Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is RJF-BARÁTTUHÓPURINN hélt boð í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í gær, til þess að fagna heimkomu og frelsi Arons Pálma Ágústssonar, sem afplánað hefur betrunarvist í Bandaríkjunum undanfarin 10 ár og kom til landsins á sunnudag. Viðstödd var stjórn hópsins og nokkrir öfl- ugir stuðningsmenn hans, auk Arons Pálma. Við komuna til landsins var Aroni færð komugjöf, íslenskur fáni á líparítgrunni, sem virðing- arvottur vegna þess sem hann hefur gengið í gegnum á umliðn- um árum. Að sögn Einars S. Ein- arssonar, formanns RJF-hópsins, hefur Aron Pálmi staðið sig með aðdáunarverðum hætti í gegnum allt afplánunarferlið. Vill læra sálfræði Aron Pálmi hefur hug á að nema atferlissálfræði og hjálpa öðrum börnum sem lent hafa í svipuðum aðstæðum og hann. Í samtali við fréttavef Morg- unblaðsins í gær sagði Aron: „Þótt mér hafi verið sleppt úr betrunarkerfinu í Texas eru þar enn börn sem sæta sömu meðferð og ég þurfti að sæta. Það er því mikilvægt fyrir mig að halda áfram, hjálpa þeim börnum og reyna að starfa með íslenskum stjórnvöldum að því að taka frumkvæði í að fylgjast með þess- um ungmennafangelsum víðs- vegar um heiminn svo hægt sé að koma í veg fyrir þær misþyrm- ingar sem þar fara fram.“ RJF-hópurinn lætur ekki af störfum þó svo þessi skjólstæð- ingur hans til langs tíma fagni nú hinu langþráða frelsi. Að sögn formannsins, Einars S. Ein- arssonar, berast hópnum reglu- lega ábendingar um tilfelli þar sem fólk er misrétti beitt en að hans sögn er óvíst hvað hópurinn gerir í framhaldinu. Félagsmenn muni hittast bráðlega og fara yfir þau viðfangsefni sem þeim hefur verið bent á en yfirleitt séu það persónuleg mál ákveðinna ein- staklinga sem hópurinn vilji taka sér fyrir hendur. Þar að auki mun hópurinn halda áfram að styðja og styrkja Aron Pálma í því að fóta sig í íslensku sam- félagi. Vill styðja aðra unga fanga Morgunblaðið/Ómar Velkominn Magnús Skúlason og Einar S. Einarsson hjá RJF-hópnum ásamt Aroni Pálma Ágústssyni í Þjóðmenn- ingarhúsinu í gær. Í baksýn sjást þeir Garðar Sverrisson, Sæmundur Pálsson og séra Gunnþór Ingason. RJF-hópurinn fagnar heimkomu Arons Pálma Ágústssonar GOSBRUNNURINN á Hafnargötunni í Keflavík byrj- aði að gjósa í gær, öllum að óvörum. Gárungar höfðu sett sápu í brunninn í fyrrinótt og lét hann sitt ekki eft- ir liggja enda samkeppnin við Geysi hörð. Börnin hlupu til og léku sér í froðunni sem glitraði í kvöldsólinni. Lögreglan í Keflavík segir brunninn þó varasaman, járnbútar standi upp úr botni hans og þar geti verið hættulegt fyrir unga hjólabrettakappa að detta. Manngerður hver sýnir listir sínar Morgunblaðið/Einar Falur MÁL Mjólk- ursamsölunnar ehf., Auðhumlu svf. og Osta- og smjörsölunnar sf. gegn Samkeppn- iseftirlitinu fær flýtimeðferð fyr- ir dómstólum. Féllst Hæstirétt- ur á kröfu fyr- irtækjanna um þetta í gær. Vilja þau að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og aðrir starfsmenn víki sæti við rann- sókn sem nú stendur yfir á ætluðum brotum fyrirtækjanna gegn sam- keppnislögum. Er því haldið fram að Páll Gunnar hafi með ummælum sínum um málefni fyrirtækjanna orðið vanhæfur í málum er þau varða og þar með allir undirmenn hans einnig. Vanhæfismál fær flýtimeð- ferð fyrir dómi Deilt er um hæfi rannsóknarmanna. HAFRANNSÓKNARSKIPIÐ Bjarni Sæmundsson tapaði stýrinu þegar það var við rannsóknir við Vestfirði. Skipið var statt um 30 mílur út af Straumsnesi á Vest- fjörðum í fyrrinótt þegar óhappið átti sér stað. Var dráttarbátur frá Ísafjarðarhöfn fenginn til að draga skipið í land. Báturinn kom til Ísafjarðarhafnar með Bjarna Sæmundsson í togi um kl. sjö í gærkvöldi og hafði ferðin gengið vel. Kafað var niður að skipinu og kom þá í ljós að stýrið var horfið. Tjónið er verulegt. Ennfremur er ljóst að talsverðan tíma tekur að gera við það, en smíða þarf nýtt stýri. Bjarni Sæm. tapaði stýrinu SEX manns slösuðust í bílveltu um klukkan níu í gærkvöldi á Fljóts- heiði, skammt austan við Goðafoss. Hinir slösuðu voru saman á ferð í jeppabifreið sem fór útaf veginum. Ók jeppinn um 120 metra eftir móa þangað til hann kastaðist fram fyrir sig og stöðvaðist á hvolfi. Í bílnum voru fimm konur og einn karl á fer- tugsaldri. Sex slösuðust í bílveltu Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is Kartöflugrös fallin Horfur eru á að kartöfluuppskera verði með minna móti og valda því snemm- komin næturfrost og miklir þurrkar í sumar bæði fyrir sunnan og norðan KARTÖFLUUPPSKERA verður með minna móti í haust, að mati Bergvins Jóhannssonar, formanns Landssambands kartöflubænda. Hann sagði ljóst að innanlandsfram- leiðslan myndi ekki anna markaðn- um og vantaði mikið á það. Bergvin sagði að kartöflugrös væru fallin víðast hvar á Suðurlandi vegna næturfrosta og taldi hann það „skelfilega snemmt“. Verulega er farið að sjá á kartöflugrösum víða fyrir norðan vegna næturfrosta og um helmingur af garðlandi í Eyja- firði hafði látið á sjá í gærmorgun. Bergvin kvaðst ekki hafa fengið fregnir af ástandinu í Hornafirði en sagði að öll grös væru fallin í Þykkvabæ. Það að kartöflugrösin falla breytir engu fyrir upptektar- hraðann en kartöflurnar hætta að spretta. „Það verður ekki mikið kartöfluár í ár,“ sagði Bergvin. „Þeir telja að það sé svona hálfsprottið fyrir sunn- an, stærstu framleiðendurnir í Þykkvabæ og nágrenni.“ Þurrkur- inn í sumar dró verulega úr kartöflu- sprettunni, bæði fyrir sunnan og norðan, og taldi Bergvin ekki á það bætandi að fá næturfrostin svo snemma. Kartöflubændur eru farnir að taka upp það sem markaðurinn tekur við jafnóðum, en engir byrjaðir að taka upp til að setja í geymslur. Bergvin taldi að flestir byrjuðu að taka upp af krafti í byrjun september. Hann sagði þokkalega sprottið víða fyrir norðan. Ástandið virðist mjög svipað á algengustu tegundunum, premier, rauðum og gullauga. Morgunblaðið/Arnaldur Kartöflur Næturfrost og þurrkar draga úr kartöfluuppskeru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.