Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 233. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is EKKI EINHAMUR UPPHAF DJASSROKKSINS MUN LENGST HALDA NAFNI LARRY CORYELL Á LOFTI >> 40 ÞAU VILJA KOMA HINGAÐ OG GRÚSKA Í SKRÆÐUM Á BÓLAKAFI >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ALVARLEGT rútuslys í hlíðum Bessastaðafjalls sl. sunnudag vekur enn á ný spurningar um öryggismál almennt í langferðabílum, ekki síst um notkun öryggisbelta og hvort ástæða sé til að auka eftirlit með ástandi og búnaði hópferðabíla. Skylda er að hafa belti í öllum rútum sem skráðar eru hér á landi 2001 og síðar og öllum farþegum í hópferða- bílum ber lögum samkvæmt skylda til að nota bílbelti ef þau eru til staðar. „Allar nýrri rútur eru með öryggis- belti en við vitum að það er oft mis- brestur á að menn noti þau,“ segir Árni Stefánsson, hjá Aðalskoðun hf. Fleiri viðmælendur taka í sama streng og verður ekki annað ráðið en að þrátt fyrir átak á síðustu árum í kjölfar hrinu rútuslysa fyrir nokkrum árum, sem hafði að markmiði að hvetja til notkunar öryggisbelta í rút- um, sé allur gangur á að farþegar noti beltin. Reglur um notkun öryggis- belta í rútum hafa verið túlkaðar þannig að þegar farþegar koma inn í bílinn í upphafi ferðar beri bílstjóra að sjá til þess að þeir spenni á sig belt- in. Ef þeir losa sig hins vegar úr belt- unum eftir að bíllinn er kominn á ferð er bílstjórinn ekki ábyrgur fyrir því. Talið er að í dag sé mikill meirihluti hópferðabíla með belti í öllum sætum og rannsóknir á rútuslysum eru tald- ar sýna ótvírætt að farþegar sem nota belti hljóta síður alvarleg meiðsli. Full ástæða er einnig til að ræða hvort ekki sé nauðsynlegt af öryggis- ástæðum að auka skylduskoðun stórra fólksflutningabíla en rútur þarf ekki að færa oftar til ökutækjaskoð- unar en venjulega fjölskyldubíla, þ.e. einu sinni á ári. Lárus Sveinsson, verkefnastjóri tæknimála hjá Um- ferðarstofu, segir að til umræðu sé hvort ástæða sé til að auka tíðni skoð- ana þessara bíla. Fjöldi rútuslysa í fyrra var svipað- ur og undanfarin 5 ár. Einn lést og 17 slösuðust, þar af 2 alvarlega. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Rútuslys Hópbílaslys vekja um- ræðu um öryggi í fólksflutningum. Þörf á auknu eftirliti? Enn er misbrestur á að farþegar noti belti skráðir og hann óttast að þetta kunni að hafa áhrif á þau lögformlegu réttindi sem mennirnir eiga að hafa, m.a. almanna-, sjúkra- og slysa- tryggingar. Starfsmenn Vinnumálastofnunar fóru í síðustu viku í vinnubúðir Arnarfells til að athuga hvernig skráningu starfsmanna þar væri háttað. Ekki fengust upplýsingar hjá þremur undirverktökum Arnarfells og þótti því rétt eftir að slysið varð í fyrradag að athuga hvort verkamennirnir, sem í rútunni voru, væru skráðir líkt og lög gera ráð fyrir. Í ljós kom að um 20 rútufarþeganna voru ekki skráðir og segir Gissur að talið sé að þeir séu ODDUR Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður starfs- manna á Kárahnjúkasvæðinu, gerði í byrjun júlí starfsmönnum þýska fyrirtækisins Hunnebeck ljóst að kjör þeirra væru ekki í samræmi við kjarasamninga og kom athugasemdum áleiðis til forsvarsmanna fyrirtækisins. Starfsmenn frá Hunnebeck, sem er dótturfyrirtæki Arnarfells, voru meðal þeirra sem voru í rútunni sem ók út af í Bessastaðabrekku í fyrradag. Um 20 af þeim u.þ.b. 30 verkamönnum sem voru í rútunni eru ekki á skrá Vinnumálastofnunar. Oddur segir að í sumar hafi verið mikill straumur af starfsfólki inn á vinnusvæði Arnarfells. Um miðjan ágúst benti Oddur Vinnu- málastofnun á að skráningu starfsmanna á svæðinu væri e.t.v. ábótavant og var það hvatinn að því að starfsmenn stofnunarinnar könnuðu málið. