Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÁGÚSTMÁNUÐUR er sá árs-
tími er allt fer af stað hvað vinnu-
markaðinn varðar. Reynslan sýn-
ir okkur að háannatími hjá
ráðningarstofum er frá miðjum
ágúst og fram í október og nóvem-
ber,“ segir Guðný Harðardóttir,
framkvæmdastjóri STRÁ MRÍ.
Undir þetta tekur Kolbeinn Páls-
son, framkvæmdastjóri Job.is. Að
hans mati verður mikil eftirspurn
eftir starfskröftum í tiltekin störf
á næstu vikum. Segir hann þannig
sárlega vanta starfsfólk í hin
ýmsu þjónustu- og umönnunar-
störf, hvort heldur er á spítölum
eða skólum. Einnig vanti talsvert
af starfsfólki í verslanir, veitinga-
staði og hótel. Að mati Kolbeins
er hins vegar aðeins að slakna á
þenslunni í byggingargeiranum
þó enn sé skortur á fagmenntuð-
um iðnaðarmönnum.
Bankarnir stýra launaþróun
Að sögn Guðnýjar má ljóst vera
að vaxandi þensla hafi verið á
vinnumarkaði að undanförnu og
tekur fram að staðan nú minni
hana á stöðuna sem uppi var á
árabilinu 2000-2001, áður en dreg-
ið hafi saman haustið 2001. Að-
spurður tekur Kolbeinn undir það
að þenslan nú minni á ástandið
um aldamótin. „Raunar væri stað-
an enn verri í dag en þá ef ekki
væri fyrir allt það erlenda vinnu-
fólk sem ráðið hefur verið til
starfa hérlendis á umliðnum ár-
um,“ segir Kolbeinn og tekur
fram að hann sjái ekki merki um
þann samdrátt á vinnumarkaði
sem boðaður hefur verið. Þess má
geta að samkvæmt nýrri skýrslu
Vinnumálastofnunar hefur skráð
atvinnuleyfi minnkað á umliðnum
mánuðum og mældist í júlí sl.
0,9%. Er þetta minnsta atvinnu-
leysi í einstökum mánuði síðan í
október árið 2000.
Aðspurð í hvaða greinum mest-
ur skortur sé á starfsfólki segir
Guðný hörgul á iðnmenntuðu fólki
auk þess sem vinnuafl vanti í al-
mennari störf, m.a. verslunum. Að
sögn Guðnýjar hafa hugbúnaðar-
fyrirtæki, verkfræðistofur og
bankarnir verið að bæta við sig
starfsfólki að undanförnu og segir
hún það að nokkru skýra þann
aukna skort á starfsmönnum með
verkfræði-, tölvunarfræði-, við-
skiptafræði- og lögfræðimenntun.
„Bankarnir eru t.a.m. að bjóða
betri laun en lögfræðiskrifstofur
og endurskoðunarfyrirtæki.
Bankarnir eru þannig stýrandi
hvað varðar laun á íslenskum
vinnumarkaði. Launin eru um-
talsvert hærri innan bankageir-
ans heldur en í nokkru einka-
fyrirtæki eða innan stjórnsýsl-
unnar.“
Mikil hreyfing á starfsfólki
Að sögn Guðnýjar ýtir þenslan
og blómlegur vinnumarkaður
undir óskir manna um að skipta
um starfsvettvang, þannig reyni
margir að finna sér störf á nýjum
vettvangi, oft með vonir um hærri
laun. „Þegar eftirspurn eftir
vinnuafli eykst vilja launavænt-
ingar umsækjenda aukast. Hreyf-
ingin á vinnumarkaðnum fer af
stað af því að menn halda að gras-
ið sé grænna hinum megin,“ segir
Guðný, en tekur fram að auðvitað
sé alltaf eitthvað um það að fólk
skipti um störf af því það langar
einfaldlega til að breyta til.
Háannatími ráðningar-
skrifstofa á haustin
Morgunblaðið/Kristinn
Mikil hreyfing „Stjórnsýslan, hugbúnaðarfyrirtækin, lögfræði- og endurskoðunarskrifstofur hafa verið að
missa sína sérfræðinga yfir í fjármálageirann,“ segir Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri STRÁ MRÍ.
