Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 29 ✝ Jón Þórir Ein-arsson fæddist í Reykjavík 31. jan- úar 1927. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans, Landakoti, 18. ág. síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þóru Val- gerðar Jónsdóttur húsfreyju, f. 24. 4. 1898 á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði (af Longætt), d. 29. 11. 1988, og Einars Guðmundssonar bifreiðastjóra, f. 2.10. 1898 á Fellsenda í Þing- vallasveit (af Hraunfólksætt), d. 7.3. 1946. Systkini Jóns Þóris eru Guðfinna húsfreyja, f. 21.12. 1921, gift Jóni Jónssyni, bónda í Stóradal, A-Hún., f. 11.4. 1912, d. 14.10. 1965. Guðmundur bílamál- ari, f. 21.8. 1925, kvæntur Helgu Nikulásdóttur húsfreyju, f. 16.4. 1929, d. 31.7. 1998. Seinni kona Guðmundar er Hrafnhildur Björnsdóttir, f. 1.11. 1940, banka- starfsmaður. Valgerður hús- freyja og verslunarmaður, f. 4.11. 1930, gift Arnari Þóri Valdi- marssyni rennismið, f. 8.7. 1928, d. 4.7. 1970, seinni maður Val- gerðar, Magnús Jónsson hús- gagnasmiður f. 31.7. 1925, d. 3.5. 2004. Jón Þórir kvænt- ist 17.6. 1953 Guð- björgu Jónu, versl- unar- og skrifstofu- manni, f. á Geld- ingalæk, Rangár- völlum 14.1. 1933, Sigurðardóttur bónda á Efri-Þverá í Fljótshlíð og síðar afgreiðslumanns á Bifreiðastöð Ís- lands, f. 18.12. 1906, d. 6.7. 1977, og Ingibjargar Jónsdóttur húsfreyju, f. 1.12. 1908 d. 9.1. 1985. Jón starfaði við ýmislegt. Var sendill og þvoði bíla á unglings- árum. Hann var á togara og róðr- arbát á stríðsárunum enn skipti svo næstum að jöfnu starfs- ævinni, var olíubílstjóri hjá Olíu- verslun Íslands og vann hjá skipafélaginu Jöklum h/f, um það bil 25 ár á hvorum stað. Um 65 ára aldur kom hann í land og naut efri áranna við ýmis hugð- arefni, ekki síst að ferðast með Félagi húsbílaeigenda. Jón Þórir verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðju- daginn 28. ágúst, kl. 13.00. Elsku bróðir. Nú ert þú dáinn fyrstur af okkur fjórum systkinum, ekki hefði mig órað fyrir því að kveðjustundin væri að nálgast þegar við hittumst síðast, en þú ert búinn að glíma við þennan illvíga sjúkdóm, krabbamein, þú sem varst svo hraustur alla tíð. Það rifjast ýmislegt upp þegar maður hugsar til baka, ýmis prakk- arastrik frá unglingsárum. Vinnu- félagar hjá BP, Olíuverslun Íslands, til fjölda ára, þar gerðist margt skemmtilegt. Þú varst góður bíl- stjóri, oftast á stórum bílum og fékkst nafnið trukkurinn og varst al- veg sáttur við það. Þú varst mestan hluta ævi þinnar á sjónum á fragtskipum og lentir í ýmsu eins og við vitum. Þegar ég heimsótti þig á spítalann gat ég ekki annað en dáðst að því hvað þú gast tjáð þig, þótt þú værir orðinn lamað- ur að nokkru leyti og kominn í hjóla- stól. Alltaf sami æringinn og ákveð- inn í að vinna sigur á þessum illvíga sjúkdómi sem tók öll völd að lokum. Eins dáðist ég að þinni konu, hvað hún hugsaði vel um þig á spítalanum sem og annars staðar, var þér til að- stoðar allar stundir. Jóna mín. Við Hrafnhildur vottum þér okkar dýpstu samúð, minningin um góðan dreng varðveitist í hjörtum okkar. Guðmundur Einarsson (Gúndi bróðir.) Þá er Nonni frændi minn lagður af stað í sitt síðasta ferðalag. Ein af mínum fyrstu minningum sem barn eru þegar von var á Nonna og Jónu, konu hans, í heimsókn í sveitina. Eitt sinn var von á þeim og litla stelpan hoppaði um af spenningi og hrópaði Nonni „fjandi“ er að koma. Þessu hafði hann gaman af og hefur oft minnt mig á þetta mismæli í gegnum tíðina. Hann var sjómaður á millilanda- skipum og alltaf færði hann mér eitt- hvað frá útlöndum, falleg föt, fram- andi sælgæti og græjur fékk ég í fermingargjöf sem var nú ansi flott í þá daga. Ekki nóg með það heldur buðu þau Jóna mér og frænku Jónu í siglingu með Hofsjökli umhverfis landið og til