Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 23 Paul Levy, framkvæmda-stjóri og stjórnar-formaður Beth IsraelDeaconess-spítalans í Boston, var einn fjölmargra gesta- fyrirlesara á Norðurlandaráðstefnu lækna á háskólasjúkrahúsum og deildarforseta læknadeilda, sem haldin var fyrir helgi. Levy var þangað kominn til þess að halda er- indið „Megi heilbrigðisfjármál aldr- ei yfirskyggja heilbrigðisþjónustu.“ Levy talaði um hagræðingu af reynslu, en hann tók við mjög þröngu búi fyrir fimm árum. Árið 1996 voru Beth Israel-spítal- inn og Deaconess-spítalinn samein- aðir, með skelfilegum fjárhagsleg- um afleiðingum. Fjöldi eigna hafði orðið að engu við samrunan, læknar voru á flótta frá hinu sökkvandi skipi og tapið var tugir milljónir dala á hverju ári. Stjórnin ákvað að reyna að bjarga því sem bjargað varð og kallaði Levy til bjargar, en hann var þá rekstrarstjóri lækna- deildar Harvard-háskóla. Til að gera langa sögu stutta tókst Levy að stöðva hið frjálsa fall sem fjármál spítalans voru í og nú gengur reksturinn vel. Sparar með bættri þjónustu Það er bjart yfir Paul Levy þar sem hann skýst út úr ráðstefnusal í Öskju. „Bregðum okkur inn á skrif- stofuna mína,“ segir Levy kankvís, og bendir í átt að auðu borði á kaffi- stofunni. Hann er sjarmerandi náungi, málglaður og fullur sann- færingarkrafts þegar hann talar. Hann byrjar strax að útskýra þá hugsjón sem hann er að kynna. „Frá mínum bæjardyrum séð standa allir stjórnendur sjúkrahúsa frammi fyrir sama vandanum,“ segir Levy þegar við erum búin að fá okk- ur sæti. „Heilbrigðiskerfin í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndunum eru vissulega mjög ólík, annars vegar einkarekin og hins vegar ríkisrekin, en engu að síður er vandinn sá sami: fjárhagslegur þrýstingur er gríðar- legur. Kostnaður við heilbrigðis- þjónustu hefur aukist bæði í einka- geiranum og hinum opinbera og þeir sem sjá spítalanum fyrir fjármagni – tryggingafélögin eða ríkisvaldið, eft- ir atvikum – eru tregir til að leggja til það fé sem þarf.“ Levy er með einfalda lausn á þessu vandamáli. „Ef við bætum þjónustuna höldum við kostnaðinum niðri. Það er svo einfalt.“ „Þegar ég bið starfsfólkið að gera eitthvað, þá segi ég því ekki að gera það til að spara fé, heldur til að bæta þá umönnun sem við bjóðum upp á. Sem reynist svo einnig vera sparn- aðaraðgerð.“ „Ef við bætum hreinlæti sýkjast færri sjúklingar af sjúkrahúsbakt- eríum og þá getum við útskrifað þá fyrr. Það geta allir séð að það er ekki hagkvæmt að sýkja sjúklingana á spítalanum og þurfa svo að eyða bæði fé og fyrirhöfn í að lækna þá aftur.“ Svo ekki sé minnst á lögsókn- irnar. Levy hefur gert stórátak í hrein- lætismálum á spítalanum og sagt ýmsum hefðbundnum sjúkrahús- kvillum stríð á hendur og nefnir hann þar sem dæmi lungnabólgur sem fólk í öndunarvél fær, og dregur fjölda þess til dauða. „Það þarf að uppfylla nokkur skil- yrði til þess að tryggja að sjúklingar í öndunarvél sýkist ekki af lungna- bólgu. Eitt þeirra er að 30 gráða halli þarf að vera á höfðalagi sjúkrarúmanna. Lengi vel var hjúkrunarfólk að slumpa á hvað væri hér um bil 30 gráða halli, en kannanir