Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIÐBÆR Í HERKVÍ Hverja helgi breytist miðbærReykjavíkur að nóttu til ídýragarð. Bærinn fyllist af rusli og hávaðinn verður svo ærandi að fólk sem býr þar getur ekki sofið. En það er ekki nóg með það. Skemmdarverk eru unnin á húsum og bílum. Garðar fólks breytast í salerni. Ofan á allt þetta bætast síðan bar- smíðar og ofbeldi. Og ástandið fer versnandi. Í Morgunblaðinu í gær lýsti Fríða Björk Ingvarsdóttir ritstjórnar- fulltrúi gönguferð um hverfið sitt. Þar dregur hún upp mynd af óöldinni í hverfinu, sem ber póstnúmerið 101, og hefur án vafa opnað augu margra. Lengi hefur verið ljóst að ástandið í miðbænum er komið út yfir öll mörk. Það er ekki hægt að bjóða íbúum, verslunareigendum, eigendum veit- ingastaða og hótelrekendum í mið- bænum upp á þetta ástand helgi eftir helgi. En hvernig er hægt að vinda of- an af þessu ófremdarástandi? Tvennt þarf að gerast. Annars veg- ar þarf að finna leið til að ýta undir að sá hluti skemmtanalífsins, sem mest- ur hávaði fylgir, flytjist út í hverfi þar sem engir eru nágrannarnir til að ónáða, líkt og gert hefur verið í borg- um á borð við París og Berlín, eins og Fríða Björk lýsir í grein sinni. Hins vegar þarf að komast til skila að nú- verandi umgengni verður ekki liðin. Stór hluti vandans liggur í því hvernig fólk skemmtir sér. Áfengis- neyslan er oft svo hömlulaus að allir þröskuldar og innri bremsur hverfa. Hverjar eru svo afleiðingarnar fyrir gerendurna af hegðun sinni; af ribb- aldahætti og skemmdarverkum? Yf- irleitt eru þær engar. Undanfarið hefur mátt fylgjast með því hvernig dregið hefur úr hrað- akstri á þjóðvegum landsins. Nær- tækasta skýringin á því er að sektir fyrir of hraðan akstur hafa verið hækkaðar svo um munar. Er hægt að fara svipaða leið til að hafa áhrif á ástandið í miðbænum? Mætti hugsa sér að í stað þess að horfa í hina áttina þegar fólk pissar og gengur örna sinna á almannafæri yrði það sektað? Mætti hugsa sér að fólk, sem ítrekað er staðið að því að eyðileggja annarra eigur, gjaldi háar sektir eða verði lát- ið gegna samfélagsþjónustu eða sett í það nokkra morgna að hreinsa upp af- raksturinn eftir sollinn? Eins og sakir standa er miðbær Reykjavíkur í herkví. Lögreglustjór- inn í Reykjavík hefur hvatt til að- gerða í málinu. En þær verða til lítil gagns ef ekki eru höfð afskipti af fólki sem sleppir gjörsamlega fram af sér beislinu. Eins og ástandið er núna virðast yfirvöld standa ráðþrota. Brotin eru svo mörg að engin leið er að vita hvar á að byrja. Það þarf hins vegar að sýna að villimennskan verði ekki lengur liðin. Ef fólk veit að háar sektir liggja við brotum og því er fylgt eftir gæti það haft áhrif. Ef það þarf að inna af hendi samfélagsþjónustu fyrir brot opnast ef til vill augu þess. BARA HVISS BANG OG ÚT Það er vissulega fagnaðarefni aðslökkviliðsmönnum tókst að bjarga tveimur unglingsstúlkum í fyrradag sem voru læstar inni á lok- aðri deild meðferðarheimilisins Stuðla þegar eldur kom upp í álm- unni. Hér hefði getað farið mun verr og í raun er mikil mildi að stúlkunum var bjargað með svo giftusamlegum hætti. Því er rétt að staldra við og gaumgæfa hvort ekki þurfi að standa með öðrum og