Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 33 hlutavelta dagbok@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 9.3, handav. kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30, leik- fimi kl. 9, Boccia kl. 9.45. Dalbraut 18-20 | Félagsvist alla þriðjudaga kl. 14. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Kveðjuhóf verður haldið til heiðurs Stefaníu Björnsdóttur miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16, þar sem hún lætur af störfum hjá félaginu þ. 1. sept. nk. Félag kennara á eftirlaunum | Dags- ferð á Reykjanesið frá Umferða- miðstöðinni kl. 8 miðvikudaginn 29. ágúst. Skráning í s. 595-1111. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 myndlist og ganga. Kl. 11.40 hádegis- verður. Félagsstarf eldri borgara í Mosfells- bæ | Ferðahópur til Tenerife. Fundur í dag, þriðjud. 28. ágúst kl. 16 í Listasal Mosfellsbæjar, innaf bókasafninu í Kjarna, Þverholti 3, Mos. Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9- 16.30 m.a. perlusaumur fyrir hádegi, kl. 10.30 lagt af stað í létta göngu um nágrennið. Á morgun kl. 9.30 er sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Myndlist hefst fimmtud. 6. sept. leið- sögn veitir Nanna Baldursd. Postu- línsnámskeið byrja mánud. 10. sept. og þriðjud. 11. sept. S.575-7720. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnar kl. 9, brids kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verks og bókastofa kl. 13. Kaffiveit- ingar kl. 14.30. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðg. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia Sigurrós (júní). Kl. 11-12 leikfimi Janick (júní-ágúst). Kl. 11.45- 12.45 matur. Kl. 14.30-15.45 kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun- stund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, handa- vinnustofan opin fyrir alla sem hafa áhuga á handavinnu og góðum fé- lagsskap. Félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 17.30. Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30. Beðið verður m.a. fyrir inn- sendum bænarefnum sem hægt er að senda á kefas@kefas.is eða með því að hringja í síma kirkjunnar. Allir vel- komnir. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. KFUM og KFUK | Í sumar verða sam- félags- og bænastundir á þriðjudög- um kl. 20 á Holtavegi 20. Beðið verð- ur sérstaklega fyrir sumarstarfi félagsins vítt og breitt um landið, ásamt öðrum bænaefnum sem ber- ast. Verið öll velkomin. Vídalínskirkja Garðasókn | Í dag þriðjudaginn 28. ágúst fer Opið hús Vídalínskirkju í vettvangsferð til Grindavíkur. Lagt af stað frá Vídalíns- kirkju kl. 13. Kaffi drukkið á Saltfisk- setrinu. Heimkoma áætluð um kl. 16. Þeir sem óska að koma með láti vita í síma 895-0169. Verið velkomin. Hlutavelta | Vinkonurnar Sunna Rós Guðbergsdóttir og Helena Eir Páls- dóttir héldu tombólu við verslun Sam- kaupa í Hrísalundi og styrktu Rauða krossinn með ágóðanum sem var 4.125 krónur. Hlutavelta | Systkinin Kristín Hekla og Tindur Magnúsarbörn, sem eru bú- sett í Lúxemborg, og frændi þeirra Orri Úlfarsson héldu tombólu og söfn- uðu 2.326 krónum og færðu Rauða krossinum ágóðann. dagbók Í dag er þriðjudagur 28. ágúst, 240. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Meistaranámsbraut í bygg-ingarverkfræði við Há-skólann í Reykjavík býðurupp á þrjú ný námskeið um umferð, skipulag og öryggi á haust- önn. Umferðaröryggi, hljóðvist og loft- gæði er yfirskrift námskeiðs sem Har- aldur Sigþórsson umferðarverkfræð- ingur hefur umsjón með: „Námskeiðið fæst við áhrif bílaumferðar og annarra samgangna. Farið er ofan í verkfræði- lega öryggisþætti varðandi umferð, hljóðvist utan dyra og mengun bæði af völdum koltvísýrings og annarra loft- bærra efna frá bílaumferð,“ útskýrir Haraldur. „Aldís Ingimarsdóttir er kennari námskeiðsins Gatna- og veg- hönnun. Eins og nafnið gefur til kynna er þar tekin fyrir hönnun gatna og vega, en þó sérstaklega gatnahönnun í þéttbýli og þá hönnun stærri brauta og umferðarmannvirkja eins og hring- torga og mislægra gatnamóta.