Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Mr. Putín er kominn til að sýna sig og sjá aðra, herra Bush. VEÐUR Það hefur eitthvað alvarlegt kom-ið fyrir forystumenn Vinstri grænna eftir kosningar og stjórn- armyndun sl. vor. Það er eins og þeir hafi misst sjálfstraustið. Allur vindur úr þeim.     Þeir Steingrímur J. Sigfússon ogÖgmundur Jónasson hafa stöku sinnum látið í sér heyra í sumar en þeir eiga það sameiginlegt að það er eins og baráttukraft- urinn sé horfinn.     Þeir vita aug-ljóslega ekki hvert þeir eiga að stefna. Þeir eru hikandi og fálmandi, reyna að finna einhverja fótfestu en finna hana ekki.     Vinstri grænir eru eins og stjórn-laust rekald.     Það er ekki oft sem stjórn-málaflokkur tapar áttum með þeim hætti sem nú er að gerast með Vinstri græna.     Jafnvel Framsóknarflokkurinnhefur ekki lent í sambærilegum hremmingum enda er bakland Guðna Ágústssonar traust þótt flokkur hans sé enn í sárum eftir kosningaúrslitin.     Ef núverandi forystumenn Vinstrigrænna ná ekki að rétta sig af fljótlega í haust þegar þing kemur saman er líklegt að vaxandi þrýst- ingur verði á formannsskipti fyrr en stefnt hefur verið að.     Það er augljóst að formannsskiptiverða hjá Vinstri grænum fyrir næstu kosningar en nái foringj- arnir sér ekki á strik er tíðinda að vænta. Svandís bíður átekta. STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Hefur VG misst sjálfstraustið? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       !"  #       :  *$;<                  !"#$   %      &     !" !'    #(   )    *! $$ ; *! $%  & " % " '  (" )( =2 =! =2 =! =2 $'"&  * # +,!(-  <; >         /    * +  % &         ,-   =    87         !"#$  .  ##     & - )   /+## &    0   !"#$          1 '#$ +    .   % & ( -% # &      2%% # &     ' !3  (   )          4 ./ (00  ("1 ( !(* # 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B  2 2 2                          2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2                     Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Elín Arnar | 27. ágúst 2007 Where is all the cool people? Það var nákvæmlega ekkert kúl né flott við þennan stað sem var hálftómur að und- anskildum nokkrum túristum í skærum anórökkum og tveimur gömlum köll- um. Ég leit med skelfingarsvip á þjóninn og sagði: „Where is all the cool people?“ Þjónninn leit á mig með vanþóknunarsvip: „What do you mean cool people? Do you mean people like you?“ Meira: elinarnar.blog.is Svavar Alfreð Jónsson | 27. ágúst 2007 Athafnir daglegs lífs Okkur finnst merki- legra að standa upp en sitja, mikilvægara að ganga en standa og meira um vert að kom- ast á áfangastað en að ganga. Þá yfirsést okkur að ekki er hægt að standa upp án þess að hafa setið, ganga án þess að hafa staðið upp og leiðarandenda náum við ekki nema að ganga. Meira að segja þögn okkar skal vera heilshugar. Meira: svavaralfred.blog.is Jóna Á. Gísladóttir | 26. ágúst 2007 Its out there now - I’m fat Hreyfing: Sund- sprettur alla virka daga fyrir vinnu (hugs- að til að koma blóðinu á hreyfingu, hjarta og lungum í betra horf og auka vöðvamassa). Jafnvel einstaka göngutúr með Vidda hund. Mataræði: Prótein/ Herbalife shake eftir sund og í há- deginu (bragðbættur með skyri/ banana/berjum/ávaxtasafa). Muna Omega hylkin, vítamínið og trefja- töflurnar (svo gott fyrir hægðirnar). Meira: jonaa.blog.is Þorleifur Ágústsson | 26. ágúst 2007 Hið óskiljanlega Það er undralegt tóma- rúm sem myndast við fráfall vinar. Hugsanir berjast um í höfðinu og engar útskýringar eru til staðar eða að hægt sé að gera sér grein fyrir orsök. Þetta bara er og maður er bara að glíma við að reyna að skilja það sem algjörlega er óskilj- anlegt – lífið. Á sama tíma og einn reynir að gera allt til að fá að lifa lengur – reynir annar að gera allt til að stytta sér aldur. Hvaða skynsemi er í þessu ástandi – að vilja svo gjarn- an lifa en á sama tíma vera svo óskaplega þreyttur á þessu lífi? Hver er raunveruleg ástæða þess að við er- um hér og hvert er þetta hlutverk sem okkur er ætlað – er það fyr- irfram ákveðið eða er hér um óskipu- lagt ferli að ræða sem enginn hefur nokkra stjórn á? Við bara erum. Maður vaknar á morgnana – sinnir sínum tilbúnu mannlegu erindum all- an daginn – fer heim og undirbýr sig með mat og svefni fyrir næsta dag – dag eftir dag. Engin eiginleg mark- mið nema auðvitað að hafa það sem allra best – mælt með mælistiku þjóðfélagsins og útkoman verður meiri kröfur um að vilja meira til að hafa það ennþá betra og vinna meira og græða meira til að geta haft það ennþá betra sem leiðir af sér ennþá dýrari venjur sem krefjast ennþá meiri innkomu sem krefst meiri vinnu og sem veldur því að við höfum minni tíma til að gera það sem við í byrjun ætluðum okkur að gera – að njóta lífsins. Undarleg hringavit- leysa sem er manni gjörsamlega óskiljanleg – en allir taka þátt í – hver með sínum hætti. Og svo verður allt hljótt. Tómarúm. Enginn tími lengur – bara búið … Það er ekki fyrr en við komumst í nálægð við dauðann að maður spyr sig þessara spurninga. Og það eina sem við getum verið viss um er að við deyjum – það eitt er staðreynd. En hvenær vitum við ekki – hvernig vit- um við ekki. En við förum og eftir standa þeir sem eiga inni tíma – og standa eins og við áður í okkar spor- um og spyrja sig spurningarinnar – hvenær fer ég – hvernig fer ég og hvað verður um þá sem eftir verða? Er dauðinn kannski ekkert annað en áminning til þeirra sem eftir lifa um að njóta lífsins. Meira: tolliagustar.blog.is BLOG.IS JÓHANNA Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur skipað nefnd til að móta tillögur sem miða að því að efla hinn félagslega þátt hús- næðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn, og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum. Fram kemur á vef félagsmála- ráðuneytisins að samhliða þessu þurfi að skilja með skýrari hætti á milli almennra og félagslegra lán- veitinga og að hlutverk nefndarinn- ar sé meðal annars að tryggja að- gengi að lánsfé fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn, íbúa á landsbyggðinni og lágtekjufólk. Nefndinni er ætlað að skila fé- lagsmálaráðherra áliti sínu og til- lögum fyrir 1. nóvember 2007. Í nefndinni sitja Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, skipuð af félags- málaráðherra, formaður, Árni Páll Árnason og Ármann Kr. Ólafsson, skipaðir af félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, Karl Björnsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jórunn Frímanns- dóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg, Þorbjörn Guðmundsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, Þur- íður Einarsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, og Vilhjálmur Egilsson, til- nefndur af Samtökum atvinnulífs- ins. Skipaði nefnd um húsnæðismál Morgunblaðið/Golli Lánakerfi Nefndinni er ætlað að koma með tillögur sem miða að því að efla félagslegan þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.