Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 17 LANDIÐ Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Frábær fyrirtæki 1. Einstaklingsfyrirtæki sem framleiðir dýnur í hjólhýsi, báta, sumarbústaði, barnaheimili og fl., allt úr svampi. 2. Ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í sérstökum hópferðum. Mikil velta, góður hagnaður og allar ferðir fullbókaðar til áramóta. Þekkt og traust fyrirtæki. 3. Einstakt tækifæri. Húsgagnaverslun sem þarf að flytja úr húsnæði sínu til sölu. Ótrúlega gott verð kr. 4 millj.+ lager. Eingöngu eiginn innflutning- ur. Næstum því gefins. 4. Aðstaða í Kaupmannahöfn. Skrifstofa með öll leyfi fyrir Evrópu, banka- fyrirgreiðslu, endurskoðanda, yfirdráttarheimild, lögmann, sérfræðing í Evrópumálum aðgang að vörugeymslu og vörudreifingu o.m.a. Allt til staðar. Flott íbúð fylgir með. Einstakt tækifæri. Hægt að yfirtaka lán. 5. Einn stærsti og þekktasti söluturn og matsölustaður borgarinnar. Gott rími á bak við jafnvel til veisluþjónustu. Ný ísvél. Mikil uppbygging í kringum staðinn. Smurherbergi á bak við. Skemmtilegt veltumikið verk- efni. 6. Nú skalt þú vera fljótur. Bílaþjónustufyrirtæki til sölu með 4 vinnubíla. Mikil og föst verkefni. Hægt að stórauka umfang. Skilar ótrúlega mikil- um tekjum. Lítil fyrirhöfn miðað við tekjur. Fast verð. 7. Matvælaiðnaður. Einstakt fyrirtæki sem er með matvælaiðnað og hefur útflutningsleyfi. Ótrúlega góð arðsemi. Stórmiklir möguleikar aðallega varðandi eðalfisk. Góð aðstaða, mjög sanngjörn leiga. 8. Heilverslun sem selur til helstu og stærstu smásöluaðila landsins, einnig stóru lyfjaverslanna. Aðallega vörur tengdar íþróttum og gjafavörur. Góðir viðskiptavinir. Mikill hagnaður. 9. Eldvarnafyrirtæki sem selur ný tæki, endurnýjar eldri tæki og er með áfyllingar í slökkvitæki. Mjög margir fastir viðskiptavinir. Góð erlend viðskiptasambönd sem rota öll önnur viðskiptasambönd á markaðnum í verði. 10. Útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig við bílana. Auglýsingablað. Út hafa komið núna 3 blöð. 11. Borfyrirtæki sem flytur inn sína bora sjálft og demandskrónur. Borar, niðurbrot og lagfæringar, sjálfstæður atvinnurekstur. Næg vinna. Tilsögn fylgir. Tæki og lager fylgja með í verðinu fyrir um 6,5 millj. Heildarverð aðeins kr. 8,5 millj. Höfum traustan löggil. kaupanda af fasteignasölu. Sterkur fjárfestir er að koma til landsins og vill kaupa hlut í stóru fyrirtæki eða allt hlutaféð. Mjög fjársterkur. Fullur trúnaður. Það gæti borgað sig að hafa samband. Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Misjafnt er hvernig fólki gengur að láta drauma sína rætast. Sumum tekst að hrinda hugmyndum sín- um í framkvæmd en öðrum ekki. Það fyrrnefnda á við ung hjón, Steinunni Þórisdóttur og Valdi- mar Jónsson, sem nýverið hófu kúabúskap í Skagafirði. Þar með hrintu þau í framkvæmd hug- mynd sem þau höfðu gengið með nokkur ár. En hvað varð til þess að þau réðust í að taka jörð á leigu og kaupa áhöfn og vélar? Fréttaritari hélt á þeirra fund og lagði þessa spurningu fyrir þau. „Ég er fæddur og uppalinn í sveit, á bænum Litlu-Hámund- arstöðum á Árskógsströnd í Eyjafirði,“ segir Valdimar. „Eftir grunnskólanám stundaði ég ýmsa vinnu, m.a. sjómennsku. Ég fór svo í bændadeildina á Hvanneyri og lauk prófi þaðan 1998. Var í rauninni alltaf