Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 27 MINNINGAR ✝ Ingunn SigríðurElísabet Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum í Reykjavík hinn 20. ágúst síðastliðinn. Ingunn var dóttir hjónanna Gróu Rós- inkrönsu Jóhann- esdóttur, sem fædd var í Álfadal á Ingj- aldssandi 25.2. 1890, og Jóns Guðmundssonar, sem fæddur var á Hamarlandi í Reykhólasveit 31.7. 1888. Bræður Ingunnar eru Guðmundur Snorri Jónsson, sem lifir systur sína, fæddur 23.10. 1913, vélfræðingur og fyrrverandi forseti ASÍ, og Ríkharður Jóhannes Jónsson myndlistarmaður fæddur 21.12. 1920. Ríkhaður lést hinn 8.8. 1991. Ingunn ólst upp hjá foreldrum og Sigurður í nýtt húsnæði í Skeiðarvogi 153 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu til ársins 1992, þegar þau fluttu heimili sitt á Sléttuveg 13 í Reykjavík. Sigurð- ur lést hinn 2. maí 1995 og bjó þá Ingunn ein á Sléttuveginum þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið á Droplaugastöðum árið 2005. Ingunn og Sigurður áttu fjögur börn. Tvö dóu í frumbernsku, drengur er skírður var Birgir, fæddur 1937, og stúlkubarn óskírt, fætt 1938. Börn þeirra, sem lifa foreldra sína, eru Jóna Gróa Sigurðardóttir, fædd 18.3. 1935, og Matthína Sigurðardóttir, fædd 15.3. 1944. Maki Jónu Gróu er Guðmundur Jónsson. Börn Jónu Gróu og Guðmundar eru Ingunn, f. 9.8. 1954, Sigurður, f. 10.5. 1957, Helga, fædd 10.8. 1958, og Auður Björk, fædd 14.8. 1966. Maki Mattínu er Sigurjón Kristjánsson. Börn Mattínu og Sigurjóns eru Anna Sigríður, fædd 1.4. 1961, Elísabet, fædd 6.9. 1962 og Ríkey, fædd 9.12. 1965. Jarðarför Ingunnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. sínum, fyrst efst á Skólavörðustíg í Reykjavík til þriggja ára aldurs. Faðir Ingunnar var tré- smiður og sjómaður og smíðaði hann hús- næði fyrir fjölskyld- una á Frakkastíg 23 í Reykjavík. Ingunn missti föður sinn tíu ára gömul er hann fórst með togar- anum Leifi heppna í Halaveðrinu mikla 8. febrúar 1925. Móðir Ingunnar, Gróa Rósinkransa, lést hinn 30. desember 1964. Hinn 24. nóvember 1934 giftist Ingunn Sigurði Guðmundssyni málarameistara sem fæddur var í Reykjavík 9.11. 1912. Þau hófu búskap sinn á Bergstaðastræti 26a í Reykjavík við æskuheimili Sigurðar en hann var sonur hjónanna Guðmundar Guðnason- ar skipstjóra og Matthínu Helga- dóttur. Árið 1954 fluttust Ingunn Í dag kveðjum við elskulega ömmu mína, Ingunni Sigríði, sem lést eftir góða umönnun á Droplaugarstöðum í Reykjavík á 92. aldursári. Amma var skírð Ingunn Sigríður Elísabet Ólöf. Í minningunni er amma afar glæsilega kona sem hélt reisn sinni og myndarskap fram á síðasta dag. Það hefur væntanlega markað djúp spor í líf ömmu þegar langafi minn og faðir hennar fórst með togaranum Leifi heppna en þá var amma aðeins tíu ára gömul. Langamma, Gróa Rósinkransa, stóð ein uppi með heimilið, börnin þrjú og móður sína, Ríkeyju sem þá var orð- in öldruð. Opinber stuðningur við einstæðar mæður var ekki með sama hætti og hann er þekktur í dag og þurfti langamma að ala önn fyrir fjölskyldunni með þeirri vinnu sem bauðst. Langamma þvoði þvotta við Þvottalaugar í Reykjavík, hafði kost- gangara, vann í fiski og hafði með sér börnin við sveitavinnu. Amma Inga var námfús en efnin leyfðu ekki frekara nám en barna- skóla. Amma byrjaði að vinna 13 ára gömul sem afgreiðslustúlka í verslun við Framnesveg í Reykjavík og voru launin lögð til heimilisins. Síðar vann hún sem afgreiðslustúlka í Nora- Magasín í Pósthússtræti í Reykja- vík, sem þá var ein glæsilegasta verslun bæjarins. Þar vann amma þar til hún giftist afa mínum og al- nafna, Sigurði Guðmundssyni mál- arameistara. Á árinu 1958 hóf amma störf hjá alþingi, þá 43 ára gömul og dæturnar komnar á legg. Amma starfaði hjá alþingi, lengst af sem lestrarsalarvörður, óslitið til ársins 1987, þá 72 ára gömul. Afi og amma stofnuðu