sýndu að þeir slumpuðu bara alls ekki rétt,“ segir Levy. „Svo við leystum málið með því að láta smíða risavaxna gráðuboga, bara al- veg eins og maður notaði í gagn- fræðaskóla, sem hjúkrunarfólkið notar til viðmiðunar,“ segir hann og brosir út að eyrum. Upplýsingar aðgengilegar Annað tól sem Levy notar við hagræðinguna er Netið. „Það er ekki nóg með að við mælum árangur okkar, ár frá ári, heldur birtum við einnig niðurstöður mælinganna á vefsíðu spítalans. Þetta hefur verið ákaflega vel heppnað stjórnunar- tæki, því allir innanhúss vita að ár- angur okkar er öllum sýnilegur. Mörgum finnst það skrýtið að við birtum tölfræði um það á Netinu hversu margir sjúklingar fái t.d. sýkingar í lyfjabrunn, en 20% þeirra sem fá slíka sýkingu deyja. Málið er að við treystum almenningi fyrir þessum upplýsingum. Okkur finnst að fólk hafi rétt á aðgangi að þeim.“ Hann segir að þegar sjúkrahúsið hafi byrjað á þessum birtingum hafi það hvatt önnur sjúkrahús í Boston til að gera slíkt hið sama, en sú til- laga hafi fallið í grýttan jarðveg. „Hin sjúkrahúsin töldu að almenn- ingur myndi ekki skilja þessi gögn, en mér hefur fundist fólk kunna að meta það að vera treyst fyrir þess- um upplýsingum.“ Hann þrýtur orð þegar þarna er komið við sögu, sprettur upp úr stólnum og skálmar að næstu fartölvu sem norskur fræðimaður situr við. Sá norski má snarlega víkja frá tölvunni og Levy tengist heimasíðu sjúkrahússins og kallar hvert grafið á fætur öðru upp á tölvuskjáinn. Úr holræsunum á spítalann Levy er ekki læknismenntaður, heldur hafði hann getið sér gott orð á ýmsum sviðum fyrirtækjareksturs áður en hann var fenginn að sjúkra- húsinu. Meðal annars hafði hann rekið vatnsveituna og holræsin í Boston og verið orkumálaráðherra í Arkansas, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta má líka merkja á máli hans – hann er flugmælskur þegar hann ræðir um þær hugsjónir sem hann hefur að leiðarljósi við reksturinn, en honum er ennþá örlítið framandi að tjá sig um svið læknisfræðinnar sem snúa að starfi hans. „Enda vissi ég ekkert um þetta fyrir örfáum ár- um!“ Engu að síður má merkja hjá honum djúpa virðingu fyrir starfi heilbrigðisstarfsfólks, og honum finnst það mjög mikilvægt að rekstr- arlegar forsendur komi ekki í veg fyrir að hægt sé að stunda lækning- ar eins og best verður á kosið. Talið berst að dvölinni á Íslandi. „Ég las það í tímariti í flugvélinni á leiðinni heim að Íslendingar flytja út rækjuskeljar til sárabindafram- leiðslu í Oregon, og herinn kaupir al- veg ógrynni af þessu. Ótrúlegt! Ég var búin að gleyma þessu en það rifj- aðist upp í gær þegar ég var staddur í móttöku þar sem okkur var boðið upp á rækjur – skellausar. Ég skrif- aði um þetta á bloggið mitt í gær, þú getur kíkt á það.“ Þarna kom enn ein vísbendingin um að Paul Levy væri ekki dæmi- gerður framkvæmdastjóri – blogg- ið? „Já, ég blogga. Ég las um það fyr- ir rúmu ári og hugsaði með mér ,af hverju ekki ég?’ Ég vinn áhugaverða vinnu og það er ekki fráleitt að aðrir gætu haft gaman af því að lesa um það sem ég geri á hverjum degi.“ Hann skrifar slóðina á miða og hvet- ur til þess að hún verði látin fylgja viðtalinu. „Ég fæ urmul heimsókna á dag.