Ameríku. Þvílík upplifun fyrir 13 ára sveitastelpur. Eins og sést á þessari upptalningu vorum við algjör dekurdýr hjá þeim hjónum. Þegar ég var lítil var það uppáhaldið mitt þegar mamma sagði mér Nonnasögur. Það voru sögur af uppátækjum Nonna frá því hann var lítill og það var nú ýmislegt sem hann lenti í. Ein sagan var þannig að hann var ekki gamall þegar þau systkinin fóru að sjá Litla og Stóra í bíói. Í mynd- inni var kveikt í húsi og logaði mikið á sýningartjaldinu. Nonni brá skjótt við og skaust út úr bíóinu svo hratt að mamma hafði ekki við honum, hljóp svo beint heim og sagði pabba sínum að það hefði kviknað í bíóinu og hann einn hefði sloppið út. Nonni hefur víða farið, bæði í leik og starfi, siglt um heimsins höf og ekið um Ísland. Nonni var mikill bílakall og svarti Fordinn hans sem þau Jóna ferðuðust á síðustu 20 árin er órjúfanlegur hluti af minningunni um hann. Hann kom líka stundum með stóra ameríska kagga til lands- ins og þótti nú ekki leiðinleg athyglin sem þeir vöktu. Nonni var áhuga- maður um íþróttir og hafði gaman af að horfa á fótbolta, handbolta, form- úlu og fleira. Hann stundaði silungs- veiði og fylgdist vel með aflabrögð- um hjá okkur hinum þegar við vorum að veiða. Þegar við hjónin eignuðumst fyrstu börnin okkar var Nonni mætt- ur með bílstóla, skiptiborð, barnaföt o.fl. Mikið naut hann þess að kjá framan í krakkana og þar sem þau áttu nú engan afa var Nonni snar- lega vígður í það embætti og kall- aður Nonni afi. Ég held að honum hafi nú bara líkað það vel og verið stoltur af hlutverkinu. Nonni vildi allt fyrir alla gera og var alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd. Fyrir um átta árum höfðum við á orði að við þyrftum að fara að mála húsið okkar. Hann hélt að það væri nú ekki mikið mál, hann myndi bara sjá um þetta. Og viti menn, hann mætti og málaði allt húsið, príl- andi í stigum og uppi á þaki 72 ára gamall. Ég veit að fleiri hafa sömu sögu að segja af hjálpsemi hans. Nonni og Jóna voru búin að vera gift í rúm 54 ár þegar hann andaðist. Síðla vetrar var hann fluttur á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt þaðan. Elsku Jóna. Þú ert einstök kona því hvern einasta dag hefur þú farið til hans að morgni og verið við hlið hans til kvölds. Er hægt að hugsa sér meiri tryggð og um- hyggju? Takk innilega fyrir að hugsa svona vel um frænda minn. Við vott- um þér okkar dýpstu samúð. Elínborg S. Jónsdóttir og fjölskylda. Hér í Danmörku þar sem við erum að koma okkur fyrir í nýju landi á ókunnum slóðum, sit ég og horfi út um opinn gluggann. Það er búið að rigna en hlý golan strýkur samt kinn og sveitaangan liggur í loftinu frá býlunum hér í kring. Það er tré úti við veröndina okkar sem er grænt og fallegt og í því er hreiður. Það eru náttúrlega engir ungar í því núna því þeir eru flognir og farnir að kanna heiminn fyrir utan hreiðrið en við bíðum spennt eftir að sjá næsta vor hvaða fugl verpir þar og býr sér heimili í stutta stund. Ég sem ætti að vera að hugsa sorglega því hann Nonni okkar er búinn að fá hvíldina en alltaf koma bara upp fallegar, skemmtilegar og góðar hugsanir. En þannig eru ein- mitt minningarnar um hann Nonna, bara skemmtilegar, góðar og falleg- ar. Elsku Jóna frænka, við Anna höf- um hugsað til ykkar alla daga síðan við komum hér út og verið með í bar- áttunni í huganum. Núna þarf maður enn einu sinni að endurskrifa lífið, það er ekki lengur Jóna og Nonni nú er það bara Jóna. Allt lífið er breyt- ingum háð, þannig er það bara, þó að oft vilji maður hafa hlutina alltaf eins. En eftir sem áður eigum við minningarnar, þær breytast ekki. Og nú göngum við síðustu skrefin með Nonna okkar. Sigurþór. Látinn er í Reykjavík vinur minn Jón Einarsson á sjötugasta og ní- unda aldursári, en Jón var fæddur á