staðráðinn í að verða bóndi. Eftir námið á Hvanneyri starfaði ég mest við akstur í Reykjavík en greip í ým- islegt með,“ sagði Valdimar. Steinunn er hins vegar borg- arbarn, ólst upp í Hafnarfirði og hefur auk þess búið í Garðabæ og Mosfellsbæ. „Ég fékk hinsvegar fljótt áhuga fyrir sveitinni og var dugleg að koma mér í vinnu á sveitabæjum og hef alltaf kunnað vel við það. Ég á tvær stelpur af fyrra hjónabandi, átti þær jafn- hliða kennaranámi. En við Valdi- mar bjuggum síðast á Hvanneyri þar sem ég stundaði BS-nám við Landbúnaðarháskólann.“ „Við byrjuðum að leita að jörð fyrir um einu og hálfu ári,“ held- ur Steinunn áfram. „Þá auglýst- um við eftir jörð með kúabúskap eða blönduðu búi. Svo vorum við líka búin að skoða heilmikið á fasteignasölunum án þess að finna það sem við vildum eða urð- um of sein til að festa það. Svo settum við auglýsingu í Bænda- blaðið í maí þar sem við aug- lýstum eftir jörð og það svöruðu okkur þónokkrir. Það var ým- islegt í boðið og sumt á mjög sanngjörnu verði. Við skoðuðum þessa jörð, Reykjarhól í Austur- Fljótum, í byrjun maí. Hún var ekki til sölu en bústofn og vélar, hluti af mjólkurkvóta og þær framkvæmdir sem bóndinn hafði gert á jörðinni þau tvö ár sem hann hafði búið. Þetta fór svo í umhugsun í nokkurn tíma en þegar ljóst var að við gætum gengið inn í samning bóndans við jarðeiganda fórum við að hugsa þetta af meiri alvöru. Það varð svo niðurstaðan að láta slag standa og stökkva á þetta. Okkur fannst þetta spennandi dæmi með ýmsa möguleika þótt þetta kosti mikla vinnu, við gerum okk- ur fulla grein fyrir því.“ – Og hvernig hafa þessar fyrstu vikur sem bændur verið? „Við tókum formlega við 1. júlí. Ég var að sjálfsögðu þaulvanur mjöltum og öllu slíku því ég er uppalinn í sveit og var búinn að sjá um fjós fyrir vin minn í fyrra- vetur,“ sagði Valdimar. „Þetta er hefðbundið básafjós en búið að setja í það mjaltabás og flór- sköfur. Við erum bara að kynnast þessum gripum sem við keyptum. Kýrnar eru 24 og svo bera lík- lega 10 kvígur í haust. Fjósið tekur 32 kýr og svo stendur til að byggja geldneytaaðstöðu. Svo kaupum við eitthvað af sauðfé í haust. Við byrjuðum að sjálf- sögðu heyskap fljótlega eftir að við tókum við. Hann gekk í raun mjög vel, nema hvað það spratt freka illa vegna þeirra miklu þurrka sem verið hafa nánast um allt land í sumar. Systir Stein- unnar var hér í mestallt sumar og hjálpaði okkur mikið. Svo hafa ættingjar og vinir verið að heim- sækja okkur eftir að við fluttum og hjálpað okkur mikið. Við erum ekki búin að taka alla búslóðina upp úr kössunum ennþá,“ sagði Valdimar. Öðruvísi en ég hef kynnst „Mér hefur líkað mjög vel, bæði vinnan við kýrnar og líka að vera á vélunum um heyskapinn. Við keyptum raunar nýja John Deer-dráttarvél eftir að við tók- um við. Þetta hafa verið anna- samar vikur, eiginlega ævintýri líkastar og öðruvísi en ég hef kynnst áður. En þetta hefur bara verið þrælskemmtilegt, ennþá,“ sagði Steinunn Þórisdóttir. Ung hjón létu drauminn rætast og hófu búskap á Reykjarhóli í Fljótum Hefur verið þrælskemmtilegt Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Tækjakosturinn bættur Steinunn Þórisdóttir og Valdimar Jónsson, bændur á Reykjarhóli, við dráttarvélina sem þau keyptu á dögunum. Reykjanesbær | Sam- keppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Bruna- varnir