Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í NÝJASTA tölublaði Fram- kvæmdafrétta Vegagerðarinnar er auglýst útboð á lagfæringu á hring- veginum um Þvottár- og Hvalnes- skriður. Þessi vegakafli, sem liggur milli Lónsfjarðar og Álftafjarðar á Suðausturlandi, er almennt talinn einn sá varasamasti á hringveg- inum. Um er að ræða alls 4,2 kílómetra kafla sem lagfærður verður. Veg- urinn verður lagður bundnu slitlagi og vegrið sett meðfram veginum sjávarmegin, samtals 2.860 metrar. Einnig verða settir grjótkassar fjallsmegin til að varna grjóthruni inn á veginn. Vegalínan mun hald- ast að mestu leyti óbreytt frá því sem nú er. Segir í Framkvæmda- fréttum, að um sé að ræða aðgerðir til að auka öryggi vegfarenda, uns jarðgöng verða gerð undir Lóns- heiði. Skriðurnar hafa verið óstöðugar og grjóthrun og skriðuföll nokkuð algeng, sérstaklega í Hvalnes- skriðum. Hrun hefur ágerst und- anfarin ár sökum tíðra skipta milli frosts og þíðu. Umferð á þessum kafla var 220 bílar að meðaltali á dag árið 2005. Yfir sumartímann aka þarna um 400 bílar á dag og 100 bílar að vetrarlagi, en það er hættulegasti tíminn. Ljósmynd/Vegagerðin Hættuvegur Oft er hætta á ferðum þegar ekið er um Hvalnesskriður. Endurbætur á varasömum vegi ÁHÖFNIN á bor 2, sem er að grafa aðrennslisgöng Jökulsárveitu, bor- aði 115,6 metra síðastliðin fimmtu- dag. Fram kemur á Kárahnjúkasíðu Landsvirkjunar, að þetta sé nýtt heimsmet í gangaborun. Bor 2 hafði áður sett heimsmet í afköst- um á einum sólarhring með því að bora 106,1 metra hinn 23. júní 2007 í Jökulsárveitu en bætti nú eigið met um 9,5 metra. Bor 2 setti einnig nýtt afkasta- met í virkjunarframkvæmdunum hér á landi þegar hann skilaði nærri 364 metrum á einni viku fyrr í þessum mánuði. Gildandi heimsmet hliðstæðs bors er frá Chicago í Bandaríkj- unum. Morgunblaðið/Steinunn Kraftur Borinn að störfum. Heimsmet í gangaborun JÓN Snorri Snorrason hefur hafið störf sem for- stöðumaður MBA-náms við Háskóla Íslands. Jón Snorri er menntaður viðskiptafræðingur og er með meistaragráðu frá Essex-háskóla. Á árunum 1983- 1995 starfaði hann á fjármálamarkaði m.a. sem for- stöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans, sem fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Kaupþings og aðstoð- arframkvæmdastjóri Lýsingar. Á árunum 1995-2007 starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Ölgerðarinnar, B&L bílaumboðs og Ör- yggismiðstöðvarinnar. Hann hefur setið í stjórnum fyrirtækja eins og Aco Tæknivali, Eðalfiski, Bílabúð Benna, Sigurplasti og Íslenska Lífeyr- issjóðnum, Lyfju og Vátryggingafélags Íslands (VÍS). Jón Snorri hefur 25 ára reynslu af háskólakennslu við viðskipta- og hagfræðideild HÍ og auk þess kennt við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík. Veitir MBA-námi HÍ forstöðu Jón Snorri Snorrason FISKIDAGSNEFNDIN ákvað að gefa Götusmiðjunni fiskinn sem Dalvíkingar og gestir þeirra náðu ekki að sporðrenna á Fiskideginum mikla. Alls voru þetta fjögur bretti af fiski eða 12 þúsund skammtar af þorski og bleikju og eitthvað af fiskborgurum. Blaðið Norðurslóð skýrir frá þessu og segir forsvarsmenn Götu- smiðjunnar hafa fagnað gjöfinni ákaft, „sem höfðu á orði að nú hefðu þau mat út árið.“ Gáfu fiskinn REYNIR Traustason hef- ur verið ráðinn ritstjóri DV við hlið Sigurjóns M. Egilssonar. Reynir mun hefja störf hinn 1. september og lætur þá af störf- um sem ritstjóri Mannlífs. Reynir hóf blaðamennsku á DV árið 1994 en hafði áður verið frétta- ritari blaðsins á Vestfjörðum um 10 ára skeið. Hann starfaði á DV sem blaðamaður og fréttastjóri til árs- ins 2002 þegar hann réð sig til starfa á Fréttablaðið sem ritstjórn- arfulltrúi. Nýr ritstjóri DV Reynir Traustason UM 1.100 manns stunda nám í Há- skólanum á Bifröst og hafa aldrei verið jafn margir. Í haust sóttu 900 um skólavist og hafa umsóknir aldrei verið fleiri. 