Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„Nýr norrænn matur og mat-
argerðarlist“ er eitt af samstarfs-
verkefnum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar og er því ætlað að
skýra fjölbreytta möguleika til verð-
mætasköpunar, sem felast í mat-
vælaframleiðslu og matarmenningu
Norðurlanda. Einnig er markmiðið
að efla samstarf landanna á sviði
matvælaframleiðslu og tengja hana
öðrum verkefnum, s.s. á sviði ferða-
þjónustu, heilbrigðis, byggðaþróun-
ar og viðskipta.
Aukin eftirspurn
eftir mat sem bætir heilsu
Samstarfsáætlun um ,,Nýjan nor-
rænan mat og matargerðarlist“ á
rætur sínar að rekja til þess að inn-
an Evrópu er vaxandi áhugi á stað-
bundnum sérkennum matvæla og
þeim fjölgar ört sem hafa áhuga á
að kynna sér og upplifa mat sem
tengist tilteknum svæðum. Aukin
eftirspurn er eftir matvælum sem
búa yfir sérstökum hreinleika og
eiginleikum sem taldir eru bæta
heilsu fólks. Norðurlöndin hafa
sterka stöðu hvað þetta varðar í al-
þjóðlegu samhengi og þá sérstöðu
má nýta til að skapa viðskiptatæki-
færi. Talið er að byggðarlög sem
eiga undir högg að sækja efnahags-
lega geti nýtt þetta sér til fram-
dráttar.
Þó að Norðurlöndin hafi á ýmsan
hátt ólíkar forsendur til mat-
vælaframleiðslu hafa norrænir mat-
reiðslumenn í vaxandi mæli dregið
fram þau atriði sem einkenna löndin
sem heild, en helstu einkenni nor-
rænna hráefna eru talin vera hrein-
leiki, bragðgæði og hollusta.
Sérstakur stýrihópur var stofn-
aður til að vinna að verkefninu. Í
honum sitja fyrir hönd Íslands Em-
ilía Martinsdóttir frá Matís og Lauf-
ey Haraldsdóttir frá ferðamáladeild
Hólaskóla, Háskólans á Hólum. Í
hverju landi hafa einnig verið til-
nefndir „sendiherrar“ sem hafa það
verkefni að miðla þekkingu og vekja
athygli á norrænni matargerð,
vinna að kynningum á norrænni
matargerð og menningu. Íslensku
sendiherrarnir eru Sigurður Hall og
Baldvin Jónsson.
Meðal verkefna stýrihópsins er að
skilgreina merkingu hugtaksins
„Nýr norrænn matur og matargerð-
arlist“. Taka þarf tillit til ólíkra mat-
arhefða innan Norðurlandanna og
skapa jákvæðara viðhorf meðal
Norðurlandabúa til eigin mat-
armenningar. Hvatt verður til ný-
sköpunar í norrænni matvælafram-
leiðslu og stutt við
staðbundna hráefn-
anotkun og mat-
vælaframleiðslu.
Auglýst eftir
styrktarumsóknum
Fyrr á árinu aug-
lýsti Norræna ráð-
herranefndin eftir um-
sóknum um styrki til
verkefna fyrir árið
2007. Verkefnin eru á
sviði norrænnar mat-
vælaframleiðslu og
matargerðar með áherslu á sýni-
leika og samvinnu í formi tengsl-
aneta. Í þessum fyrstu verkefnum
er staðbundin framleiðsla og dreif-
ing, ásamt veitingum og norræn
hönnun tengd mat og matargerð,
sett á oddinn. Í lok ársins 2007 verð-
ur aftur auglýst eftir styrk-
umsóknum. Nánari upplýsingar um
styrki eru á heimasíðu verkefnisins.
Norrænu matvælaráðherrarnir,
ásamt landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsráðherrunum hafa ákveðið
að veita sérstök heiðursverðlaun,
alls rúmlega 1 milljón íslenskra
króna. Verðlaunin má veita ein-
staklingum eða samtökum sem unn-
ið hafa einstakt starf við að kynna
og þróa norræna matargerð og mat-
armenningu. Verðlaunin verða veitt
í fyrsta sinn árið 2007 og mun Nor-
ræna ráðherranefndin standa fyrir
samkomunni „Ný norræn mat-
argerð“ af því tilefni.
Heimasíða verkefnisins Nýr nor-
rænn matur: http://www.nor-
den.org/jord_skog/nordisk_mat/is
Hvað er „Nýr norrænn
matur og matargerðarlist?“
Emilía Martinsdóttir og Laufey
Haraldsdóttir skrifa um eitt af
samstarfstarfverkefnum Nor-
rænu ráðherranefndarinnar
» Aukin eftirspurn ereftir matvælum sem
búa yfir sérstökum
hreinleika og eiginleik-
um sem taldir eru bæta
heilsu fólks.