Suðurnesja um 600 þúsund krónur vegna brota á skilyrðum sem samkeppnisráð hafði sett um fjárhags- legan aðskilnað í rekstri útkallsþjónustu. Slökkvi- liðsstjórinn segir að sektin komi á óvart því rekstrinum hafi verið breytt og Bruna- varnir séu ekki lengur í samkeppn- isrekstri. Brunavarnir Suðurnesja ráku á sínum tíma öryggiskerfi fyrir fyrirtæki og stofn- anir á Suðurnesjum og sinntu frá vaktstöð sinni. Sigmundur Eyþórsson slökkviliðs- stjóri segir að þetta verkefni hafi lent á slökkviliðinu vegna þess hvað fá kerfi voru á svæðinu og öryggisfyrirtæki því ekki sóst eftir þessum viðskiptum. Árið 1994 tók samkeppnisráð ákvörðun um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri Brunavarna Suðurnesja milli þess hluta rekstrarins sem naut einkaleyfis eða verndar, svo sem rekstur slökkviliðs og sjúkraflutninga, og samkeppnisreksturs sem rekstur öryggiskerfanna flokkaðist undir. Á árinu 2004 breyttu Brunavarnir rekstri sínum, hættu sjálfstæðum rekstri öryggiskerfa, en sömdu við Öryggis- miðstöð Íslands og Securitas um að sinna fyrir þau útkallsþjónustu. Um leið var fjár- hagslegur aðskilnaður afnuminn. Sam- keppniseftirlitið hefur nú sektað fyr- irtækið fyrir þetta. Segir að BS hafi brotið gegn úrskurðinum frá 1994 og það hafi einnig leitt til röskunar á samkeppni á markaði fyrir útkalls- og vaktþjónustu. Sigmundur segir að við breytingarnar hafi Brunavarnir hætt samkeppnisrekstri en vinni nú sem verktakar fyrir öryggis- fyrirtækin. Telur hann það ástæðuna fyrir því að fjárhagslegum aðskilnaði var hætt. Hann segir að framhaldið sé í skoðun. Sekta brunavarnir fyrir brot á skil- yrðum úrskurðar AUSTURLAND Eftir Gunnar Gunnarsson Fljótsdalshérað | Bæjarlistamað- ur Fljótsdalshéraðs var útnefndur í fyrsta skipti síðasta laugardag, þegar fagnað var sextíu ára afmæli þéttbýlis á Egilsstöðum. Heiðurinn hlotnaðist Charles Ross sem hefur kennt, spilað og samið tónlist á Austurlandi í tuttugu ár. Héraðshátíðinni Ormsteiti var slitið á sunnudag á Skriðuklaustri, en Fljótsdalsdagur var tíundi og seinasti dagur hátíðarinnar. Í Klaustur mættu svo margir gestir á tónleika Ljótu hálfvitanna að flytja þurfti þá frá skemmunni og niður að Gunnarshúsi, en spilað var á stéttinni fyrir utan húsið. Víkingar sýndu listir sínar og Ungmennafélagið Þristur stóð fyr- ir óhefðbundinni íþróttakeppni. Litrík Sumarhátíð Um tvö hundruð keppendur tóku þátt í Sumarhátíð UÍA sem fram fór á Fljótsdalshéraði um helgina. Hátíðin teygði sig yfir þrjá daga, þann fyrsta var keppt í golfi og sundi, þann næsta í frjáls- um og knattspyrnu en frjáls- íþróttakeppnin tók tvo daga. Keppendur hrepptu almennt gott veður, utan stöku gróðrarskúra. Helstu úrslit urðu þau að í liða- keppni í sundi fór Austri með sig- ur af hólmi. Fjarðabyggð sigraði bæði A- og B-flokk í knattspyrnu stráka í 6. flokki en í stelpnaflokki var það USÚ sem sigraði. Í liða- keppni í frjálsum sigraði Höttur í yngri flokki en Þristur í eldri flokki. Charles Ross heiðraður Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Bæjarlistamaður og bæjarstjóri Charles Ross og Eiríkur Björgvinsson glaðir eftir útnefningu fyrsta bæjarlistamanns Fljótsdalshéraðs. Stolt Yngstu keppendurnir fengu allir verðlaunapeninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.