 1923, 2) Inga
Jóna, f. 1924, maður
hennar Leifur Ei-
ríksson, f. 1923, d.
2005, þau eiga tvö
börn, 3) Oddbjörg, f.
1927, ekkja Einars B.
Hjartarsonar, f.
1926, d. 2000, þau
eiga tvö börn og 4)
Kjartan, f. 1932, d.
2005, kona hans Jó-
hanna S. Albertsdóttir, f. 1939,
þau eignuðust eina dóttur.
Hinn 29. desember 1945 kvænt-
ist Þorsteinn Guðrúnu Sveins-
dóttur frá Stóru-Mörk undir Eyja-
Það er mér bæði ljúft og skylt að
minnast tengdaföður míns Þorsteins
Ketilssonar með fáeinum orðum. Ég
var 22 ára þegar ég kom fyrst á
Sogaveginn til að heilsa upp á for-
eldra Leifs, þau Guðrúnu og Þor-
stein. Á milli okkar skapaðist strax
virðing og vinsemd.
Í tilhugalífi okkar Leifs var oft
komið saman á Sogaveginum þar
sem mál líðandi stundar voru rædd.
Systkini Leifs, þau Sturla og Áshild-
ur höfðu þá þegar fest ráð sitt. Oft
voru fjörugar umræður. Mér varð
það fljótt ljóst að þarna fór maður
sem féll sjaldan verk úr hendi enda
var bílskúrinn á Sogaveginum
óspart notaður til að dytta að. Þor-
steinn var ungur maður á þeim tíma
sem lítið eða ekkert fékkst af tækj-
um og tólum, jafnvel þó maður hefði
peninga. Þá smíðaði hann verkfærið
til að geta unnið verkið. Þetta hefur
Leifur sagt mér.
Allir nutu handa hans, bæði
vandamenn og vandalausir. Strák-
arnir, félagar þeirra Leifs og Sturla
áttu margir bíla. Bílskúrinn á Soga-
veginum stóð þeim öllum opinn og
Steini tilbúinn að veita aðstoð. Á
þessum tíma voru bílar ekki eins
flóknir og síðar varð.
Síðan lá leið okkar Leifs til út-
landa til náms og starfa. Þegar heim
kom var Steinunn okkar fædd. Þá
hófst nýtt tímabil hjá Guðrúnu og
Þorsteini. Barnabörnin komu í heim-
inn eitt af öðru. Um svipað leyti
hófst líka þeirra ævikvöld.
Þrátt fyrir aldurinn létu þau eng-
an bilbug á sér finna. Það voru hæg
heimatökin þegar við unga fólkið
þurftum að bregða okkur af bæ því
alltaf voru þau reiðubúin að koma og
sitja hjá börnunum okkar.
Það sem mér er þó efst í huga í
þessu sambandi er að þau létu sig
ekki muna um að flytja heim til okk-
ar og gæta barna okkar á þriðju viku
meðan við Leifur fórum í langt
ferðalag hinum megin á hnöttinn.
Leifur þurfti að fara til Japans
vegna sinnar vinnu. Þar sem þetta
var ferð á framandi slóðir og hugs-
anlega kæmi slíkt tækifæri ekki aft-
ur langaði Leif að hafa mig með og
að við reyndum prjóna svolítið við
ferðina. Þetta gekk eftir.
Börnin voru þá tveggja og átta
ára. Steinunn okkar hefur haft á orði
að í minningunni sé þessi tími ekkert
öðruvísi en aðrir dagar. Það gekk
allt eins og pabbi og mamma hefðu
verið til staðar allan tíman.
Með árunum hrakaði heilsunni.
Frá árinu 2000 hafa þau dvalið á
Hrafnistu í Reykjavík þar sem þau
hafa notið einstakrar umhyggju
góðs starfsfólks í rúm sjö ár. Hlut-
irnir höguðu því þannig að ég sat ein
hjá honum og hélt í hönd hans þegar
hann lagði af stað í ferðina sem bíður
okkar allra. Það var sérstök stund. Á
þessu augnabliki hugsaði ég um að-
stæðurnar, þegar hann, fyrir rúmum
93 árum kom í þennan heim. Þá var
torfbær á Fossi í Hrunamanna-
hreppi. Það er öllum ljóst að himinn
og haf skilur á milli þeirra aðstæðna
og okkar sem lifum í dag, en samt
efast ég um að mín kynslóð muni
sætta sig við litla herbergið á Hrafn-
istu sem Þorsteinn bjó í síðustu árin.
Ég vil þakka góðum Guði fyrir að
hafa fengið að kynnast Þorsteini
Ketilssyni og ganga með honum í
rúmlega 33 ár.
Sigríður S. Friðgeirsdóttir.
Tengdafaðir minn Þorsteinn Ket-
ilsson lést að kvöldi 3. ágúst sl. eftir
löng veikindi. Þegar við dóttir hans
fórum að draga okkur saman bjó
fjölskyldan á Sogaveginum en þar
bjuggu þau í meira en 40 ár, fyrst á
Sogavegi 154 og síðar á Sogavegi
160. Tengdaforeldrar mínir voru
nokkuð eldri en foreldrar jafnaldra
okkar. Við fundum ekki fyrir aldurs-
muninum því þau Þorsteinn og Guð-
rún voru alltaf ung í anda. Segja má
að það hafi verið mikil gæfa fyrir
börnin okkar að þau hættu að vinna
þegar börnin voru ung og alltaf áttu
börnin athvarf hjá afa og ömmu á
Sogaveginum og síðar í Hæðargarð-
inum.
Sameiginlegt sumarferðaleg var
árviss viðburður og margt var brall-
að í þeim ferðum, sérstaklega þegar
farið var á æskuslóðir þeirra Þor-
steins og Guðrúnar. Þorsteinn ólst
upp í torfbæ og lifði alveg ótrúlegar
breytingar. Þegar hann var að alast
upp þekkust vélar ekki og hann upp-
lifði margar tækninýjungar og nýjar
vélar á ævinni. Oft ræddum við um
tækniframfarir 20. aldarinnar og ég
var hissa þegar Þorsteinn sagði mér
að merkilegasta tækniframförin sem
hann upplifði hefðu verið gúmmí-
stígvélin því þegar þau komu gat
hann gengið þurrum fótum um mýr-
arnar.
Þorsteini varð ljóst hvað væri
framundan fyrir um tveim árum og
var alla tíð tilbúinn fyrir hið ómflýj-
anlega. Þessi vísa sem hann fór með
nokkrum sinnum lýsir best æðru-
leysi hans:
Ellin herðir átök sín
enda sérðu litinn
æviferðafötin mín
farin að verða slitin.
(Baldvin Halldórsson)
Ég vil að lokum þakka Þorsteini
fyrir ánægjuleg kynni og allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Lúðvík Friðriksson.
Besti afi í heimi er orðatiltæki sem
á vel við um afa okkar.
Gamall og virðulegur, brosandi og
skemmtilegur, hress og vel máli far-
inn. Sagði alltaf það sem maður vildi
heyra og opinn fyrir nýjungum, þó
að hann væri af gamla skólanum.
Hann gerði mikið að því að kveða og
blóta og ein fyrsta vísan sem hann
Þorsteinn Ketilsson