Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is MÆÐRAVERND Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri (HAK) hef- ur í mörg ár boðið verðandi mæðr- um upp á einstaklingsbundna greiningu á hvers konar aðstoð þær hafi þörf fyrir við meðgönguna. Þar var nýlega framkvæmd rannsókn á tengslum þunglyndis- og streituein- kenna við heilsufar, félagslega stöðu og líðan móðurinnar á með- göngu. M.a. þykir sýnt að ungar mæður og þær sem hafa áhyggjur af búsetu- og fjármálum eru líklegri til að fá fæðingarþunglyndi en aðr- ar. Meira en tíunda hver kona þjáist af þunglyndi eftir fæðingu auk þess sem fjölmargir nýbakaðir foreldrar finna fyrir ýmsum kvillum sem skil- greina má sem foreldrastreitu. Þjónusta Mæðraverndar HAK hef- ur m.a. miðað að því að finna þær konur sem eru í áhættuhóp fyrir fæðingarþunglyndi og koma til móts við þær með sérstakri með- ferð og forvörnum. Að sögn Margrétar Guðjóns- dóttur, hjúkrunarforstjóra HAK, var ætlunin með rannsókninni að varpa frekara ljósi á áhættuþætti fæðingarþunglyndis og foreldra- streitu, og kanna árangurinn af vinnulagi mæðra- og ungbarna- verndar á Akureyri við að finna fjölskyldur sem þurfa meiri stuðn- ing. Niðurstöðurnar sýna m.a. að ungar mæður sem eru að eiga sitt fyrsta barn og búa í foreldrahúsum eða hjá tengdaforeldrum, höfðu marktækt fleiri þunglyndiseinkenni eftir fæðingu. Eins sýndu konur sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi, konur sem reykja á meðgöngu og þær sem telja sig hafa ónógan stuðning frá umhverfi á meðgöngu auknar líkur foreldrastreitu. Þetta kemur að mörgu leyti heim og saman við gát- lista Mæðraverndar. „Það sýnir sig mjög skýrt að það sem veldur áhyggjum hjá konum er það sem við þrengjum niður mjög snemma á meðgöngunni og reynum þá að bjóða viðeigandi aðstoð,“ segir Mar- grét. Hún segir mikilvægt að sinna vel þeim hópum þar sem tíðni þung- lyndis er hve mest og þar geti for- varnarstarfið haft mikið að segja. „Við teljum að við séum algjörlega á réttri braut með okkar vinnu- brögð, en það má hins vegar alltaf gera betur. Eitt af því sem kemur fram er hve áhyggjur vegna hús- næðis, atvinnu- og fjármála vega þungt og þótt það séu kannski ekki breytur sem við höfum bein áhrif á í heilsugæslunni höfum við verið að vinna miklu betur með til dæmis sveitarfélaginu og félagsþjónust- unni til að byggja upp stuðnings- kerfi og finna lausnir fyrir þessar konur.“ Mæðravernd forvörn gegn þunglyndi Ungar mæður sem hafa áhyggjur af búsetu- eða fjármálum eru líklegri til að fá fæðingarþunglyndi Morgunblaðið/Kristinn Nýfædd Fæðing barns er flestum gleðiefni en þó getur þunglyndi og streita fylgt í kjölfarið og verið mörgum foreldrum afar erfitt. FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, sagði í grein sinni í Morgun- blaðinu í gær að samstarf lögreglu og dyra- varða á mörgum skemmtistöðum væri jákvætt en veitingamenn þyrftu að gera betur. Í því sambandi nefnir hann til dæmis þrif og hreins- un og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir ýmiss konar óþrifnað utanhúss, áfengis- veitingar og reglur í sambandi við neyslu og sölu fíkniefna á skemmtistöðum. Þá bendir hann á að frá því lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hafi tekið til starfa um síðustu áramót, hafi hún lagt megináherslu á aukna, sýnilega lög- gæslu, hugmyndir séu um færanlega lögreglu- stöð og ætlunin sé að fjölga öryggismyndavél- um í