“ Þriðja námskeiðið er Skipulagskerfi og skipulagsgerð, sem Ásdís Hlökk Theódórsdóttir kennir: „Um er að ræða almennan kúrs um skipulagsmál, sögu þeirra hérlendis og erlendis og hvernig vinna skal að skipulagi,. Nemendur öðl- ast ítarlega þekkingu á stefnum og straumum, og hvert þróunin stefnir, með sérstakri áherslu á skipulag um- ferðar og samgangna,“ segir Haraldur. Að sögn Haralds er vaxandi áhugi á skipulagsmálum hérlendis og ríkari kröfur gerðar til sérfræðinga og stefnu- mótenda: „Þó að námskeiðin séu í boði sem hluti af meistaranámi við bygging- arverkfræði í HR er námið opið öllum sem lokið hafa grunnháskólagráðu í tæknigrein. Er víst að námið getur gagnast tæknimönnum sveitarfélaga, starfsmönnum verkfræðistofa og skipu- lagsembætta. Námið getur verið hluti af endurmenntun, eða einfaldlega verið til yndisauka fyrir áhugamenn um skipulagsmál,“ segir Haraldur. „Um er að ræða áhugaverðan og víðtækan málaflokk og fjalla námskeiðin ekki ein- göngu um sérhæfða útreikninga heldur er einnig leitast við að lýsa áskorunum í samgöngum sem heild orsaka og afleið- inga.“ Nánari upplýsingar á www.hr.is. Menntun | Ný námskeið í boði í meistaranámi byggingarverkfræði HR Umferð og skipulag  Haraldur Sig- þórsson fæddist í Reykjavík 1961. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1981, CS-gráðu í byggingarverk- fræði frá HÍ 1985, meistaranámi 1989 frá Háskólanum í Karlsruhe og doktorsnámi 1993 í um- ferðarverkfræði. Haraldur starfaði fyrst hjá umferðardeild Borgarverk- fræðings, síðan á Nýja-Sjálandi í tvö ár, og hefur frá 1998 unnið á verk- fræðistofunni Línuhönnun. Haraldur er kvæntur Esther Hlíðar Jensen jarð- fræðingi og eiga þau soninn Sigþór og Esther dótturina Ingu Maríu. Tónlist Iðnó | Bláir Söngvar/ Bláir Skuggar kl. 20-22. Sigurður Flosason býður upp á ný lög við texta Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar. Söngvarar Egill Ólafsson og Ragnheiður Gröndal. Einnig verða flutt lög af nýrri plötu „Bláir Skuggar“. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Kl. 20.30. Dúó Stemma. Herdís Anna Jóns- dóttir og Steef van Oosterhout leika á marimbu, víólu, slagverk og steinaspil Páls á Húsafelli. M.a. verða flutt tónverk sem Snorri Sigfús Birgisson, Áskell Más- son og Sveinn Lúðvík Björnsson hafa samið sérstaklega fyrir þau. Leiklist Iðnó | Light Nights kl. 20.30. Leikþættir fluttir á ensku: Þjóðsögur, söngur, dans, glíma o.fl. Sjá heimasíðu: www.light- nights.com. Fréttir og tilkynningar Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á aldr- inum 16-30 ára. Hópurinn er fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja bæta úr því. Uppl. gefur Ingibjög í síma 694-6281. Heimasíða: www.blog.central.is/ hittingur16-30. Netfang: hittingur- @gmail.com. NOKKRIR Norður-Kóreubúar koma hér fram klæddir sem egg í leikverkinu „My Prosperous Country“ sem sýnt var á þjóðarleikunum Arirang Mass Games á May Day-vellinum í miðbæ Pyongyang í gær. Á leikunum kom fram fjöldi atriða sem innihéldu hina fjölbreyttustu búninga. Velta má samt fyrir sér hvort þeir líkist ekki meira kartöflum en eggjum. Norður-Kóreubúar skemmta sér Egg eða kartöflur? Reuters ÞEGAR viðburður er skráð- ur í Stað og stund birtist til- kynningin á Netinu um leið og ýtt hefur verið á hnapp- inn „staðfesta“. Skrásetjari getur nýtt sér þann mögu- leika að nota leiðréttinga- forritið Púkann til að lesa textann yfir og gera nauð- synlegar breytingar sé þess þörf. Hver tilkynning er aðeins birt einu sinni í Morgun- blaðinu. Bent er á að hægt er að skrá atburði í liðina félags- starf og kirkjustarf tvo mán- uði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er prófarka- lesinn. Skráning í Stað og stund FRÉTTIR GOLFMÓT burtfluttra Skagfirðinga á höfuðborgarsvæðinu fer fram á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds við Heiðmörk sunnudag- inn 9. september