Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 19 Spútnikk fer hring í kringum jörðina. Kalli byrjar í barnaskóla. ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 3 87 98 0 8/ 07 Elvis Presly og Priscilla setja upp hringana. Kalli byrjar í menntaskóla. Hreinn Halldórsson verður Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss. Dóra litla kemur í heiminn. Kýrin Harpa syndir rúmlega 2 kílómetra þvert yfir Önundarfjörð. Kalli fær deildarstjórastöðu. Bandaríska geimfarið Könnuður lendir á Mars. Kalli stofnar sitt eigið fyrirtæki. Dóra verður stúdent. Síðasta bókin um Harry Potter kemur út. Kalli fréttir að morgni 2. júlí að hann sé orðinn afi. 5 ár Fyrst á hverjum morgni í 1957 1967 1977 1987 1997 2007 Mikið hefur verið um að vera í Húna- þingi vestra á líðandi sumri og margvísleg afþreying í boði. Má fyrst nefna Fjöruhlaðborð húsfreyjanna, sem er árlegur at- burður í Hamarsbúð á Vatnsnesi um sólstöður. Í ár kom mikill fjöldi gesta og gæddi sér á framandi og forvitnilegum réttum, yfir 50 teg- undum, úr hráefni sjávarins og sveitarinnar. Þetta var í ellefta sinn sem boðið var til þessa atburðar og mega húsfreyjurnar eiga heiður skil- inn. Hvammstangakirkja varð fimmtíu ára í júlílok, þá var einnig tíu ára vígsluafmæli kapellunnar á Sjúkra- húsinu og tíu ára endurvígsluafmæli Kirkjuhvammskirkju. Sóknarnefnd hélt myndarlega afmælishátíð hinn 22. júlí og voru kirkjuathafnir í öll- um þremur guðshúsum sóknarinnar. Þrír fyrrverandi sóknarpresta, sr. Gísli H. Kolbeins, sr. Pálmi Matt- híasson og sr. Kristján Björnsson komu og þjónuðu við athafnirnar. Þá var einnig menningardagskrá í Hvammstangakirkju þar sem prest- arnir rifjuðu upp atburði frá þjón- ustutímum sínum í Hvammstanga- sókn. Sr. Gísli blessaði samband hjónanna Gunnars Jónssonar og Jónu Jónsdóttur, en hann gifti þau við kirkjuvígsluna fyrir 50 árum.    Unglist, „Eldur í Húnaþingi“ ,sum- arhátíð ungs fólks í héraðinu var síð- ustu helgi í júlí, þá var boðið upp á ýmsa atburði, m.a. tónleika KK, Kristjáns Kristjánssonar, í Borg- arvirki, stórdansleik, útsendingar svæðisútvarps og margt fleira. Unga fólkið stendur vel að hátíðinni og fær dyggan stuðning einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu. Um verslunarmannahelgi var loks Grettishátíð á Laugarbakka og á Bjargi í Miðfirði. Víkingar heimsóttu héraðið og slógu upp tjöldum í Grettisgarði og héldu sýningar. Fjölskyldudagur var síðan á Bjargi, sögustund, og kraftakeppni í flokki karla og kvenna.    Sumarsins 2007 verður minnst fyrir mikla þurrkatíð, varla hefur rignt í héraðinu frá því í maí, þar til nú síðustu daga. Smærri ár og lækir voru nánast vatnslaus og dauft yfir veiði í vötnum og laxveiðiám. Gróður hefur látið á sjá, og víða brunnið á melatúnum. Nú síðustu viku hefur nokkur úrkoma fallið og breytist ástandið þá hratt. Spretta í tjágróðri virðist hinsvegar góð og lofar góðu fyrir næsta ár.    Nú skipuleggja bændur haust- störfin, fjallskil og réttir eru fram undan. Talsvert er rekið af stóði á heiðar Miðfirðinga og Víðdælinga og eru hrossaréttir sérstakir atburðir. Stóðrétt er í Miðfirði aðra helgi í september og í Víðidal fyrstu helgi í október. Stóðréttir eru vel sóttar, einkum í Víðidal, þar er oft uppboð á hrossum, boðið upp á þátttöku gesta í stóðrekstri, mannfagnaður, glens og gaman.    Nú um helgina fór fram talning á sel við Vatnsnes að frumkvæði Selaset- urs Íslands. Mun þetta vera fyrsta talning á svæðinu. Um þrjátíu manns tóku þátt í talningunni, bæði landeigendur og aðrir, gengnar voru fjörur frá Miðfjarðarárósi og allt að Sigríðarstaðaósi austan Vatnsness. Niðurstaðan er að allt að 500 selir hafi verið við ströndina á þessum degi. Morgunblaðið/ Karl Á Sigurgeirsson Sumarhátíð Tónlistarmaðurinn KK hélt tónleika í Borgarvirki. HVAMMSTANGI Karl Á. Sigurgeirsson fréttaritari Kristján fjallaskáld orti um ást-ina: Ást er dropi lífs af lind, leikur, þrá og styrkur. Ástleysi er sorg og synd, svívirðing og myrkur. Ingólfur Ómar Ármannsson var hugfanginn þegar hann orti til stúlku um síðustu Verslunarmanna- helgi: Ærið fögur ertu snót aðeins þig ég dái; armlög þín og yndishót alltaf heitt ég þrái. Vekur hjá mér villta þrá með vonargneista sínum: Kæra vina vil þig fá og vefja í örmum mínum. Linda hún er ljúf og góð lífsglöð framar vonum, yndisfögur, ung og rjóð með álitlegri konum. Sveinbjörn Benteinsson orti: Augun blá og ljósir lokkar ljómuðu hjá mér eina stund. Söm var þrá og ætlan okkar Edens þá við gistum lund. Og Magnús Kr. Gíslason: Ástir þráði ég oftast hjá ungum þráða tróðum. Breiddargráðum ýmsum á eg hef ráð á fljóðum. VÍSNAHORNIÐ Af ástarþrá og fljóðum pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.