Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 36
Flest hin lögin liggja
einhversstaðar á miðj-
unni. Sum betri en önnur en
engin meistaraverk … 37
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„VIÐ ákváðum að hafa þetta svolítið stórt og
flott og leituðum til þekktustu tónlistarmann-
anna sem hafa verið í kórnum frá upphafi,“ segir
Guðmundur Einar Sigurðarson um tónleika sem
Hamrahlíðarkórinn stendur fyrir næstkomandi
fimmtudag, en hann er einn skipuleggjenda.
Meðal þeirra listamanna sem koma fram á
tónleikunum eru Stuðmenn, Baggalútur, Páll
Óskar, Hjaltalín og Djasstríóið Babar ásamt Sig-
ríði Thorlacius.
Liðsmenn áðurnefnda hljómsveita hafa flest-
allir verið liðsmenn Hamrahlíðarkórsins á ein-
hverjum tímapunkti.
Guðmundur segir það hafa verið lítið mál að fá
þessa fyrrum MH-inga til að koma fram á tón-
leikunum.
„Já, það voru allir alveg virkilega jákvæðir og
getur verið að menn séu þakklátir því starfi sem
kórinn hefur unnið í gegnum tíðina,“ segir Guð-
mundur.
„Það voru meira að segja fleiri sem vildu taka
þátt en voru því miður uppteknir við tónleika-
hald annars staðar þetta sama kvöld.“
Tveir kórar innan veggja skólans
Hamrahlíðarkórinn fagnar 40 ára starfsafmæli
á næsta ári og segist Guðmundur ekki hafa tölu
á öllum þeim einstaklingum sem starfað hafa
með kórnum frá upphafi.
Rétt er að árétta að það eru tveir kórar sem
eiga uppruna sinn í Menntaskólanum í Hamra-
hlíð, annarsvegar Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð og hinsvegar Hamrahlíðarkórinn,
sem bæði er skipaður núverandi og fyrrverandi
MH-ingum.
Guðmundur segir mikið félagslíf vera í kring-
um kórastarfið, ekki sé eingöngu um að ræða
söngæfingar og tónleika.
„Svo eru utanlandsferðirnar,“ segir Guð-
mundur en tónleikarnir eru einmitt haldnir til
styrktar fyrirhugaðri Kínaferð kórsins.
„Við erum að fara í september og ætlum að
ferðast til allra stærstu borga Kína á tveimur
vikum og syngja,“ segir Guðmundur.
„Það er reyndar svolítið vesen að vera frá
skóla svona lengi,“ bætir hann við.
Hamrahlíðarkórinn ætlar að sögn Guðmundar
að hvíla raddböndin á tónleikunum á fimmtudag-
inn og láta áðurnefnda listamenn um tónlist-
arflutninginn.
Var sannkallaður kórdrengur
Bragi Valdimar Skúlason meðlimur hljóm-
sveitarinnar Baggalútur er einn af fyrrverandi
nemendum MH sem kemur fram á tónleikunum.
„Hinn upprunalegi Baggalútur, eða vefdeildin,
var í MH, þar á meðal ég, Karl Sigurðsson og
Guðmundur Pálsson. Við kynntumst þar á tíunda
áratug síðustu aldar,“ segir Bragi sem ásamt
Karli var einnig kórmeðlimur.
„Ég og Kalli vorum kórdrengir miklir, byrj-
uðum í kór MH og fórum svo yfir í Hamrahlíð-
arkórinn þar sem við vorum heillengi.“ En að-
eins eru um fjögur ár síðan þeir félagar hættu
að syngja með kórnum. „Við vorum mjög góðir
og samviskusamir öll árin. Sannkallaðir kór-
drengir langt fram eftir öllum sæmilegum aldri,“
segir Bragi sem þótti kórinn mjög skemmti-
legur.
Tónlistarlíf MH hefur alltaf verið mjög blóm-
legt og hið öfluga kórstarf hefur tvímælalaust
ýtt undir það að sögn Braga.