nk. Keppt er í karla- og kvennaflokki með punktafyrirkomulagi og byrjað að ræsa út undir hádegið. Mótið hefur stöðugt undið upp á sig og er nú haldið í tíunda sinn. Að sögn mótshaldara, Gunnars Þ. Guðjónssonar, hafa verð- launin sjaldan verið glæsilegri. Hann tekur við þátttökutilkynn- ingum í síma 588-5383 eða 690-0583. Burtfluttir Skagfirðingar geta tekið með sér gesti, og eina skilyrði er að viðkomandi hafi einhvern tímann gist í Skagafirðinum. Mótið hefur einnig dreg- ið að sér kylfinga að norðan sem kíkt hafa á gamla vini og fé- laga. Burtfluttir Skagfirðingar slá saman í tíunda sinn RÁÐSTEFNA um karla og of- beldi í nánum samböndum verð- ur haldin í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku fimmtudaginn 30. ágúst. Í fréttatilkynningu segir að á ráðstefnunni verði kynnt norska verkefnið Alternative to vio- lence, auk þess sem íslenskir sérfræðingar miðla af reynslu sinni. Marius Råkil er norskur sál- fræðingur og forsvarsmaður verkefnisins Alternative to Vio- lence. Hann mun kynna verk- efnið ítarlega og reynsluna af því. Í tuttugu ár hafa aðstand- endur verkefnisins unnið að því að svara eftirfarandi spurning- um: Af hverja beita karlmenn ofbeldi, hvaða áhrif hefur of- beldið á fórnarlömbin og hvern- ig vinna karlmenn sig úr ofbeld- inu? Kynningin fer fram á ensku. Að loknu erindi Råkil flytja ís- lenskir sérfræðingar erindi. Þau eru dr. Berglind Guðmundsdótt- ir sálfræðingur, Rannveig Þór- isdóttir, félagsfræðingur og sál- fræðingarnir Andrés Ragnars- son og Einar Gylfi Jónsson. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ávarpar fundar- gesti í upphaf fundar. Ráðstefnan er hluti af Evr- ópuverkefninu ,,Ár jafnra tæki- færa“ og er öllum opin án endur- gjalds. Skráning á ráðstefnuna fer fram í tölvupósti: jafnrett- i@jafnretti.is, fyrir þriðjudag- inn 28. ágúst. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur upp úr kl. 16.30. Karlar til ábyrgðar er verk- efni sem hófst árið 1998 og var komið aftur af stað í fyrra eftir fimm ára hlé. Þetta er eina sér- hæfða meðferðaúrræðið hér á landi fyrir karla sem beita of- beldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hóp- meðferð hjá sálfræðingum. Þótt karlar séu ekki einir um að beita ofbeldi er meðferðarúrræðið að- eins fyrir þá. Upplýsingar um viðtalsbeiðnir eru í síma: 555- 3020. Ráðstefna um karla og ofbeldi í samböndum KENNSLA við frumgreina- deild Keilis hófst kl. 9 í gær- morgun, mánudaginn 27. ágúst, með vikunámskeiði fyrir ný- nema í samstarfi Keilis og Capacent. Í fréttatilkynningu segir að alls stundi 108 nemend- ur nám við frumgreinadeild í þremur mismunandi línum, fé- lags- og hugvísindum, viðskipta- og lögfræði og verkfræði- og raunvísindum. Mikil aðsókn var að deildinni en alls sóttu tæplega 200 nem- endur um þau 108 pláss sem til ráðstöfunar voru. Meðalaldur nemenda er 32 ár og tæplega helmingur þeirra er af Suður- nesjum. Nám við deildina er þróað í samstarfi við Háskóla Íslands, samkvæmt sérstökum sam- starfssamningi þar um. Frum- greinadeild Keilis er fyrsta deild sinnar tegundar sem sér- staklega er miðuð að undirbún- ingi náms við Háskóla Íslands og opnar slíkt ný tækifæri fyrir fólk sem ekki hefur lokið stúd- entsprófi. Stór hluti nemenda við deild- ina býr í nemendaíbúðum Keilis á Vallarsvæðinu en auk þeirra búa þar nemendur frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykja- vík og öðrum skólum á höfuð- borgarsvæðinu, alls um 700 manns. Háskólasvæðið er tengt með strætó við Reykjavík sem hóf akstur sl. föstudag undir heitinu Reykjanes Express. Reykjanes Express er samstarfsverkefni Keilis, Reykjanesbæjar, Þróun- arfélags Keflavíkurflugvallar og SBK. Fargjöld eru innifalin í leiguverði fyrir íbúa svæðisins. Leik- og grunnskóli Hjallastefn- unnar hafa þegar verið opnaðir á svæðinu og á næstunni verða opnaðar þar verslun og íþrótta- miðstöð. Kennsla hafin hjá Keili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.