Emilía Martinsdóttir
Emilía Martinsdóttir er deildarstjóri
hjá Matís og Laufey Haraldsdóttir er
kennari og sérfræðingur á ferða-
máladeild Hólaskóla, Háskólans á
Hólum.
Laufey Haraldsdóttir
UMRÆÐA um vaxandi skuldir
heimilanna er ógnvekjandi. Bág-
ar aðstæður fólks sem er eigna-
laust og skuldum vafið, ásamt úr-
ræðaleysi
þjóðfélagsins, eru
umhugsunarverðar.
Greinin er rituð til að
vekja athygli á að-
stæðum þessa hóps
með von um að hún
stuðli að auknum
skilningi á málefnum
hans. Töluverðra for-
dóma gætir um að
allir sem eru skuld-
um vafðir hafi sjálfir
komið sér í vandræði
með neyslu og óráð-
síu og það sé ekki
hlutverk hins op-
inbera að koma til
hjálpar. Raunin er
hins vegar oft sú að
fólk verður fyrir
áföllum sem leiða til
þess að fjárhagurinn
fer úr skorðum. Und-
irrituð, sem hefur
áratugareynslu af
starfi við fé-
lagsþjónustu, gerði
rannsókn í tengslum
við lokaverkefni í fé-
lagsráðgjöf um
skuldir heimilanna.
Rannsóknin leiddi
líkur að því að áföll sem leiða til
kreppuástands verði til þess að
fólk missi yfirsýn yfir fjármál sín
og lendi í fjötrum skuldabyrð-
innar. Kreppa er afleiðing af
streitufullum atburði eða áfalli
sem veldur upplifun á missi eða
ógnun um missi. Ástandið lýsir
sér í miklu tilfinningalegu álagi
ásamt skertri getu til að sjá
vandamálin í réttu ljósi og takast
á við þau. Dregin var sú ályktun
af rannsókninni að áföll sem leiða
til kreppuástands geti stuðlað að
skuldasöfnun hjá fólki. Það sem
rennir stoðum undir ályktunina
er að alvarleg veikindi, skilnaður
eða annar missir þátttakenda í
rannsókninni gerði það að verk-
um að fjármál þeirra fóru úr
skorðum með tilheyrandi skulda-
söfnun. Þetta samræmist nið-
urstöðum úr könnun meðal
þeirra sem leituðu eftir aðstoð
Ráðgjafarstofu um fjármál heim-
ilanna á árinu 2006, en 26% við-
skiptavina töldu að greiðsluerf-
iðleikar þeirra væru vegna
veikinda, 11,3% vegna skilnaðar
og 9,6% vegna atvinnuleysis eða
samtals 46,9%.
Niðurstöður fyrrgreindrar
rannsóknar gefa vísbendingar um
að fólk með mikla skuldabyrði og
þunga framfærslu lifi undir fá-
tækramörkum þrátt fyrir með-
altekjur. Borin er saman upplifun
þátttakenda og upplifun fátækra
af lífsbaráttunni og er hún um
margt lík. Þátttakendur lýstu til-
finningum eins og minnimátt-
arkennd, skömm og sektarkennd.
Þeir vilja ekki láta uppi hversu
háar skuldirnar eru orðnar og
hversu mikið af ráðstöf-
unartekjum fer í afborganir lána.
Þeir viðurkenna ekki pen-
ingaleysið, skríða undir sæng og
breiða upp fyrir haus. Lýsingar
eins og að vera í eilífu stofu-
fangelsi, vera ekki frjáls og eiga
ekki fyrir lífinu eru lýsandi fyrir
upplifun þátttakenda af skulda-
byrðinni. Að eiga
ekki fyrir nauðþurft-
um er einkenni fá-
tæktar. Fátækt hef-
ur í för með sér
valdaleysi um eigin
hag. Það bendir allt
til þess að sá sem er
með miklar skuldir
sé ekki eigin hús-
bóndi, hann hefur
ráðstafað tekjum
sínum og er í raun-
inni eign lána-
drottna. Því meira
sem skuldirnar taka
af ráðstöfunartekj-
unum því ófrjálsari
er hinn skuldugi.