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, staðfestir að ekki séu allir mennirnir starfsmenn undirverktakanna. Eru þetta fyrir- tækin Hunnebeck, GT-verktakar og Spöng en Gissur segir að ekki sé hægt að fullyrða að öll fyr- irtækin hafi átt óskráða starfsmenn í rútunni. „Þetta eru samt það margir einstaklingar að það geta ekki verið eðlilegar ástæður fyrir þessu,“ segir Gissur og segir að skráningin sé einföld og taki yfirleitt ekki meira en einn dag. Jafnframt sé uppi vafi hvort greidd hafi verið launatengd gjöld vegna vinnu mannanna. Gísli Sveinbjörnsson, einn eiganda GT-verk- taka, segist ekki kannast við að starfsmenn á hans vegum séu óskráðir en bendir á að skráningin hjá Vinnumálastofnun geti tekið nokkurn tíma. Jafn- framt séu allir starfsmenn sjúkratryggðir. Sigurbjörn K. Haraldsson, eigandi Spangar, segir að allir starfsmenn hans séu með kennitölur og kaup töluvert umfram það sem skylt sé. Hann segist gruna að það hafi einkum verið sérfræð- ingar frá Hunnebeck, sem dvelji á landinu í skamman tíma sem séu óskráðir og segir Gissur hjá Vinnumálastofnun að það kunni að skýra af hverju menn hafi ekki verið skráðir. Kjör sumra starfsmanna ekki í samræmi við samninga Í HNOTSKURN »Það getur haft áhrif á sjúkratrygg-ingar mannanna ef þeir hafa ekki verið skráðir hér á landi. »Að mati yfirtrúnaðarmanns eru und-irverktakarnir þrír með 60 til 90 starfsmenn á vinnusvæðinu. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is HANN virðist ánægður með feng- inn, maðurinn í bátnum, enda með stútfullan poka af hinni merkilegu jurt, hvönninni. Sláttumenn í Þor- finnshólma í Tjörninni standa keikir og bíða næstu ferðar. Ætihvönn þykir merkileg lækn- ingajurt í Íslandssögunni og hefur verið notuð allt frá landnámi. Lækn- ingamáttur hennar var vel þekktur meðal norrænna manna. Hvönnin var öll notuð, ræturnar voru þurrk- aðar og blaðstilkarnir, laufið og fræ- in. Áhrifin voru m.a. talin felast í því að styrkja og örva meltinguna, eyða spennu og losa slím og auka þeim styrk sem átt höfðu við veikindi að stríða. Jurtin óx einnig sunnar í Evr- ópu en sú norræna þótti kraftmeiri. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorfinns- hólmi sleginn Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FARI ferðamaður út í Grímsey í vik- unni er líklegt að sama manneskjan afgreiði hann á flugvellinum, í búð- inni, á gistiheimilinu og í bankanum. Þá er einnig líklegt að hann sjái fáa íbúa yfir fermingu í eynni og að bát- arnir verði allir bundnir við bryggju. Ástæðan er sú að 47 Grímseyingar ætla að skella sér til Costa del Sol á morgun og dvelja þar saman í viku. Eru þetta félagar í kvenfélaginu Baugi, sem fagnar fimmtíu ára af- mæli í ár og Kiwanisklúbbnum Grími. Á meðan verður t.d. skólinn lokaður og öll önnur starfsemi í al- gjöru lágmarki. Líklega væri stærð hópsins ekki í frásögur færandi nema af því að þarna verður á ferðinni bróð- urpartur íbúa eyjarinnar, en þar eru skráðir 102 með lögheimili og um 55- 60 eru á kjörskrá. Það eru því fyrst og fremst börn sem verða í Grímsey næstu dagana en þau Fríður Gunn- arsdóttir, sautján ára, og Þorleifur Hjalti Alfreðsson, nítján ára, taka að sér flest verk sem þarf að vinna meðan á ferðalaginu stendur. Þau eru bæði tengd eynni en búsett „í landi“. Auk þjónustustarfa og barna- gæslu verða störf við rafveituna á þeirra könnu og sömuleiðis lóðsinn og dreifing Morgunblaðsins svo dæmi séu nefnd. Þetta er í sjötta sinn sem ferð á borð við þessa er farin en metþátt- taka er að þessu sinni. „Þetta er lítið og náið samfélag og það sýnir hvað andinn er góður að við viljum ekki aðeins búa saman í Grímsey heldur einnig fara saman í gleðiferðir til útlanda,“ segir Helga Mattína Björnsdóttir, kennari og kvenfélagskona í Grímsey. Hún seg- ir fólk á öllum aldri vera að fara í ferðina, yngstu kvenfélagskonurnar séu sautján ára, sem þyki óvenjulegt miðað við sambærileg félög. Flestallir Grímseyingar yfirgefa eyna Morgunblaðið/ÞÖK Tómlegt Fáir verða í Grímsey næstu daga vegna ferðalaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.