Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 20
menntun 20 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ V ið vorum lengi búin að ganga með þennan draum í maganum og óneitanlega kostaði þetta kjark á þor, komin á þennan aldur. Garða- bær var svo vinsamlegur að láta okkur í té hentugt húsnæði til tveggja ára. Við ákváðum því bara að kýla á þetta og sjáum svo sannarlega ekki eftir því enda er starfið einkar gefandi,“ segja hjónin Beverly og Einar Gísla- son, sem nú eru að hefja sitt annað starfsár með einkarekinn leikskóla, sem starfar eftir kenn- ingum hinnar ítölsku Maríu Montessori, sem var læknir að mennt og uppi á árunum 1870 til 1952. Hún var líka uppeldisfrömuður, sem þró- aði námstækni, sem leggur áherslu á frjálsræði barna og þeirra eigin uppgötvanir í þroskaferl- inu. Að mati Montessori gerir fullorðna fólkið of mikið af því að grípa inn í og „hjálpa“ börnum þegar þau eru að vinna. Börnin læra á sínum eigin hraða og einkennist kennslan í stuttu máli af því að börnin velja, hvert um sig, vel skil- greind og afmörkuð verkefni, sem kennari leið- beinir þeim með samkvæmt ákveðnum aðferð- um. Börn njóta þess nefnilega að læra það sem þau hafa áhuga á auk þess sem rík áhersla er lögð á að kenna börnum rétta umgengni og kurteisi, að sögn Einars. Börn eru forvitin um allt „Börn undir sex ára aldri búa yfir óvenju- legum og mögnuðum huga. Þau hafa hæfileika til að drekka í sig þekkingu úr umhverfi sínu sem þau lifa og hrærast í. Þau svelgja í sig um- hverfi sitt, staðinn sem þau eru á, málið og hreyfingar fullorðinna og barna. Montessori hefur kallað þetta „gagntekna hugann“. Á for- skólaárum er gagntekni hugurinn móttækileg- astur og opnastur. Til að börn innan við sex ára aldur geti verið stillt og ánægð, þurfa þau að kanna og uppgötva hlutina. Þau sjá veröldina gegnum „ný“ augu og eru þess vegna forvitin um alla hluti. Og þar sem þau læra af snertingu og með því að hand- leika hluti vilja þau þreifa á öllu sem fyrir verð- ur. Þau laðast mjög að öllu sem örvar skilning- arvit þeirra. Þau bregðast einnig við föstu skipulagi sökum meðfæddrar þarfar að vita hvar hlutirnir eiga að falla inn í. Þau vilja ná stjórn á líkamshreyfingum sínum með því að læra að halda jafnvægi og þau heillast af venj- um og hefðum fólksins sem þau umgangast. Sökum hins gagntekna huga þurfa börn á for- skólaaldri ekki á beinni kennslu að halda til að geta lært. Því er það að forskólakennslustofa Montessori leyfir hreyfingu, snertingu og að hlutir séu handfjatlaðir og skoðaðir. Þetta veitir börnunum frjálsræði til að velja sína eigin vinnu án óþarfa afskipta fullorðins aðila. Í slíku um- hverfi læra þau að vinna sjálfstætt að sínu eigin frumkvæði sem stuðlar að einbeitni og sjálfs- aga. Áður en Montessori gerði þessar uppgötvanir var það almennt viðtekin skoðun að margar kennslugreinar á borð við rúmfræði, málfræði, landafræði, grasafræði og dýrafræði hæfðu ein- ungis eldri börnum. En menntastefna Montes- sori leiðir í ljós óvanalega ríka námshæfni, bæði meðvitaða og ómeðvitaða, sem börn innan sex ára eiga létt með að tileinka sér. Auk þess gefur smábarnamenntun Montessori barninu ekki að- eins betri kunnáttu í nútíðinni. Hún leggur einn- ig grunninn að sannri menntun síðar á lífsleið- inni,“ segir Beverly. Montessori-setur þeirra Einars og Beverly er nú til húsa í Sjálandsskóla, en það húsnæði hafa þau aðeins til næsta sumars og þá þarf að flytja