Morgunblaðið - 28.08.2007, Side 40

Morgunblaðið - 28.08.2007, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er ansi oft þannig á öldhraðans, þar sem yf-irborðsmennska í fjöl- miðlun og heimsfrægð í korter ríkir og hismið er kjarnanum yf- irsterkara, að þeir er marka tíma- mót gleymast hratt. Þó náði frétt- in um dauða trommarans Max Roach inn á síður Morgunblaðs- ins, en hann var síðastur hinna miklu byltingarmanna bíbopp- djassins til að kveðja þennan heim. Það hefur ekki verið mikið um það að þeir sem hafa sett mark sitt á djasssöguna hafi kom- ið hingað hin síðustu ár; ætli sá síðasti hafi ekki verið bassaleik- arinn Ray Brown, sem lék með tríói sínu í Íslensku óperunni á Jazzhátíð Reykjavíkur 1998. Auð- vitað hafa ýmsir djasssnillingar komið síðan sem frægir hafa orð- ið: Abercrombie, Niels-Henning, Kenny Garrett svo nokkrir séu nefndir og á Jazzhátíð Reykjavík- ur í ár er von á píanistanum Uri Caine, sem er jafnvígur á að leika eigin verk sem og verk Mozarts og Mahlers í djassbúningi.    Annar af gestum djasshátíð-arinnar verður gítarleik- arinn Larry Coryell, sem litlum sögum hefur farið af undanfarin ár, en var á sínum tíma kallaður guðfaðir djassrokksins af gagn- rýnendum. Coryell markaði djúp spor í þá sögu er djassinn og rokkið féllust í faðma og Miles Davis varð hálfgert poppgoð. Ár- ið 1966 stofnaði hann fyrstu nafn- toguðu djassrokksveit sögunnar, The Free Spirits, og 1969 léku Mike Mantler og Jack Bruce í tríói hans. Hann lék þó hefð- bundnari djass á árunum 1967-68 er hann var í kvartetti víbrafón- leikarans Gary Burton og hljóð- ritaði eina af klassískustu djass- plötum þeirra ára með Burton og Cörlu Bley: A genuine tong furne- ral. Síðustu þrjátíu árin hefur Co- ryell fyrst og fremst komið fram sem einleikari og leikið dúetta með mörgum stórgítarleikurum ss. Eric Clapton, Paco De Lucia og Pat Metheny. Hann vann um tíma mikið með Philip Catherine. Saman léku þeir á einni síðustu plötu Mingusar, Three or foure shades of blues og ásamt Steph- ane Grappelli og Niels-Henning hljóðrituðu þeir plötuna Young Django, sem einsog nafnið bendir til geymir lög sígunagítaristans eina og sanna: Django Reinhards.    Af þessu má ráða að Coryell erekki einhamur þótt upphaf djassrokksins muni lengst halda nafni hans á lofti. Margbreytileik- ann á hann sameiginlegt með gestgjafa sínum á Jazzhátíð Reykjavíkur, Birni Thoroddsen, en Björn leikur í Djangostíl með Guitar Islancio og Coryellstíl með Gömmum og allt þar á milli. Djassblús gítarveisla Björns verð- ur á Gauknum að kvöldi hins 31. ágúst og gítaristar auk Björns og Larry Coryells verða Ólafur Gaukur, fyrsti einleiksdjassgít- aristi okkar; Ómar Guðjónsson; efnilegasti djassgítaristi okkar; blúsararnir Björgvin Gíslason og Dóri Braga og Guðmundur Pét- ursson, sá Íslendingur sem best hefur sameinað djass- og blúsleik. Sögulegir tónleikar! Hver man Larry Coryell? AF LISTUM Vernharður Linnet » Af þessu má ráða aðCoryell er ekki ein- hamur þótt upphaf djassrokksins muni lengst halda nafni hans á lofti. Coryell „Gítarleikarinn sem var á sínum tíma kallaður guðfaðir djass- rokksins af gagnrýnendum.“ linnet@simnet.is / ÁLFABAKKA ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ DIGITAL RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 10:20 B.i. 10 ára / KRINGLUNNI ASTRÓPÍA kl. 6:15 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 - 10:10 LEYFÐ LÚXUS VIP RATATOUILLE m/ensku tali kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 4 - 5:30 (Digital kl.5:30) LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:40 B.i.10.ára THE TRANSFORMERS kl. 5 B.i.10.ára LÚXUS VIP NANCY DREW kl. 6 B.i.7.ára GEORGIA RULE kl. 8 B.i.7.ára HARRY POTTER 5 kl. 8:15 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 10:10 B.i.7.ára MATT DAMON ER JASON BOURNE MAGNAÐASTA SPENNUMYND SUMARSINS eee H.J. - MBL eeee - JIS, FILM.IS eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI NANCY DREW YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS! eee H.J. - MBL eeee - JIS, FILM.IS AÐ MÍNU MATI ÆTTU ALLIR AÐ DRÍFA SIG MEÐ FJÖLSKYLDUNA - A.S, MBL LANDSLIÐ GRÍNISTA Í STÆRSTU ÍSLENSKU BÍÓMYND ÁRINS. VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING - SVALI, FM 957 PÉTUR OG SVEPPI HAFA ALDREI VERIÐ FYNDNARI - H.A, FM 957 EIN SÚ SKEMMTILE- GASTA SÍÐAN SÓDÓMA - Í.G, BYLGJAN MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE FÉLAGSRÁÐGJAFI frá Malaví hefur fengið leyfi til þess að fara til London í þeim tilgangi að meta það hvort poppsöngkonan Madonna sé hæf til þess að ættleiða barn frá Afr- íkuríkinu. Penstone Kilembe segir að rík- isstjórn landsins hafi breytt fyrri ákvörðun og leyft honum að heim- sækja poppstjörnuna. Kilembe sagði í samtali við Reu- ters-fréttastofuna að hann hlakkaði til ferðarinnar. Þetta væri nauðsyn- legt svo tafir yrðu ekki á ættleiðing- arferlinu. Hann hafði áður varað við því að ef hann gæti ekki heimsótt Madonnu gæti það skaðað tilraun hennar til þess að ættleiða David Banda. Ráðherra kvennamála og þroska barna neitaði í upphafi að leyfa Ki- lembe að fara til London. Kilembe sagði að ef það hefði verið raunin hefði allt ættleiðingarferlið „hrunið“. Fyrr í ágúst gaf hann í skyn að svo gæti farið að drengurinn yrði aftur sendur í þorpið sitt fengi hann ekki tækifæri til þess að meta það hvort Madonna og eiginmaður henn- ar, Guy Richie, væru hæf til þess að ættleiða barnið. Reuters Malaví Madonna með David Banda. Fær fé- lagsráðgjafa í heimsókn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.