heimili sitt í „litla húsinu“ á Bergstaðastræti 26a í Reykjavík, sem var í eigu foreldra afa, Guðmundar og Matthínu, en þau bjuggu í „stóra húsinu“ á Bergstaða- stræti 26b. Í „litla húsinu“ hafa margir í fjölskyldunni byrjað sinn búskap, m.a. foreldrar mínir og ég sjálfur. Afi og amma Inga byggðu sér fal- legt heimili í Skeiðarvogi 153 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1992 er þau fluttust að Sléttuvegi 13 í Reykjavík. Heimili afa og ömmu bar ætíð vott um reisn og eljusemi. Húsið við Skeiðarvog var alltaf sem nýtt og garðurinn svo glæsilegur að eftir var tekið. Afi var með afbrigðum vinnusamur og reyndist ömmu góður eiginmaður. Saman byggðu þau upp fjölskyldu sem bjó við öryggi og reisn. Afi og amma áttu saman góða ævi. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa verið í miklum samvistum við ömmu Ingu og afa Sigga allt frá því ég man fyrst eftir mér. Tilvera þeirra hefur verið tilvera mín að mörgu leyti. Hjá þeim kynntist ég lífsspeki og lífs- máta sem eftirsóknarvert er að fara eftir. Með ömmu er horfin glæsileg og atorkusöm kona sem lifði tímamót tvenn. Löng ævin hefur markað mörg sporin, sem eru vegvísir fyrir afkomendur hennar. Afi Siggi sagði að hvað sem tæki við af jarðlífi loknu myndi hann að minnsta kosti lifa í af- komendum sínum. Það væri alltént eilífðin. Líf ömmu mun halda áfram í mér og öðrum afkomendum hennar sem nú eru 25 talsins. Elsku mamma, Matthína og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð í söknuði ykkar. Sigurður Guðmundsson. Amma Inga, eins og við kölluðum hana ávallt var fædd 20. september 1915 og átti einn mánuð ólifaðan í 92 árin. Hún var skírð Ingunn Sigríður Elísabet Ólöf af foreldrum sínum þeim Gróu og Jóni. Oft á lífsleið minni hafa mannanöfn verið um- ræðuefni og hef ég þá alltaf nefnt öll nöfnin hennar ömmu sem vakið hafa verðskuldaða athygli vegna fjölda nafna en öll hafa þessi fallegu nöfn verið endurnýtt á barnabörn eða barnabarnabörn hennar. Langafi Jón drukknaði löngu fyrir mína tíð eða þegar amma var á tí- unda ári og eina þekking mín um hann eru sögurnar sem mamma og amma Inga hafa sagt mér en ég tel mig aðeins muna eftir langömmu Gróu og þá sérstaklega þegar við fórum í heimsókn til hennar á elli- heimilið í Hafnarfirði. Fyrir rúmum mánuði síðan sat ég hjá ömmu Ingu og sagði hún mér frá uppvaxtarárum sínum – hvernig lífið og tilveran var hjá henni áður og eft- ir að langafi Jón dó. Hvernig langamma Gróa stritaði til að hafa ofaní sig og á börnin sín en þá bjó amma á Frakkastígnum. Nokkrum dögum seinna fór Heba mín og tók myndir af húsinu á Frakkastígnum, sem samkvæmt skipulagi á að rífa innan skamms. Heba og Svana fóru síðan með myndirnar til langömmu sinnar og sýndu henni myndirnar stækkaðar á tölvunni og þótti ömmu mjög vænt um það. Fyrstu minningabrot mín um ömmu Ingu og afa Sigga sem lést ár- ið 1995 eru af Skeiðarvogi 153. Þar áttu þau fallegt heimili og einstak- lega glæsilegan garð sem þau dund- uðu við öll sumur af alúð og innsæi. Það var sama hvenær maður kom í heimsókn eða gisti hjá þeim þá var dekrað við mann og aldrei gat amma látið nokkurn fara frá sér nema með fullan maga og spurði ávallt: „Má nú ekki bjóða þér eina sneið í viðbót?“, þó að maður væri margbúinn að af- þakka áður. Amma og afi fóru í allnokkrar sumarleyfisferðir til útlanda og var það á þeim tíma sem Íslendingar voru að byrja að fara í slíkar ferðir. Þvílíkur spenningur það var að fá þau heim aftur því maður vissi að ávallt var einhver smápakki með í för og að ekki sé minnst á útlenska sælgætið sem við barnabörnin sporðrenndum niður af góðri lyst og áfergju. Þótt amma Inga hafi náð háum aldri leit hún út fyrir að vera mörg- um árum yngri en hún var í raun og vona ég að við niðjar hennar verðum svo heppin að fá að njóta þeirra góðu gena hennar enda skipti