Niðurstöður fyrr-
greindrar rann-
sóknar benda einnig
til að sumir þoli
skuldabasl verr en
aðrir. Fjárhagserf-
iðleikar geta haft
veruleg áhrif á sam-
band hjóna og sam-
búðarfólks, sem og á
börnin. Fólk getur
bugast af skulda-
byrðinni sem leiðir
til þess að fjöl-
skyldur leysast upp. Börn njóta
ekki samvistar við báða foreldra
sína, vegna skilnaðar eða mikils
vinnuálags. Þátttakendur rann-
sóknarinnar eiga það sammerkt
að þeir upplifa vísan stuðning
stórfjölskyldunnar, þessi tengsl
eru sterkt afl sem tryggir af-
komu þeirra. Það er því mik-
ilvægt að rækta fjölskyldu-
tengslin. Ábyrðarmenn lána eru
oft einstaklingar innan fjöl-
skyldu, ef illa fer og lán falla á
ábyrðarmenn getur það leitt til
útskúfunar hins skulduga með
þeim skaða sem því fylgir.
Allt bendir til þess að ef um
kreppuíhlutun hefði verið að
ræða hjá þátttakendum rann-
sóknarinnar hefði verið unnt að
draga úr alvarleika afleiðing-
anna. Einnig þarf að koma til
samfélagsleg ábyrgð sem beinist
að því að hlúa að þeim er lenda í
áföllum til að hægt sé að draga
úr líkum á kreppuástandi. Nauð-
synlegt er að styrkja stofnanir
sem fólk leitar fyrst til eftir að
hafa lent í áföllum eins og veik-
indum, skilnaði og atvinnumissi,
með það í huga að þær séu fær-
ar um að veita fyrstu hjálp. Má
þar nefna heilsugæslustöðvar,
sýslumannsembætti og svæð-
isvinnumiðlanir, þar sem byðist
þjónusta fagfólks eins og fé-
lagsráðgjafa.
Nauðsynlegt er að koma á úr-
ræðum sem nýtast fólki með
mikla skuldabyrði til viðbótar
við gjaldþrotaskipti og nauð-
arsamninga. Umræða hefur ver-
ið um greiðsluaðlögun, en það er
fyrirkomulag sem aðrar Norð-
urlandaþjóðir hafa tekið upp
fyrir áratugum. Greiðsluaðlögun
tryggir fólki með mikla skulda-
byrði framfærslulífeyri og að
ekki sé gengið að ábyrgð-
armönnum á meðan á greiðslu-
aðlögun stendur. Það er von mín
að nýskipaður félagsmálaráð-
herra fylgi eftir frumvarpi um
breytingu á lögum um gjald-
þrotaskipti sem hún hefur marg-
oft lagt fyrir Alþingi. Með því
væri lagður grundvöllur að líf-
vænlegri skilyrðum fyrir ein-
staklinga og fjölskyldur sem eru
föst í fjötrum skuldabyrðinnar.
Að eiga ekki
fyrir lífinu
Ingunn Árnadóttir fjallar um
vaxandi skuldir heimilanna
Ingunn Árnadóttir
» Fordómagætir um að
skuldugir hafi
komið sér í
vandræði með
óráðsíu en raun-
in er sú að fólk
verður fyrir
áföllum sem
leiða til fjár-
hagserfiðleika.
Höfundur er húsnæðisfulltrúi
Mosfellsbæjar og félagsráðgjaf-
arnemi við Háskóla Íslands.
RÍKISSJÓÐUR var rekinn með 82
milljarða afgangi síðastliðið ár, það er
gott til þess að vita að ríkisstjórnin lít-
ur ekki svo á að þeir fjármunir sem
aflað er í gegnum skatta séu til þess
eins að eyða þeim, en
skattkerfið er ekkert
annað en tekjuöfl-
unarkerfi hins op-
inbera. Tekjur rík-
issjóðs á síðasta ári
námu 422 milljörðum,
en gjöld voru alls 340
milljarðar.
Í ljósi góðrar stöðu
ríkissjóðs er mikilvægt
að tekjuafganginum
verði vel varið. Um er
að ræða tæplega fjórð-
ung heildartekna rík-
issjóðs. Undanfarin ár hefur ríkissjóði
verið skilað með afgangi og hefur af-
gangurinn m.a. verið nýttur til þess að
greiða niður erlendar skuldir rík-
issjóðs, lækka skatta og leggja þá af,
ásamt því að hækka persónuafslátt
svo eitthvað sé nefnt. Lykilatriði er að
haldið verði áfram á þessari sömu far-
sælu braut.
Undanfarin misseri hafa heyrst há-
værar kröfur frá fulltrúum sveitarfé-
laganna um auknar greiðslur úr rík-
issjóði og nú hafa ýmsir þeirra sett
fram kröfu um hlutdeild sveitarfélag-
anna í fjármagnstekjuskatti. Að vissu
leyti er það skiljanlegt að sveit-
arfélögin horfi í fjármagnstekjuskatt-
inn þar sem eignarhaldsfélögum hefur
fjölgað mikið á síðustu árum á kostnað
þeirra sem greiða tekjuskatt og á móti
hefur þeim einstaklingum fjölgað sem
greiða eingöngu fjármagnstekjuskatt.
