Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is FARÞEGAR sem voru um borð í hópferðarbíl Arnarfells þegar hann fór út af veginum á Bessastaðafjalli á Fljótsdalsheiði, rétt fyrir klukk- an eitt á sunnudag, eru á batavegi. Fimmtán manns þurftu að dvelja á sjúkrahúsi og af þeim beinbrotn- uðu sjö. Enginn slasaðist lífshættu- lega. Rannsóknarnefnd umferðar- slysa skoðaði vettvang í gær og beinist rannsóknin aðallega að hemlunarbúnaði, í samhengi við veginn og umhverfi hans. Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umhverfis- slysa, segir veginn almennt séð í góðu ástandi. „En ef þú setur þetta í samhengi við þá umferð sem þarna fer um, s.s. þungaumferð, og eins önnur slys sem þarna hafa orðið er fullt tilefni til að kanna hvort hægt er að bæta úr. Ef menn ná ekki þessari beygju, hvort ekki verði að hafa öryggisáætlun.“ Sem úrbætur minnist Ágúst m.a. á að hægt væri að framlengja „púð- ann“ við veginn. „Helst þannig að ef til þess kemur geti ökumenn rennt sér þarna út af og upp í mót, þ.e.a.s. ef hægt er að koma því við. Það hafa jú komið upp þrjú slys þarna og því verðum við að skoða alla slíka möguleika.“ Landsvirkjun mun láta skoða veginn Vegurinn er í eigu Landsvirkj- unar, sem lagði hann á rannsókn- artíma Kárahnjúkavirkjunar. Veg- urinn var svo endurbættur þegar kom að byggingu virkjunarinnar og voru þá m.a. beygjurnar rýmk- aðar. „Það er alveg ljóst að beygj- urnar í þessari brekku eru gríð- arlega rúmar, og vel unnar, af þeirri einföldu ástæðu að það þurfti að koma upp brekkurnar þungum hlössum, m.a. borunum stóru, auk þess sem mikið af flutn- ingabílum með tengivagna fer þarna um,“ segir Sigurður Arn- alds, talsmaður Kárahnjúkavirkj- unar. „En þrátt fyrir það var ákveðið í [gærmorgun] að fá vega- gerðarsérfræðinga til að skoða þessa beygju og meta fyrir okkur hvort við getum gert eitthvað á staðnum til að alla vega minnka af- leiðingarnar ef eitthvað svona ger- ist á nýjan leik.“ Athygli vekur að ekki eru vegrið á þeim stað þar sem rútan fór út af og þrátt fyrir að hafa efasemdir um gagnsemi vegriða í beygjunni segir Sigurður að það sé eitt af því sem skoðað verði. Engin bremsuför á vettvangi Rútan var fjarlægð af vettvangi í gærdag og flutt til Egilsstaða. Þar munu bíltæknimenn skoða hana í dag en að sögn Ágústar Mogensen beinist rannsóknin að hemlunar- búnaði, ekki síst í ljósi þess að far- þegar hafa sagt lögreglu frá því að rútan hafi verið bremsulaus þegar hún fór út af – og eins voru engin bremsuför á vettvangi. Meðal þess sem rannsakað verður er hvort of- hitnun hafi átt sér stað. Ekki hefur enn reynst unnt að yfirheyra ökumann bifreiðarinnar en hann slasaðist töluvert í slysinu, og var fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar. Það verður þó reynt á næstu dögum. Rútan sem er sextán ára gömul fór síðast í skoðun í maí sl. og leiddi hún ekkert athugavert í ljós. Ágúst bendir jafnframt á að í gegn- um árin hafi engar athugasemdir verið gerðar og því bendi ekkert til að viðhaldi hafi verið ábótavant. „En það er margt sem getur s.s. gerst frá maímánuði, en það verður allt rannsakað,“ segir Ágúst og úti- lokar ekkert sem orsök. Bifreiðin er í eigu Arnarfells, og allir farþegarnir starfsmenn fyrir- tækisins, eða undirverktaka. Er- lendir starfsmenn fá frí á sunnu- dögum og er rútan notuð til að ferja þá til Egilsstaða. Þeir voru á leið þangað þegar slysið varð. Gísli Rúnar Rafnsson, staðar- stjóri fyrirtækisins, segir rútuna hafa verið keypta í lok júní sl. og að ekkert hafi komið fyrir hana síðan þá, sem gæti skýrt bilaðar bremsur. „Það er t.a.m. ekki mikið álag á henni, rútan er notuð til að keyra starfsmenn á milli staða, og stendur megnið af deginum. Hún er þá í minni notkun en flest okkar tæki hérna.“ Rútan fór í gegnum skoð- un án athugasemda í maí Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Harður árekstur Rútan fór út af veginum á um 60 km hraða og slösuðust fimmtán manns af rúmlega þrjátíu far- þegum, auk bílstjórans. Allir eru þó á batavegi og enginn í lífshættu. Talið er að bremsur rútunnar hafi bilað. FRAMKVÆMDIR við nýjar höf- uðstöðvar Landsbanka Íslands í miðborg Reykjavíkur geta vænt- anlega hafist öðrum hvorum megin við áramót 2008 og 2009. Standist sú tímasetning má reikna með að húsið verði tekið í notkun um tveimur árum síðar, að sögn Hauks Þórs Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Landsbanka Íslands. Höfuðstöðvar Landsbankans munu rísa í næsta nágrenni við nýja ráðstefnu- og tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn og fleiri nýbyggingar. Það verður því hluti af endurnýjun miðbæj- arins. „Lykilmaðurinn á bak við alla þessa uppbyggingu í miðbæ Reykjavíkur er Björgólfur Guð- arinnar. Á fyrra þrepi verður leit- að eftir hugmyndum að heildar- skipulagi byggingarreitsins, tengingum við umhverfi og