Morgunblaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 11
FRÉTTIR
Það er
Síðsumarveisla
Heimsferða
frá kr. 14.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða síðustu sætin í síðsumarsólina austan hafs og
vestan á frábærum kjörum. Tryggðu þér síðbúið sumarfrí á ótrú-
legu verði! Nánar á www.heimsferdir.is.
Síðustu sætin
Fuerteventura - síðustu sætin
21. ágúst örfá sæti - 2 vikur frá kr. 34.990
4. sept. örfá sæti - 2 vikur frá kr. 34.990
Montreal - Kanada - síðustu sætin
16. ágúst 7 sæti frá kr. 29.990
23. ágúst 19 sæti frá kr. 29.990
30. ágúst örfá sæti frá kr. 29.990
6. sept. örfá sæti frá kr. 29.990
13. sept. örfá sæti frá kr. 29.990
20. sept. örfá sæti - 8 nætur frá kr. 29.990
Mallorca - síðustu sætin
17. ágúst örfá sæti - 2 vikur frá kr. 44.990
24. ágúst nokkur sæti frá kr. 29.990
31. ágúst nokkur sæti frá kr. 29.990
Costa del Sol - síðustu sætin
22. ágúst örfá sæti frá kr. 39.990
29. ágúst nokkur sæti frá kr. 39.990
5. sept. nokkur sæti frá kr. 39.990
12. sept. nokkur sæti frá kr. 39.990
19. sept. örfá sæti - 10 nætur frá kr. 44.990
Króatía & Trieste - síðustu sætin
19. ágúst 10 sæti frá kr. 24.990
26. ágúst örfá sæti frá kr. 24.990
2. sept. örfá sæti frá kr. 39.990
9. sept. 9 sæti frá kr. 44.990
16. sept. örfá sæti frá kr. 39.990
Alicante - Benidorm - síðustu sætin
16. ágúst 11 sæti frá kr. 14.990
23. ágúst 16 sæti frá kr. 34.990
30. ágúst nokkur sæti frá kr. 29.990
6. sept. nokkur sæti frá kr. 34.990
13. sept. nokkur sæti frá kr. 34.990
20. sept. örfá sæti - 6 nætur frá kr. 34.990
Barcelona/Lloret de Mar - síðustu sætin
17. ágúst 14 sæti - vikuferð frá kr. 49.990
24. ágúst 16 sæti - vikuferð frá kr. 49.990
7. sept. 6 sæti frá kr. 39.090
14. sept. vikuferð - fullt fæði frá kr. 49.990
21. sept. 11 sæti frá kr. 39.090
Frábær sértilboð - í ágúst og sept.
Birt með fyrirvara um prentvillur, uppseldar brottfarir og verðbreytingar.
TENGSL eru milli heilsu foreldra,
sem missa börn sín úr krabba-
meini, eftir andlát barnsins og þess
undirbúnings – vitsmunalegs og til-
finningalegs – sem þeir fá fyrir
andlát barnsins. Þetta er meðal
niðurstaðna í rannsókn dr. Unnar
Valdimarsdóttur vísindamanns við
Háskóla Íslands og samstarfs-
manna hennar við Karolinska In-
stitutet og Harvard-háskóla og
birtist nýverið í sérútgáfu The
Lancet Oncology um krabbameins-
lækningar barna.
Niðurstaða höfunda er sú að
rannsóknin sýni tengsl milli að-
gerða heilbrigðisstarfsfólks sem
annast krabbameinsveik börn og
lengd þess tímabils sem foreldrar
hafa til að undirbúa sig vits-
munalega og tilfinningalega fyrir
yfirvofandi andlát barnsins. Rann-
sóknin sýnir jafnframt að mjög
stutt tímabil eykur hættu á sál-
rænum kvillum til lengri tíma litið,
sérstaklega hjá feðrum barnanna.
