Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 43 Aðalsmerki E-Class eru fágun, þægindi og öryggi sem hefur tryggt honum betri einkunnir í akstursprófunum en dæmi eru um. E-Class státar nú af háþróuðu stöðugleikakerfi og skynvæddum ljósabúnaði (Intelligent Light System) sem tryggir þér tvöfalt betri sýn fram á veginn. Það er í takt við hvað Mercedes-Benz hefur alltaf haft að leiðarljósi, að vera skrefi á undan. Bjóðum nú E200 K frá kr. 4.390.000* * Beinskiptur með Íslandspakka. Gengi miðast við ágúst 2007 Fágun og öryggi ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. BANDARÍSKI gamanleikarinn Owen Wil- son var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í fyrrakvöld eftir að hann reyndi að fyrirfara sér með því að skera sig á púls og taka mikið magn af pillum. Samkvæmt þarlendum slúðurritum komu skyldmenni hans að honum og hringdu á hjálp. Lögreglan í Santa Monica staðfesti að Wilson hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir að hringt hafði verið í neyðarlínuna. Þegar komið var á sjúkrahúsið var skurðurinn á úlnlið Wilson saumaður sam- an og leikarinn settur í afeitrun. Tímaritið People segir að bróðir Wil- sons, leikarinn Luke Wilson, hafi sést ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum á Ced- ars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles í gærdag. Síðdegis í gær sendi Wilson tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann bað um frið til að ná bata. „Ég virðingarfyllst bið fjölmiðla að leyfa mér að ná mér í friði á þessum erfiðu tím- um,“ sagði hann í tilkynningunni. Wilson er 38 ára og hefur leikið í ýms- um gamanmyndum, eins og til dæmis The Wedding Crashers og Starsky & Hutch. Hann sést næst í mynd Wes Anderson, The Darjeeling Limited, og var við tökur á mynd Ben Stillers, Tropic Thunder, þeg- ar hann var lagður inn á sjúkrahús. Ekki er langt síðan nokkurra mánaða sambandi Wilsons og leikkonunnar Kate Hudson lauk. Talskona Wilson hefur neitað að tjá sig um líðan leikarans, að því er fréttavefur Reuters segir frá. Owen Wilson hætt kominn Reuters Áður fyrr Owen Wilson kátur og hress. TÓNLISTARMAÐURINN George Michael hjálpaði heimilislausu fólki að semja lög um fátækt þegar hann gegndi samfélagsþjónustu í júní. Hann var dæmdur til 100 klukku- stunda samfélagsþjónustu fyrir að vera tekinn í óökuhæfu ástandi, en hann var mjög þreyttur og á lyfseð- ilsskyldum lyfjum sem ekki má aka undir áhrifunum frá. Í samfélagsþjónustunni gaf hann tíma í lagaritun á St.Mungos, dval- arheimili fyrir heimilislausa, í London. Andrew Gilmour, einn dval- argesta þar, sagði í Britain’s Daily Express dagblaðinu: „Þegar Mich- ael kom vissi enginn hver hann var. Hann var með derhúfu, í skyrtu og íþróttaskóm og talaði við alla og hagaði sér ekkert furðulega. En svo hjálpaði hann fólki að semja lög um fátækt,“ segir And- rew sem telur heimsókn hinnar 44 ára stjörnu hafa haft jákvæð áhrif á alla dvalargesti. „Mér fannst þetta gott hjá honum vegna þess að fólkið á götunni kem- ur í tíma til hans frekar en að hanga á götunni. Hann virkaði jarð- bundinn og góður maður,“ bætti hann svo við. Hjálpar heimilis- lausum Reuters Hjálpsamur George Michael er kannski eftir allt góður strákur. KYNBOMBAN Pamela Anderson stillir sér hér upp með töframann- inum Hans Klok baksviðs á sýningu Klok: „Hans Klok – The Beauty of Magic“ á Planet Hollywood í Las Vegas. Anderson hefur verið aðstoð- arkona Klok á sýningunni und- anfarið og nýverið tilkynntu þau að hún yrði í því starfi fram í desember. Reuters Aðstoðar- kona töfra- manns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.