Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is LÍKT og kom fram í Morgunblaðinu sl. fimmtudag hefur SS Byggir kynnt íbúum Holta- og Hlíðahverfis hug- myndir um byggingu nýrra 7 hæða blokka. Hugmyndirnar eru fyrir væntanlegt deiliskipulag hverfisins en ná eingöngu til bygginga á reit austan við Bónusverslunina. Óhætt er að segja að þetta hafi vakið sterk við- brögð meðal sumra íbúa svæðisins, en þó ekki allra. Jón Heiðar Daðason, formaður hverfisnefndarinnar, sagði „skiptar skoðanir“ hafa komið fram um hug- myndirnar. Hann sagði að fundar- menn hefðu að mestu leyti greinst í þá sem ekki vildu byggja neitt á þessu svæði og hina sem vildu byggja, en bara ekki svona há hús. Jón Heiðar sagði það jafnframt hafa verið rætt að gera lægri hús, en það hafi komið fram á fundinum að sú ráðstöfun væri ekki jafn arðbær fyrir SS Byggi. Ann- að áhyggjumál fyrir íbúana er um- ferðarþunginn sem hljótist af fjölgun íbúða enda er Holtahverfið nú þegar umlukið miklum umferðargötum. Jón Heiðar segir marga fundar- menn hafa mótmælt harðlega, en tel- ur málið hins vegar ekki vera hitamál í hverfinu. Að minnsta kosti ekki gagnvart hverfisnefndinni. Valdemar Valdemarsson er íbúi í Stórholti, en blokkirnar myndu valda íbúum götunnar verulegu ónæði og hrifsa til sín útsýnið út fjörðinn. „Við teljum að illa hafi verið staðið að fund- inum,“ segir Valdimar, „að því leyti að einungis var boðað til hans með sólar- hrings fyrirvara. Það er forkastan- legt. Við teljum umhverfið ekki þola þá miklu aukningu á umferðinni sem fylgir blokkunum. Og að lokum er furðulegt að hrúga niður sjö hæða húsum í svona lágreistu hverfi. Það er að mínu viti ekki merkilegur arkitekt- úr. Okkur þætti eðlilegra að bærinn gerði þennan reit að útivistarsvæði.“ Jóhannes Árnason situr í skipu- lagsnefnd Akureyrarbæjar fyrir Vinstri græna: „Ég er fylgjandi því að breyta umræddum reit í íbúðasvæði. Ég vil hins vegar benda á að þegar ákveðið var af skipulagsnefnd að þessi reitur yrði gerður að íbúða- svæði, voru þrír aðrir reitir innan hverfisins gerðir að íbúðasvæði á sama tíma.“ Hann segir að ákveða þurfi hvað gert skuli við umrædda fjóra reiti í heild sinni, en ekki ákveða hvað skuli byggt á þeim hverjum í sínu lagi. Þannig fáist heildarsýn á skipulag hverfisins. Hann telur blokkirnar hafa bæði kosti og galla en telur of snemmt að ákveða hvers konar byggð er heppi- leg fyrir svæðið. Hann bendir á að ósáttir íbúar hverfisins geti auðveld- lega haft bæði samband við hönnuð- inn og byggingafyrirtækið til hafa áhrif á málið þar sem það er enn á hugmyndastigi. Oddur Helgi Halldórsson, bæjar- fulltrúi segir undarlega staðið að mál- inu: „Hvað ef skipulagsnefnd segir svo nei við þeim hugmyndum sem voru kynntar? Þá er búið að draga SS Byggi og íbúana á asnaeyrunum. Mér finnst þetta enn ein furðuleg ákvörð- un sem því miður einkenna störf meirihlutans um þessar mundir.