600 nemendur voru teknir inn en 300 manns þurfti að hafna, samkvæmt upplýsingum frá skólanum. Metaðsókn SÍÐASTLIÐINN laugardagur verður sennilega lengi í minnum hafður í röðum Valsmanna, en þá vígðu þeir fjölda nýrra og glæsilegra mannvirkja. Valsmenn hafa nú tekið í notkun nýja íþróttahöll, keppnis- leikvang, yfirbyggða stúku og fé- lags- og skrifstofuaðstöðu. „Þetta er gjörbylting hvað aðstöðu varðar og þessi mannvirki skapa grunn til framtíðar fyrir öfluga starfsemi Vals á Hlíðarenda,“ segir Grímur Sæ- mundsen, formaður Vals. „Það var kominn tími til að endurnýja, stækka og bæta aðstöðu til þess að vera sem best í stakk búnir til að takast á við það þjónustuhlutverk sem að félög af þessu tagi hafa í nútímasamfélagi.“ Að sögn Gríms tóku nokkur þús- und Valsarar þátt í hátíðarhöldum. Unga kynslóðin gekk í skrúðgöngu frá skólunum í hverfinu niður að Hlíðarenda þar sem efnt var til mik- illar fjölskylduhátíðar. Eftir að Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóri, hafði farið fögrum orðum um félagið og séra Vigfús Þór Árnason flutt blessunarorð voru mannvirkin formlega vígð. „Þessi vígsla er einn af stærstu dögum í sögu félagsins og það má segja að grunnurinn að þessari upp- byggingu hafi verið lagður með framsýni forystumanna Vals sem keyptu 10 hektara land á þessum einstaka stað árið 1939,“ segir Grím- ur að lokum. „Mannvirkin skapa grunn til framtíðar“ Valsarar Grímur Sæmundsen, formaður Knattspyrnufélagsins Vals, Hörður Gunnarsson varaformaður og Reynir Vignir, fyrrverandi formaður. Í baksýn er stúka knattspyrnuvallarins en hún var nýverið tekin í notkun. Í HNOTSKURN »1911 stofnuðu sex piltar Fótboltafélag KFUM, en nafni félagsins varbreytt í Val sama ár. »1939 eignaðist Valur eigið land í alfaraleið með kaupum á jörðinniHlíðarenda við Öskjuhlíð. »Malarvöllur á svæðinu var vígður 1949 og grasvöllur tekinn í notk-un 1953. »Gamla íþróttahúsið var tekið í gagnið árið 1958 og markaði þaðstraumhvörf í starfi félagsins. »Annað íþróttahús, vallarhús og félagsheimili voru tekin í notkun ár-ið 1987, en íþróttahúsið þurfti að víkja fyrir hinu nýja mannvirki. Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is „VERKEFNI morgundagsins er að koma Inndjúpinu í tengsl við lands- kerfið,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, í ræðu sinni á 30 ára afmæli Orkubús Vestfjarða á sunnudag. Hann taldi verkið geta hafist næsta sumar. Össur sagði Inndjúpið á Vest- fjörðum vera síðasta hluta fasta- landsins sem ekki væri tengdur landsnetinu og að raforkulög legðu ríkinu beinlínis þá skyldu á herðar að tengja Djúpið við landsnetið. Hann sagði þannig öryggi við af- hendingu orku á Vestfjörðum verða bætt, en því væri ábótavant enda stæði fjöldi ótryggra smávirkjana að orkubúskapnum vestra að mestu leyti. Orkubú Vestfjarða mun standa að tengingunni. „Þessi nýja tenging mun í senn treysta orkuöryggi svæð- isins, skapa at- vinnu og spara fé til langs tíma. Orkubúið selur í dag raforku á sama verði í Djúpinu og ann- ars staðar, og tapar á þeim þætti orkusölu um 15 milljónir á ári. Þessi aðgerð mun því borga sig upp á ágætum tíma, en kostnaðurinn við hana er áætlaður að verði ríflega 150 milljónir króna. Með tengingunni opnast líka nýir möguleikar, m.a. til þess að reisa smávirkjanir sem geta selt orku inn á landsnetið. Þessi framkvæmd mun því að öllum líkindum leiða til meiri orkuframleiðslu á Vestfjörðum inn á landsnetið, og verða þannig öllu landinu til farsældar,“ sagði Össur í ræðu sinni. Jarðvarmaveita á Ísafirði Össur sagði einnig í ræðunni að til stæði að koma upp jarðvarmaveitu á Ísafirði. Hann sagði Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir telja miklar líkur á að heitt vatn væri að finna á Ísafirði. Það væri þó flókið og áhættusamt verkefni því fara þyrfti í gegnum erfið jarðlög á 600 til 800 metra dýpi. Hann sagði að það verkefni yrði sameiginlegt við- fangsefni iðnaðarráðuneytisins og Orkubús Vestfjarða. Össur sagði mikilvægt að störfum á svæðinu væri fjölgað og benti á að ríkisstjórnin hefði ákveðið að fjölga opinberum störfum á Vestfjörðum og nýlega hefði Orkubú Vestfjarða auglýst þrjú ný sérfræðistörf. Inndjúpið mun loks tengjast landsnetinu Iðnaðarráðherra sagði að Djúpið skyldi tengt og að einnig yrði borað eftir heitu vatni á Vestfjörðum Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.