heild- aryfirbragði bygginga. Í síðara þrepi verður unnin útfærsla og nánari tillaga að byggingum í sam- ræmi við þarfir Landsbankans. Veglegt verðlaunafé verður í boði fyrir þær tillögur sem enda í efstu sætum samkeppninnar. Haukur minnti á að nú væri í gangi samkeppni um nýtt skipulag Kvosarinnar. Vel gæti verið að niðurstaða samkeppninnar myndi hafa einhver áhrif á deiliskipulag svæðisins og þar með endanlega stærð eða útlit höfuðstöðva Lands- bankans. götu á svæðinu mun liggja í gegn- um hús Landsbankans. Miðað er við að hús Landsbank- ans verði fimm hæðir ofan jarðar, en það verður byggt ofan á stóru tveggja hæða bílastæðahúsi sem verður neðanjarðar. Bílastæðahús- ið mun ná frá byggingarreit nýja ráðstefnu- og tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn að Hafnarstræti og frá Kalkofnsvegi og langleiðina að Tollhúsinu. Landsbankinn auglýsti á sunnu- dag forval í tveggja þrepa sam- keppni um hönnun nýbyggingar bankans. Óskað er eftir umsóknum frá arkitektastofum sem hafa áhuga á að taka þátt í keppni um hönnun og framkvæmd bygging- mundsson, bankaráðsformaður Landsbankans,“ sagði Haukur Þór. Samkvæmt núgildandi deili- skipulagi getur bygging Lands- bankans orðið allt að 24 þúsund fermetrar að stærð. Höfuðstöðvar bankans munu rísa á reit sem nú afmarkast af Kalkofnsvegi, Geirs- götu, Tollhúsinu og línu frá Tryggvagötu í stefnu á Hverfis- götu, að sögn Hauks Þórs. Hann sagði að Landsbankinn hefði upp- haflega verið búinn að fá lóð á austurhluta svæðisins en síðar fengið vesturlóðina með samning- um. Ákveðið var að hanna eitt hús á báðar þessar lóðir Landsbank- ans. Leiðin að fyrirhugaðri göngu- Höfuðstöðvar Landsbankans verða allt að 24.000 m2 að stærð                                                     23 14 %$ . 5            4 +  GÍSLI Rúnar Rafnsson, staðarstjóri Arnarfells, segir að fimmtán manns hafi þurft að dvelja á sjúkrahúsi vegna slyssins en alls hafi um þrjátíu manns verið í rút- unni – og allir hafi farið til skoðunar. Um helmingur mannanna var útskrifaður í gær og fleiri verða útskrif- aðir á næstu dögum. Tveir menn sem fluttir voru á Akureyri ökklabrotn- uðu, og fimm manns sem fluttir voru til Reykjavíkur hlutu jafnframt beinbrot. Aðrir sluppu betur. Um helm- ingur farþeganna var kominn aftur á svæði Arnarfells þar sem þeir eru undir handleiðslu læknis. Gísli segist ekki gera ráð fyrir að tafir verði við framkvæmdir Arnarfells en flestir hinna slösuðu snúa aftur í vikunni. Um 320 starfsmenn starfa hjá Arn- arfelli við framkvæmdir, m.a. byggingu Ufsastíflu og Keldárstíflu og við gerð lokuhúss á svæðinu. Gerir ekki ráð fyrir töfum vegna slyssins Rannsókn rútuslyssins sem varð á Bessastaða- fjalli á sunnudag beinist aðallega að hemlunar- búnaði. Rútan var flutt til Egilsstaða í gær og bíl- tæknimenn munu skoða hana ítarlega í dag. LÖGREGLAN á höfuðborg- arsvæðinu svipti 17 ára pilt öku- réttindum fyrir ofsaakstur síðast- liðin laugardag. Pilturinn hafði aðeins verið með réttindi til aksturs í um fjórar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni ók pilturinn bifreið móður sinnar um Vesturlands- veg; bíllinn mældist á 158 km hraða en þar er leyfilegur há- markshraði 80 km á klukkustund. Þrír farþegar voru í bílnum, ung- menni á svipuðum aldri. Að sögn lögreglu tók einn farþeginn við stjórn ökutækisins, að fengnu samþykki móðurinnar – sem haft var samband við vegna ungs ald- urs ökumannsins. Ungi maðurinn þarf því að punga út á milli 150 og 200 þús- und krónum til að fá ökuréttindi á nýjan leik. Sviptur eftir að hafa keyrt í fjórar vikur Tekinn Lögreglan er árvökul. TVÍTUGUR piltur ók á vegarstólpa í Garðabæ aðfaranótt sunnudags en óhappið má rekja til þess að hann var bæði drukkinn undir stýri, og var að reyna senda smáskilaboð í síma sínum. Að sögn lögreglu meiddist maðurinn lítillega en óhappið var eitt af 53 sem voru til- kynnt lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu um helgina. Einnig voru fjórir ökumenn teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna auk þess sem lögregla stöðvaði sjö ökumenn sem höfðu verið sviptir ökurétt- indum eða aldrei fengið þau. Ölvaður að senda skilaboð AKSTUR karlmanns á fimmtugs- aldri var stöðvaður um helgina sem væri ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í bifreið hans voru bæði barn hans og barnabarn. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er þetta langt frá því að vera einsdæmi og sérlega ámælisvert. Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur um helgina á höf- uðborgarsvæðinu. Þar af var karl- maður um fertugt sem fyrst var stöðvaður í Kópavogi snemma á laugardagsmorgun og aftur um kvöldmatarleytið, þá á Sæbraut, og svo drukkinn að hann þurfti hjálp við að komast út úr bílnum. Drukkinn afi undir stýri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.