Þessi aðferð, að sveitarfélögin fái
ákveðna hlutdeild í fjármagns-
tekjuskatti, gæti leyst tímabundin
vandamál hjá örfáum sveitarfélögum.
Skatturinn dreifist hins vegar mjög
misjafnlega á sveitarfélögin og að öll-
um líkindum myndi tekjudreifingin
verða mun ójafnari en hún er í dag.
Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er
ekki umdeild. Mörg
þeirra eiga í verulegum
fjárhagsvandræðum
eins og sjá má á því að
37 sveitarfélög hafa
fengið bréf frá eftirlits-
nefnd sveitarfélaga á
síðustu þremur árum.
Þetta, ásamt stórauk-
inni skuldasöfnun, eru
hættumerki. Að ein-
hverju leyti er um lög-
bundnar skuldbind-
ingar að ræða t.d.
yfirfærslu grunnskól-
anna og kostnað sem tengdist ein-
setningu þeirra, auknum kröfum er
varða frárennslismál o.s.frv. Hins
vegar eru alltof mörg sveitarfélög
sem hafa farið út í kostnaðarsamar
fjárfestingar og framkvæmdir sem
ekki hefur verið innistæða fyrir.
Tekjustofnar sveitarfélaganna eru
útsvar, fasteignaskattur, greiðslur
frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna og
þjónustutekjur. Samkvæmt yfirliti
yfir afkomu sveitarfélaganna í árbók
þeirra frá 2006 hafa tekjur sveitarfé-
laganna ekki staðið í stað heldur hafa
þær aukist jafnt og þétt. Á árunum
1997-2005 hefur útsvar og fast-
eignaskattur aukist að raungildi um
tæp 70% og tekjur frá Jöfnunarsjóði
um 240%.
Útsvarið er staðbundin skatt-
heimta sem sveitarfélögin fá beint til
sín, en það er fjármagnstekjuskattur
ekki. Fulltrúar sveitarfélaganna hafa
fært ýmis rök fyrir því að þeir eigi
kröfu í hluta fjármagnstekjuskatts,
en það er í raun hægt að færa sam-
bærileg rök um alla aðra skatt-
heimtu. Er vilji hjá fulltrúum sveitar-
félaganna að taka upp staðbundinn
virðisaukaskatt? Þ.e. sveitarfélagið
fái hlutdeild í vsk sem innheimtur er í
því svæði.
Það er auðvitað réttlætismál að
einstaklingar sem hafa lögheimili og
búsetu í sveitarfélagi leggi til kostn-
aðar við þá þjónustu sem þeir njóta
góðs af. Það er hagsmunamála okkar
allra að sveitarfélögin séu öflug og
staða þeirra tryggð. Þar fer saman
ábyrgð kjörinna fulltrúa, að þeir hagi
sér af skynsemi og láti fleira en at-
kvæðaveiðar stjórna gerðum sínum,
og að íbúarnir taki sanngjarnan þátt í
kostnaði við reksturinn. Mikilvægt er
að í landinu haldist byggð og að fólk
hafi frelsi til að velja sér búsetu. Ein
forsenda þess er að sveitarfélögin séu
nægilega stór og öflug til þess að
standa undir þeirri þjónustu sem
þeim er skylt að veita. Líta þarf gagn-
rýnum augum á það kerfi sem nú er
við lýði, bæði hvað varðar tekjuöflun
sveitarfélaga – og ekki síður þær
heimildir sem sveitarstjórnir hafa til
þess að stofna til útgjalda á kostnað
skattgreiðenda.
Fjármagnstekjuskattur til sveit-
arfélaganna – ekki rétta leiðin
Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar
um fjármagnstekjuskatt »Undanfarið hafafulltrúar sveitarfé-
laganna verið með há-
værar kröfur um hlut-
deild sveitarfélaganna í
fjármagnstekjuskatti.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Höfundur er formaður Heimdallar.
BÖRNIN eru veikasti hlekk-
ur en um leið sá þýðingarmesti
í keðju kynslóðanna. Þau þurfa
umfram allt að eiga venjulega,
góða uppalendur til að lífs-
keðjan haldi:
Fjölskyldugildum getum ei raskað,
gefa þau mannlífi skaprans.
Aldrei á glæ þeim gildum sé kastað,
þau gilda um framtíð í sköpun hans.
Pétur Sigurgeirsson.
Barnið