Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 15 MENNING JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR azzREYKJAVÍK07 ALLIR ELSKA JAZZ! 29. ágúst - 1.september 2007 Hefst á morgun DAGSKRÁ: sjá www.jazz.is AÐGÖNGUMIÐAR: sjá www.midi.is ALMENNINGUR í Bandaríkj- unum þarf ekki lengur að draga upp veskið til að njóta menningaviðburða segir í The Wall Street Journal. Sinfóníuhljómsveitir og óperuhús munu í vetur bjóða almenningi að njóta klassískrar tónlistar frítt. Tónleikum og sýningum mun verða varpað beint á stóra skjái í görðum, höllum og á hafnabolta- leikvöngum þar sem allir geta horft á. Frumkvöðullinn í að koma menn- ingunni til fólksins er Metropolitan óperan sem bauð almenningi upp á óperusýningar í kvikmyndahúsum í vetur sem leið við miklar vinsældir. Óperuhúsið segir þær sýningar hafa ýtt undir meiri velgengni uppsetn- inga hjá húsinu en hafði verið í mörg ár. Meðal þeirra óperuuppsetninga og tónleika sem varpað verður á skjái almenningi til ánægju eru: – Fílharmóníusveit New York- borgar hinn 18. september. Sveitin mun senda beint út frá opnunar- kvöldi tónleika, þar sem eingöngu verða leikin verk eftir tékkneska tónskáldið Antonin Dvorak, á stórum skjá utandyra á Lincoln Center. Stjórnandi tónleikana er Lorin Maazel og m.a. mun Yo-Yo Ma koma fram. Tónleikarnir verða einn- ig sendir út með hálftíma seinkun á útvarpsstöðinni 96,3 FM WQXR og sjónvarpsrásinni Live from Lincoln Center. – San Francisco-óperan, 28. sept- ember. Óperan Samson and Delilah mun birtast á stigatöflu San Franc- isco Giants-liðsins í AT&T- garðinum. Hægt er að skrá sig á Netinu í tíma til að fá bestu sætin. – Þjóðaróperan í Washington, 23. september. Ópera Puccinis La Bo- heme verður sýnd beint á 32 skjám sama kvöld í borginni, m.a. í Wash- ington Monument, kvikmynda- húsum, háskólum og heimavistum. Meðal háskóla sem taka þátt eru: Duke, Rice, the University of Wash- ington at Seattle og U.S. Military Academy at West Point. Með því er líklega verið að reyna að ná til unga fólksins með óperuformið. Frítt í óperuna Allir geta notið klassískrar tónlistar Ópera Frá uppsetningu Das Rhein- gold í Metropolitan-óperunni. Frítt Það hefur lengi loðað við óp- erur að þær séu fyrir efnafólk. VERKEFNIÐ Norðurlöndin í bíó verður í ár kynnt fyrir 25.000 10 til 12 ára gömlum nemendum á Norðurlöndum með það að leiðarljósi að kenna þeim að skilja betur tungumál hver annars. Út er kominn DVD-diskur sem inniheldur fimm stuttmyndir frá Norð- urlöndunum og er þema þeirra uppvaxtarárin. Að auki býðst kennurum nýtt kennsluefni með leiðbeiningum. Íslenska myndin á diskinum heitir Danskeppnin og er eftir Egil Eðvarðsson. Námsefnið má panta á Netinu og er heimasíðan www.nordenibio.org. Kvikmyndir Norrænar stutt- myndir brúa bilið Egill Eðvarðsson BÁÐAR sögurnar eftir Sig- rúnu Eldjárn um hann langafa, Langafi drullumallar og Langafi prakkari, eru nú komnar út í einni bók, en þær komu fyrst út á árunum 1983 og 1984 og nutu strax mikilla vinsælda. Í þessum stór- skemmtilegu bókum segir frá langafa hennar Önnu sem er enginn venjulegur langafi. Hann bakar drullukökur og veiðir langömmur en er samt alveg staurblindur. Bæði texti og myndir eru eftir Sigrúnu Eldjárn, bókin er 50 blaðsíður og það er Mál og menning sem gefur út. Bókmenntir Drullumall og prakkarastrik Sigrún Eldjárn ÚT ER komin hjá Máli og menningu spænsk-íslensk orðabók, unnin í samvinnu Há- skólans í Reykjavík og Eddu útgáfu hf. Ekkert tungumál opnar aðgang að jafn fjöl- breyttu menningarsvæði og spænska og hefur orðabók- arinnar lengi verið beðið, segir í fréttatilkynningu frá Máli og menningu. Á næsta ári kemur út íslensk-spænsk orðabók. Ritstjórn bókarinnar skipuðu Guðrún H. Tul- inius, Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Krist- insdóttir, Sigrún Á. Eiríksdóttir og Teo Manri- que. Bókmenntir Spænsk-íslensk orðabók komin út Guðrún H. Tulinius Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HAUSTIÐ hefst með Vor- blóti. Nánar tiltekið Vor- blóti Ígors Stravinskís sem er eitt af þeim verkum sem flutt verða á upphafs- tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hinn 6. sept- ember. En hvað ber hæst á vetrardagskránni? „Vladim- ir Ashkenazy stjórnar Missa solemnis eftir Beethoven með fjóra er- lenda stjörnusöngvara með sér, verk sem hefur ekki verið flutt hérna í tæp 20 ár. Þá mun Thomas Adés stjórna hljómsveitinni á einum tónleikum, meðal annars eigin verkum, og hann fær Hamrahlíðarkór- inn með sér í Sálmasinfóníu Stravinskýs,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, nýráð- inn tónlistarstjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar spurður um hápunktana og heldur áfram. „Þá má nefna fræga einleikara á borð við Daniel Müller-Schott, einn flott- asta sellóleikarann í heim- inum og þá mun Víkingur Heiðar spila þriðja píanó- konsert Rakmaninoffs en sá konsert þykir einn sá erfiðasti og varð frægur í kvikmyndinni Shine þar sem píanistinn missti vitið af því að spila hann. Svo ætlar Sigrún Eðvaldsdóttir að spila fiðlukonsert eftir Alban Berg og fleira má nefna.