Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 21 og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn var. Þeg- ar Cesc Fàbregas gerði sigurmark fyrrnefnda liðsins í leiknum með bylmingsskoti úr teign- um hélt Logi því fram að enginn væri betri í þessari stöðu en hann. Þetta er merkilegt í ljósi þess að Fàbregas hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla markaskorun. Þetta var aðeins 15. mark hans fyrir Arsenal á tæpum fjórum árum. Var kappinn t.a.m. gagnrýndur talsvert á liðinni leiktíð fyrir slælega frammistöðu í þessum efnum. x x x Víkverja rak í rogastans þegarhann var að keyra eftir Vest- urlandsveginum á sunnudaginn. Fyrir framan hann var bíll með þremur ungmennum, tveimur kon- um og einum karli, og létu þau rusl- ið ganga yfir Víkverja í gegnum þaklúgu á bílnum. Fyrst komu síg- arettustubbar, þá servíettur og loks bréf utan af góðgæti. Það vakti sér- staka athygli að stúlkurnar voru mun afkastameiri en drengurinn við tiltækið. Um fátt hefur veriðmeira rætt og ritað á Íslandi í sumar en Grímseyjarferj- umálið. Ekki ætlar Víkverji að blanda sér í þær umræður nema hvað hann má til með að vekja athygli á númeri reglugerð- arinnar sem ýtti mál- inu úr vör. Haustið 2001 var sumsé sett reglugerð samgöngu- ráðuneytisins um ör- yggi farþegaskipa í innanlandssiglingum en viðauki hennar tek- ur að mestu gildi 1. júlí 2009. Í reglugerðinni eru innleiddar reglur og kröfur Evrópusambands- ins um öryggi farþegaskipa, sem gera ýmsar ríkari kröfur en eldri reglur og þýða að núverandi Gríms- eyjarferja, Sæfari, verður ólöglegur. Fyrir vikið fóru menn að huga að nýjum skipakosti. Víkverji er að tala um númerið á umræddri reglugerð. Haldið þið að það sé ekki 666! Var við öðru að bú- ast að allt færi í bál og brand í guð- hræddu þjóðfélagi? x x x Logi Ólafsson, sparkskýrandiSýnar og Sýnar 2, setti fram undarlega fullyrðingu í leik Arsenal          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is verður miðvikudaginn 29. ágúst kl. 18 í Snorrabúð, tónleikasal skólans Skólastjóri Skólasetning SÓLBRÚNIR og vel skornir karlmenn hafa verið í tísku hin síðustu ár, í það minnsta að einhverju leyti en jafn- an hefur karlmennskulegt útlit verið tengt við hreysti, já og auðvitað karlmennsku. Nýleg könnun frá St. And- rews og Durham háskólunum í Bretlandi bendir hins vegar til þess að harðkjarna karlar séu á útleið hjá kvenþjóðinni og að konur upplifi harðhausana ekki á sama hátt og búist var við. Könnunin var birt í tímaritinu Personality and In- dividual Differences en yfir 400 konur og karlar tóku þátt í könnuninni. Ekki heppilegir lífsförunautar Þannig leiða niðurstöður könnunarinnar í ljós að konum finnst karlar sem hafa sterka karlmennsku ímynd, kantaðar kjálkalínur, stærra nef og minni augu, ekki líklegir til þess að endast langtímasamband en þessi útlitseinkenni þykja dæmigerð fyrir „macho“ karlmann. Þá kemur heldur ekki á óvart miðað við fyrri niðurstöðu að karlar sem eru mýkri, fíngerðari, með stærri augu og þynnri augabrúnir eru taldir kven- legri á að líta og líklegri til þess að endast í sambandi og ólíklegri til þess að halda framhjá makanum. Könnunin fór þannig fram að þátttakendur fengu að skoða andlitsmyndir af körlum en þar hafði ýmsum út- litseinkennum verið breytt til þess að gera karlana annaðhvort kvenlegri eða karlmennskulegri. Mynd- irnar sýndu aðeins andlitið, ekkert hár, eyru, háls, herðar eða föt og voru þær birtar hlið við hlið. Fróðlegar niðurstöður Niðurstöður könnunarinnar eru taldar geta varpað ljósi á hvað ráði gjörðum fólks þegar maki er valinn og eins að könnunin virki sem gott innlegg í umræðu um frjósemi, þróunarlíffræði, erfðafræði, hjónabands- ráðgjöf og sálfræði. Harðkjarna karlarnir voru samkvæmt könnuninni taldir stjórnsamari, ekki eins trúir maka sínum og verri foreldrar á meðan kvenlegri karlar þóttu hlýlegri og áreiðanlegri. Heilbrigði og aldur virðist einnig skipta verulegu máli þar sem fólk sem leit út fyrir að vera heilbrigðara en gengur og gerist, t.d. vegna skýrari ásjónu, fengu hærra skor á öllum skölum könnunarinnar. Einnig kom á óvart að fólk sem leit út fyrir að vera eldra fékk al- mennt jákvæðari viðbrögð en ungt fólk. Ein fróðlegasta niðurstaðan er hins vegar sú að karl- mennskuímyndin virðist ekki tengjast heilbrigði. Heil- brigði tengist þannig fremur auði og fjölskyldulífi fremur en sólbrúnum, vöðvastæltum, karlmennsku- legum einhleypingum. Sterk karlmennsku ímynd ekki vænleg Karlmennska Charles Atlas var sólbrúnn og stæltur en á kannski ekki upp á pallborðið hjá nútímakonunni. ÞÝSKIR og bandarískir vísindamenn hafa fundið tvö efni sem þeir telja vera aðalorsök hins bitra bragðs sem stundum er af kaffisop- anum. Ólíkt því sem margir halda er koffein ekki sökudólgurinn að því er forskning.no greinir frá. Að sögn prófessors Thomas Hoffmann við tækniháskólann í München í Þýskalandi er aðeins hægt að rekja um 15 prósent bit- urleikans til koffeinsins. Þau efni sem valda hinu bitra bragði eru ekki í kaffibaununum hráum heldur myndast þau þegar þær eru brenndar. „Og því meira sem baunirnar eru brenndar, því bitrara verður bragðið,“ segir Hoffman. Hann útskýrir að langur brennslu- tími leysi úr læðingi ýmis efnaskipti en við þau myndast efnin sem um ræðir. Aðallega er um að ræða tvö efni sem bæði verða til vegna klorogensýrunnar í hráu baununum. Vísindamennirnir undirstrika þó að hvorugt efnanna sé að finna í þeim. Mest er hættan á biturleika í espressókaffi sem er lagað við háan hita með því að nota gufuþrýsting. Ameríska efnafræðisambandið telur að ofangreindar upplýsingar geti leitt til betri uppáhellings í framtíðinni. Biturleikinn fundinn Espresso Brennslan skiptir höfuðmáli við að leysaúr læðingi rétta bragðið fyrir kaffiunnendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.