starfsemina annað. „Kannski verðum við bara stórhuga og byggjum. Hver veit? Við gætum alveg hugsað okkur að minnka við okkur eigið íbúðarhúsnæði til að byggja yfir hugsjónina. Við stefnum auk þess að því að fá hingað til lands Montessori- þjálfara frá Seattle að nafni Marylou Carlson til að þjálfa upp áhugasama einstaklinga. Vonandi verður koma hennar hingað til lands að veru- leika innan skamms,“ segir Einar og Beverly bætir við: „Ég hef nefnilega aðeins hugsað mér að koma þessari stefnu almennilega í gang hér og láta svo yngra fólk um að taka við, en Einari dreymir um að opna fimm svona leikskóla. Hann er svo mikill framkvæmdamaður.“ Líta á börnin sem sín börn Einar og Beverly kynntust í Seattle í Banda- ríkjunum, heimaborg Beverly, fyrir fjörutíu ár- um, en þangað fór Einar á Biblíuskóla ungur að árum. „Þegar ég var 24 ára gamall tók ég mjög ákveðna stefnu með Drottni, en hafði verið svo- lítið hugsjóna- og stefnulaus fram að því, eins og margt ungt fólk. Síðar náði Einar sér í kennslu- réttindi á Íslandi. Beverly er líka kennara- menntuð og hafa þau bæði starfað við kennslu á Íslandi auk þess sem þau voru dagforeldrar í Garðabæ í níu ár áður en þau fóru að kynna sér Montessori-stefnuna ofan í kjölinn. Beverly hefur verið búsett á Íslandi í 35 ár og fullyrðir Einar að hún sé nú orðin meiri Íslend- ingur í sér en hann hafi sjálfur nokkru sinni ver- ið og vilji halda í þjóðlegar hefðir. „Við höfum óskaplega gaman af þessu starfi og hér er ekkert kynslóðabil. Við höfum ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga börn sjálf þó að börn séu mikið áhugamál hjá okkur báð- um. Þess vegna eru þessi börn, sem við tökum að okkur, alin kannski svolítið upp sem okkar eigin. Börn á þessum aldri eru eins og svampar. Þau eru miklu opnari en við fullorðna fólkið og bókstaflega draga í sig þekkinguna á degi hverj- um,“ segir Einar. Það var allt í ró og spekt í Montessori- setrinu, sem er bæði vistlegt og heimilislegt, á meðan Daglegt líf kom við einn rigningar- morguninn í liðinni viku. Þrjátíu börn eru nú í setrinu á aldrinum frá 15 mánaða til sex ára. Þau hefja ferilinn í aðlögun til að læra og nema það kerfi sem Montessori-stefnan byggist á. Börnin flytjast svo yfir í hið eiginlega Montes- sori-setur þegar þau hafa þroska til í kringum tveggja og hálfs árs aldurinn. „Hér er ekkert kynslóðabil“ Morgunblaðið/G.Rúnar Í leikskólanum Börn undir sex ára aldri búa yfir mögnuðum huga, að sögn Beverly og Einars Gíslasonar, sem standa að Montessori-setrinu. Áhrifin Sökum stöðugra, gagnkvæmra áhrifa læra börnin að bera ábyrgð á sjálfum sér sem og á hvert öðru. Meginmarkmið Montessori- uppeldisstefnunnar er að gera börn sjálfstæð í hugsun og verki. Jóhanna Ingvarsdóttir heim- sótti Montessori-setrið í Garða- bæ þar sem hugsjónahjónin Be- verly og Einar Gíslason eru að þroska börn alla daga. Aldursblöndun Þriggja, fjögurra og fimm ára börn eru öll í sama bekk og hefur hvert barn að öllu jöfnu sama kennara í þrjú ár. Virðingin Rík áhersla er lögð á að kenna börnunum að virða starf hvert annars og vinnupláss. „Við athugun á barnasálfræði fyrstu ár lífsins, ljúkast upp fyrir okkur slík undur að enginn sem sér og skilur kemst hjá því að verða djúpt snortinn. Starf okkar hinna fullorðnu felst ekki í kennslu, heldur að hjálpa barns- huganum að dafna og þroskast,“ sagði María Montessori. www.montessori.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.