tryggari hætti að öryggismálum lokaðra deilda eins og þessarar og breyta og herða öryggiskröfur sem gerðar eru til meðferðarheimila, heilbrigðisstofn- ana og fangelsa þannig að útilokað verði að sagan geti endurtekið sig. Slökkviliðsmennirnir Sigurður A. Jónsson og Arngrímur Vilhjálmsson unnu mikið þrekvirki þegar þeim tókst á þremur mínútum að kafa reykinn og bjarga stúlkunum sem báðar fengu reykeitrun og væg brunasár. Hárrétt viðbrögð starfs- fólks sem gat gefið slökkviliðsmönn- unum greinargóðar lýsingar á því hvar í álmunni stúlkurnar væri að finna gerðu gæfumuninn við leitina, samkvæmt frásögn Morgunblaðsins í gær. Stúlkurnar höfðu skriðið undir borð í herbergi sínu en þar var hvorki opnanlegur gluggi né neyð- arútgangur því um lokaða deild er að ræða. „Það var mikill reykur í herberginu hjá þeim, eiginlega al- veg ofan í gólf og hitinn mikill, svo það var ekkert annað í boði en að drífa þær upp, það var bara hviss bang og út,“ sagði Sigurður slökkvi- liðsmaður hér í Morgunblaðinu í gær. Þegar svo voveiflegir atburðir gerast er það skylda þeirra sem ábyrgð bera á öryggismálum, hvort sem um meðferðarstofnanir er að ræða, heilbrigðisstofnanir eða fang- elsi, að íhuga hvaða lærdóm megi draga af atburðinum. Liggur það ekki í augum uppi að það er með öllu óviðunandi, að þeir sem eru vistaðir á lokuðum deildum eða í einangrun eiga ekki sömu möguleika á að forða sér og aðrir, til dæmis þegar eldur kemur upp? Það gátu þessar ungu stúlkur ekki og það má í raun og veru þakka fyrir það að þær eru báðar á lífi í dag og til þess að gera óskaddaðar eftir þessa raun. Fjarstýrðar, samhæfðar hurða- læsingar hjá öllum vistmönnum, sjúklingum og föngum, hvort sem þeir eru á lokuðum deildum eða ann- ars staðar, ættu að vera sjálfsagt ör- yggisatriði. Ef vá bæri að dyrum væri með einu handtaki úr stjórn- stöð hægt að koma í veg fyrir að hættuástand myndaðist. Brennt barn forðast eldinn. Lát- um þennan eld verða okkur að lexíu, þannig að með markvissum aðgerð- um verði komið í veg fyrir að svipað hættuástand geti komið upp á ný. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Um 800 slökkviliðsmenn ogálíka margir hermenn íGrikklandi börðust í gærvið skógareldana sem hafa valdið miklum hörmungum og eiga sé engin fordæmi í landinu. Minnst 63 menn hafa látið lífið og margir slasast, vitað var um fólk sem enn var umlukið eldi og óvíst hvort hægt yrði að bjarga því. Víða reynir fólk að verja heimili sín fyrir eldinum með garðslöngum og vatnsfötum, aðrir reyna í örvænt- ingu að stöðva logatungurnar með trjágreinum. Sjónvarpsstöðvar sýndu um helgina myndir af brunnum bílum með látnu fólki. Á einum staðnum fundust líkamsleifar konu og fjög- urra barna hennar, hún vafði þau enn örmum í dauðanum. Frá sunnu- dagsmorgni til sama tíma í gær var vitað um 89 nýja elda sem brutust út víðsvegar um landið, mest á Pelops- skaga og eynni Evia en einnig norð- ur við landamærin að Albaníu. „Það brenna eldar í meira en helmingi landsins,“ sagði Nikos Diamandis, yfirmaður slökkviliðsmála Grikk- lands. 