Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum búin að ræða við hann og hann ætlar að gera þetta,“ seg- ir Júlíus Kemp leikstjóri, en ís- lensk-bandaríski leikarinn Gunnar Hansen mun fara með eitt af aðalhlutverk- unum í næstu mynd Júlíusar, Reykjavik Whale Watching Massacre. Gunnar er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn óhugnanlegi Leatherface í hrollvekjunni The Texas Chainsaw Massacre frá árinu 1974, en hann hefur þó leikið í fjölda kvikmynda síðan þá. „Hann heldur líka mikið af fyrirlestrum á hryllings- myndahátíðum. Hann á stóran hóp aðdáenda og er með heimasíðu, gunnarhansen.com. Leatherface er náttúrlega eitt hræðilegasta skrímsli kvikmyndasögunnar,“ seg- ir Júlíus. Enginn óþokki „Þetta var hugmynd sem Sjón fékk, að fá Gunnar í hlutverk skip- stjórans á skipinu,“ segir Júlíus, en Sjón skrifar handritið að myndinni. „Við settum okkur í samband við Gunnar sem las handritið og sam- þykkti svo að gera þetta. Hann kom hingað síðasta haust og spjall- aði við okkur niðri á Priki. Hann kemur hingað svona einu sinni á ári, í laxveiði eða eitthvað slíkt. Hann talar líka íslensku,“ segir Júl- íus, en Gunnar fæddist í Reykjavík árið 1947 en fluttist til Bandaríkj- anna þegar hann var fimm ára gamall. Aðspurður segir Júlíus að hlut- verk Gunnars sé nokkuð stórt, en hann leiki þó engan óþokka líkt og í The Texas Chainsaw Massacre þar sem hann lék óðan mann sem myrti fólk með keðjusög. Hryllingur og húmor Á fréttavef Variety kemur fram að Reykjavik Whale Watching Massacre sé sambland af hrollvekj- unum The Blair Witch Project, The Evil Dead og The Texas Chainsaw Massacre. Júlíus segir það ekki svo fjarri lagi. „Þetta er eitthvað í þá áttina. Þetta er allavega hryllings- mynd, þótt það sé svolítill húmor í henni. Menn hafa sagt að þetta fari ekki saman, grín og hryllingur. En Reservoir Dogs er mjög fyndin hryllingsmynd, sem dæmi.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær tökur á Reykjavik Whale Watching Massacre hefjast en Júlíus segir það koma í ljós fljótlega. Keðjusagar- morðinginn í íslenskri mynd Ófrýnilegur Gunnar sem Leatherface í The Texas Chainsaw Massacre. www.gunnarhansen.com www.kisi.is Gunnar Hansen fer með eitt af aðal- hlutverkunum í hrollvekjunni Reykjavik Whale Watching Massacre Júlíus Kemp Hrollur Blóðbað í hvalaskoðun. 25.08.2007 9 19 21 27 29 9 3 4 5 7 8 2 7 8 2 37 22.08.2007 13 31 34 35 40 44 3430 47 SÍÐU STU SÝN IN G A R íslenskur te xti íslenskur te xti íslenskur te xti íslenskur te xti A U KA SÝN IN G A U KA SÝN IN G A U KA SÝN IN G A U KA SÝN IN G A U KA SÝN IN G SÍÐU STU SÝN IN G A R íslenskur te xti eeee - Ó.H.T., RÁS 2 eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL51.000 G ESTIR Sýnd með íslensku og ensku tali - Kauptu bíómiðann á netinu - The Bourne Ultimatum kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára The Bourne Ultimatum kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Rush Hour 3 kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 4 - 6 Die Hard 4.0 SÍÐUSTU SÝNNGAR kl. 8 B.i. 14 ára Death Proof SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 10:45 B.i. 16 ára The Bourne Ultimatum kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára Rush Hour 3 kl. 8 - 10 B.i. 12 ára The Simpsons m/ísl. tali kl. 6 – Sími 564 0000 –Sími 462 3500 SICKO eeee S.V. - MBL CHRIS TUCKER JACKIE CHAN Jackie Chan og Chris Tucker fara á kostum í fyndnustu spennumynd ársins!MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE MATT DAMON ER JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MAGNAÐASTA SPENNUMYND SUMARSINS DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS Sýningar kl. 5:30 The Bridge** / Goodbye Bafana / Cocain cowboys / For your Consideration** Sýningar kl. 8 Away From Her / Sicko / Fuck / Deliver us from Evil** Sýningar kl. 10.30 Shortbus** / Die Falscher / Going to pieces / Hallam Foe** Sími 551 9000 GRÆNA LJÓSSINS BÍÓ- DAGAR REGNBOGINN 15.-29. ÁGÚST COWBOYS COCAINE DIE FALSCHER GOODBY E BAFANA AWAY FROM HER SHORTBUS FUCK GOING TO PIECES Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir FOR YOUR CONSIDERAT ION HALLAM FOE BRIDGE THE DELIVER US FROM EVI L 2 DA G A R EFTIR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.