Rætt við 449 sænska
foreldra í rannsókninni
Takmörkuð vitneskja hefur verið
um það hvenær foreldrar verða
vitsmunalega og tilfinningalega
meðvitaðir um óhjákvæmilegt og
yfirvofandi andlát barnsins síns úr
krabbameini og hve mikil áhrif
lengd tímabilsins hefur á heilsu
foreldranna þegar til lengri tíma er
litið.
Í tilkynningu kemur fram að
Unnur Valdimarsdóttir, for-
stöðumaður Miðstöðvar Háskóla
Íslands í lýðheilsuvísindum og
samstarfsfólk hennar við Karol-
inska Institutet og Harvard-
háskóla spurðu 449 sænska for-
eldra, sem misst höfðu barn á ár-
unum 1992 til 1997, um það
hvenær – áður en barnið lést – for-
eldrarnir urðu að fullu meðvitaðir
um að barnið væri með banvænt
krabbamein og myndi, fyrr eða síð-
ar, deyja vegna meinsins. Gagna-
söfnun fór fram meðal foreldranna
4-9 árum eftir missi barnsins.
Upplýsingar og
gæði þeirra skipta máli
Um fjórðungur foreldranna
sagðist hafa upplifað mjög stutt
tímabil – minna en einn sólarhring
– þar sem þeir voru meðvitaðir um
missinn framundan og 45%
greindu frá mjög stuttu tímabili
þar sem þau undirbjuggu sig til-
finningalega fyrir andlát barnsins.
Helsti þátturinn sem spáir fyrir
um lengd þess tímabils sem for-
eldrar eru meðvitaðir um yfirvof-
andi andlát barnsins tengist magni
og gæðum upplýsinga sem læknir
barnsins gaf um að sjúkdómurinn
væri ólæknandi. Skortur á slíkum
upplýsingum hafði í för með sér
þrefalt meiri hættu á stuttu tíma-
bili vitsmunalegs undirbúnings for-
eldra. Ef læknandi meðferð var
hætt fyrir andlát barnsins varð
undirbúningstímabil foreldra
lengra. Takmarkaðar upplýsingar
frá ummönnunaraðilum, eða skort-
ur á opinskárri samræðu milli for-
eldranna sjálfra um yfirvofandi
andlát barnsins, leiddu til skemmra
tímabils í tilfinningalegum und-
irbúningi hjá báðum foreldrum.
Ólík áhrif á feður og mæður
Sumir þeirra áhrifaþátta sem
rannsakaðir voru höfðu ólík áhrif á
feður og mæður. Til að mynda
reyndist skemmri tími við sjúkra-
og dánarbeð barns, engar samræð-
ur við barnið um dauðann og ófull-
nægjandi upplýsingar stytta tíma-
bil vitsmuna- og tilfinningalegrar
meðvitundar frekar hjá feðrum en
mæðrum. Rannsóknin benti til
þess að stutt tímabil tilfinninga-
legrar meðvitundar yki hættu á
langtímþunglyndi, veikindaleyfum
frá vinnu og neyslu geðlyfja hjá
þessum feðrum.
Unnur veitir forstöðu Miðstöð
um lýðheilsuvísindi við Háskóla Ís-
lands en fyrstu meistara- og dokt-
orsnemarnir munu hefja þar nám í
haust. Meðal samstarfsaðila Há-
skólans um námið eru Karolinska
Institutet, Harvard School of Pu-
blic Health, Landlæknisembættið,
Hjartavernd, Landspítali – há-
skólasjúkrahús og Krabbameins-
félag Íslands, samkvæmt tilkynn-
ingu.
Morgunblaðið/Ómar
Foreldrar Lítið hefur verið vitað um það hvenær foreldrar verða meðvitaðir um óhjákvæmilegt andlát barns síns.
Tengsl eru á milli heilsu
foreldra og undirbúnings
Niðurstaða rannsóknar íslensks vísindamanns og
samstarfsmanna á andláti barna með krabbamein