100 metra háir eldveggir Eldveggirnir ná allt að 100 metra hæð, stórir hlutar landsins eru nú sviðin jörð og auk mannskaðans hef- ur orðið geysilegt tjón á mannvirkj- um, ökrum og ólífulundum auk skóg- anna. Á fréttavef breska ríkisútvarps- ins, BBC, er ástandinu í Grikklandi líkt við „stríð“ og hvers kyns sögu- sagnir eru á kreiki um orsök eld- anna. Um 30 manns hafa þegar verið handteknir fyrir að hafa valdið eld- um, annaðhvort af vangá eða ásettu ráði. Grunsemdir eru um að sums staðar hafi verið um samræmda íkveikju að ræða. Demetris Karavel- las, talsmaður umhverfisverndar- samtakanna WWW Greece, segir að löggjöf skorti þar sem skilgreint sé nákvæmlega hvað sé skóglendi og hvað sé land þar sem megi byggja. Ef mönnum tekst að brenna niður runna og tré er hugsanlegt að skil- greina megi umrætt svæði upp á nýtt sem byggingarland. „Það er þrýst á um meiri ferða- þjónustu, meiri og meiri bygginga- framkvæmdir...Ég vona að almenn- ingur a.m.k. muni beita meiri þrýstingi [gegn slíkum áformum] þegar fólk sér hvað tjónið er hrika- legt núna,“ sagði Karavellas. Embættismenn sögðu að allt benti til að um væri að ræða sam- ræmda árás á landið. Fjölmiðlar gripu ummælin á lofti og sjónvarps- stöð sagði að Grikkland væri „skot- mark“. Saksóknari hóf í gær að kanna hvort árásir brennuvarga gætu fallið undir lög gegn hryðju- verkum og skipulagðri glæpastarf- semi. Fengju þá yfirvöld víðtækari heimildir til að handtaka meinta brennuvarga. Hægrimaðurinn Costas Karam- anlis forsætisráðherra sagði það vera „fullmikla tilviljun“ að svo margir eldanna skyldu kvikna sam- tímis og að næturlagi. Stjórnvöld hafa heitið verðlaunum, allt að einni milljón evra [87 milljóna króna], fyr- ir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku brennuvarga. Að sögn yfirvalda voru dæmi um að aldrað fólk og lasburða neitaði að yfirgefa heimili sín, þrátt fyrir hætt- una. Skipulag björgunaraðgerða hefur víða verið í molum og viður- kennt er að ekkert sé vitað með vissu um örlög mörg hundruð manna, sumt af því fólki gæti hafa dáið. Miklir þurrkar og hvassviðri hafa átt sinn þátt í að eldarnir hafa náð svo mikilli útbreiðslu. um allt sem okkur er unnt stoða fólk, til að bjarga um,“ sagði starfandi innanríkismála, Spyros Tekist hefur að koma í veg arnir næðu til höfuðbor Aþenu þótt logatungur ha sleikja úthverfi. Illa þefjan armekkir og aska frá ey hafa hins vegar borist yfir þar sá vart til sólar í gær og ismenn heilbrigðisráðu sögðu fólki að halda sig inna Naumlega tókst á sunn koma í veg fyrir að eldar Ástandinu í Grikk skógareldanna lík  Yfir 60 hafa látið lífið  Brennuvargar sagðir kveikja í t Tortíming Skógareldar brenna við Kronos-hæð í suðaustanverð kenndir við. Beitt var m.a. tankflugvélum og þyrlum til að koma þurrkar og rok hafa átt sinn þátt í að breiða út eldana, hina mes Slökkvistarf Þyrla varpar vatni á eldana á Pelopsskaga, fremst að leikvanginum forna í Ólympíu. Tugir manna hafa látið lífið og Í HNOTSKURN »Lögreglurannsókn erhafin á myndskeiði úr farsíma sem virðist sýna tvo menn kveikja í furuskógi á Hymettos-fjalli í útjaðri Aþenu á laugardag. »Björgunarstarfið er sagtilla skipulagt. Hægri- stjórn Costas Karamanlis for- sætisráðherra er sökuð um að hafa skipað óreynda menn á pólitískum forsendum til að stýra slökkviliðssveitunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.