Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Verkamenn ekki allir löglega skráðir  Um 20 af 30 farþegum í rútunni sem fór út af vegi í fyrradag eru ekki á skrá Vinnumálastofnunar. Getur það haft áhrif á slysa- og sjúkratryggingar og athuga á hvort öll launatengd gjöld hafi verið greidd. »Forsíða Borgarís við Grænland  Á hafískorti, byggðu á gervi- tunglamyndum, sést talsvert mikill borgarís í Grænlandssundi. Dósent í landfræði við HÍ segir gervi- tunglamyndir nákvæmari en áður þannig að ekki sé vitað hvort þetta sé mikil aukning. »4 Léleg kartöfluuppskera  Vegna snemmkomins næt- urfrosts og mikilla þurrka í sumar er hætt við að kartöfluuppskera verði með minna móti í ár. Kart- öflugrös eru fallin víðast hvar á Suðurlandi. Ljóst er að innanlands- framleiðsla mun ekki ná að anna markaðnum. »2 Fær ekki markið  Helgi Sigurðsson, markahæsti maður Landsbankadeildarinnar, varð einu marki fátækari í gær þegar dómari ákvað að mark hans gegn Keflavík síðastliðinn sunnu- dag væri sjálfsmark. Hann hefur þá skorað 11 mörk í sumar. »Íþróttir SKOÐANIR» Staksteinar: Hefur VG misst … ? Forystugreinar: Miðbær í herkví | Bara hviss bang og út Ljósvaki: Hin sjálfgefnu undur … UMRÆÐAN» Minjar handa heimsbyggðinni Hermilíkan í fullri stærð Að eiga ekki fyrir lífinu Fjármagnstekjuskattur til … 3 " #4$ - * # 5      2 2 2 2  2   2  2 2 2 2  2   , 6 (0 $ 2  2 2 2  2   2 7899:;< $=>;9<?5$@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?$66;C?: ?8;$66;C?: $D?$66;C?: $1<$$? E;:?6< F:@:?$6=F>? $7; >1;: 5>?5<$1*$<=:9: Heitast 18°C | Kaldast 10°C  Hægt vaxandi SV-átt og léttskýjað en þykkn- ar upp vestan til. SV 5- 10 m/s og súld síðdegis. Hlýjast f. austan. » 10 Heimildarmyndin Die Fälscher fjallar um peningafals nas- ista undir lok stríðs- ins og fær þrjár stjörnur. »37 KVIKMYNDIR» Peningafals nasista KVIKMYNDIR» Gunnar Hansen leikur í íslenskri kvikmynd. »38 Klassart, frumraun íslensku hljómsveit- arinnar Klassart, fær fimm stjörnur hjá Ragnheiði Ei- ríksdóttur. »37 TÓNLIST» Klassart fær fimmu HJÓLABRETTI» Skatepark Reykjavíkur hefur verið opnaður. »39 TÓNLEIKAR» MH-ingar safna pen- ingum fyrir Kínaferð. »36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Owen Wilson sagður hafa reynt … 2. Sá um ástarleikina fyrir … 3. Bílnúmer framtíðarinnar komin 4. Björn Th. Björnsson látinn SIGRÚN Eð- valdsdóttir mun flytja fiðlukon- sert eftir Alban Berg með Sinfón- íuhljómsveitinni í vetur og Víkingur Heiðar Ólafsson reyna sig við þriðja píanókon- sert Rakman- inoffs. Aðrir ís- lenskir einleikarar sem munu koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni í vetur eru Ari Þór Vilhjálmsson, Sig- urður Flosason, Bryndís Halla Gylfadóttir, Edda Erlendsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Erling Blöndal Bengtsson og Barði Jó- hannsson sem kemur fram ásamt Karen Ann Zeidel en þau mynda saman dúettinn Lady and Bird. Þá syngja Ágúst Ólafsson, Auður Gunn- arsdóttir, Rannveig Fríða Braga- dóttir og Gunnar Guðbjörnsson ein- söng. Vladimir Ashkenazy mun stjórna Missa solemnis eftir Beetho- ven en alls eru á fimmta tug tónleika á dagskrá Sinfóníunnar í vetur. | 15 Einleikarar með Sinfó Sigrún Eðvaldsdóttir RÚMENSKA kvikmyndin 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile (4 mán- uðir, 3 vikur og 2 dagar) sem hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í vor, verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (Riff) sem hefst 27. sept- ember næstkomandi og stendur til 7. október. 