“ Við Levy kveðjumst með orða- skiptum um að ljósmyndari Morg- unblaðsins þurfi endilega að ná af honum tali. Hann segir það lítið mál, „en ekki í fyrramálið. Ég þarf að ganga á – hvað heitir það? – Esj- una.“ Svo brosir hann og skýst inn í ráðstefnusalinn í von um að ná síð- ustu mínútunum af fyrirlestri ein- hvers starfsbróður síns. Hagræðir með því að bæta þjónustuna Morgunblaðið/ÞÖK Fann lausn Paul Levy kom til Íslands til að segja frá reynslu sinni af sjúkrahússrekstri, en hann segir vandamálin alls staðar hin sömu. Í HNOTSKURN »Deaconess-spítalinn varstofnaður árið 1896 og Beth Israel árið 1916. »Beth Israel Deaconess ereitt af þremur háskóla- sjúkrahúsum Harvard-há- skóla. »Á sjúkrahúsinu er rúm fyr-ir tæplega 600 sjúklinga. 40.000 innlagnir eru árlega. Paul Levy er fram- kvæmdastjóri Beth Israel Deaconess- spítalans í Boston. Arndís Þórarinsdóttir spjallaði við hann um rekstur heilbrigð- isstofnana. TENGLAR ............................................. http://www.bidmc.harvard.edu http://www.runningahospital.- blogspot.com arndis@mbl.is En ekki voru allir sáttir við for- gangsröðina þegar beitt var sex flugvélum, tveim þyrlum auk tuga slökkviliðsmanna og bíla til að verja Ólympíu. „Þeir vernda þetta gamla grjót en láta okkur brenna!“ sagði kona frá borginni Nea Fígaleia, skammt frá Ólympíu, er hún hringdi í sjónvarpsstöð í Aþenu til að tjá reiði sína. Hermenn voru á sunnudag sendir til að aðstoða oft vanbúnar slökkvi- liðssveitir, sjálfboðaliða og óbreytta borgara sem börðust við eldana en þeir brutust út á föstudag. Stjórn Karamanlis sætir nú ámæli, einkum af hálfu stjórnarandstöðu sósíalista, fyrir að hafa brugðist of seint við eldunum en fyrr í sumar varð einnig mikið tjón af völdum skógarelda þótt mannfallið væri lítið. Alls hafa orðið um 3.000 skógareldar í landinu á þessu ári og tjónið er gífurlegt, ekki síst í furu- og kýprusviðarskógum. tortíma hinum fornu rústum útileik- hússins í Epidauros og rústum Ól- ympíu, báðir staðirnir eru á heims- minjaskrá yfir helstu menningar- verðmæti jarðarbúa. „Þeir vernda þetta gamla grjót“ Í Ólympíu eru m.a. um 2.800 ára gamlar rústir upprunalega íþrótta- leikvangsins og forns Seifs-muster- is, einnig Altis þar sem ólympíueld- urinn er kveiktur. Þar er frægt safn sem hýsir m.a. styttu Praxítelesar af guðinum Hermes, höggmyndin er frá 4. öld fyrir Krist. „Við ger- t til að að- mannslíf- ráðherra Flogaitis. g fyrir eld- rgarinnar afi náð að ndi reykj- ynni Evia r borgina, g embætt- uneytisins andyra. nudag að næðu að klandi vegna kt við stríð til að hægt sé að auka við byggingarland AP ðu Grikklandi, skammt frá rústunum af hinni fornu borg Ólympíu sem leikarnir eru a í veg fyrir að eldarnir næðu að granda rústunum og frægu safni á staðnum. Miklir stu í sögu landsins en einnig er talið að brennuvargar hafi komið við sögu. AP t er 2.800 ára gamall steinbogi við innganginn g skógar, akrar og mannvirki hafa brunnið. AP Örvænting Kona í þorpinu Varva- sena á Pelopsskaga kannar skemmdir í húsi sínu eftir eldana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.