Skráð atvinnuleysi í júlí 0,9% Minnsta atvinnuleysi síðan október 2000
„OKKUR tekst ávallt að ráða í þau störf sem við
þurfum, en við myndum gjarnan vilja fá fólk með
meiri reynslu,“ segir Sigrún Ólafsdóttir, ráðning-
arstjóri Glitnis. Segir hún áberandi að færri um-
sóknir berist fyrir hvert auglýst starf núna sam-
anborið við árin 2002-2003 og tekur fram að það
haldist í hendur við lágar atvinnuleysistölur nú um
stundir. „Þannig að ef starfsmannastjórar sjá
starfskraft sem þeim líst vel á þá þurfa menn að
hafa hraðar hendur.“
Hjá Atla Atlasyni, framkvæmdastjóra Starfs-
mannasviðs Landsbankans, fengust þær upplýs-
ingar að vel gangi hjá bankanum að ráða starfs-
fólk. Bendir hann á að vöxtur hafi verið hjá
bankanum á sl. fjórum árum og því viðvarandi
aukning starfsmanna á þeim tíma. „Atvinnu-
ástandið er gott, næga vinnu að fá og mikil sam-
keppni um fólk. Bankarnir eru hins vegar eftir-
sóttir vinnustaðir og þar af leiðandi standa þeir sig
betur en mörg önnur fyrirtæki þegar kemur að
ráðningum,“ segir Atli. Spurður hvernig hann
skýri vinsældir banka sem vinnustaðar segir Atli
það samspil af spennandi störfum og góðum laun-
um.
„Ég er tiltölulega bjartsýnn fyrir haustið og í
raun lítur þetta miklu betur út hjá okkur núna en
fyrir ári,“ segir Svanur Valgeirsson, starfs-
mannastjóri Bónus, þegar hann er spurður um
mönnun hjá fyrirtækinu. Segir hann laus störf hjá
fyrirtækinu nú vera teljandi á fingrum annarrar
handar, en alls eru 400 stöðugildi hjá Bónus og 850
starfsmenn sem starfa hjá fyrirtækinu.
Að sögn Svans skýrist þessi bætta staða milli ára
fyrst og fremst af því að fyrir ári hafi verið tekin
sú stefnubreyting að ráða fleiri erlenda starfs-
menn í laus störf hjá fyrirtækinu. „Hefði þessi
stefnubreyting ekki verið tekið þá væri töluverður
skortur á starfsfólki. Þannig að það eru útlending-
arnir sem eru fyrst og fremst að bjarga okkur.“
Í samtali við Morgunblaðið segist Lovísa Agnes
Jónsdóttir, fræðslustjóri á Hrafnistu, vera bjart-
sýn á ráðningar þetta haustið. Segir hún að
samanborið við síðasta haust þá vanti mun færra
fólk til starfa nú.
Atvinnurekendur bjartsýnir fyrir haustið
STEFNT er að því að ekki verði gert vist-
unarmat hjá öldruðum, sem er forsenda fyrir
umsókn á hjúkrunarheimili, nema ljóst sé að
einstaklingurinn þurfi á vistun að halda innan
90 daga og sé í mjög brýnni þörf fyrir vist-
unina. Þetta kemur fram á vef Landlæknis-
embættisins. Með þessu ættu biðlistar eftir
hjúkrunarrými fyrir aldraða að endurspegla
betur hver hin raunverulega þörf er.
Þessi stefna er liður í ákvörðun heilbrigð-
isyfirvalda í málefnum aldraðra að fækka dval-
arrýmum en auka þess í stað heimaþjónustu og
fjölda hjúkrunarrýma.
Meðalbiðtími í Reykjavík eykst
Hingað til hefur sá háttur verið hafður á að
þeir sem óska eftir vistun á dvalar- og hjúkr-
unarheimilum þurfa að fara í vistunarmat. Að
því loknu er þörf hvers einstaklings raðað í
þörf, brýna þörf eða mjög brýna þörf.