það hana miklu máli að vera vel til höfð – sem hún alltaf var. Elsku amma Inga, nú kveð ég þig í hinsta sinn og gleðst yfir því að nú líði þér vel, að þú sért orðinn engill á himnum við hliðina á afa Sigga – ég bið að heilsa. Helga. Með þessum orðum langar mig til að minnast hennar ömmu minnar, Ingunnar Sigríðar Elísabetar Ólafar Jónsdóttur, eða ömmu Ingu eins og við barnabörnin kölluðum hana. Amma Inga var stórglæsileg kona. Auk þess að vera glæsileg var hún fluggáfuð og stálminnug. Hún var lagin í höndum og man ég eftir henni á Skeiðarvoginum með handa- vinnu sína í fanginu. Hún gerði ófá veggteppin sem prýddu veggi á heimili þeirra afa auk þess að sauma í rókókóstóla, klukkustrengi og dúka. Amma hélt heimilinu ávallt af- ar hreinu og fínu enda iðulega með tuskuna til taks. Ég man eftir því að hafa leikið mér að því að setja fingra- för á píanóið eða eitthvert borðið í stofunni því þá var amma iðulega mætt með tuskuna á lofti. Síðustu nótt í lífi ömmu Ingu dreymdi mig fallegan draum. Ég var stödd í garðinum þeirra Ömmu Ingu og afa Sigga á Skeiðarvoginum, í garðinum sem þau gerðu svo glæsi- legan hringinn í kringum húsið. Allt- af var hann vel hirtur og þau höfðu unun af því að halda honum falleg- um. Rósirnar í garðinum voru þær fallegustu sem ég man eftir að hafa séð, grasið ávallt vel slegið og blóm- um raðað snyrtilega í beðin. Hvergi var arfa eða illgresi að sjá. Gos- brunnurinn fannst mér alveg magn- aður og man ég eftir mér sem krakka að hafa oft langað til að busla í hon- um; það mátti þó ekki. Í draumnum stóðu amma og afi saman inni í hús- inu, horfðu á okkur út um stofu- gluggann og brostu til okkar og veif- uðu. Það var fallegt veður, bjart yfir og mikil kyrrð. Mér fannst þau vera hamingjusöm og ánægð. Stuttu eftir að ég vaknaði fékk ég fréttir að amma Inga hefði kvatt þennan heim þá snemma um morg- uninn. Fréttirnar komu í raun ekki á óvart enda var amma orðin 92 ára gömul og hafði verið mikið lasin síð- ustu daga og vikur. Nú er amma komin á þann stað þar sem henni líð- ur betur, laus við gigtina og þau mein sem hrjáðu hana. Elsku amma, hvíl í friði. Auður Björk Guðmundsdóttir. Elsku langamma Inga Við viljum þakka þér fyrir allt og allt. Án þín værum við ekki hér. Hvíl þú í ró við lands þíns ljósa barm, ó ljúfi vin! Bros þitt er geymt – og bak við þyngstan harm er bjartast skin. Þakklát og bljúg sem blóm, er hneigja sig, við breiðum krónu lífsins yfir þig. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma Gógó, afi Guðmund- ur, Mattína, Sigurjón og aðrir fjölskyldumeðlimir, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Minningin lifir. Þín langömmubörn, Svana, Heba og Aron. Ingunn S. Jónsdóttir                          REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSLAUG KLARA JÚLÍUSDÓTTIR, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 29. ágúst kl. 15.00. Kjartan Heiðar Haraldsson, Linda Guðný Róbertsdóttir, Júlíus Heiðar Haraldsson, Harpa Másdóttir, Sigurður Heiðar Haraldsson, Helga Olgeirsdóttir, Maríanna Heiða Haraldsdóttir, Ragnar Kristinn Sigurðsson, Theódóra Sigrún Haraldsdóttir, Sigurjón Valberg Jónsson, Ingibjörg Guðrún Haraldsdóttir, Oddgeir Kristjánsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GÍSELA GUÐMUNDSSON frá Steig, Silfurbraut 10, Höfn, lést á hjúkrunarheimilinu Höfn sunnudaginn 26. ágúst. Róshildur V. Stígsdóttir, Jón Sigmar Jóhannsson, Ólafur Stígsson, Ásrún Helga Guðmundsdóttir, Jóhanna Stígsdóttir, Reynir Ólason og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, afi, bróðir og mágur, ELÍAS JÚLÍUSSON, Keldulandi 21, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Sigríður Drífa Elíasdóttir, Steindór Snær Ólason, Kári Vilberg Atlason, Ragnar Elíasson, Olga Steingrímsdóttir, Bjarney Runólfsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.