borginni. Samtenging skemmtistaða og lögreglu Loftur Loftsson, rekstrarstjóri Café Olivers við Laugaveg, segir að öll samvinna til að bæta ástandið í miðbænum sé jákvæð. Hann hafi reynslu af því að starfa á veitingahúsum á Spáni, í Bretlandi og á Íslandi og umrætt of- beldi hérlendis sé mun meira og grófara en hann hafi kynnst erlendis. Hann tengir það fyrst og fremst ofurölvun þeirra, sem hlut eiga að máli, en leggur áherslu á að umrætt ofbeldi þekkist ekki inni á Oliver, þótt stundum þurfi að skerast í leikinn vegna einhvers ósættis. „Þá bregðumst við skjótt við og vísum fólki frá ef ástæða þykir til,“ segir hann. Fíkniefnamál hafa ekki verið vandamál á Oliver, að sögn Lofts, en fólki sem sé augljós- lega undir áhrifum fíkniefna sé ekki hleypt inn og komi fíkniefnamál upp, sé tafarlaust haft samband við lögreglu. Í þessu sambandi segir hann æskilegt að lögreglan sé í góðu sambandi við staðina og kanni stöðuna reglulega. Hann bendir á að þar sem hann hafi starfað á Spáni hafi dyraverðir á viðkomandi svæði verið sam- tengdir og þannig hafi þeir getað komið strax til aðstoðar ef á hafi þurft að halda. Æskilegt væri að koma á svipuðu kerfi hér samfara teng- ingu við lögreglu auk þess sem nærvera lög- reglu þyrfti að vera meiri en nú sé. Oliver er vinsælasti skemmtistaður landsins. Áætlað er að um 2.500 manns komi á staðinn á venjulegu laugardagskvöldi en honum er lokað kl. 3.30 aðfaranótt föstudags og 4 aðfaranótt laugardags. Loftur segir að Íslendingar mæti seint á skemmtistaði og því hafi þessi opnunar- tími ekki áhrif á spennuna. Eins bæti ekkert að flytja skemmtistaðina í úthverfin, því hegðun fólks sé eins hvar sem er. Í þessu sambandi bendir hann á að á tónleikahátíðina í Hróars- keldu í Danmörku safnist saman um 50.000 manns og samkvæmt þeim rökum að hóp- amyndun skapi ofbeldi ætti hátíðin að vera ein stór hópslagsmál. Annað hafi komið í ljós enda felist lausnin ekki í dreifingu skemmtistaða um borgina, heldur fyrst og fremst í því að lög- reglan verði sýnilegri þar sem fólkið sé og að einstaklingarnir sýni hver öðrum meiri virð- ingu en nú sé. „Við höfum alltaf haft mjög gott samstarf við lögregluna og nærvera hennar getur stöðvað ofurölvun fólks úti á götum,“ segir hann. Óvarlegt að stytta opnunartímann Óli Már Ólason, annar eigenda Vegamóta við Vegamótastíg, er almennt á sama máli og Loft- ur. Hann segir að öryggisgæsla á staðnum hafi verið aukin og verið sé að senda alla dyraverði á námskeið til að læra að takast á við ofbeldis- mál. Hins vegar tekur hann fram að slagsmál heyri til undantekninga á Vegamótum og þakkar hann það fyrst og fremst öryggisgæsl- unni. Á Vegamótum er opið til klukkan 5 um helg- ar. Óli Már segir að misjafn lokunartími skemmtistaða sé af hinu góða því hann komi í veg fyrir hópamyndun drukkins fólks úti á götu sem bjóði upp á slagsmál og ofbeldi. „Styttri opnunartími getur leyst einhver vandamál en býr bara til önnur í staðinn,“ segir hann. Reykingabannið hafi sums staðar valdið vandræðum en á Vegamótum sé afmörkuð að- staða utanhúss fyrir reykingafólk og þess gætt að gestir fari ekki út með drykki. Vegamót er veitingastaður og skemmtistað- ur og segir Óli Már að það kæmi niður á rekstr- inum yrði hann fluttur í úthverfi. Útlendingar sem Íslendingar sæktu í miðbæinn og því yrði ekki breytt. Aðalatriðið væri góð gæsla, sam- vinna og aukið samstarf við lögreglu. Valið eigenda Árni Björnsson, eigandi Players