“ Skiptar skoðanir um hugmyndir SS Byggis Fyrirhugaðar Blokkirnar tvær, syðst á reitnum austan við Bónus. Í HNOTSKURN » SS Byggir hefur kynnthugmyndir um að byggja 7 hæða blokkir í hverfi þar sem mikið er um lágreist hús. » Þær mælast misjafnlegafyrir hjá íbúum hverfisins sem hafa skiptar skoðanir um málið. AKUREYRARVAKA, sem haldin var hátíðleg síðastliðinn laugardag, hefur þótt takast vel. Mikið fjöl- menni kom saman í bænum um kvöldið og fylgdist með gjörningi Frúarinnar í Hamborg í göngugöt- unni, útitónleikum Stórsveitar Sam- úels Jóns Samúelssonar í Gilinu og lokaatriðinu: Byltingu fíflanna, þeg- ar dáraskip Dons Kíkóta var dregið af mótorhjóli gegnum miðbæinn. Að sögn lögreglunar fór hátíðin frið- samlega fram að langmestu leyti. Enginn var tekinn fyrir ölvunar- akstur, en hátíðargestum var laus höndin fyrir utan einn skemmtistaða bæjarins um nóttina og er það mál til athugunar hjá lögreglu. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Lúxus Það var veldi á Frúnni þegar hún flutti í Hafnarstrætið. Vel heppnuð vaka ÍÞRÓTTARÁÐ Akureyrar hefur tekið fyrir deiliskipulag aksturs- íþrótta- og skotfélags í Glerárdal. Lögð var fram umsögn Ólafs Hjálm- arssonar verkfræðings um hljóð- mælingarskýrslu Línuhönnunar sem unnin var fyrir Akureyrarbæ. Í fundargerð ráðsins segir að það telji áætlaðar hljóðvarnir samkvæmt deiliskipulagstillögunni fullnægjandi að „teknu tilliti til hljóðmengunar og öryggis hestamanna.“ Ráðið beinir því til skipulags- nefndar að bregðast við athuga- semdum Léttis við skýrslu Línu- hönnunar og leggst gegn lagningu kvartmílubrautar í fullri lengd að svo stöddu. Það leggur til að lögð verði braut sem fullnægi kröfum um öku- gerði og hafi þannig þau áhrif að draga úr mögulegri hávaðamengun. Ráðið samþykkir deiliskipulagstil- löguna fyrir sitt leyti samkvæmt ofangreindri breytingartillögu. Íþróttaráð gegn lagn- ingu kvartmílubrautar Reykjanesbær | Reykjanesmaraþon er nýtt heiti á hlaupi sem haldið hef- ur verið í mörg ár undir heitinu Suðurnesjamaraþon. Ástæðan fyrir nafnbreytingunni er sú að nú fer hlaupið að öllu leyti fram innan bæj- armarka Reykjanesbæjar. Reykjanesmaraþon fer fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ, laug- ardaginn 1. september. Líkams- ræktarstöðin Lífsstíll hefur umsjón með hlaupinu, eins og undanfarin ár. Þar er rásmark og búnings- aðstaða keppenda. Tekið er við skráningum fram á föstudag, segir í fréttatilkynningu. Hlaupnar eru þrjár vegalengdir. Ræst er í hálfmaraþon klukkan 10.30, í 10 km hlaup kl. 11.15 og í 3,5 km skemmtiskokk kl. 11.20. Verðlaunaafhending er áætluð um kl. 12.30. Heppnir þátttakendur í hlaupinu geta átt von á verðlaunum og allir fá frítt í Vatnaveröld í Reykja- nesbæ. Lífsstíll og Sparisjóðurinn í Keflavík hafa gert samstarfssamn- ing vegna Reykjanesmaraþonsins. Felur hann í sér að Sparisjóðurinn verður aðalstyrktaraðili hlaupsins. Reykjanesmara- þon hlaupið innan bæjarmarkanna Stuðningur Baldur Guðmundsson hjá SpKef og Vikar R. Sigurjónsson. SUÐURNES Eftir Reyni Sveinsson Sandgerði | Samstaða íbúa í hverf- unum var eftirtektarverð og gleði meðal íbúanna, að sögn Bergnýjar Jónu Sævarsdóttur, fram- kvæmdastjóra Sandgerðisdaga sem haldnir voru um helgina. Sandgerð- isdagar eru árleg bæjarhátíð Sand- gerðinga. Dagskráin hófst á föstudags- kvöldið á hátíðasvæði við Vitatorg. Þar voru meðal annars veittar við- urkenningar fyrir fegursta garðinn og endurbætur á gömlu húsi og verðlaun fyrir listaverk sem sett verður upp á hafnarsvæðinu í til- efni af 100 ára sögu vélbátaútgerð- ar. KK og Maggi Eiríks skemmtu með söng og menn létu