Spurður hvort þeim hafi þótt sjálfsagt að
styrkja Kínaferð Hamrahlíðakórsins með því að
koma fram á tónleikunum er Bragi skjótur til
svars: „Já, við viljum hann sem lengst í burtu,“
segir hann og hlær.
Tónleikarnir fara sem fyrr segir fram næst-
komandi fimmtudag í hátíðarsal Menntaskólans
við Hamrahlíð. Herlegheitin hefjast klukkan 20.
Miðaverð er 1.000 krónur og rennur óskipt í áð-
urnefndar ferðasjóð Hamrahlíðarkórsins.
Tónleikarnir eru öllum opnir, MH-ingum og
öðrum.
Safnað fyrir Kínaferð
Morgunblaðið/G.Rúnar
Tónleikahaldarar Andri Ólafsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Guðmundur Einar Sigurðarson standa fyrir tónleikum í MH á fimmtudaginn.
Gamlir MH-ingar troða upp á tónleikum í hátíðarsal skólans
Ljósmynd/Árni Torfason
Baggalútur Þrír meðlimir bandsins kynntust í MH.
Embla, ný ís-
lensk bíómynd
eftir Hrafn
Gunnlaugsson,
með norsku leik-
konunni Maríu
Bonnevie í aðal-
hlutverki, verð-
ur frumsýnd á Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík í haust.
Embla er endurklippt útgáfa mynd-
arinnar Hvíti víkingurinn eins og
leikstjórinn hugsaði sér hana upp-
haflega. Hrafn Gunnlaugsson hefur
unnið að gerð myndarinnar á annað
ár í samvinnu við sænska kvik-
myndaframleiðandann Bo Jonsson.
Hér er því á ferðinni einskonar „di-
rector’s cut“ – fimmtán árum eftir
frumsýningu Hvíta víkingsins.
Embla er þriðja myndin í þrí-
leiknum um Hrafninn, á eftir mynd-
unum Hrafninn flýgur og Í skugga
hrafnsins.
Lokamyndin í þrí-
leiknum um Hrafninn
Bjarkartúrinn
er aftur kominn
á fulla ferð og
sem fyrr bloggar
Valdís Þorkels-
dóttir, ein blás-
arastelpnanna í
Wonderbrass, frá túrnum. Í síðustu
færslu hlekkjar Valdís við mynd-
band á Youtube sem Jónas Sen pí-
anóleikari tók baksviðs. Þar sést
blásarasveitin ganga fylktu liði á
sviðið í Nimes í Frakklandi sem er í
raun risastórt hringleikahús frá
tímum Rómverjanna, leikandi ís-
lenska þjóðlagið „Brennið þið vit-
ar“ við gríðarlegan fögnuð tón-
leikagesta. Svo virðist sem
hópurinn allur sé í gríðarmiklu
stuði um þessar mundir og óskandi
væri ef Björk endaði hljómleikaferð
sína um heiminn hér á landi með
tónleikum á Klambratúni.
Logandi vitar í róm-
versku hringleikahúsi
Myndband við lagið „They Made
Frogs Smoke Til They Exploded“
með íslensku hljómsveitinni múm
verið skoðað tæplega 125 þúsund
sinnum (um kl. 15 í gær) á vefsíð-
unni Youtube. Lagið er að finna á
væntanlegir breiðskífu sveit-
arinnar sem er væntanleg á allra
næstu dögum en heil þrjú ár eru frá
því að síðasta plata sveitarinnar,
summer make good, kom út. Eins
og áður hefur komið fram mun
sveitin halda sérstaka útgáfu-
tónleika í Museum of Garden Hi-
story í London á morgun en ein-
ungis var hægt að fá miða með því
að skrá sig á heimasíðu sveit-
arinnar og biðla svo til æðri mátt-
arvalda að nafn viðkomandi yrði
dregið upp úr hinum víðfræga
potti.
Nýtt myndband múm
vinsælt á Youtube