Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hlíðahjalli 62 - Kópavogi OPIÐ HÚS Í DAG ÞRIÐJUDAG KL. 18.00 - 18.30 Stórglæsileg 4ra herbergja íbúð á 3 hæð. Góður bílskúr fylgir eigninni. Verulega spennandi eign. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Húseignar Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR ER KALT GÓÐUR KAFFIBOLLI ÆTTI AÐ KOMA PÍNU HITA Í KROPPINN HANN HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR KALLI ÆTLAR AÐ STELA HÖFNINNI!! RENNDU ÞÉR KALLI! RENNDU ÞÉR! ÞÚ ERT MEIRI ASNINN! KENNARINN SETTI FYRIR ÓTRÚLEGA ASNALEGT VERKEFNI! ÉG Á AÐ SKRIFA UM ÆVINTÝRI SEM ÉG LENTI Í ÉG LENDI ALDREI Í NEINUM ÆVINTÝRUM! ÞAÐ GERIST ALDREI NEITT MERKILEGT! LÍFIÐ MITT ER BÚIÐ AÐ VERA LANGDREGIÐ OG LEIÐINLEGT! MÉR HEFUR ALDREI VERIÐ RÆNT AF SJÓRÆNINGJUM! ÉG HEF ALDREI KOMIST ÚT Í GEIM AÐ HITTA GEIMVERUR! ÉG HEF ALDREI HORFST Í AUGU VIÐ REIÐAN NASHYRNING! ÉG LENDI ALDREI Í ÆVINTÝRUM HVAÐ MEÐ ÞAÐ ÞEGAR ÞÚ KEYRÐIR BÍLINN Í GEGNUM BÍLSKÚRS- HURÐINA? KALLAR ÞÚ ÞAÐ ÆVINTÝRI? ÉG KOMST EKKI EINU SINNI ÚT ÚR HVERFINU! HRÓLFUR, ÞÚ ERT BÚINN AÐ KOMA HINGAÐ FJÖGUR KVÖLD Í RÖÐ... VERÐUR KONAN ÞÍN EKKERT REIÐ ÚT Í ÞIG? ALLS EKKI! MAÐUR VERÐUR BARA AÐ SÝNA ÞEIM HVER ÞAÐ ER SEM RÆÐUR! HÚN ER Í HEIMSÓKN HJÁ MÖMMU SINNI ÉG OPNAÐI GISTIHEIMILI OG ÉG LOFAÐI STRÁKUNUM FRÍU FÆÐI... Á EKKI AÐ KOMA SÉR Á FÆTUR? TAKK FYRIR AÐ KOMA HINGAÐ ÚR MIÐBÆNUM EKKERT MÁL, ADDA... EN ÉG VERÐ AÐ SEGJA AÐ MÉR FINNST FREKAR ÓÞÆGILEGT AÐ MÆTA HEIM TIL ÞIN ÞETTA VERÐUR EKKERT MÁL! Á MEÐAN ÞÚ ERT HÉRNA VERÐUR ÞETTA EINS OG HVER ÖNNUR STOFA MAÐUR VARÐ FYRIR LÍKAMSÁRAS Á FJÓRÐA TÍMANUM Í NÓTT... NEMA ÞEGAR LALLI KEMUR HEIM Í HÁDEGINU ÓTTI ÞINN VIÐ ELD GERIR ÞAÐ SEM ÞÚ GERÐIR AÐ ENN MEIRI HETJUDÁÐ! EN.. ÉG... VILTU NOKKUÐ LÍTA HINGAÐ? BROSTU FYRIR MYNDAVÉLINA! ÉG HELD AÐ ÉG ÆTTI AÐ KOMA MÉR dagbók|velvakandi Öryggisleysi hjá Securitas ÉG FÓR í hálsmánaðarferð til út- landa á dögunum. Fór á eigin bíl til Keflavíkur (splunkunýr RAV4). Geymdi ég hann á bílastæði sem Securitas rekur með tilheyrandi ríf- legri gjaldtöku og „vöktun“ eða svo á að heita. Er heim kom erlendis frá hafði bíllinn verið rispaður illilega hér og þar og beyglaður. Tjón upp á 100.000. Ég hafði samband við Sec- uritas til að huga að trygginga- málum og bótum, en þar var mér sagt að ekkert slíkt væri bætt. Að- eins væri bætt ef brotist væri inn í bíla eða þeim stolið. Mér fyndist nú eðlilegt að maður væri tryggður á þessum stað (bíll- inn, þ.e.) og að Securitas gæti ann- aðhvort gert það sjálft (innkoman hlýtur að vera ansi rífleg af þessum rekstri þeirra), nú eða þá að Sec- uritas fengi tryggingu hjá einhverju tryggingafélaganna á þessi bíla- stæði. Ég vildi líka með þessu bréfkorni vara fólk almennt við þessum reglum Securitas vegna þess að ég trúi að flestir sem nota stæðin álíti að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af bílum sínum. En svo er sem sagt alls ekki. Ég skora á Securitas, flugstöðina og aðra sem málið kann að varða að endurskoða tilhögun þessara bíla- stæðamála við Leifsstöð. Leo J.W. Ingason Skríll í miðborg Reykjavíkur MAÐUR hefur fylgst með fórnfúsu starfi hjálparsveitanna í leit að Þjóð- verjunum tveimur sem hurfu á jökl- um á dögunum. Ekki er hægt annað en taka ofan fyrir þessum kempum sem lögðu nótt við dag af einstöku harðfylgi. Nú logar allt í skrílslátum í mið- borg Reykjavíkur um helgar. Lög- reglan er allt of fámenn og ræður ekki við ástandið. Því er til ráða að fá hjálparsveitirnar til aðstoðar við að koma skikki á hlutina. Sigurður P. Gíslason. Týndur páfagaukur LOKI (Laufeyjarson) fór að heiman að kvöldi 24.8. sl. Loki er ljósblár og hvítur páfagaukur með fjólubláan blett á hvorri kinn. Hann býr í Klettabergi 34 í Hafnarfirði þannig að ef einhverjir í nágrenninu kann- ast við hann vinsamlegast hafi þeir samband við Ásu í síma 694-1640 þar sem Laufey eigandi hans (7 ára) saknar hans mjög. Heyrnartæki tapaðist LÍTIÐ heyrnartæki, rauðbrúnt að lit, týndist við Landnámssetrið í Borgarnesi sl. sunnudag, 26. ágúst. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 568-2717 eða 892-7732. Hurðir frá IDé HVER fer með umboðið fyrir dönsku furu-hurðirnar, svokallaðar fulningahurðir. Fyrirtækið Idé seldi þessar hurðir hér á landi kringum 1980-1990. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 569-1210. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ er rólegt þessa dagana, krakkarnir ekki alveg komnir í gírinn. Skyldu þessar tvær stúlkur, sem eru fyrir miðri myndinni, vera að metast um hvor þeirra sé með stærri fullorðinstennur? Morgunblaðið/Frikki Í frímínútum við Melaskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.