Fáskrúðsfirði 31. janúar 1927. Jóni kynntist ég þegar ég hóf störf sem vélstjóri á m/s Hofsjökli, en þá starfaði Jón sem smyrjari þar. Í þessari grein minni notast ég við nafnið Trukkurinn en það var það nafn sem Jón hafði um borð í Hofs- jökli og held ég að það sé tilkomið þannig að hann var hamhleypa til allra verka og vílaði ekki fyrir sér þótt honum væru falin hin erfiðustu verk sem unnin eru í vélarúmi skipa úti á sjó, jafnvel upptektir á vélum í haugasjó við hin erfiðustu skilyrði. Í kringum Trukkinn var aldrei nein lognmolla hann vildi að hlutirnir gengju hratt fyrir sig. Í höfnum er- lendis voru mönnum oft sett fyrir ákveðin verk og að þeim loknum áttu þeir frí og gerðu menn þá ýmislegt sér til skemmtunar eða skruppu í verslanir því alltaf var með í för inn- kaupalisti að heiman. Á þessum árum okkar Trukksins vorum við aðallega í siglingum milli Íslands og Bandaríkjanna með við- komu í tveimur höfnum, Boston og Cambridge. Í þeirri síðarnefndu átti Trukkurinn forláta Buick-bifreið og var hún óspart notuð af honum og ýmsum skipsfélögum því Trukkur- inn var ósínkur á bílinn til þeirra sem hann treysti, og var ég svo lánsamur að njóta þess trausts. Ung að árum fór dóttir mín að fara með mér í siglingar og var jafnvel um borð lungann úr sumri og sótti hún mikið niður til Trukksins ásamt öðru smáfólki sem oft var um borð í skipinu um sumartíma því hann var sérlega barngóður og ávallt góði fé- laginn sem aldrei þreyttist á að tala við smáfólkið og átti hann ávallt eitt- hvað í sínum fórum er gladdi þau. Því miður hafa heimsóknir til Trukksins og Jónu orðið strjálli og er það miður því ávallt var maður au- fúsugestur á heimili þeirra. Við hjónin vottum Jónu okkar dýpstu samúð og Tóta Maja sendir kveðju. Ef almættið er til þá veit ég að Trukkurinn er farinn að taka til hendi á guðs vegum, farðu vel vinur og Guð veri með þér. Kristinn Gíslason. Elsku Nonni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þökkum allt gott, kæri vinur. Svala Leifsdóttir og fjölskylda. Kæri vinur. Það koma upp svo margar minn- ingar að ekki er hægt að gera upp á milli þeirra. Við eigum þær áfram saman. Hjálpsemi þín og samvera gegnum síðustu áratugi hafa verið ómetanleg. Takk. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og laus við þján- ingar síðustu mánaða. Mann eins og þig vilja allir hafa nálægt sér. Bið fyrir kveður og óska ástvinum þínum samúðar. Sigurður Ingi. Jón Þórir Einarsson Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HELGASON fyrrv. bifreiðastjóri, síðast til heimilis á Sólvöllum, Eyrarbakka, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugardaginn 25. ágúst. Erlingur Bjarnason, Eygerður Þórisdóttir, Sigrún Bjarnadóttir, Páll Sigurðsson, Jóhannes Bjarnason, Hafdís Óladóttir, Helgi Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Guðjón Guðjónsson, Steinunn Bjarnadóttir, Kjartan Jóhannsson, Sigríður Bjarnadóttir, Hafþór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON skipstjóri, Reykjabraut 11, Þorlákshöfn, andaðist laugardaginn 25. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut. Ellen Ólafsdóttir, Ólafur, Sigurður og Sólveig, tengdabörn og barnabörn. ✝ Kæri bróðir, mágur, frændi og vinur, PÁLMI GUÐJÓNSSON garðyrkjumaður, lést mánudaginn 6. september. Kveðjuathöfn hefur farið fram. Lilja Guðjónsdóttir, Símon Kristjánsson Reynir Guðjónsson, Margrét Vilmarsdóttir og systkinabörn. ✝ Okkar ástkæra KRISTÍN ARNA ARNARDÓTTIR, lést sunnudaginn 19. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Gunnarsdóttir, Örn Ármann Sigurðsson, Wim Van der Aa, Benedikt Ármann Arnarson, Theodór Fannar Benediktsson, Jónína G. Arnardóttir, Jacob Ohayon, Daníel og Karen Lilja Ohayon, Guðrún Lilja Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.