það ekki of mikið á sig fá þótt regnskúr hafi gengið yfir. Á laugadeginum var vígður hreystivöllur á skólalóðinni. Andr- és Guðmundsson kraftlyft- ingamaður hafði veg og vanda af uppsetningu vallarins. Fjölbreytt dagskrá var allan laugardaginn á Vitatorgi í ágætisveðri. Að þessu sinni var bæjarfélaginu skipt upp í fjögur hverfi sem hvert fékk sinn lit til að vinna með og setti það mikinn svip á hátíðina. Hvert hverfi hélt sína grillveislu og síðan hittust hóp- arnir við Vörðuna og gengu saman að hátíðarsvæðinu við höfnina þar sem kvölddagskráin fór fram. Há- tíðinni lauk með glæsilegri flug- eldasýningu sem Björgunarsveitin Sigurvon stóð fyrir. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Rauðar Hinir rauðu íbúar Miðtúns voru í stuði á bæjarhátíð Sandgerðinga. Samstaða íbúanna eftirtektarverð Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Um 45 sýn- ingar af ýmsu tagi eru á Ljósanótt 2007 í Reykja- nesbæ sem hefst næstkom- andi fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Að þess- um sýningum standa yfir 163 listamenn, flestir heimamenn. Ljósanótt er ein af stærstu fjölskyldu- og menningarhátíðum landsins. Á síð- asta ári var áætlað að 35 þúsund manns hafi verið saman komin á hápunkti hátíðarinnar, þegar kveikt var á lýsingu Bergsins og flugeldum skotið á loft. Hátíð sem efnt var til þegar kveikt var á lýs- ingu Bergsins í fyrsta skipti er ein- mitt ástæðan fyrir heiti hátíðarinn- ar. Alþjóðleg myndlistarsýning Fjöldi menningaratburða er á dagskrá hátíðarinnar. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, segir að alls séu 45 sýningar skráðar; myndlist, ljós- myndir, handverk og hönnun. Þær eru um allan bæ, meðal annars í sýningarsölum á Duustorfunni, Listatorgi við Hafnargötu 2 og víð- ar og í húsnæði fyrirtækja. Henni telst til að 163 listamenn sýni verk sín á Ljósanótt, flestir heimamenn. Meðal atburða myndlistarsviðinu má nefna að Einar Falur Ingólfs- son opnar ljósmyndasýninguna „Aftur“ í Listasafni Reykjanesbæj- ar í Duushúsum. Þá verður alþjóð- leg myndlistarsýning, Zig Zag, á lofti Svarta pakkhússins. Þar sýnir Guðmundur Rúnar Lúðvíksson verk yfir 30 myndlistarmanna sem flestir eru frá Bandaríkjunum og Kanada. Óvenju viðamikil tónlistardag- skrá er í Duushúsum á laugardag- inn. Þar kemur fram rjóminn af tónlistarfólki bæjarins, að sögn Valgerðar. Þekktir skemmtikraftar og tónlistarmenn koma fram á úti- sviði fimmtudags- og föstudags- kvöld og á laugardag. Boðið upp í færeyskan dans Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á undirbúning Ljósanæt- ur. Hátíðin verður sett við Myllu- bakkaskóla nú á fimmtudaginn. Þar koma saman börn úr öllum skólum bæjarins og áhersla verður á fjölmenningarsamfélagið. Síðan rekur hver atburðurinn annan þar til hátíðin nær hámarki á laug- ardagskvöldið með kvölddagskrá sem lýkur með því að kveikt verð- ur á lýsingu Bergsins og flugeldum skotið á loft. Færeyingar koma víða við sögu Ljósanætur að þessu sinni. Þar verða listsýningar sem tengjast Færeyjum og Dansifélagið í Havn býður í dans við fleiri en eitt tæki- færi. 163 listamenn standa að 45 sýningum Bíósalurinn Fjöldi sýninga verður í Duus- húsum og víðar um bæinn á Ljósanótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.