Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 41 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is RANNSÓKNAHÓPURINN Deus ex cinema stendur í kvöld fyrir mál- þingi sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu. Málþingið er hluti af kirkjulistahátíð og hefst í Hall- grímskirkju klukkan 20. Á meðal þátttak- enda í málþinginu er Oddný Sen kvikmyndafræð- ingur. „Við ætlum að fjalla um nær- veru Guðs í kvik- myndum. Við byrjum í nútíman- um og vinnum okkur svo alveg aft- ur til danska leikstjórans Carls Theodors Dreyer sem er hvað þekktastur fyrir Jóhönnu af Örk sem hann gerði árið 1928,“ segir Oddný, en Jóhanna af Örk verður einmitt sýnd þögul við undirleik orgels og barítónsöngvara á fimmtudagskvöldið klukkan 23.30. „Svo mun ég fjalla um Dryer og áhrif hans á aðra kvikmyndagerð- armenn eins og Krzysztof Kies- lowski og Ingmar Bergman sem við munum taka sérstaklega fyrir þar sem hann andaðist fyrir stuttu. Síð- an mun ég tala um Lars Von Trier, og þá sérstaklega Breaking The Waves. Þá mun ég skoða hvað er líkt með Bergman og Dryer, og hvort Bergman hafi verið undir áhrifum hans,“ segir Oddný og út- skýrir að Dryer hafi verið frum- kvöðull í danskri kvikmyndagerð. „Hann hefur haft áhrif allt fram til okkar daga, eins og til dæmis á Von Trier, Kieslowski, Yasujirô Ozu og Akira Kurosawa. Hann var hvað þekktastur fyrir svokallaðan hand- an-veruleika, þar sem hið jarðneska og hið heilaga kallast á,“ segir Oddný. Bruce Almighty og Móses Á málþinginu verða sýnd nokkur myndbrot úr kvikmyndum sem sýna Guð og guðlega nærveru, og skoðað hvernig Guð hefur verið sýndur á hvíta tjaldinu sem persóna eða á annan hátt. Dagskráin verður helguð minningu Ingmars Berg- man, og mun Pétur Pétursson fjalla um Guð, trú og kirkju í nokkrum mynda hans. Þá mun Árni Svanur Daníelsson fjalla um kvikmynda- gerð nútímans og nærveru Guðs í henni, til dæmis í kvikmyndum á borð við Bruce Almighty. „Ég verð einnig með dæmi úr Boðorðunum tíu frá 1956 eftir Cecil B. DeMille, myndinni frægu um Móses,“ segir Oddný, og bætir við að annað kvöld klukkan 20 verði sérstök sýning á Vier Minuten eftir Chris Kraus í Tjarnarbíói, en Oddný og Gunnlaugur A. Jónsson munu segja nokkur orð um mynd- ina áður en sýning hefst. „Toppurinn er svo að sýna Jó- hönnu af Örk inni í kirkjuskipinu í Hallgrímskirkju um miðnætti á fimmtudaginn,“ segir Oddný að lok- um. Guð í aðalhlutverki Málþing um Guð á hvíta tjaldinu í Hallgrímskirkju í kvöld Trúarlegt Morgan Freeman sem Guð almáttugur og Jim Carrey sem Brúsi almáttugur í gamanmyndinni Bruce Almighty frá árinu 2003. Oddný Sen www.kirkjulistahatid.is SÖNGSTIRNIÐ Avril Lavigne hleypur kvik- nakið um þegar það neytir áfengis. Já, söngkonan kanadíska við- urkennir nefni- lega fúslega að strípiþörf grípi hana þegar hún fær sér nokkra sterka. „Einu sinni þegar ég drakk viskí,“ segir stúlkan með visk- íröddu, „varð ég svo hávær, að ein- hver hringdi í lögregluna.“’ „Ég á mér skuggahlið og get komið mér í vandræði. Mér finnst gaman að drekka og sletta úr klaufunum og segja það sem mér finnst. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég gæðablóð, og myndi aldrei skaða neinn af ásettu ráði.“ Gaman er að geta þess, að þó svo að stúlkunni finnist gaman að tína af sér spjarirnar í góðra drykkju- vina hópi, þá beitir hún kynþokk- anum ekki til þess að selja plötur. Í hið minnsta ekki enn. Eða hvað? Hleypur um berössuð Jibbí! Avril virðist kunna að njóta at- hyglinnar. Það er STÆRSTA MYND SUMARSINS / AKUREYRI / KEFLAVÍK FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS 48.000 GESTIR SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið 47.000 GESTIR HLJÓÐ OG MYND THE TRANSFORMERS kl. 6:45 - 9:20 B.i. 10 ára THE SIMPSONS kl. 7 - 9 LEYFÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HLJÓÐ OG MYND WWW.SAMBIO.IS THE TRANSFORMERS kl. 6 - 9 B.i. 10 ára NANCY DREW kl. 9 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 6 B.i. 10 ára THE TRANSFORMERS kl. 6 - 9 B.i. 10 ára NANCY DREW kl. 8 - 10 B.i. 7 ára THE SIMPSONS kl. 6 LEYFÐ / SELFOSSI SÍMI: 482 3007

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.