Stefnt er að því að bið eftir vistun á hjúkr-
unarheimili fyrir fólk í mjög brýnni þörf verði
ekki lengri en 90 dagar en á síðasta ári var
meðalbiðtíminn 138 dagar og hafði farið
minnkandi frá árunum á undan. Sömu sögu er
ekki að segja um Reykjavík en þar var með-
albiðtíminn 275 dagar og hafði farið lítið eitt
vaxandi.
422 í mjög brýnni þörf bíða
Fjöldi einstaklinga á landinu sem flokkaðist
undir mjög brýna þörf var 422 um mánaðamót-
in, þar af 227 í Reykjavík þar sem heildarfjöldi
hjúkrunarrýma er tæplega 1.100 pláss.
Í lok síðasta árs var umsjón með vistunar-
mati aldraðra og vistunarmatsskrá flutt til
Landlæknisembættisins frá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Á vef Landlæknisembættisins segir að sam-
kvæmt könnun sem Landlæknisembættið
gerði haustið 2006 á viðhorfum og aðstæðum
aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrými í
Reykjavík, hafi komið í ljós að af þeim öldruðu
sem könnunin tók til sögðust 42,2% aðspurðra
hafa minni þörf fyrir stofnanavist þá en þegar
þeir sóttu um vist á hjúkrunarheimili, 16,9%
töldu þörfina jafn mikla og áður en 37,3% töldu
sig vera í meiri þörf en áður fyrir hjúkrunar-
heimili og 3,6% svöruðu ekki.
Stefnt að
fækkun
dvalarrýma
Aðeins þeir í mjög brýnni
þörf fái vistunarmat
Morgunblaðið/Arnaldur
Bið 422 eru í brýnni þörf fyrir rými.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Costa del Sol
22. eða 29. ágúst
frá kr. 39.990
Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síð-
ustu sætunum til Costa del Sol 22. eða
29. ágúst í eina eða tvær vikur. Þú bók-
ar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér
sumarfrí á frábærum kjörum á vinsæl-
asta sumarleyfisstað Íslendinga.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð í viku.
Aukavika kr. 10.000.
FISKISTOFA hefur lagt fram kæru
á hendur hafnarvigtarmanni og út-
gerðarfyrirtæki á Austurlandi fyrir
meint brot á reglum um vigtun sjáv-
arafla í seinni hluta júlímánaðar.
Að sögn Þórðar Ásgeirssonar
fiskistofustjóra leikur sterkur grun-
ur á að afli skips í eigu útgerðar-
fyrirtækisins hafi verið ranglega
skráður á vigtarnótu af hafnar-
vigtarmanni, að 600 kg af þorski hafi
verið skráð sem hlýri, sem er ekki
kvótaskyldur.
Enginn hlýri í sölutölunum
„Þetta var fiskur sem fór í útflutn-
ing. Við berum alltaf saman sölutöl-
ur erlendis frá og þegar tölurnar
komu var enginn hlýri skráður í
þeim, enda ekki hægt að plata svona
á mörkuðunum því við erum með eft-
irlitsmenn þar sem telja upp úr gám-
unum,“ segir Þórður. „Brotið fólst
sem sagt í þessu og það vill þannig til
að hafnarvigtarmaðurinn þarna er
líka starfsmaður kaupanda fisksins
þannig að við kærðum vinnsluleyf-
ishafann og vigtarmanninn sem ekki
fór eftir tilskildum reglum.“
Lögreglan á Eskifirði hefur stað-
fest að kæra frá Fiskistofu hafi bor-
ist þeim á föstudaginn. Skýrsla hefur
verið tekin af öðrum aðilanum sem
kærður var en eftir er að yfirheyra
hinn.
Viðurlög við broti á vigtun sjáv-
arafla getur numið allt að sex ára
fangelsi.
Skráðu þorsk sem hlýra
Fiskistofa kærir kvótasvindl á Austurlandi 600 kg af
þorski voru skráð sem hlýri sem er ekki kvótaskyldur
Tegundirnar Brotið fólst í því að skrá 600 kg af þorski sem hlýra en hlýri
er ekki kvótaskyldur. Vinstra megin er hlýri en þorskur hægra megin.