“ Höfuðborg tónlistarinnar Árið byrjar í Vínarborg þar sem fernir Vín- artónleikar verða haldnir á fyrstu dögum ársins 2008. En borgin er einnig eitt helsta þema vetursins. „Vín sem innblástur tónskálda og aðsetur þeirra, Vín sem höfuðborg tónlistar í Evr- ópu í mörg hundrað ár,“ segir Árni Heimir sem und- irstrikar þó fjölbreytnina. „Við viljum vera með spennandi blöndu af gömlu og nýju, íslensku og er- lendu. Græna röðin er að- gengileg tónlist en svo för- um við líka alveg yfir í rosalega massíf hljómsveit- arverk eins og Alpas- infóníuna eftir Strauss sem þarf 20 hornleikara – þá fer þakið líklega endanlega af Háskólabíói.“ Sinfónían leggur áherslu á að kynna nýjum áhorf- endum klassíska tónlist. Áfram verður haldið með Tónsprotann, reglulega laugardagstónleika fyrir yngstu kynslóðina þar sem boðið er upp á Nátt- fatagleði og jólatónleika auk tónleika sem músin Maxímús Músíkús verður vitni að á bæjarrölti sínu þar sem Bóleróinn drunar og Beethoven spáir í örlög- in. Þá mun tónleikaröðin „Heyrðu mig nú!“ hefja göngu sína. „Þetta er ný tónleikaröð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára, fólk sem hefur ekki prófað klassíska tónlist en vill vita meira. Tónleikarnir verða á föstudagskvöldum klukkan níu og tónleikarnir eru klukkutíma langir. Hljóm- sveitarstjórarnir eða ein- leikararnir kynna verkin á undan og við reynum að hafa þetta lifandi og fróð- legt. Við hugsum þetta sem upptakt af því að fólk fer niður í bæ og skemmtir sér. Það getur komið í Há- skólabíó og fengið sér menningarsprautu og svo fer það niður í bæ að skemmta sér. Við reynum að velja kraftmikil og spennandi verk. Við erum að reyna að ná til nýrra hlustenda, ekki bara með því að vera með popptónleika þótt það sé líka gott og blessað,“ segir Árni en Vorblót Stravin- skýs verður flutt á fyrri tónleikunum en á þeim síð- ari fá nemendur sýni- kennslu í Beethoven hjá Robert Levin, prófessor við Harvard. Eftir tónleikana verður slegið upp „eft- irpartíi“ þar sem hægt verður að spyrja listamenn- ina út í verkin. Litróf sinfóníunnar Vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2007-2008 Fjör Það verður nóg að gera hjá hljóðfæraleikurum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á komandi vetri. Í HNOTSKURN »Hægt er að kaupaáskriftarmiða á mis- munandi tónleikaraðir – gula, rauða og græna – en sú græna er hugsuð fyrir byrjendur. Einnig er hægt að kaupa áskriftarmiða á Tón- sprotann. »Ekki eru allir tón-leikarnir í tónleika- röðum og hægt er að kaupa Regnbogakort þar sem velja má 4-12 tón- leika úr öllum röðum eða utan tónleikaraða. ÓLAFUR Elíasson hannar sviðs- myndina fyrir nýja óperu hins virta þýska tónskálds Hans Wern- er Henze, Phaedra. Af þeim sök- um þurfti Ólafur að fara í yfir sextíu viðtöl við þýska fjölmiðla um helgina. Der Tagespiel kallar íslenskættaða Danann eina af stjörnum listasenunnar og Glaube Aktuell líkir honum við landa hans, kvikmyndaleikstjórann Lars von Trier. Þá er einnig viðtal við Ólaf hjá Kulturadio sem mun ein- mitt útvarpa frumsýningu óp- erunnar hinn 6. september. Ópera Werners er svokölluð konsertópera og fjallar um drottn- inguna Phaedru sem verður það á að verða ástfangin af stjúpsyni sínum sem veldur miklum vand- ræðum eins og lög gera ráð fyrir. Sjálfur hefur tónskáldið, sem er orðinn 81 árs gamall og á yfir hundrað óperuverk að baki, verið þekktur fyrir að valda vandræð- um. Hann flutti til Ítalíu fyrir hálfri öld vegna fordóma sem hann varð fyrir sökum samkynhneigðar sinn- ar sem og umdeildra stjórnmála- skoðana, en Werner Herze er fé- lagi í ítalska kommúnistaflokknum og hefur meðal annars búið til verk þar sem Ho Chi Minh og Che Guevara eru lofaðir. Sviðsmynd fyrir harmleik Phaedra Sviðsmynd eftir Ólaf Elíasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.