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile er þriðja mynd rúmenska leikstjórans Cristian Mungiu sem þótti vel að pálmanum kominn í Cannes. Myndin gerist í Rúmeníu seint á níunda áratugnum. Sagan segir frá vinkonum sem leita allra leiða til að koma annarri þeirra í gegnum ólög- lega fóstureyðingu. Nafn mynd- arinnar vísar til aldurs fóstursins þegar því er eytt. Löng skot ein- kenna myndina og eru hennar að- alsjarmi auk aðalleikkonunnar, Anamaria Marinca, sem heldur myndinni uppi með mögnuðum en hófstilltum leik. Óhætt er að segja að það sé mikill fengur fyrir kvikmyndahátíðina og íslenska kvikmyndaunnendur að fá 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile til sýn- ingar hér á landi. Gullpálma- mynd á Riff Cristian Mungiu ÍBÚAR í Höfnum á Reykjanesi hafa þurft að sýna sér- staka aðgát síðustu daga en svo virðist sem einhver hafi komið fyrir hættulegum virkum sprengjum í ná- grenni híbýla þeirra. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem sá hinn sami hafði ekki fyrir því að halda grenndarkynningu um sprengjusvæðið og grunar marga að svæðið sé þar með ekki í samræmi við skipu- lagslög. Annar möguleiki, sem raunar flestir telja líklegri, er að einhver grallari hafi orðið sér úti um skiltið af lager varnarliðsins þegar herinn fór af landi brott og sett á þennan stað í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta hefur sést til fólks á svæðinu snúa snögglega við þegar komið er að húsunum í Höfnum enda kæra sig líklega fæstir um að valsa um á virku sprengjusvæði. Íbúðabyggð á sprengjusvæði? „Á svæðinu leynast hættulegar virkar sprengjur“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins METVEIÐI hefur verið í Ytri- Rangá undanfarna daga og komu 240 laxar á land á sunnudaginn var. Á laugardag veiddust 137 laxar og 100 voru komnir á land fyrir hádegi í gær. Jóhannes Hinriksson veiði- vörður sagði ljóst að veiðin færi yfir 3.000 laxa múrinn í gær, þar af eru 2.400 fluguveiddir. Taldi hann góðar líkur á að árið í ár verði metlax- veiðiár. Megnið af laxinum á sunnudag veiddist á 16 stangir á aðalveiði- svæði árinnar, eða 202 laxar. Við Gutlfoss veiddust 33 laxar á tvær stangir og fimm laxar fengust á sil- ungastangir niðri við ós. Jóhannes sagði að hluti af laxinum hefði verið grálúsugur og því nýgenginn. Maðkatímabilið byrjað Spúna- og maðkatímabilið byrjaði með seinni vaktinni á sunnudag, en einungis hafði verið leyfð fluguveiði frá 10. júlí. Jóhannes sagði að laxinn hefði tekið grimmt bæði spúna og maðk og úr einum hyl veiddust hátt í 80 laxar. „Þetta var algjört mok,“ sagði Jóhannes. Veitt verður í Ytri-Rangá til 20. október. Jóhannes sagði ána á und- anþágu varðandi veiðitíma því svo miklu af seiðum væri sleppt í ána. Ytri-Rangá er því opin í fjóra mán- uði, líkt og skosku laxveiðiárnar. Í fyrra veiddust um 4.300 laxar og var það nýtt met. Taldi Jóhannes að veiðin gæti orðið meiri í ár en þá. Hann sagði að veiðin í sumar hefði farið af stað einu tungli seinna en í fyrra. Á þessum tíma í fyrra var farið að draga úr veiðinni, en nú er hún í toppi að mati Jóhannesar. „Það stefnir í að þetta verði algjör metvika hjá okkur,“ sagði Jóhannes. Metveiði í Ytri-Rangá  Á sunnudag veiddust 240 laxar og fór áin yfir 3.000 laxa í gær  Veiðivörður telur að nýtt met verði slegið í sumar Í HNOTSKURN »Ytri-Rangá er í Rang-árvallasýslu og rennur áin m.a. í gegnum Hellu. »Ytri-Rangá hefur veriðræktuð upp sem laxveiðiá. Margar sleppitjarnir eru á svæði árinnar og hefur verið sleppt rúmlega 400.000 laxa- seiðum á hverju vori und- anfarin ár. » Í fyrra veiddust 4.297 lax-ar í Ytri-Rangá, 2.760 sum- arið 2005, 3.034 sumarið 2004 og 1.780 laxar sumarið 2003. Morgunblaðið/Einar Falur Veiði Laxi landað á Rangárflúðum í Ytri-Rangá. Þar er mokveiði. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.