við Bæjar- lind í Kópavogi og Thorvaldsen Bar í Austur- stræti, segir að lögreglan sé allt of lítið sjáan- leg í miðborginni um helgar og fólk komist upp með að drekka úti á götu nú sem fyrr. Á þessu þurfi að taka en það sé eigenda fyrirtækjanna að ákveða hvar þeir vilji vera með rekstur sinn en ekki lögreglu. Hann hafi meira verið í út- hverfum með sinn rekstur en aðrir velji frekar miðbæinn. Players er lokað klukkan 4 um helgar en Thorvaldsen Bar hálftíma til klukkutíma fyrr. Árni segir að leyfi hafi verið til þess að hafa op- ið á Players til 6.30 en það hafi ekki verið nýtt. Vandamál í sambandi við gesti geti alltaf komið upp og á þeim sé tekið með aðstoð lögreglu sé ástæða til. Mismunandi lokunartími betri Þröstur Hjálmsson, deildarstjóri hjá Hreyfli-Bæjarleiðum bifreiðastöð, segir að 560 leyfi til leigubílaaksturs séu á höfuðborgar- svæðinu og talan hafi lítið breyst frá aldamót- um. Um helgar sé mest að gera um klukkan eitt til tvö eftir miðnætti en síðan dreifist álagið og ástandið versni ef öllum skemmtistöðum yrði lokað á sama tíma eins og áður. Sýnileg löggæsla mikilvægust Miðbærinn er miðstöð skemmt- anahalds og það breytist hvorki með færslu einhverra skemmtistaða í úthverfin né styttingu opnunartíma, að mati talsmanna þeirra. Morgunblaðið/Júlíus Löggæsla Gjarnan er mikið um að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og ekki síst á Menn- ingarnótt en þá hefur lögreglan verið vel sýnileg og haft í nógu að snúast. AÐ frumkvæði Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs Reykjavíkur, og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra voru málefni miðborgarinnar og tiltek- inna skemmtistaða í borginni rædd á fundi borgarráðs 2. ágúst síðastliðinn. Björn Ingi Hrafnsson segir að á fund- inum hafi verið ákveðið að boða lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins á fund borgarráðs til að ræða þessi mál og á hann von á að sú umræða fari fram á fimmtu- dag. Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborg- arsvæðisins, tók fyrir vanda miðborgarinnar, „ofbeldi og annan ólifnað sem virðist tengjast skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur“, og raunhæfar lausnir í grein í Morgunblaðinu í gær. Þar kom meðal annars fram að meta bæri reynsluna af löngum afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborginni og breyta honum, ef í ljós kæmi, að of langt hefði verið gengið í því efni. Huga þyrfti að fjölda og gerð skemmti- staða í miðborginni og borg- aryfirvöld þyrftu að ákveða, hvort beina ætti starfsemi dansstaða og næturklúbba á önnur svæði í höfuðborginni. Skiptar skoðanir Björn Ingi Hrafnsson seg- ist fagna því að lög- reglustjóri vilji taka sér- staklega á í því að bæta ástandið í miðborginni og borgaryfirvöld séu tilbúin í þá vegferð. Hvað varði til dæmis afgreiðslutíma skemmtistaða breyti ekki öllu hvort þeir séu í miðborg- inni eða í úthverfum og ekki sé víst að friður skapist yrðu þeir í auknum mæli fluttir í úthverfin. Hins vegar sé sjálfsagt mál að fara yfir af- greiðslutímann og mjög skiptar skoðanir séu um hvort rétt skref hafi verið stigið í þessu máli 1999. Lög- reglan og veitingamenn séu fyrst og fremst umsagnarað- ilar borgarinnar í þessu máli og það verði væntanlega rætt á fimmtudag. Lögreglustjóri boðaður á fund Morgunblaðið/Júlíus Öryggi Lögreglan ætlar að fjölga löggæslumyndavélum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.